Morgunblaðið - 05.07.2005, Page 16

Morgunblaðið - 05.07.2005, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Blikur eru á lofti á Filipps-eyjum og ekki er óhugs-andi, að Gloria MacapagalArroyo forseti geti orðið þriðji þjóðhöfðinginn til að hrökklast frá völdum í landinu á síðustu 20 ár- um. Er hún sökuð um pólitíska spill- ingu, jafnvel um bein svik í síðustu kosningum, auk þess sem efnahags- ástandið í landinu er slæmt. Það er þó vandséð hvað við muni taka að henni genginni og því er það fyrst og fremst mikil óvissa, sem einkennir ástandið á Filippseyjum um þessar mundir. Alvarlegustu ásakanirnar á Arr- oyo eru þær, að hún hafi beinlínis hagrætt niðurstöðu þingkosning- anna í maí í fyrra en snemma í júní sl. var birt rúmlega ársgömul hljóð- upptaka með Arroyo þar sem hún ræðir í síma við einn fulltrúa yfir- kjörstjórnarinnar á Filippseyjum. Segir hún í samtalinu, að hún vilji gjarnan vinna með meira en milljón atkvæðum og kjörstjórnarfulltrúinn segist munu gera sitt besta til þess. Arroyo hefur viðurkennt að hafa rætt við kjörstjórnarfulltrúann, seg- ir það hafa verið „dómgreindarleysi“ af sinni hálfu, en neitar því harðlega að hafa reynt að hafa áhrif á niður- stöðu kosninganna. Hafnaði hún jafnframt öllum kröfum um, að hún segði af sér vegna þessa máls. Skoðanakannanir sýna, að mikið hefur dregið úr stuðningi kjósenda við Arroyo forseta, meðal annars vegna þessarar síðustu uppákomu, „Gloriagate“ eins og farið er að kalla hana, en auk þess er því haldið fram, að ættmenni hennar hafi þegið mút- ur frá mönnum, sem reka Jueteng, ólöglegt en mjög vinsælt fjár- hættuspil á Filippseyjum. Hefur þingið skipað tvær rann- sóknarnefndir til að kanna þessi mál, ásakanir um mútur og kosn- ingasvindl, og nú á næstu dögum verður skipuð sérstök nefnd til að kanna hvort ástæða sé til að krefjast afsagnar forsetans. Arroyo hefur reynt að bregðast við ásökunum um spillingu með ýmsum hætti, meðal annars rekið ráðherra, sem sakaður var um skattsvik, og sent eigin- manninn, sem hefur á sér spillingar- orð, í útlegð en ekki er víst, að það dugi til. Skiptar skoðanir um framhaldið „Það verður stöðugt líklegra, að Arroyo verði neydd til að segja af sér en það mun þó taka sinn tíma,“ segir pólitíski fréttaskýrandinn Benito Lim. Bendir hann á í því sambandi, að almennar mótmælaaðgerðir séu ekki eitthvað, sem spretti skyndilega upp af sjálfu sér, heldur miklu fremur af- rakstur margra mánaða skipulagn- ingar af hálfu stjórnarandstöðunnar. Fyrstu mótmælin gegn Arroyo, sem fram fóru í Manila síðastliðinn föstudag, voru heldur ekki mjög fjöl- menn, fimm til tíu þúsund manns, og ekki nema brotabrot af þeim gífur- lega mannfjölda, sem hrakti ein- ræðisherrann Ferdinand Marcos frá völdum 1986 og einnig leikarann og lýðskrumarann Joseph Estrada 2001. „Það er ekki til næg innistæða fyr- ir „þriðju byltingunni“,“ segir Alex Magno, kennari í stjórnmálafræði við Filippseyjaháskóla. „Í fyrri bylt- ingunum tveimur var um að ræða forseta, sem höfðu algerlega brugð- ist, en það á ekki við nú. Fólk hefur ástæðu til að vera óánægt en ekki til að steypa stjórninni.“ Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear, Stearns & Co. tekur undir þetta í nýrri skýrslu og telur, að Arroyo muni komast í gegnum erfið- leikana vegna þess, að Filippseying- ar séu búnir að fá sig fullsadda af „alþýðuvöldum“. Andstæðingar Arroyo eru að sjálf- sögðu ekki sammála þessu mati og sumir, einkum vinstrimenn, hafa hvatt til nokkurs konar byltingar. Nefna sumir sem nýjan forseta Sus- an Roces, ekkju Fernandos Poe, að- alandstæðings Arroyo í kosning- unum í fyrra, en hann lést eftir heilablóðfall í desember síðast- liðnum. Hugmyndin um Susan Roces sem forseta virðist þó ekki njóta mikillar hylli. „Roces er algerlega reynslu- laus. Hún mun því verða að reiða sig á ráðgjafa, aðallega frá stjórnarand- stöðunni, sem eru líka á kafi í spill- ingunni,“ segir leigubílstjórinn Ben- jamin Rivera en hann tók þátt í því á sínum tíma að reka þá Marcos og Estrada frá. „Efnahagslífið er að fara norður og niður og hér verður engin „alþýðustjórn“. Við erum þreytt og uppgefin þjóð.“ Það er raunar efnahagsástandið, sem getur orðið Arroyo skeinuhættara en margt annað. Nýjasta áfallið í þeim efnum er sú ákvörðun hæstaréttar Filippseyja frá í gær að fresta álagn- ingu virðisaukaskatts á ýmsa vöru og þjónustu, sem ekki hafa borið hann hingað til. Varð ákvörðunin til þess, að gengi hlutabréfa og gjald- miðilsins, pesósins, lækkaði verulega en nota átti hinar auknu tekjur af virðisaukaskattinum til að draga úr miklum fjárlagahalla. Hæstiréttur féllst á þær röksemd- ir þeirra, sem vildu fresta nýrri út- færslu virðisaukaskattsins, að hún hefði ekki fengið formlegt samþykki þingsins en Cesar Purisima, fjár- málaráðherra Filippseyja, sagði, að vegna frestunarinnar væru fjármál ríkisins í uppnámi. Án skattsins myndu skuldir hins opinbera brátt komast á svipað stig og í efnahags- kreppunni 1984–’85. Herinn ítrekar hollustu sína Þetta gæti hugsanlega endurtekið sig nú og á slíkum óvissutímum á Filippseyjum hafa herinn og herfor- ingjarnir aldrei verið langt undan. Það vantar heldur ekki sögurnar um, að herinn sé í þann veginn að taka völdin í sínar hendur og það er raun- ar haft eftir fyrrverandi foringja, Billy Bibit, að ungir herforingjar hafi bundist samtökum um að steypa Arroyo og láta síðan völdin í hendur borgaralegri bráðabirgðastjórn. Buenaventura Pascual, talsmaður hersins, vísaði hins vegar öllum vangaveltum af þessu tagi á bug í gær og sagði, að herinn skipti sér ekki af stjórnmálum og myndi aldrei þola neinum að nota hann í þeim til- gangi. Ítrekaði hann hollustu hers- ins við Arroyo forseta og löglega kjörin stjórnvöld í landinu. „Við erum þreytt og uppgefin þjóð“ Fréttaskýring | Hugsanlegt er, að „Gloriagate“ og slæmt efnahagsástand verði Gloriu Arroyo, forseta Filippseyja, að falli en erfitt er þó að koma auga á líklegan eftirmann hennar að því er fram kemur hjá Sveini Sigurðssyni. AP Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, ásamt núverandi og fyrrverandi for- ingjum í her og lögreglu á fundi í forsetahöllinni í höfuðborginni Manila í gær. Þar lýstu þeir yfir eindregnum stuðningi við hana. ’Það er raunar efnahags-ástandið, sem getur orðið Arroyo skeinuhættara en margt annað. ‘ svs@mbl.is London. AP, AFP. | George W. Bush Bandaríkja- forseti er ekki reiðubúinn til að skrifa upp á neitt samkomulag á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims, G8-ríkjanna svonefndu, ef það líkist Kyoto- sáttmálanum um aðgerðir gegn vaxandi gróður- húsaáhrifum. Þetta kom fram í viðtali við Bush sem sýnt var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í gærkvöldi en G8-fundurinn hefst í Gleneagles í Skotlandi á morgun. Þrátt fyrir yfirlýsingar Bush segjast breskir embættismenn vongóðir um að samkomulag muni nást um aðgerðir í loftslagsmálum, þ.e.a.s. að það veigamikla skref verði stigið af hálfu allra G8- ríkjanna að viðurkenna að um vanda sé að ræða. Sagði Michael Jay, fulltrúi breska forsætisráð- herrans Tonys Blairs í undirbúningsnefnd vegna fundarins, að Blair myndi líta á það sem sigur ef því yrði lýst yfir á fundinum að loftlagsbreytingar væru aðsteðjandi vandi og að grípa þyrfti til að- gerða til að stemma stigu við honum. Bush ítrekar andstöðu við Kyoto-samkomulagið Í frétt Financial Times í gær hafði komið fram að í lokayfirlýsingu G8-fundarins yrði tvívegis skírskotað til Kyoto-samkomulagsins, sem sam- þykkt var í desember 1997 og gekk í gildi fyrr á þessu ári. Bandarísk stjórnvöld hafa neitað að undirrita samkomulagið og Bush ítrekaði þá afstöðu í gær- kvöldi og virtist því um leið slá á væntingar um að samkomulags væri að vænta á fundinum í Skot- landi. En hann viðurkenndi raunar að loftlags- breytingar væru „alvarlegt, langtíma vandamál sem við verðum að taka á“. Og Bush viðurkenndi einnig að athöfnum manna á jörðunni væri „að einhverju marki“ um að kenna. Bush hefur fram til þessa hafnað kröfum um aðgerðir til að minnka mengun og útblástur í því skyni að draga úr vaxandi gróðurhúsaáhrifum. Hefur hann viljað að frekari rannsóknir yrðu gerðar. Gerir Blair enga greiða í staðinn fyrir stuðninginn í Íraksstríðinu Bush sagði í viðtalinu sem sýnt var í gær að hann vildi að rætt yrði um vandann á víðari grund- velli en sem viðkemur Kyoto-samkomulaginu. Menn þyrftu til að mynda að huga að nýrri og um- hverfisvænni tækni. Tók hann þróun vetnisbíla sem dæmi. Bush hafnaði þeirri hugmynd að hann væri skuldbundinn Tony Blair vegna stuðnings hans við innrásina í Írak og að hann ætti því nú að gjalda Blair greiðann; en Blair leggur mikla áherslu á að ná samkomulagi í þessum málum og er gestgjafi fundarins í Skotlandi. „Tony Blair tók þær ákvarð- anir sem hann taldi best til þess fallnar að halda frið í heiminum og sigra í stríðinu gegn hryðju- verkum; það gerði ég líka,“ sagði Bush í viðtalinu. Og talsmenn breskra stjórnvalda aftóku með öllu að um það væri að ræða að Blair hefði farið fram á það við Bush að hann endurgyldi þann greiða, sem bresk stjórnvöld gerðu bandarískum í Írak, með því að styðja hugmyndir hans nú um aðgerðir í loftslagsmálum. Vonast eftir samkomulagi á fundinum í Gleneagles Bush viðurkennir að loftslagsbreytingar séu vandamál AP Til átaka kom í miðborg Edinborgar í gær milli skosku lögreglunnar og hópa mótmælenda sem telja leiðtoga G8-ríkjanna seka um hræsni er þeir tali um baráttu gegn fátækt á sama tíma og þeir heyi stríð víða um heim og haldi úti hergagnaframleiðslu. Ekki urðu þó alvarleg meiðsl á fólki. Meira en sjö hundruð manns stóð einnig fyrir mótmælum við bækistöð breska flotans í Faslane, en þar er m.a. að finna kjarnorkukafbáta breska hersins. GEIMFERJUNNI Discovery verður skotið á loft 13. þessa mánaðar. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, greindi frá þessu nýverið. Þetta verður fyrsta geimferð Bandaríkjamanna frá því að ferjan Kólumbía fórst er hún kom inn lofthjúp jarðar 1. febrúar árið 2003. Kólumbía varð fyrir skemmdum er ferjunni var skotið á loft og réðu þær ör- lögum hennar og áhafnarinnar hálfum mánuði síðar. Sérstök rannsóknarnefnd hefur fylgst með undirbúningi NASA vegna geim- skotsins hinn 13. þ.m. Miklar breytingar munu hafa verið gerðar á geimferjum Bandaríkjamanna og á hið sama við um undirbúning allan. Reuters Discovery á loft 13. júlí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.