Morgunblaðið - 05.07.2005, Page 4

Morgunblaðið - 05.07.2005, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR sömu aðila og í mánuðinum á eft- ir hafi verið gengið frá endan- legum kaup- samningi. Í yfirlýsingu frá Framsóknar- flokknum vegna bréfs Helga er tímasetning af- salsins staðfest en þar segir einnig að aðdróttanir um að kaupin á hús- inu hafi á einhvern hátt tengst söl- unni á Búnaðarbankanum séu alger- lega úr lausu lofti gripnar. Um afsal Kers á Hverfisgötu 33 til Framsóknarflokksins segir Helgi orðrétt í bréfi sínu: „Samkvæmt af- sali þinglýstu hjá Sýslumanninum í Reykjavík í ársbyrjun 2003 afsalar Ker hf. húseign sinni að Hverfis- götu 33 í Reykjavík til Framsókn- KER hf. afsalaði húseign á Hverfis- götu 33 til Framsóknarflokksins 19. desember 2002, að því er fram kem- ur í bréfi Helga Hjörvars, þing- manns Samfylkingarinnar, til for- manns fjárlaganefndar. Í bréfi sínu bendir Helgi á að í mánuðinum á undan hafi verið samþykkt að ganga til viðræðna við S-hópinn undir for- ystu Kers hf. um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum og gengið hafi verið frá rammasamkomulagi við arflokksins hinn 19. desember 2002. Nánar tiltekið sitt hvorum eignar- hlutanum til Húsbyggingarsjóðs flokksins annarsvegar og dóttur- félags hans Skúlagarðs ehf. hins- vegar.“ Helgi segir í bréfinu að þetta hafi gerst að loknu veikindaleyfi for- sætisráðherra og að viðskiptaráð- herra, sem samkvæmt ríkisendur- skoðanda beri hina stjórnsýslulegu ábyrgð, sé einnig forystumaður í Framsóknarflokknum og sé í dag, eins og forsætisráðherra, óveruleg- ur hluthafi í Skúlagarði ehf. Hálfur milljarður í söluhagnað Í bréfi sínu fjallar Helgi um hæfi Halldórs Ásgrímssonar í sölu bank- anna og segir að samkvæmt upplýs- ingum sem hann aflaði sér hjá Kauphöllinni hafi söluhagnaður af viðskiptum Hesteyrar með bréf í Keri og VÍS verið um hálfur millj- arður á þriggja mánaða tímabili í einkavæðingarferlinu en í minnis- blaði Ríkisendurskoðunar kemur fram að enginn söluhagnaður hafi verið af viðskiptunum. Ennfremur segir Helgi að Hall- dór Ásgrímsson hafi vitað af við- skiptum með bréf Hesteyrar í Keri og VÍS, en í minnisblaði Ríkisendur- skoðunar komi fram að Halldóri hafi ekki verið kunnugt um þessi viðskipti. Helgi bendir á umfjöllun fjölmiðla um þessi viðskipti 16. og 17. ágúst árið 2002 og segir að for- sætisráðherra hafi borið að vekja á því athygli hafi hann vitað um atriði sem gætu valdið vanhæfi hans í málinu. Í bréfi sínu óskar Helgi eftir að formaður nefndarinnar beiti sér fyr- ir því að svör fáist við spurningum um þessi atriði. Helgi Hjörvar ritar formanni fjárlaganefndar Alþingis bréf Segir Ker hafa afsalað hús- eign til Framsóknarflokksins Helgi Hjörvar KAUPSAMNINGUR um húseign- ina að Hverfisgötu 33 var gerður við Olíufélagið hf. árið 1997 og var kaupverðið milli aðila að fullu greitt árið 1999, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem Framsóknarflokk- urinn sendi út í gærkvöldi vegna bréfs Helga Hjörvars. Þess má geta að Olíufélagið hf. breytti nafni sínu í Ker hf. árið 2002. Í tilkynningunni segir að sam- komulagið frá 1997 hafi falið í sér að ákveðnar endurbætur yrðu gerðar á húsinu, sem Olíufélagið annaðist, en þær hafi verið að fullu á kostnað flokksins. Þeim hafi lokið árið 1999 og í framhaldinu hafi verið gengið frá fjármögnun kaupanna, sem fór að mestu fram með langtímalánum með veði í eigninni. Lánin hafi verið tekin í apríl 1999 og var lántaki Olíufélagið hf. en Framsóknarflokkurinn greiddi af þeim allt frá fyrstu afborgun árið 2000 og yfirtók þau árið 2003. Eftirstöðvarnar af kaupverðinu hafi verið greiddar upp á árinu 1999. Í tilkynningunni segir að dráttur hafi orðið á því að gengið væri frá afsali fyrir eigninni og það hafi ekki verið gert fyrr en 19. des- ember. Engar greiðslur hafi hins vegar átt sér stað milli aðila eftir árslok 1999. „Engin sérstök skýring er á því af hverju þetta dróst en það má segja að ekki hafi legið á vegna þess að allar greiðslur höfðu verið gerðar upp og Framsóknarflokkur- inn bar allan kostnað af rekstri eignarinnar frá afhendingu. [...] Að- dróttanir um að kaupin á Hverfis- götu 33 hafi á einhvern hátt tengst sölunni á Búnaðarbankanum í árs- lok 2002 eru því algerlega úr lausu lofti gripnar,“ segir í tilkynning- unni. Yfirlýsing Framsóknarflokksins Greiðslum milli aðila lauk árið 1999 HJÓN á sextugsaldri liggja á lýta- og brunadeild Landspítalans eftir brunaslys í kjölfar gassprengingar í tjaldvagni þeirra við Bjarkalund á Barðaströnd á sunnudagskvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hjónin á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss, LSH, um klukkan 1.30 í fyrrinótt. Áverkar þeirra reynd- ust þó minni en talið var í fyrstu. Að sögn læknis á LSH eru þau brennd á um 10% líkamans. Þau eru vakandi og nærast sjálf. Hins vegar munu þau þurfa að dvelja á spítalanum í nokkr- ar vikur. Jens Kjartansson, læknir á lýta- og brunadeild LSH, segir að sprenging- in hafi orðið þegar maðurinn var að skipta um gaskút í tjaldvagninum. Líklegt þykir að kveikt hafi verið á öðru gastæki í námunda við manninn og er það ástæða þess að sprengingin varð. Kviknaði í fötum hjónanna og brenndust þau illa á höndum og and- liti. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 22.30 á sunnu- dagskvöld. Starfsfólk Bjarkalundar hlúði fyrst að fólkinu, sem var með meðvitund allan tímann, og hringdi í Neyðarlínuna 112. Svo vildi til að Jón- as Sigurðsson, aðalvarðstjóri lögregl- unnar á Patreksfirði, var á vakt og kom á staðinn 3–4 mínútum seinna og kallaði eftir þyrluaðstoðinni. Ekki rakið til galla í gaskút Lögreglan hefur lokið vettvangs- rannsókn og segir Jónas að gaskút- urinn hafi ekki verið gallaður en um hafi verið að ræða einnota gaskút sem festur er við lítið helluborð. Engir ör- yggisventlar hafi verið á gaskútnum heldur þurfi að halda við kútinn og gæta þess að missa ekki takið á með- an hann er festur. Að öðrum kosti geti hann skotist út eins og virðist hafa verið tilfellið í umrætt skipti. Jónas tekur fram að það hafi ekki verið gaskúturinn sjálfur sem hafi sprungið heldur hafi sprenging myndast þegar gasið úr honum komst í snertingu við opinn eld á hellu rétt við hlið mannsins. Eigi að síður sé nú verið að skoða útbúnað af þessari gerð í samstarfi við Landsbjörg. Brenndust í gassprengingu í tjaldvagni „ÞAÐ ER enginn fiskur á Klambra- túni,“ kynni einhver að segja þegar honum yrði litið á þessa mynd. Sá hinn sami veit þá ekki sem er að það krefst mikillar þjálfunar að kasta flugu með góðu móti og þá er oft gott að nýta sér opin svæði á síð- kvöldum. Klambratúnið er kjörinn staður fyrir æfingar af þessu tagi og þess- ir tveir menn nýttu sér blíðviðrið í gærkvöldi til hins ýtrasta. Morgunblaðið/ÞÖK Flugukast á Klambratúni OLÍUFÉLÖGIN hækkuðu í gær verð á dísilolíu, véla- og skipagasolíu um eina krónu eða þar um bil. Eftir verð- breytingarnar er verð á dísil- olíu víðast hvar komið upp fyrir verð á bensíni. Þannig hækkaði Olíufélagið verð á dísilolíu um 1,00 krónu og flotaolíu um 1,50 kr. lítrann og kostar lítrinn af 95 oktana bensíni með fullri þjónustu nú 114,10 krónur en lítrinn af dís- ilolíu 115 krónur. Skeljungur hf. hækkaði verð á dísilolíu, vélaolíu og skipagasolíu um 1,00 kr. lítr- ann. Ástæða verðbreytinga er sem fyrr sögð hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu. Dísilolía dýr- ari en bensín HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem grunaður er um stórfellda dreif- ingu fíkniefna. Í húsleit í kjölfar handtöku lagði lögreglan hinn 28. júní hald á tæp 3 kg af hassi og tæp 400 grömm af amfetamíni. Einnig voru tekin ætluð íblöndunarefni og búnaður sem ætla má að notaður hafi verið til að pakka fíkniefnum. Þykir maðurinn vera undir rök- studdum grun um fíkniefnadreif- ingu. Hann hefur viðurkennt vörslu á hluta fíkniefnanna. Í dómi Hæsta- réttar var þó ekki talin þörf á að maðurinn yrði sviptur leyfi til að fylgjast með fjölmiðlum á meðan gæsluvarðhaldsvist hans stendur. Í gæslu vegna 3 kg af hassi og 400 g af amfetamíni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.