Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 37 BATMAN BEGINS kl. 3.20 - 4 - 5 - 6.20 - 7 - 8 - 9.20 - 10 - 10.50 BATMAN BEGINS VIP kl. 5 - 8 - 10.50 THE WEDDING DATE kl. 6 A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 8 - 10.10 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 ÁLFABAKKI BATMAN BEGINS kl. 5.10 - 6.30 - 8.10 - 9.30 - 11 B.i. 12 ára. HOUSE OF WAX kl. 10.30 B.i. 16 ára. THE WEDDING DATE kl. 8 THE ICE PRINCESS kl. 6 KRINGLAN BATMAN BEGINS kl. 8 - 10.40 A LOT LIKE LOVE kl. 8 MR. AND MRS. SMITH kl. 8 - 10.15 BATMAN BEGINS kl. 5.30 - 8 - 10.30 A LOT LIKE LOVE kl. 6 CRASH kl. 8 - 10 AKUREYRI KEFLAVÍK    BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! Powersýning kl. 11 í Sambíóunum Kringlunni frumsýnd 29.júní SAMBÍÓIN Álfabakka Keflavík og HÁSKÓLABÍÓ fr sý .j í Í I lf fl ví Í Nýr og miklu betri leðurblökumaður. H.L. / Mbl. Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9  Kvikmyndir.is Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 Þórarinn Þ / FBL  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið H.B. / SIRKUS     LEIKARINN og hjartaknúsarinn Tom Cruise lýsti því yfir í sjónvarpsþætti á dögunum að honum þættu þunglyndislyf gagnslaus. Cruise er einn kunnasti meðlimur Vísinda- kirkjunnar í Bandaríkjunum en kirkjan telur geðlækningar og geðlyf vera „nasistavísindi“ og til þess eins að stjórna hugum fólks. Unn- usta Cruise, Kathie Holmes, gekk nýverið til liðs við kirkjuna. Í spjallþætti Matt Lauer á föstudaginn kom þetta til tals og þegar Lauer sagði að slík lyf hefðu þó hjálpað mörgum svaraði Cruise: „Þú ert tungulipur. Þú þekkir ekki sögu geðlækn- inga. Það geri ég.“ Nokkra athygli vakti þegar Cruise lýsti því yfir opinberlega að leikkonan Brooke Shields ætti frekar að taka vítamín en þunglyndislyf í kjölfar þess að hún var greind með þunglyndi eftir fæðingu. Ummæli Cruise í þætti Lauers þóttu um- deild og í skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin MSNBC stóð fyrir á föstudaginn kom í ljós að 69% áhorfenda þótti kappinn hafa rangt fyrir sér. Cruise gekk til liðs við Vísindakirkjuna fyrir nokkrum árum en lengi vel tjáði hann sig ekki mikið um trú sína opinberlega. Á því hefur hins vegar orðið nokkur breyting að undan- förnu og hefur Cruise talað opinberlega um trú sína. Hin nýja hlið á leikaranum mælist misvel fyrir meðal aðdáenda hans og í könnun tímaritsins Entertainment Weekly kom í ljós að 61% lesenda blaðsins kunnu ekki að meta hina nýju hlið leikarans. Þá kom einnig fram að 41% þeirra myndu ekki vilja sjá nýjustu mynd kappans, The War of the Worlds. Cruise lætur slíkt tal hins vegar sem vind um eyru þjóta. Á dögunum sagðist honum líða sem frelsuðum að geta talað um þessi málefni. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvað annað fólk segir eða hvað því finnst um mig.“ Cruise segir þung- lyndislyf gagnslaus Tom Cruise verður umdeildari með árunum. GLASTONBURY-hátíðinni á Englandi lauk í gær með tónleikum Basement Jaxx og héldu drullugir hátíðargestir heim á leið eftir tón- leikana en svæðið hefur verið nánast eitt mold- arflag eftir rigningar helgarinnar. Alls eyðilögðust 400 tjöld þegar illviðri gekk yfir svæðið á föstudeginum og voru björg- unarsveitarmenn kallaðir út til að aðstoða. Engum varð þó meint af, svo vitað sé. Talið er að yfir 100 þúsund gestir hafi mætt á hátíðina sem hófst á föstudaginn og þrátt fyrir rigninguna virðist hún hafa heppnast vel. Coldplay spiluðu á aðalsviði tónleikanna á laugardagskvöldið og slógu í gegn að mati þeirra áhorfenda sem fjölmiðlar ræddu við. Hljómsveitin flutti meðal annars lagið Can’t get you out of my head í eigin útgáfu til heið- urs áströlsku söngkonunni Kylie Minogue sem greindist nýverið með krabbamein í brjósti en allar líkur eru þó á að hún nái sér. Meðal annarra hljómsveita og tónlistar- manna sem komu fram voru White Stripes, Bob Geldoff, Elvis Costello, Keane, Garbage og Doves. Frekar rigningu en „leiðinda sólskin“ Michael Eavis, stofnandi Glastonbury- hátíðarinnar, sagði við fjölmiðla að þrátt fyrir óveðrið hefði hátíðin verið „fjári góð“ og hann hefði frekar viljað hafa rigningu en „leiðinda sólskin“. Hann viðurkenndi þó að honum hefði orðið nokkuð um þegar hann sá svæðið. Eavis á sjálfur land skammt frá tónleikasvæðinu og varð það mjög illa úti. Á föstudagskvöldið lést 25 ára gamall maður á tjaldsvæðinu og er málið til rannsóknar hjá lögreglu. Talið er líklegt að hann hafi látist vegna veikinda. Alls höfðu 93 handtökur verið tilkynntar á hátíðinni í gær og 84 brot verið til- kynnt, fyrir utan fíkniefnabrot. Glastonbury-hátíðin verður næst haldin árið 2007 og er það gert til þess að landsvæðið nái að jafna sig eftir hátíðarhöldin í ár og til þess að nágrannar fái frið. Hátíðin var fyrst haldin árið 1970 en frá 1987 hefur öðru hvoru verið gert hlé á henni og var það síðast gert árið 2001. Tónlist | Glastonbury-hátíðinni lauk í gær Vel heppn- uð þrátt fyrir veðrið Reuters Chris Martin, söngvari Coldplay, fór á kostum á Glastonbury-tónlistarhátíðinni á laugardagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.