Morgunblaðið - 05.07.2005, Side 11

Morgunblaðið - 05.07.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 11 FRÉTTIR „ÁHUGAVERÐ rannsóknaræfing, þótt þarna séu flókin mál gerð afar einföld,“ segir Ingvar Sigurðsson, prófessor í kennslufræði við Kenn- araháskólann, um nýlega kandídats- ritgerð Orra Smárasonar, en Morgunblaðið birti nokkrar helstu niðurstöður fyrir nokkru. Meðal ann- ars komst Orri að því að ekki væri marktækur gæðamunur á kennslu hjá leiðbeinendum og kennaramennt- uðum. Rannsóknir á gæðum grunnskóla- kennslu og þýðingu kennaramennt- unar í því samhengi, sem Orri birti í kandídatsritgerð sinni í sálfræði, voru unnar á sviði sem lítt hefur verið vís- indalega rannsakað hérlendis. Þetta kom fram í samtölum Morgunblaðs- ins við Ingvar og Eirík Jónsson, for- mann Kennarasambands Íslands. Ingvar segir ritgerðina hafa verið mjög athyglisverða lesningu. Einnig segir Ingvar að hann telji gæði kennslu mun flóknari en að nægilegt sé að mæla þá hluti sem Orri mældi í rannsókn sinni. Sumt af því sé hins vegar mjög spennandi, eins og hversu duglegir kennarar eru að hrósa nemendum. „Áhugavert var að sjá að ef á annað borð er að marka niðurstöðurnar, sýna þær að íslenskir kennarar hrósa nemendum miklu meira en erlendir kollegar þeirra.“ Ingvar segir að of fáir kennarar séu rannsakaðir í of stuttan tíma til að hægt sé að dæma kennaramenntun á Íslandi. Agi, bekkjarstjórnun, kröfur og samskipti í heildina litið og yfir allt skólaárið séu þættir sem hafi mikil áhrif á gæði kennslu. Sjálfur hefur Orri bent á að helsti annmarki rannsóknarinnar felist í að fáir kennarar voru skoðaðir, eða tólf kennaramenntaðir og sjö leiðbein- endur. Hann telur hins vegar mark- tektarpróf benda til þess að óhætt sé að taka helstu niðurstöður rannsókn- arinnar alvarlega. Eiríkur Jónsson bendir á að 19 manna úrtak sé mjög lágt hlutfall af um 4.500 grunnskólakennurum. Eiríkur segir að niðurstöður rann- sóknarinnar séu eingöngu byggðar á matskenndum þáttum. Ekki hafi verið gerðar vísindalegar rannsóknir á gildi kennaramenntunar við kennslu í íslenskum grunnskólum. Hins vegar segir Eiríkur að megi líta til þess að þegar gerður hafi verið samanburður á árangri grunnskóla í samræmdum prófum, hafi sýnt sig fylgni milli lágra einkunna og lágs hlutfalls menntaðra kennara. Þá benti Ingvar á að erlendar rann- sóknir og túlkanir á þeim sýndu mis- munandi niðurstöður en að almennt mætti segja að þær bentu til þess að kennaramenntun yki gæði kennslu. Benti hann á að á Netinu væri að finna bandaríska samantekt á rann- sóknum sem hann telur marktæka, en slóðin er gefin að neðan. Viðbrögð við kandídatsritgerð um gildi kennaramenntunar Gæði kennslu lítið rannsökuð hérlendis Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is TENGLAR ..................................................... http://www.msu.edu/user/ mkennedy/TQQT/ „ÞETTA kitlar auðvitað, enda ekki á hverjum degi sem Íslendingur kemst á forsíðu Time Magazine. Ég var nú samt ekkert að reyna það,“ segir Tómas J. Knútsson. Hann rek- ur Sportköfunarskóla Íslands og hefur oft fengið erlenda blaðamenn til að skrifa um og auglýsa þannig ís- lenska sportköfun með því að bjóða þeim til landsins að kafa. Nýlega birtist mynd úr Silfru á Þingvöllum á forsíðu Time sem tekin var í slíkri heimsókn. Tómas var í fyrra á köfunarsýn- ingu í London og bauð útgefanda köfunarblaðsins Dive Magazine að koma til Íslands, en það er stærsta slíka blað á Englandi. Í framhaldi af því heimsóttu tveir blaðamenn Tóm- as, en á níu árum hafa um tólf slíkir gestir notið gestrisni hans. Saman köfuðu þeir í nokkra daga hérlendis og heilluðust gestirnir af Silfru, en hún er við hliðina á Peningagjá og er annar tveggja staða á Þingvöllum þar sem köfun er leyfð. Tómas segir að heimsóknin hafi tekist mjög vel og blaðamennirnir náð frábærum myndum. Hann segir útlendinga sækja í að kafa þarna, enda sé skyggnið ein- stakt. Aldrei séð eins tært vatn Út úr grein annars blaðamann- anna, Peters Rowlands, „Stairway to heaven“, er auðvelt að lesa hve hrifnir þeir voru af upplifun sinni og segir Peter meðal annars að Silfra hljóti að teljast einn af tíu bestu köf- unarstöðum í heimi. Finnst honum greinilega merkilegt að fræðilega séð tilheyri annar veggur gjárinnar Evrópu en hinn Ameríku. Helsta gallann segir hann vera hitastig vatnsins, sem var aðeins um tvær gráður, en allur ótti við kuldann hafi horfið um leið og litið var ofan í vatnið; aldrei hafi hann áður séð eins tært vatn. Grein Peters, ásamt myndum, er að finna á www.uwp- mag.com. Myndina sem birtist á Time tók Charles Hood en á henni má sjá Peter í glæsilegri umgjörð gjárinnar. Maður ársins 2004 Tómas er ekki við eina fjölina felldur og auk þess að vera með skólann og stuðla að kynningu sportköfunar á Íslandi rekur hann einu PATI-þjónustumiðstöðina á Ís- landi, en það stendur fyrir Profess- ional Association of Diving In- structors. Þá er hann stofnandi Bláa hersins sem er 20–30 manna fé- lagsskapur sem vakið hefur verð- skuldaða athygli landsmanna. Mark- mið Bláa hersins er meðal annars að stuðla að bættri þekkingu og aukn- um skilningi almennings á mikil- vægi þess að halda sjónum hreinum og hefur herinn hreinsað um 40 tonn af rusli úr sjónum og af ströndum Reykjaness. Tómas var valinn mað- ur ársins 2004 á Suðurnesjum af Víkurfréttum. Komst á forsíðu Time Magazine Kafari með mörg járn í eldinum Ljósmynd/Víkurfréttir Tómas J. Knútsson kafari í fullum „herklæðum“. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is ÓSKAR Bjartmarz, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ekki ljóst hvort hann heldur áfram formennsku í Lands- sambandi lögreglumanna í ljósi þess að hann hefur verið skipaður yfirlögregluþjónn á Seyðisfirði. Mörg fordæmi eru þó fyrir því að formenn landssambanda búi fjarri höfuðborgarsvæðinu. Óskar hefur verið formaður Landssambandsins í rúm þrjú ár og mun að óbreyttu sitja sem formað- ur fram í apríl 2006. Starfstöð Ósk- ars verður á Egilsstöðum og mun hann hefja þar störf 1. ágúst. Óskar segir að eftir að hann flytur til Egilsstaða verði erfiðara að sinna starfi formanns. Sem formaður er hann ekki starfsmaður sambands- ins en ber ábyrgð á rekstri skrif- stofunnar. Hann segir málið í gerj- un og það verði rætt á stjórnarfundi í næstu viku. Staðan sem Óskar tekur við er ný, ekki hef- ur áður verið yfirlögregluþjónn hjá sýslumanninum á Seyðisfirði. Þá segir Óskar að þetta sé í eitt af fáum skiptum sem menn hljóti framgang innan lögreglunnar eftir að hafa sinnt ábyrgðarstörfum fyr- ir félög lögreglumanna. Óskar er ekki ókunnugur á Austurlandi og fyrir um áratug vann hann við afleysingar hjá lög- reglunni á Egilsstöðum um fimm mánaða skeið. Auk formennsku í Landssambandi lögreglumanna er hann formaður Íþróttafélags lög- reglumanna og hann var áður for- maður Lögreglufélags Reykjavíkur í átta ár. Aðrir sem sóttu um stöðu yfirlög- regluþjóns voru: Daníel Eyþórsson, Gísli M. Garð- arsson, Gunnleifur Kjartansson, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Jens Hilmarsson, Jón Þórarinsson, Kristvin Ómar Jónsson, Úlfar Kon- ráð Jónsson og Þórhallur Árnason. Óskar Bjartmarz skipaður yfirlögregluþjónn á Seyðisfirði Íhugar hvort hann haldi formennsku áfram Morgunblaðið/Golli Óskar Bjartmarz, formaður Landssambands lögreglumanna. ENGIN sérstök áform eru uppi hjá yfirvöldum að draga úr skattlagningu á eldsneyti líkt og forráðamenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) munu fara fram á, en er- indi þess efnis verður sent yfirvöldum í vikunni. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, bendir á að lagabreytingar voru gerðar árið 1999 sem fólu í sér að horfið var frá fyrri aðferð sem byggðist á því að almennt vörugjald af bensíni væri hlut- fall af tollverði. Þá sveiflaðist gjaldið með heimsmark- aðsverðinu upp og niður en ákveðið var að hverfa frá því á sínum tíma. „Í staðinn var tekin upp krónutöluviðmiðun á bensíngjaldinu sem þýðir að það helst óbreytt í krónu- tölu hvort sem að heimsmarkaðsverðið fer upp eða nið- ur,“ segir Baldur. Hann segir jafnframt að það liggi fyrir að þessi breyting, og sú staðreynd að bensíngjaldið hafi ekki fylgt verðlagi á undanförnum árum, hafi orðið til þess að bensíngjaldið hafi verið mun lægra hlutfall af út- söluverði bensíns en það hafi verið áður. „Það hefur í reynd farið lækkandi,“ segir Baldur. Hann segir að ekki sé litið á að nota eigi bensíngjald sem verðjöfnunartæki því ef lækka ætti bensíngjaldið ef heimsmarkaðsverð færi hækkandi mætti að sama skapi hækka bensíngjaldið þegar heimsmarkaðsverðið lækk- aði. Varðandi verð á dísilolíu sem hefur hækkað nánast til jafns við bensínverð bendir Baldur á að verð á dísilolíu hafi almennt verið lægra en verð á bensíni á heimsmark- aði. Hann bendir á að undanfarna mánuði hafi verð á dísilolíu hins vegar hækkað mun meira heldur en bensín- verð. Baldur segist þó eiga almennt von á því að hækk- unin komi til með að ganga til baka. Skattlagning elds- neytis helst óbreytt EFTIR að olíugjaldið tók gildi 1. júlí sl. selja bensín- stöðvar tvær tegundir af dísilolíu, þ.e. ólitaða og litaða. Sú fyrrnefnda er með olíugjaldi en sú síðari er án olíu- gjalds og sérstaklega ætluð vinnuvélum og öðrum skyldum tækjum. Skv. 19. gr. laga um olíugjald og kílómetragjald annast ríkisskattstjóri eftirlit með því að ekki sé notuð lituð olía á skráningarskyld ökutæki. Fjármálaráðherra er síðan heimilt að fela Vega- gerðinni framkvæmd eftirlitsins. Eftirlitsmönnum er heimilt að taka sýni af eldsneyti sem notað er á skrán- ingarskylt ökutæki. Ef eigandi ökutækis brýtur lögin og notar litaða olíu á ökutækið sitt getur hann búist við því að „greiða sekt sem nemur allt að tífaldri þeirri fjárhæð sem ætla má að hann hafi dregið undan.“ Tíföld sekt gegn broti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.