Morgunblaðið - 05.07.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.07.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 21 MENNING Til sölu 63,6 fm sumarbústaður í Grímsnesi (í landi Hallkelshóla) með 53 fm verönd. Skilast full- búinn að utan og innan 1. ágúst nk. Getum afhent samskonar hús ósamsett með 6 vikna fyrirvara. Ótrúlegt verð. Upplýsingar í síma 893 3820. Til sölu sumarbústaður í Grímsnesi Vitið þið hversu víða bækurHalldórs Laxness eru lesn-ar? Það er nefnilega ótrú- legt hvað margir í heiminum hafa áhuga á nóbelskáldinu okkar. Við nánari umhugsun er þetta kannski ekki svo ótrúlegt því maðurinn er nú svipaður inn við beinið alls stað- ar og það er eflaust hægt að finna Bjart í Sumarhúsum í Kína, Ísrael og Úsbekistan og hver veit nema Eistland, Brasilía og Ungverjaland eigi sína eigin Sölku Völku. Í ár eru liðin 50 ár síðan Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum og af því tilefni hefur Edda útgáfa sett mikinn kraft í að kynna bækur hans erlendis. Stöð- ugt er verið að gera samninga um útgáfur og þýðingar nær sem fjær. Valgerður Benediktsdóttir á rétt- indastofu Eddu útgáfu sér um samninga erlendis á verkum Lax- ness og segir hún að mikið sé um fyrirspurnir frá erlendum útgef- endum en auk þess er Edda útgáfa ætíð að leita nýrra möguleika. Sjálfstætt fólk trónir hæst meðal bóka Halldórs sem þýddar hafa ver- ið á erlend tungumál en hún hefur komið út í yfir 500 útgáfum og verið þýdd á meira en fjóra tugi tungu- mála.    Bækur Halldórs hafa mikið kom-ið út á ensku, bæði í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Ásamt því hafa bækurnar fengið mjög jákvæða dóma í þarlendum fjölmiðlum, segir Valgerður. Í kjölfarið á umfjöllun og útgáfu í Bandaríkjunum hafa útgefendur í Ísrael haft samband við Eddu úgáfu og nýverið var gengið frá samn- ingum við Schocken Publishing House um útgáfu á Íslandsklukk- unni þar í landi. Salka Valka, sem kom út hér á landi á árunum 1931–1932, var fyrsta bók Halldórs Laxness sem þýdd var á erlent tungumál en það var árið 1934 þegar hún var þýdd á dönsku. Síðan þá hefur Salka Valka ferðast víða, meðal annars til Kína, og nú hyggst færeyska forlagið Ungu Færeyjar gefa bókina út.    Fyrir stuttu komu Sjálfstætt fólkog Brekkukotsannáll út á Spáni en þar var Sjálfstætt fólk einnig tilnefnd til hinna árlegu katalónsku bóksalaverðlauna ásamt sex öðrum skáldsögum sem besta skáldsaga ársins. Í tilefni af þessu hefur svo verið gefin út bók á Spáni þar sem kaflar úr tilnefndu verk- unum eru birtir. Þá hefur Sjálfstætt fólk verið endurútgefin í Noregi, Hollandi og Danmörku. Hluti af samningi Eddu útgáfu við Harvill Press, hið enska forlag Halldórs Laxness, felst í skuldbind- ingu um að selja verk hans í yfir 50 löndum víða um heiminn. Þeirra á meðal eru Indland, Nýja-Sjáland, Bótsvana, Súdan, Sambía, Barb- ados, Jamaíka, Trínidad og Tóbagó, Bangladess, Írak, Maldíveyjar, Jemen, Tonga og Vanúatú. „Bækur þekktra rithöfunda ferðast misvel og það er afskaplega gaman að því hvað verk Halldórs Laxness virðast ferðast vel hvar- vetna,“ segir Valgerður. Já það er vel hægt að vera sam- mála Valgerði um það hve gaman er að hnattferðalagi Halldórs. Það er nefnilega svo mikilvægt að kynnast öðrum menningar- heimum og raunveruleika annars fólks. Bókmenntir endurspegla þessa þætti einna best því þar mæt- ast sorg, gleði, aðstæður og lífs- viðhorf – kjarni hverrar þjóðar. Halldór Laxness er heimsflakkari ’Bækur þekktra rithöf-unda ferðast misvel og það er afskaplega gam- an að því hvað verk Halldórs Laxness virð- ast ferðast vel hvar- vetna.‘ AF LISTUM Vala Ósk Bergsveinsdóttir Ljósmynd/Jóhannes Long Halldór Laxness með Nóbelskjalið. valaosk@mbl.is Valgerður Benediktsdóttir GESTALÆTI heitir kornungur tónlist- arhópur, skipaður fimm ungum stúlkum sem allar eru langt komnar í tónlistarnámi í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Í sumar starfa þær á vegum Hins hússins við að gleðja borgarbúa með leik og söng. „Við er- um einn af skapandi sumarhópum Hins hússins,“ segir Guðbjörg Sandholt, ein fimmmenninganna. Gestalæti er ekki venju- legur kammerhópur, – hann er skipaður tveimur söngkonum, sópran og mezzósópr- an, tveimur píanóleikurum og fiðluleikara. „Þetta er óvenjuleg samsetning á kamm- erhópi og við spilum aldrei fimm saman, heldur skiptumst á í smærri einingum.“ Guðbjörg segir tækifærið að fá að starfa að tónlistinni að sumri til ómetanlegt. „Það hefur verið mikil lyftistöng fyrir okkur í náminu að geta prófað að starfa sem tón- listarkonur. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig við skipuleggjum vinnuna, og við erum nú búnar að spila bæði á hádegis- tónleikum í Dómkirkjunni og á kvöldtón- leikum í Iðnó.“ Næstu þrjár vikur verða Gestalæti mikið á ferðinni að sögn Guðbjargar og áfram verður haldið með hádegistónleika og kvöld- tónleika. „Á hádegistónleikum í Dómkirkj- unni eru eingöngu íslensk verk og dag- skráin létt. Þetta er fínt fyrir fólk sem vill nota hádegishléið til að hlusta á músík og eins fyrir ferðamenn sem vilja heyra ís- lenska tónlist. Hádegistónleikarnir eru bara hálftíma langir, en kvöldtónleikarnir í Iðnó á fimmtudagskvöldum eru klukkutími. Þar getur fólk setið við borð og fengið sér kaffi- sopa eða vínglas meðan það hlustar á tón- listina. Þá er efnisskráin blandaðri. Við höf- um haldið eina tónleika í Iðnó, og það var alveg fullt hús og mjög gaman. Það er létt og notaleg stemmning yfir þessum tón- leikum.“ Aðrir hádegistónleikar Gestaláta verða í dag kl. 12.15 í Dómkirkjunni, en næstu kvöldtónleikar verða í Iðnó á fimmtudags- kvöld. Stúlkurnar í Gestalátum eru píanóleik- ararnir Anna Helga Björnsdóttir og Björg Magnúsdóttir, Arnbjörg María Danielsen sópran, Guðbjörg Sandholt mezzósópran og Guðný Þóra Guðmundsdóttir fiðluleikari. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Frekari upplýsingar um starfsemi hópsins má nálgast á Netinu. Gestalæti í sólskinsskapi. Tónlist | Skapandi sumarhópur Hins hússins leikur klassíska tónlist fyrir borgarbúa Gestalæti í Dómkirkjunni í hádeginu í dag Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is http://kreditkort.is/klubbar/2005/07/07/ eventnr/61 www.hitthusid.is TRÍÓ Trix-strengjatríóið heldur tónleika í Sig- urjónssafni í kvöld. Tríóið, sem er tveggja ára gamalt, er skipað Sigríði Bjarneyju Baldvins- dóttur fiðluleikara, Vigdísi Másdóttur víóluleik- ara og Helgu Björgu Ágústsdóttur sellóleikara. Á efnisskránni í kvöld eru tvö verk; serenaða fyrir strengjatríó eftir ungverska tónskáldið Ernst von Dohnányi og strengjatríó op. 77b eft- ir þýska tónskáldið Max Reger. Ungverska verkið var samið árið 1902 og segir Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir að í því megi vel greina áhrif frá ungverski alþýðu- tónlist. Reger samdi sitt verk árið 1904 og bæði verkin eru undir heilmiklum áhrifum frá Brahms. Dohnányi ekki mikið þekktur Sigríður segir Tríó Trix ekki hafa þekkt til Dohnányi áður og hann sé lítt þekktur hér á landi. „Strengjatríóið sem við flytjum eftir hann í kvöld er hans mest spilaða verk. Það hefur þó ekki verið spilað hér á landi þar sem lítið er til af strengjatríóum,“ útskýrir hún. „Okkur var bent á Dohnányi og leist strax það vel á verkið að við ákváðum að taka það til æfinga.“ Sigríður er mikill aðdáandi nýrómantíkur og segir þá tónlist vera í sérstöku uppáhaldi hjá sér þótt að sjálfsögðu hafi hún gaman af öðrum tímabilum tónlistarsögunnar. Tríóstúlkur starfa meira og minna allan árs- ins hring. „Það tekur mikinn tíma að koma sam- an flottum tónleikum og er synd að spila efnið aðeins einu sinni,“ segir Sigríður. Þess vegna eru þær sérlega ánægðar yfir því að geta flutt verkin á þrennum tónleikum. Þær komu fram á hádegistónleikum á Akureyri síðastliðinn föstu- dag og eftir tónleikana í kvöld verða þær með sömu efnisskrá í Stykkishólmi hinn 10. júlí. Tríó spennandi hugmynd Spurð um tilurð Tríó Trix segir Sigríður að þær hafi nú alltaf vitað hver af annarri. Hún og Vigdís kynntust við nám í Þýskalandi en Vigdís og Helga hafa þekkst síðan í æsku og allar höfðu þær eitthvað spilað saman áður en tríóíð var stofnað. „Við Vigdís ákváðum eiginlega á fyrsta degi í Þýskalandi að spila saman í framtíðinni. Kúnst- in var svo að finna þriðja aðilann og Helga pass- aði vel með okkur,“ lýsir Sigríður. „Í byrjun spáðum við í að mynda kvartett en tímdum því svo ekki þar sem samstarf okkar var það gott. Langflestir stofna strengjakvartett á Íslandi og það var því spennandi hugmynd að stofna tríó og kynnast þeim verkum sem samin hafa verið fyrir þau.“ Mikil æfingatörn hefur verið hjá tríóstúlk- unum í júní fyrir tónleikana þrenna þótt þær hafi byrjað að æfa verkin um áramót. Það verð- ur því gaman að heyra loks afraksturinn í Sigurjónssafni í kvöld. Tónlist | Tríó Trix í Sigurjónssafni Ungversk og þýsk ný- rómantík tekur völdin Morgunblaðið/ÞÖK Tríó Trix: Helga Björg Ágústsdóttir sellóleik- ari, Vigdís Másdóttir víóluleikari og Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðluleikari. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.