Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ AUSTURLAND „LÁTUM greipar sópa umhverfið“ er yfirskrift þjóðarátaks sem Ung- mennafélag Íslands efnir til með stuðningi Pokasjóðs. Sendir eru ruslapokar inn á öll heimili lands- ins, liðlega eitt hundrað þúsund, og landsmenn hvattir til að tína rusl úr sínu nánasta umhverfi. „Okkur finnst komin þörf á að efna til svona átaks. Umgengni er víða ábótavant, það sjást umbúðir og annað drasl á víð og dreif,“ segir Ásdís Sigurðardóttir, verkefnis- stjóri hjá UMFÍ, um leið og hún minnir á kjörorð UMFÍ, Ræktun lands og lýðs og Þátttaka er lífs- stíll. Ásdís segir að Ungmennafélag Íslands hafi efnt til umhverfisátaks fyrir tíu árum. Það hafi skilað góð- um árangri en svo virðist sem eitt- hvað hafi slaknað á síðustu árin og því hafi verið talið tímabært að minna fólk á mikilvægi góðrar um- gengni. „Okkar nánasta umhverfi er ekki aðeins heimilið og bíllinn, heldur umhverfi heimilisins og hvar sem við komum. Hluti af því að taka þátt í samfélaginu er að ganga vel um. Við státum af hreinu landi og berum öll ábyrgð á því að svo verði áfram,“ segir Ásdís. Sýna gott fordæmi Sendir verða stórir ruslapokar inn á öll heimili landsins í lok þess- arar viku eða byrjun þeirrar næstu, alls liðlega eitt hundrað þúsund pokar. Jafnframt eru fjölskyldurn- ar hvattar til að fara saman út til að tína rusl. „Þetta getur verið gott tækifæri fyrir foreldrana að sýna börnum sínum gott fordæmi og ala þau upp í góðri umgengni við um- hverfið,“ segir Ásdís. Einnig gefst fólki kostur á að ná sér í minni poka, til dæmis til að hafa með í ferðalagið. Þegar fólk hefur fyllt pokana gefst því kostur á að taka þátt í happdrætti með því að senda nafn sitt til UMFÍ. Reglulega verður dregið um vinninga og aðalvinn- ingur sumarsins er síðan ferð fyrir tvo á grímudansleik með Stuð- mönnum í Feneyjum. Ungmennafélag Íslands sendir ruslapoka inn á öll heimili Hreinsað til Ásdís Sigurðardóttir stýrir hreinsunarátaki UMFÍ. Fjölskyldurnar hvattar til að fara út saman til að tína rusl Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Mýrdalur | Afhjúpað hefur verið minnnismerki um Deild- arárskóla í Mýrdal. Um sextíu gamlir nemendur skólans voru viðstaddir athöfnina. Deildarárskóli var starf- ræktur frá 1904 til 1959 að hann var sameinaður skólanum á Ketilsstöðum. Skólahúsið var flutt á Höfðabrekkuafrétt þar sem það er enn notað sem leit- armannaskáli. Minnisvarðinn er í Deild- arárgildi í landi Skammadals- hóls, þar sem skólinn stóð. Hann er gerður úr stuðlabergs- steinum sem áletruð plata er fest á. Gamlir nemendur skól- ans söfnuðu fyrir gerð hans. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skóli fyrir smala Gamla skólahúsið frá Deildará er nú notað sem smalahús í Höfðabrekkuafrétti. Þar eru enn skólaborðin og stólarnir, ásamt gömlu krítartöflunni. Leitarmenn hafa þar aðstöðu á haustin. Afhjúpað minnismerki um Deildarárskóla Minning Guðbjörg Jónsdóttir, einn af elstu núlifandi nemendum Deildar- árskóla, afhjúpaði minnismerkið ásamt Jóhönnu Jóhannesdóttur. Neskaupstaður | Ekki virtist vera mikill ágreiningur hjá þessum fé- lögum um hvor bíllinn væri betri, þar sem þeir sátu í blíðviðrinu og virtu bílana fyrir sér þegar frétta- ritari átti leið hjá og smellti af þeim mynd. Ekki fékkst þó niðurstaða í málið að svo stöddu. Hvor er betri? Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Kárahnjúkavirkjun | Nýlega var skipað upp á Eskifirði risastórum stálrörum sem notuð verða til að fóðra fall- göng Kárahnjúkavirkjunar. Rörin eru engin smásmíð, rúmir 3 metrar í þvermál og 9 metrar að lengd og veg- ur hvert þeirra um 45 tonn. Áætlað er að það taki um 18 mánuði að setja rörin saman og er það verk þegar haf- ið. Það er Slippstöðin á Akureyri sem kemur rörunum fyrir sem undirverktakar fyrir þýskan framleiðanda. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Risarörin fóðra fallgöng Um langt skeið hafa sveitarfélög, þar á með- al sveitarstjórn Skútustaðahrepps, bent um- hverfisyfirvöldum á óréttlæti það sem við- gengst í þessum efnum, en talað fyrir daufum eyrum. Endurgreiðsluhlutfall ríkisins hefur stöðugt farið lækkandi og þar með hef- ur kostnaður sveitarfélaganna vaxið að sama skapi, vilji þau standa í stykkinu. Sigbjörn sveitarstjóri spyr, hvort það geti talist eðlilegt að 440 Mývetningar beri ábyrgð á vargeyðingu á um 6.000 ferkíló- metrum lands eða um 5,5% af Íslandi öllu, og ekki síst þar sem lífríki er mjög sérstakt og mat flestra að nauðsyn beri til að vernda það fyrir áföllum eftir því sem mögulegt er. Hann segir að hvorki hafi gengið né rekið í viðræðum ríkis og sveitarfélaga í þessum efn- Mývatnssveit | Sveitarstjórn Skútustaða- hrepps ákvað við gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár að skerða verulega framlag til eyð- ingar á vargi og er það gert vegna þröngrar stöðu sveitarsjóðs í kjölfar lokunar Kísiliðj- unnar. Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri segir að undanfarin ár hafi um 4,5 milljónum kr. verið varið árlega til málaflokksins sem samsvarar 10 þúsund krónum á íbúa. Vekur hann athygli á því að það samsvari því að Húsavík verði 25 milljónum til þessa verk- efnis, Akureyri 160 milljónum og Reykjavík 1.150 milljónum kr. Nú á þessu ári gerir sveitarstjórn ráð fyrir að verja um 2,6 milljónum til þessa verkefnis. um og því hafi sveitarstjórnin nú ákveðið að draga úr útgjöldum til málaflokksins. Ekki má slaka á Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúru- rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, er manna kunnugastur lífríkinu í Mývatnssveit. Hann segir að sérlega vel hafi tekist til með að halda mink í skefjum. Hann telur afar mikilvægt að í engu sé þar slakað á. Minkn- um verði að halda í algjöru lágmarki. Hann minnir í því sambandi á að sveitin er náttúru- verndarsvæði á landsvísu og því óeðlilegt að sveitarsjóður beri mestallan kostnað af eyð- ingu minks. Um mikilvægi þess að eyða tófu telur hann að refur sé ekki mjög áberandi hér um slóðir og ef til vill minni nauðsyn til þess að halda honum í skefjum. Um þetta at- riði eru nokkuð deildar meiningar, en um minkinn eru allir sammála að hann sé hinn mesti skaðvaldur, sem verði að halda niðri hér með öllum tiltækum ráðum. Á síðasta ári vann Ingi Þór Yngvason meindýraeyðir 97 minka sem er nálægt meðalveiði. Hann vann 54 refi sem er óvenju- lítið miðað við árin á undan. Talið er að Inga Þór hafi tekist að eyða öllum mink nokkurn veginn jafnharðan úr sveitarfélaginu og er það ekki lítið afrek eins og umhverfi hér er háttað. Ef þessi mál þróast hér á næstunni svo sem nú lítur út fyrir má búast við að minkur og refur verði frjálsir ferða sinna og athafna um Mývatnssveit þegar líður að hausti. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps dregur verulega úr framlögum til veiða á ref og mink Ekki má slaka á við að halda minknum í skefjum Eftir Birki Fanndal Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.