Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 18
útsalan hefst í dag Verið velkomin Laxamýri | Taðhlaðar við fjárhús eru ekki algeng sjón nú á dögum en taðið er að margra áliti ómiss- andi í reykhúsið á haustin. Það er mikil fyrirhöfn að stinga út, kljúfa, hlaða og hreykja, en taðið gefur gott reykbragð sem ekki má missa sín. Hjalti Kristjánsson, bóndi á Hjaltastöðum í Þing- eyjarsveit, er einn þeirra manna sem hafa sauðfé sitt á taði. Hann leggur mikið upp úr því að hafa taðið vel verkað og er hverri taðskán vel raðað upp svo hún þorni sem best. Nýlega var Hjalti að vinna í taðinu og þurrkvöll- urinn voru fjárhúsin sjálf enda féð farið á fjall. Hann sagðist eiga nóg tað fyrir sitt heimili og búast má við góðri lykt úr reykhúsi Hjalta þegar haustar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Taðið þarf að þurrka vel Reyking Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það er mikið að gerast í Borgarfirði og allir virðast hafa nóg að gera. Kannski það skemmtilegasta í þessari uppsveiflu er að ungt fólk úr héraðinu er að flytjast þangað aftur eftir að hafa verið í burtu um skeið. Svona eins og gengur og gerist með ungt fólk sem þarf að skoða sig svolítið um í heiminum. En sem sagt hús eru að skjóta upp kollinum hér og þar um sveitirnar og þangað ætlar ungt fólk að flytjast og von- andi setjast að og ala börnin sín upp.    Ástæðan fyrir því að ekki fjölgar í skól- anum er kannski ekki síst sú að það vantar húsnæði í sjálfan kjarnann, Borgarnes. Einhver hús eru í byggingu en betur má ef duga skal. En þá vantar fleira fólk til að byggja húsin og það fólk vantar þá hús- næði líka. Vonandi rætist úr svo hægt sé að nýta þennan áhuga á búsetu á svæðinu til að efla byggðarlagið. Borgarfjörður er nefnilega að verða mjög girnilegur kostur til búsetu. Hann er á góðum stað á landinu og samgöngur til höfuðborgarinnar alltaf að batna. Húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er orðið svo dýrt að ungt fólk hlýtur að eiga erfitt með að fjármagna það.    Fyrir nokkrum árum var ekki mikið að gerast í atvinnulífinu á svæðinu. Nú hefur orðið heldur betur viðsnúningur í þeim efnum því víða vantar fólk í vinnu. Upp- gangur er á fleiri sviðum en í byggingar- iðnaði, til dæmis í ferðaþjónustunni. Ný- lega var opnað mikið tjaldstæði og veitingastaður við Fossatún. Hótel er risið við golfvöllinn á Hamri, hótelið í Reykholti hefur tekið stakkaskiptum svo eitthvað sé nefnt. Nýir möguleikar nýtast líka íbúum svæðisins og það er ekki amalegt að hafa um fleiri kosti að velja ef fólk vill gera sér glaðan dag og fara út að borða. Mikilvægt er í markaðssetningu þessara staða að þeir auglýsi opnunartíma sinn rækilega. Það er ekki skemmtilegt þegar fólk hefur gert sér ferð, kannski um langan veg, til að fara út að borða á nýjum fallegum veitingastað að koma að lokuðum dyrunum. Úr sveitinni ÁLFTANES Á MÝRUM EFTIR ÁSDÍSI HARALDSDÓTTUR BLAÐAMANN Grundfirðingurinn ÞorsteinnBjörgvinsson opnaði nýlegaVélaþjónustu Þorsteins á Snoppuvegi 1 í Ólafsvík. Þorsteinn seg- ist hafa haft mikinn áhuga á vélum al- veg frá fimmtán ára aldri og ákveðið að láta gamlan draum rætast með því að stofna eigið fyrirtæki. Þorsteinn er búsettur í Grundarfirði og vann um fimm ára skeið sem fanga- vörður á Kvíabryggju. Hann átti ekki möguleika á að stunda nám í Fanga- varðaskólanum og missti vinnuna. Hann segist vera orðinn of gamall til þess að nokkur vildi ráða sig til vinnu. Hann ákvað því að fara út í sjálfstæðan at- vinnurekstur enda átti hann mikið af tækjum og tólum til slíkrar starfsemi. Ekkert húsnæði var á lausu í Grundar- firði en hann segist hafa fengið gott hús- næði í Ólafsvík og því hafi hann opnað verkstæði þar. Hann ekur daglega á milli og segir að það sé ekki mikið mál. Þorsteinn er með alhliða viðgerðir á bátum og bifreiðum auk þess sem hann er með smur- og hjólbarðaþjónustu. Morgunblaðið/Alfons Eigin herra Þorsteinn Björgvinsson hef- ur opnað vélaverkstæði. Missti vinnuna og stofnaði eigið verkstæði Þ egar ferðast er um landið er gaman að hafa með sér kver um byggðarlögin eða rifja upp stökur eftir bændur sem á bæjunum bjuggu. Í Langadal norð- ur hafa margir hagyrð- ingar og skáld búið. Einna kunnastur er Þórð- ur Magnússon á Strjúgi. Í Fjósarímum er þessi vísa: Karlamagnús keisari dýr kenndi trúna hreina; aldrei hann fyrir aftan kýr orrustu háði neina. Í Mæðgnasennu segir frá því, að Þórður hafi á jólanótt komið að bæ og lagst á skjáinn. Heyrði hann þá heldur óþvegna umræðu mæðgna þriggja. Þær urðu varar við hann, svo að móðirin reif úr skjáinn og þreif í skeggið á Þórði, en hann hafði engin ráð önnur en skera af sér skeggið. Þessi staka er lögð í munn einni mæðgnanna: Við skulum ekki hafa hátt hér er margt að ugga; í allt kvöld hefi eg andardrátt úti heyrt á glugga. Þórður á Strjúgi pebl@mbl.is Súðavík | Súðavíkurhreppur mun verja um 10 milljónum króna á ári næstu fimm árin til að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu. Meðal þess er að boðinn er gjaldfrjáls leikskóli og einstaklingar styrkt- ir til að byggja íbúðarhús. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súða- vík, segir að íbúum Súðavíkur hafi fækkað á undanförnum árum. Nefnir hann að í sveitarfélögunum þremur sem sameinuðust í Súðavíkurhrepp hafi verið 294 íbúar á árinu 1996 en séu nú 235. Í Súðavík sjálfri séu nú 193 íbúar og hafi fækkað þar um nærri fimmtíu. „Við erum með aðstöðu, meðal annars grunnskóla og leikskóla, til að þjóna miklu fleiri íbúum,“ segir Ómar. Gjaldfrjáls leikskóli Sveitarstjórnin hefur samþykkt stefnu- mörkun sem ætlað er að snúa þessari þróun við. Þar er stefnan sett á að fjölga íbúum um 40 fyrir árið 2010 og stöðugildum í atvinnu- fyrirtækjum um tólf. Aðgerðirnar sem gripið er til í þessum til- gangi eru í atvinnumálum og byggðarmál- um. Í byggðarmálunum er tiltekinn gjald- frjáls leikskóli. Mun Súðavíkurhreppur vera fyrsta sveitarfélagið sem það gerir. Í Súða- vík er lóðum úthlutað án endurgjalds, eins og verið hefur í raun, en nú eru einnig teknir upp byggingastyrkir, sem nema 17.500 krónur á hvern fermetra af íbúðarhúsnæði. Samsvarar það 1.750 þúsund kr. á 100 fer- metra hús sem byggt er í sveitarfélaginu. Í atvinnumálum nefnir Ómar Már að frumkvöðlum sem stofna til atvinnurekstrar verði veittir styrkir og verður allt að þremur milljónum veitt til þess á ári. Einnig eru veittir umhverfisstyrkir til ferðaþjónustu- aðila og kúabændur styrktir til að kaupa kvóta. Þá verður húsnæði sem hreppurinn er að byggja leigt út eða selt til atvinnu- rekstrar. Sveitarfélagið stendur vel Ómar Már áætlar að þessar aðgerðir kosti 10 milljónir á ári. Hann segir að tekjur komi á móti með hverri nýrri fjölskyldu sem flytji til bæjarins. Annars eru aðgerðirnar fjármagnaðar með rekstrartekjum og eigin fé sveitarfélagsins sem stendur fjárhags- lega mjög vel vegna sölu eigna í atvinnu- rekstri og orkuveitu. Nefnir Ómar Már að fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld hafi numið 10 til 17 milljónum kr. á ári og rekstur sveitarfélagsins skilað afgangi. „Landsbyggðin er í varnarstöðu vegna fólksfækkunar. Við höfum getu til að bregð- ast svona við og okkur ber skylda til þess að gera það til hagsbóta fyrir samfélagið.“ Styrkir greiddir til húsbyggjenda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.