Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 21 til dæm- en það d eiga að og breyttra agerða. Reykja- ur verið verið úsagerð- s í nýjum ýli ð að mál- að það m R-list- það hent- r fá meira tar ekki nanir sýna a val ði. Mikill fur t.d. lji búa í garyf- g sagt að ganir, mræmi við ekki séð ka mið af málin nganna ryggja ar er na þess að að hindra mferðinni ð það er að kom- í Reykja- ra mála- ð eldri ótuð af dum um aldri á að IÐIN ki endi- Af r ekki a þjónustu sem hentar þeim á ólíku skeiði í sínu lífi? Mér finnst rangt að hugsa þann- ig að þegar þú nærð 67 ára aldri þá farir þú leiðina sem hið opinbera hefur skilgreint að hljóti að henta öllum sem eru 67 ára. Það er ekki þannig. Við eigum einfaldlega að skilgreina stuðning okkar við þenn- an mikilvæga hóp, en setja það svo í miklu meira mæli í þeirra hendur að velja sér þá þjónustu sem þeim hentar, hvort sem um er að ræða dvalarstað, heimahjúkrun, tóm- stundir eða annað.“ En hafa ekki verið farnar ólíkar leiðir í öldrunarþjónustu, m.a. með heimahjúkrun, o.s.frv.? „Að ákveðnu leyti höfum við gert það en við eigum ennþá langt í land og mér finnst að við eigum að treysta eldri borgurum betur, eins og mér finnst að við eigum að treysta fólki almennt betur, til að velja sjálft. Þannig finnst mér að við eigum að þróa umræðuna og hugmyndina um aukið íbúalýðræði. Íbúalýðræði á ekki bara að felast í því að leyfa fólki að tala, að tjá skoðanir sínar, heldur að leyfa fólki líka „að gera“. Ég vil taka hugmyndina um íbúalýðræði lengra en að segja bara, tökum upp umræðustjórnmál, höldum fundi og opnum spjallrásir á Netinu. Ég vil treysta fólki til „að gera“ og það ger- um við best með því að færa valdið frá okkur sem störfum í stjórn- málum til fólks og leyfa því að velja.“ Hvernig sérðu fyrir þér að hægt sé að útfæra hugmyndir um aukið val fólks? Fyrst þarf að ákveða hvaða þjón- ustu eigi að veita og síðan eigum við að gefa fólki kost á að velja þá þjón- ustu. Við eigum ekki að segja fólki að það eigi að sækja þjónustuna á ákveðinn stað heldur gera líkt og ég nefndi með skólana: Við ætlum að greiða fyrir þjónustuna en þú sem íbúi, sem skattgreiðandi, getur valið hvert þú kýst að sækja hana. Það er raunverulegt vald til fólks. Hvað skipulagsmál varðar er t.d. stöðugt rætt um aukið samráð við fólk og að koma eigi til móts við það með auknum áhrifum því til handa. Mér finnst að við verðum að taka þetta lengra og þess vegna segi ég; tölum ekki bara um aukna samvinnu við íbúa heldur úfærum það af al- vöru. Það eru til dæmis ekki til skýr- ar leiðbeiningar um það hvernig þú getur nýtt áhrif þín. Í reglugerðum og lögum eru tryggð tækifæri fyrir alla til að hafa áhrif á skipulagsmál en borgararnir geta illa vitað hvern- ig þeir geta raunverulega haft áhrif, á hvaða stigum ákvarðana o.s.frv. Úr þessu þarf að bæta. Önnur leið er að vera með hugmyndabanka á vettvangi borgarinnar þar sem þú getur varpað fram þínum hug- myndum um skipulagsmál og komið þeim í ákveðinn farveg. Þriðja leiðin er að leyfa fólki að senda inn tillögur sem síðan eru teknar fyrir til um- ræðu í nefndum og ráðum borg- arinnar. Allt þetta vil ég taka upp.“ Borgarstjóri hefur bent á að það sé grundvallarmunur á hugmyndum ykkar og R-listans um skipulagsmál. Sjálfstæðismenn vilji t.d. byggja í útjaðrinum, í eyj- unum og landfyllingunum, en að þið reynið á sama tíma að horfa fram hjá því ónýtta landsvæði sem er í Vatnsmýrinni. „Hugmyndir okkar útiloka ekki með neinum hætti byggð í Vatns- mýrinni og sjálfri finnst mér ekki ólíklegt að einhvern daginn rísi þar íbúðabyggð. Miðað við þá samninga sem gerðir hafa verið þá er hins veg- ar útilokað að flugvöllurinn fari næsta áratuginn. Sú staða má ekki útiloka það að menn þrói önnur svæði miðsvæðis í Reykjavík. Ólík sýn á skipulagsmál Það er alveg rétt hjá borgarstjóra að okkar sýn á skipulagsmál er ólík. Og hún er ólík vegna þess að þau vilja segja fólki hvernig það á að búa, en við viljum taka tillit til óska þess og vilja. Hún er líka ólík vegna þess að þau vilja fara til austurs upp í hlíðar Úlfarsfells en við viljum byggja meðfram ströndinni til vest- urs. Einnig er hún ólík vegna þess að viljum meira jafnvægi og fjöl- breytni í byggð. Ef Vatnsmýrin verður að íbúðasvæði í framtíðinni þá gerir eyjabyggðin okkar ekkert annað en styðja við hana. Ástæðan fyrir því að við fjöllum ekki með af- dráttarlausari hætti um þetta svæði í okkar hugmyndum nú er sú að við viljum bera virðingu fyrir þeim við- ræðum sem eru í gangi milli ríkis og borgar. Við höfum alltaf sagt að borgaryfirvöld og samgönguyfirvöld verði að setjast niður og koma sér saman um hvernig á að halda á þessu máli. Nú eru þær viðræður í gangi og við teljum rétt og eðlilegt að menn fái tækifæri til að klára það ferli, enda ómögulegt að ná lendingu í þessu mikilvæga máli án þess að ákveða hvernig á að nýta núverandi flugvallarsvæði. En ég hef sagt það sem mína skoðun að ég vil að flug- völlur sé í nágrenni höfuðborg- arinnar. Mér finnst það vera skylda höfuðborgarsvæðisins að hér sé flugvöllur. Fyrir mér er það ekkert aðalatriði að það sé í Vatnsmýrinni. Aðalatriði er að leysa þetta mál í sem bestri sátt og ef það kallar á annan stað fyrir flugvöllinn hér á höfuðborgarsvæðinu þá er það fínt. Þessi umræða um Vatnsmýrina og flugvöllinn má þó ekki verða til þess að kæfa alla aðra nauðsynlega um- ræðu um skipulagsmál í Reykjavík, eins og mér finnst hún stundum hafa gert.“ Nú hafa sjálfstæðismenn verið í minnihluta í borgarstjórn í tæp 12 ár. Hvaða markmið setjið þið ykkur fyrir næstu kosningar? „Við ætlum að vinna kosning- arnar og tryggja að tími aðgerða og framkvæmda renni upp í Reykjavík. Við viljum að Reykjavík verði enn betri staður til að búa á og höfum fjölmargar hugmyndir í þá veru. Það er verulega brýnt fyrir Reykja- vík og Reykvíkinga að hér verði skipt um áherslur og blaðinu verði snúið við. Athafnir taki við af orð- unum. Sterkur vilji til að vera í forystu Mig langar mikið að taka þátt í því verki að búa til betri borg og ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé langbest til þess fallinn að gera það.“ Nú hefur verið ákveðið að halda prófkjör vegna uppstillingar á lista flokksins fyrir næstu borgarstjórn- arkosningar. Muntu sækjast eftir að leiða listann? „Ég mun taka þátt í prófkjörinu af mikilli alvöru og leita eftir stuðn- ingi í forystusæti fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í næstu kosningum og vona að sjálfstæðisfólk í Reykjavík treysti mér til þeirra starfa.“ Hvað felst í því? „Í því felst sterkur vilji til að vera í forystu þess hóps sem leiða mun baráttuna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er ótímabært að lýsa yfir ein- hverju ákveðnu sæti, ég þarf að meta þau mál betur næstu mánuði. En svo sannarlega mun ég sækjast eftir afgerandi sæti þar sem ég hef tækifæri til að vinna með öflugum hætti í þágu borgarbúa. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að næstu borgarstjórnarkosningar muni ekki aðallega snúast um eiginleika eins eða tveggja einstaklinga. Ég er sannfærð um að þær kosningar munu snúast um annað og meira, þ.e. það hvort Reykvíkingar vilja blása til nýrrar sóknar í Reykjavík þar sem lífsgæði, val og lausnir fyrir íbúa skipta mestu. Til að hrinda slík- um draumum fyrir Reykjavík í framkvæmd þarf meira en einn mann eða eina konu – það þarf öfl- ugan, stórhuga hóp fólks með vilja til góðra verka. Slíkan hóp mun Sjálfstæðisflokkurinn án efa bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosn- ingum og þeim hópi langar mig að tilheyra.“ a aukið val trúi Sjálfstæðisflokks, mun sækjast eftir forystu- orgarstjórnar Reykjavíkur, sem fram fara næsta vor. nu Birnu um hugmyndir hennar um betri borg. Morgunblaðið/Kristinn ttir ætlar að sækjast eftir afgerandi sæti á lista sjálfstæðismanna í næstu kosningum. kristjan@mbl.is ÞAÐ ER ekki nóg að fólk fái að kjósa sér fulltrúa á fjögurra ára fresti ef fram- kvæmdavaldið virðir ekki ákvarðanir þeirra sem kosnir eru. Ef marka má greinargerð ríkisend- urskoðanda um fram- kvæmd fjárlaga er þetta raunin í rík- isrekstrinum. Rík- isendurskoðandi seg- ir: „Samanburður á útgjöldum ríkisstofn- ana á árinu 2004 við fjárheimildir bendir til þess að alvarlegir misbrestir séu við framkvæmd fjárlaga. Margir fjárlagaliðir fara fram úr fjár- heimildum, oft langt fram úr, án þess að forstöðumenn og ráðuneyti bregðist við með tilskildum hætti.“ Umræðan síðustu daga hefur snúist um afsakanir handhafa framkvæmdavaldsins, forsvarsmanna ráðu- neyta og ríkisstofn- ana og borið hefur á fullyrðingum um að áætlanagerð sé snúin og þar fram eftir göt- unum. Í apríllok skiluðu ytri endurskoðendur Reykjavíkurborgar, Grant- Thornton, skýrslu um borg- arreksturinn árið 2004. Taflan sýnir frávik í rekstri Reykja- víkurborgar og fyrirtækja hennar og er tekin úr skýrslu endurskoð- endanna. Sjá töflu „Þegar á þetta er litið verður ekki annað sagt en að rekstr- aráætlun fyrir A-hluta borgarinnar hafi staðist vel,“ segja endurskoð- endur borgarinnar og þar sem engar aukafjárveitingar voru árið 2004 hjá Reykjavíkurborg sýnir taflan mismuninn á þeirri áætlun sem samþykkt var í borgarstjórn í desember 2003 og þeim ársreikn- ingi sem borgarstjórn samþykkti núna í maí. 2004 er ekki fyrsta árið sem áætlanir ganga svo ná- kvæmlega eftir í rekstri Reykjavík- urborgar. Þessi festa í rekstrinum hefur ver- ið staðfest í endur- skoðunarskýrslum síð- ustu ára en rekstur málaflokka borg- arinnar hefur frá árinu 2001 verið með frávik sem nemur -1% til 3%. Margir þættir skapa slíkan árangur í fjár- málastjórn, allt frá faglegri ráðningu stjórnenda til stefnu- mótunar fjár- máladeildar, allt frá vandaðri áætlanagerð til góðra upplýs- ingakerfa í fjár- málum og bókhaldi. Það er þó eitt sem mestu máli skiptir, ætli þeir sem fara með skattfé almenn- ings að sýna slíka ábyrgð í meðferð skattfjár. Það er að virðing sé borin fyrir ákvörðunum þeirra sem íbúar hafa valið til að fara með al- mannafé. Að borg- arstjórn ákveði út- gjöld borgarinnar og Alþingi ríkisútgjöldin. Það er slíkt grund- vallaratriði að þess er sérstaklega getið í stjórnarskrá lýðveldisins að „ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjár- lögum eða fjáraukalögum“. Veru- legur misbrestur er á að þetta stjórnarskrárákvæði sé haldið hjá ríkinu en rekstur Reykjavíkur- borgar sýnir að hægt er að gera miklu betur. Festa eða lausatök Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur Steinunn Valdís Óskarsdóttir ’Þessi festa írekstrinum hef- ur verið staðfest í endurskoð- unarskýrslum síðustu ára en rekstur mála- flokka borg- arinnar hefur frá árinu 2001 verið með frávik sem nemur -1% til 3%.‘ Höfundur er borgarstjóri. Morgunblaðið/Golli Rekstur A- og B- hluta Reykjavíkurborgar – Frávik frá áætlun 2004 (í m.kr.) Ársreikn. Áætlun Frávik Frávik % Skatttekjur 30.524 30.505 19 0% Aðrar tekjur 25.612 25.504 108 0% Tekjur samtals 56.136 56.009 127 0% Laun og tengd gjöld 23.951 23.226 725 3% Annar rekstrarkostnaður þ.m.t. innri leiga 21.866 22.712 -846 -4% Rekstrarkostn. án br. á líf. skuldb. og fjárm.liða 45.817 45.938 -121 0% Rekstrarniðurstaða án br. á líf. skuldb. og fjárm.liða 10.319 10.071 248 2%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.