Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁKVARÐANIR VIÐ LÍFSLOK Flestir upplifa erfiðustu stund-ir lífs síns frammi fyrirþeirri staðreynd að komið er að leiðarlokum hjá einhverjum sem er þeim náinn, eða þeim sjálfum. Til að auðvelda þá reynslu hefur Land- læknisembættið látið útbúa skjal, svonefnda lífsskrá. Í skjalinu er m.a. greint frá óskum fólks um með- ferð við lífslok, fari svo að það geti ekki sjálft tekið slíkar ákvarðanir vegna andlegs eða líkamlegs ástands síns. Tilgangur lífsskrár- innar er fyrst og fremst að tryggja að hver og einn fái að taka sem flest- ar ákvarðanir áður en það er of seint, sem auðvitað þjónar aðstand- endum jafnt sem þeim sjúka. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er tilgangur lífsskrárinnar að „einstaklingur fái að deyja með reisn og að aðstand- endur séu eins sáttir við ákvarðanir sem teknar eru við lífslok og kostur er. Með lífsskránni hefur einstak- lingurinn sjálfur tekið ákvörðun um að ekki sé hafin meðferð eða með- ferð haldið áfram sem ekki hefur í för með sér raunhæfa von um lækn- ingu eða líkn og þá sérstaklega með- ferð og rannsóknir sem beinlínis eru íþyngjandi og lengja dauðastríðið. Þess í stað er lögð áhersla á líknandi meðferð þar sem markmið er að láta sjúklingnum líða eins vel og kostur er“. Annað mikilvægt atriði í lífs- skránni er tilnefning umboðsmanns sem kemur fram fyrir hönd viðkom- andi og tekur þátt „í umræðum um óskir varðandi meðferð við lífslok, hvort heldur það er að þiggja, hafna eða draga til baka meðferð“, eins og segir í upplýsingum á vef Land- læknisembættisins. Þriðja atriðið sem tekið er inn í lífsskrána og er ekki síður mikil- vægt er að fólki er gefinn kostur á að taka afstöðu til hvort það vill gefa líffæri eða vefi „til að bjarga lífi ann- arra eða bæta það“. Um þessi mál hefur ekki verið fjallað nægilega mikið á Íslandi og því mikilvægt að þessi valkostur skuli vera kominn inn í slíkt skjal og þar með orðinn liður í þeim grundvallarspursmál- um sem fólk þarf að gera upp við sig á þessum tímapunkti. Með því að gefa líffæri eða vefi getur fólk aukið lífsgæði einhvers með afgerandi hætti eða – ef örlögin haga því þann- ig – jafnvel bjargað lífi einhvers. Þær ákvarðanir sem fólk tekur með lífsskránni geta því verið með þeim afdrifaríkustu í lífinu, bæði fyrir það sjálft og aðstandendur – og jafnvel fyrir aðra og þeirra að- standendur ef um líffæragjöf er að ræða. Enginn getur fyllilega sett sig í spor annarra þegar að svo veiga- miklum ákvörðunum kemur og ekki þarf að taka fram að óskir hvers og eins ber að virða svo framarlega sem það er unnt. Lífsskráin er löngu tímabær lausn sem getur tekið af allan vafa og auðveldað fólki mjög að lifa með reisn og að deyja með reisn – hvert svo sem val þess kann að vera. FÆKKUN NEFNDA Kartöfluútsæðisnefnd er skipuðtil fjögurra ára í senn sam- kvæmt reglugerð um kartöfluút- sæði og er meginhlutverk hennar að beita sér fyrir því að ávallt sé völ á heilbrigðu, völdu innlendu út- sæði af þeim afbrigðum sem hér henta best til ræktunar. Kartöflu- útsæðisnefnd er ein af tæplega 800 nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins. Hefur nefndum á vegum ríkisins fækkað um rúmt hundrað á undanförnum fimm ár- um og verður að telja það fagn- aðarefni. Tilhneigingin hefur hins vegar verið sú í hinu opinbera kerfi að fjölga nefndum og til marks um það er að á tímabilinu 1985 til 2000 fjölgaði nefndum um rúm 50 af hundraði, eða úr 600 í 910. Það er því ljóst að það þarf sérstakt átak til að hemja þá tilhneigingu. Í úttekt í Morgunblaðinu í gær kemur fram að í landbúnaðarráðu- neytinu hefur verið gengið fram af hvað mestum vaskleika við að fækka nefndum. Nefndir á vegum ráðuneytisins voru 95 árið 2000, en eru nú 46. Næst koma fjármála- ráðuneyti og dóms- og kirkjumála- ráðuneyti, sem hafa fækkað nefnd- um um tæpan helming á undan- förnum fimm árum. Ýmsar breytingar hafa orðið á tilhögun nefndarstarfs undanfarið. Ein sú veigamesta er sennilega sú að starfsmönnum ráðuneyta skuli ekki greitt sérstaklega fyrir nefndarstörf, heldur skuli gera ráð fyrir nefndarstörfum í launum. Utanaðkomandi fá ekki heldur greitt fyrir nefndarstörf. Greiða má sérstaklega fyrir sérfræðiálit (þóknananefnd sker úr um það hversu mikið skal greiða). Það er hins vegar ekki alltaf einfalt að greina á milli álits hagsmunaaðila og sérfræðings, eins og kemur fram í máli Davíðs Á. Gunnarsson- ar, ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Vissulega er unnið þarft starf í fjölda nefnda, en þess eru einnig dæmi að nefndir séu vart með lífs- marki og skili engum árangri. Skil- virkni er nauðsynleg, ekki síst í litlu landi þar sem fáar hendur vinna mörg verk og tíminn er dýr- mætur. Ráðuneytin eru greinilega flest á réttri leið í þessum efnum, en 800 nefndir er ekki lág tala og það segir sitt að þegar leitað er svara í ráðuneytunum er ekki nokkur leið að fá yfirsýn yfir kostnaðinn, sem þeim fylgir. Það er þó greinilega hægt að fækka nefndum. Án þess að setja málið í nefnd. Árni Magnússon félagsmálaráð-herra tekur í dag fyrstu skóflu-stungu að nýrri miðstöð Sól-heima, auk þess sem opnað verður trjásafn. Gert er ráð fyrir að ný þjónustumiðstöð Sólheima leysi af hólmi tvær eldri bygg- ingar, annars vegar upphaflega Sólheima- húsið, sem byggt var stofnárið 1930 og hýsir nú skrifstofur, og hins vegar núver- andi mötuneytisbyggingu. Hún er sam- tengd Sólheimahúsinu og var reist árið 1965, en að sögn Agnars Guðlaugssonar, framkvæmdastjóra Sólheima, er ástand hennar mjög slæmt, meðal annars vegna steypuskemmda og leka. Allir borða saman fimm daga vikunnar Nýbyggingin verður um 700 fermetrar að stærð og að hluta á tveimur hæðum. Á aðalhæðinni verður borðsalur, eldhús og skrifstofur, en á jarðhæð verður þvotta- hús, bakarí, geymslur og aðstaða fyrir starfsfólk. Áætlað er að byggingartíminn verði tvö til þrjú ár, en framkvæmdirnar verða að hluta fjármagnaðar með 120 milljóna króna framlagi frá Framkvæmda- sjóði fatlaðra, sem greitt verður á fjórum árum. „Nýja miðstöðin verður á mjög skemmti- legum stað, þar sem sést yfir allt svæðið úr matsalnum,“ segir Agnar. „Við höfum mið- að við að taka nýja byggingu í notkun á fimm ára fresti hér á Sólheimum. Nú á 75 ára afmælinu er Sólheimakirkja vígð og þjónustubyggingin er svo næst á dagskrá. Við vonumst þó til að hún verði tilbúin ekki síðar en 2008. Þetta verður mjög stórt skref fyrir okkur, enda borða allir íbúarnir saman heita máltíð fimm daga vikunnar. Á kvöldin og um helgar elda þeir sjálfir sem það geta, en aðrir fá lið- veislu eða borða á sambýlum fyrir fatlaða. Þetta fyrirkomulag er algengt í systur- samfélögum Sólheima erlendis.“ Spurður hvað verði gert við gamla Sól- heimahúsið segir Agnar að vonast sé til að koma þar upp safni um sögu Sólheima. „Við eigum töluvert mikið til af gömlum munum úr eigu stofnandans Sesselju Sig- mundsdóttur. Herbergin uppi eru öll í upp- runalegum stíl, meðal annars herbergið þar sem Sesselja bjó alla tíð.“ Að sögn Agnars hafa um 15–30 þúsund gestir heimsótt Sólheima á ári hverju. „Langflestir koma yfir sumartímann og er þar bæði um að ræða ferðamenn eða sum- arbústaðargesti úr nágrenninu og skipu- lagðar hópferðir. Hér er enda margt um að vera og til dæmis hafa margir sótt leik- sýningarnar okkar á sumrin.“ Flestar tegundir landsins í trjásafni Í dag verður jafnframt opnað trjásafn í reit Skógræktarstöðvarinnar Ölurs á Sól- heimum. Trjásafnið er hluti af því fræðslu- starfi sem umhverfissetrið í Sesseljuhúsi stendur fyrir, en Sigríður Anna Þórðar- dóttir umhverfisráðherra opnaði setrið formlega sl. sunnudag. Jónas Vignir Grét- arsson, forstöðumaður Ölurs, átti frum- kvæði að því að koma trjásafninu upp, en hann segir að í því séu langflestar trjáteg- undir sem ræktaðar séu á Íslandi, auk nokkurra sjaldgæfari tegunda sem hafi lofað góðu við prófanir hér á landi. Nú eru í safninu 48 tegundir af trjám og runnum. Við innganginn er kort af reitnum og merkingar eru við hverja plöntu. Jónas segir það hafa verið draum sinn í mörg ár að koma upp trjásafni, en undir- búningur hafi hafist á síðasta ári. „Rúm- lega þrjátíu tegundir eru ræktaðar af okk- ur hér og hinar höfum við fengið annars staðar frá, flestar af íslensku fræi,“ segir Jónas. „Trjásafnið hefur bæði skemmtana- og fræðslugildi. Það er fyrst og fremst hugsað fyrir gesti og gangandi, fólk getur til dæmis komið og séð hvaða tegundir það getur se löndum. skógræk rækt að Skógr Sólheim rekstrin okkar pl nota kem Starfsem skógræk leiðum v Suðurlan plöntur leggjum stofna í föll,“ seg 100 ma Sólheim eignarst er skilgr og þar b sækja þa Sjötíu og fimm ára afmæli Sólheima í Grímsnesi er fa Ný þjónustu- bygging og trjásafn Sólheimar í Grímsnesi fagna í dag 75 ára afmæli og er því meðal annars fagnað með hátíðarsamkomu í kvöld. Heima- menn tóku reyndar forskot á sæluna á sunnudag, með vígslu Sólheimakirkju og opnun umhverfisseturs í húsi sem kennt er við stofnandann, Sesselju Sigmundsdóttur. Væntanl Jónas Vi sem gey Agnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir væntanlega miðstöð munu gegna mikilvægu hlutverki. Í skógræktarstöðinni eru plöntur ræktað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.