Morgunblaðið - 05.07.2005, Page 2

Morgunblaðið - 05.07.2005, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S TO Y 28 87 7 0 7/ 20 03 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS af göfugum ættum Nota›ir bílar PR-109 Lexus LS430 President Fyrst skráður 09.01.2003 Ekinn 27.000 km Verð 5.660.000 kr. Með öllu LEIT AÐ LÍKI Tilkynnt var um lík í sjónum í Grafarvogi við Gullinbrú í gær. Leit hafði ekki borið árangur í gærkvöldi. Vonir bundnar við G8-fund Loftslagsbreytingar verða rædd- ar á leiðtogafundi G8-ríkja sem hefst í Skotlandi á miðvikudag. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær ekki tilbúinn að skrifa undir samkomulag þar, sem líkist Kyoto- samkomulaginu, um aðgerðir gegn gróðurhúsaáhrifum en viðurkenndi að loftslagsbreytingar væru „alvar- legt langtímavandamál“ sem yrði að taka á og að athöfnum manna væri „að einhverju marki“ um að kenna. Geimflaug hitti halastjörnu Geimfar frá NASA lenti í vel und- irbúnum árekstri við halastjörnu í gær. Áreksturinn átti sér stað í 134 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu en markmið vísindamanna með honum er að reyna að afla meiri þekkingar á uppruna sólkerfisins. Fjölskipaður dómur Dómur í Baugsmálinu svonefnda sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í ágúst verður fjölskip- aður. Biðraðir eftir lóðum Langar biðraðir mynduðust við bæjarskrifstofur Kópavogs í Fann- borg í gær en þá var síðasti dagur til að sækja um lóðir í Þingahverfi á Vatnsenda. Í boði eru lóðir undir einbýlishús, raðhús, parhús og svo- nefnd klasahús. Banaslys í Grímsnesi Banaslys varð í gær þegar pallbíll og rúta rákust saman við Minni- Borg í Grímsnesi. Ökumaður pall- bílsins er talinn hafa látist sam- stundis. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %           &         '() * +,,,                 Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 24 Úr verinu 12 Daglegt líf 25 Viðskipti 13 Minningar 26/29 Erlent 16/17 Dagbók 32/34 Minn staður 18 Myndasögur 32 Akureyri 19 Víkverji 32 Suðurnes 19 Velvakandi 33 Austurland 20 Staður og stund 34 Landið 20 Tónlistinn 38 Menning 21, 35/41 Ljósvakamiðlar 42 Af listum 21 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Ráðstöfunartekjur á mann á íslensk- um heimilum nær tvöfölduðust á níu ára tímabili frá árinu 1995 til 2003. Ráðstöfunartekjurnar, sem eru tekjur heimilanna þegar skattar hafa verið dregnir af þeim, jukust þannig um 82% á þessu tímabili að því er fram kemur í útgjaldarannsókn Hagstofu Íslands, en sú rannsókn er grundvöllur að samsetningu vísitölu neysluverðs. Í könnuninni kemur fram að með- alráðstöfunartekjur heimila á Ís- landi voru tæpar 4 milljónir króna á árinu 2003 og höfðu hækkað um tæp- ar 1,7 milljónir króna á þessu níu ára tímabili. Tekjuaukningin er mismun- andi eftir heimilisgerðum. Þannig hafa ráðstöfunartekjur hjóna eða sambýlisfólks með börn hækkað um 86% á ofangreindu tímabili, en um 71% hjá barnlausum hjónum eða sambýlisfólki og um tæp 75% hjá einstæðum foreldrum. Tekjuþróunin hefur einnig verið mismunandi eftir búsetu. Ráðstöfun- artekjur eru nú hæstar á höfuðborg- arsvæðinu eða tæp 4,1 milljón á ári og eru um 500 þúsund krónum hærri en í dreifbýli. Árið 1995 voru þær nánast þær sömu á báðum þessum svæðum eða rúmar 2,2 milljónir kr. Dreifbýli eru sveitir landsins og þétt- býlisstaðir með færri en 1.000 íbúa. Fram kemur einnig að 80% fólks búa í eigin húsnæði og um fimmt- ungur er í leiguhúsnæði og að tíundi hver á sumarhús. 98% heimila voru með sjónvarp og helmingur þeirra með fleiri sjónvörp en eitt. Þá voru 13% heimila ekki með bíl, 61% með einn bíl og um fjórðungur með tvo eða fleiri bíla. Ráðstöfunartekjur heimila jukust um 82% frá árinu 1995 til ársins 2003 Ráðstöfunartekjur að meðaltali tæpar 4 milljónir 500 þúsund kr. hærri meðaltekjur á höfuðborgarsvæðinu en í dreifbýli Eftir Hjálmar Jónsson hjjo@mbl.is                                   dvalið í Reykjahverfi undanfarna daga og fengið að fara í fjós. Frændi hennar, Jónas Þór Viðarsson frá Hrísateigi, hjálpaði henni í fyrsta skipti sem hún gaf kálfi og ekki var Laxamýri | Pelakálfar geta verið skemmtilegir enda ánægðir þegar þeir fá volga mjólk. Þetta uppgötv- aði Anna Björk Ólafsdóttir, þriggja ára frá Hveragerði, en hún hefur að sjá annað en að hin fimm daga gamla verðandi kýr, nefnd Grá- stjarna, kynni vel að meta sopann. – „Gaman gefa kálfi,“ sagði Anna Björk. Gaman að gefa kálfi Morgunblaðið/Atli Vigfússon VEGIR hafa verið opnaðir austan- lands á ný eftir skemmdir sem urðu á þeim á sunnudag í gífur- legu úrhelli. Búið er að opna veginn um Fagradal en þar féllu nokkrar aurskriður um há- degið á sunnudag. Á Fáskrúðsfirði lokuðust Hlíðar- gata og Skólaveg- ur um tíma en á þeim hafa orðið miklar skemmdir. Vegurinn um Fagradal er illa farinn eftir skriðu- föllin og voru vegavinnumenn í óða- önn að laga veginn og hreinsa hann í gær. Þrátt fyrir að bílar komist í gegn er nauðsynlegt að fara varlega að sögn lögregl- unnar á Egils- stöðum. Fossá, sem byltist yfir þjóðveginn sunn- an Reyðarfjarðar við bæinn Sléttu, var enn kolmó- rauð í gær enda hafði ekki stytt al- veg upp. Á Seyð- isfirði urðu smá- skemmdir við Há- nefsstaði að sögn lögreglunnar. Veður versnaði mjög frá kl. níu á sunnudag en gekk að mestu niður þá um kvöldið. Telur lögreglan að á milli 60 og 80 manns hafi þegið að- stoð við að komast leiðar sinnar. Talið er að tjón á vegamannvirkjum nemi milljónum króna. Vegir opnaðir en talsvert skemmdir Aurskriður á veginum í Fagradal. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt þrjá menn í 6–7 mánaða fangelsi fyrir líkams- árásir, þar af tveir gegn þeim þriðja á tjaldstæðinu við Þórunn- arstræti á Akureyri í júní 2004. Árásirnar áttu sér stað í kringum fjöldaslagsmál sem brutust út á tjaldstæðinu og fengu tveir mann- anna sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að berja og sparka í höfuð þess þriðja. Kjálkabrotnaði hann og hlaut fleiri áverka. Voru honum dæmdar 662 þúsund krón- ur í bætur. Árásin á hann var að mati dómsins ófyrirleitin og hafði alvarlegar afleiðingar. Þurfti hann að gangast undir tvær að- gerðir og ítrekað að leita læknis vegna sýkinga. Hann var sjálfur ákærður og sakfelldur fyrir að hafa tvívegis slegið annan hinna tveggja í andlit og hlaut sjö mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir það auk skilorðsrofs vegna eldri dóms. Freyr Ófeigsson dómstjóri dæmdi málið. Verjendur voru Sveinn Andri Sveinsson hrl. fyrir þann er kjálkabrotnaði og Guð- mundur Ómar Hafsteinsson hdl. og Gunnar Sólnes hrl. fyrir með- ákærðu. Guðjón Jóel Björnsson sýslufulltrúi sótti málið. Í fangelsi eftir fjöldaslagsmál Ísskápur var algengasta heim- ilistækið. Hann var á 98,6% heimila á árinu 2003. Þvottavél var á 92% heimila og myndbandstæki á 85% heimila og svipað hlutfall var með farsíma. Örbylgjuofn og tölva eru á 80% heimila, uppþvottavél á 56% heimila og DVD-spilari og þurrkari á rúmlega 40% heimila. Tjaldvagn, hjólhýsi eða fellihýsi er á 5,8% heim- ila, bátur á 3,9% heimila, 2,6% heim- ila eiga vélsleða og 1,5% mótorhjól. 56% heimila með uppþvottavél

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.