Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásta Laufey Har-aldsdóttir fædd- ist að Reyni í Innri- Akraneshreppi 15. júlí 1920. Hún andað- ist á Sjúkrahúsi Akraness laugardag- inn 25. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Haraldur Jónsson bóndi, f. í Steinsholti í Leirár- sveit 24. október 1890, d. 22. septem- ber 1936, og Guðrún Björnsdóttir, f. 9. mars 1896 í Reykja- vík, d. 12. desember 1948. Systkini Ástu eru Ellert, f. 20 janúar 1914, d. 11. janúar 1976; Ingimar, f. 4. sept- ember 1917, d. 12. júlí 1982; Sig- urbjörn, f. 7. janúar 1919, d. 20. maí 1990; Jón Árni, f. 13. júlí 1923, bú- settur í Hafnarfirði; Benedikt, f. 20. ágúst 1924, d. 17. september 1995; og Ingibjörg Jóhanna, f. 4. septem- ber 1934, d. 22. júní 1935. Hinn 28. júní 1941 giftist Ásta nóv. 1948, búsett í Hrunagerði í Hraungerðishreppi, maki Guð- mundur Stefánsson. Synir þeirra eru Stefán Þór, f. 30. nóvember 1971, og Jón Tryggvi, f. 30. júlí 1974. 4) Haraldur Jónsson, f. 4. des. 1950, búsettur á Móum í Innri- Akraneshreppi, maki Sólveig Jóna Jóhannesdóttir. Dóttir þeirra er Ásta Laufey, f. 29. mars 1989, d. 14. apríl 1989. Sonur Haraldar er Guð- laugur Jón, f. 11. janúar 1971. 5) Guðmundur Páll Jónsson, búsettur á Akranesi, maki Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir. Börn þeirra eru Val- geir Sigurðsson, f. 14. nóvember 1978, Steinunn, f. 9. ágúst 1990, og Sigurjón, f. 13. janúar 1992. Lang- ömmubörn Ástu eru 17. Ásta ólst upp á Reyni til fimmtán ára aldurs. Ung fór hún til starfa og náms við saumaskap hjá Þórunni Oddsdóttur á Akranesi. Veturinn 1940-41 stundaði Ásta nám við Hús- mæðraskólann á Staðarfelli. Eftir að uppeldi barna lauk starfaði Ásta við saumaskap, fiskvinnslu og ýmis þjónustustörf á Akranesi. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur 1974 stafaði hún m.a. á Hrafnistu og við heimilshjálp til margra ára. Útför Ástu verður gerð frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jóni Eiríki Guðmunds- syni sjómanni, f. 16. september 1912, d. 17. júlí 1995, og eignuðust þau fimm börn. Þau skildu. Árið 1966 hóf Ásta sambúð með Sig- urjóni Þorsteinssyni frá Kjaranstöðum í Innri-Akraneshreppi, f. 11. júlí 1916, d. 24. janúar 1989. Sigurjón og Ásta giftust 10. jan- úar 1988. Börn Ástu og Jóns eru: 1) Soffía Helga Guðrún, f. 25. mars 1942, búsett á Akureyri, maki Diðrik Jóhannsson. Börn þeirra eru Elsa Björg, f. 2. mars 1962, og Líney Snjólaug, f. 21. júlí 1966. 2) Elísabet Guðbjörg, f. 11. september 1945, búsett í Garða- bæ, maki Jóhann Jóhannsson. Börn þeirra eru Inga Dóra Steinþórs- dóttir, f. 18. júní 1964, Jóhann Egg- ert, f. 23. júní 1965, Ástþór Vilmar, f. 26. maí 1971, og Jón Eiríkur, f. 12. júní 1975. 3) Guðrún Hadda, f. 5. Það kom eins og köld vatnsgusa þegar pabbi hringdi og tjáði mér að amma ætti stutt eftir. Já, maður býst víst aldrei við slæmum fréttum, hvað þá á svona fallegu sumarkvöldi eins og var þetta kvöld. En ég hugsaði með mér að kannski væri þetta tákn- rænt fyrir þá hlýju og birtu sem um- vafði allt þar sem amma var, og því við hæfi að veðrið væri þannig þegar hún kveddi þetta jarðneska líf. Amma hefur alltaf verið hluti af til- verunni frá því að ég man eftir mér. Það var alltaf mikil gleði og tilhlökkun sem ríkti í hjarta mínu þegar fram undan var heimsókn til „ömmu í Reykjavík“. Hjá ömmu var, án und- antekninga, gert vel við mann í mat og drykk. Amma og Sigurjón voru alltaf dugleg að spila og þá var jafnan farið í rússa, vist og fleiri spil. Þó svo amma hefði gert vel við okkur í ýmsu þá var það ekki það sem málið snerist um. Nei, það var hún sjálf, góðvildin og þessi létta og jafna lund sem hún hafði. Amma var mikil sögumann- eskja. Hún var alltaf að segja frá ein- hverju og oftar en ekki voru þetta kómískar sögur af henni sjálfri. Þar sem sagan snerist um einhverja „vit- lausa“ karla eða þá hvað hún hefði verið „vitlaus“ eða „rugluð“ í það og það skiptið. Þegar hún fór með þessar sögur þá gat maður setið tímunum saman og hlustað. Hún var gjafmild með eindæmum. Það var aldrei svo að það biði manns ekki pakki frá ömmu af minnsta til- efni. Það var reyndar alltaf einhvern veginn svo ljúft að þiggja gjafir frá henni því hún hafði svo gaman af því að gefa. Þegar ég eignaðist stelpurn- ar mínar tvær byrjaði hún að gefa þeim gjafir og oft voru þetta flíkur sem hún hafði sjálf búið til. Sérstak- lega man ég eftir pilsum sem hún bjó til og gaf stelpunum mínum, þau voru svo listavel gerð og flott. Þú lékst á als oddi daginn áður en þú veiktist, fíflaðist með það að þú ÁSTA LAUFEY HARALDSDÓTTIR ✝ Halldór SturlaFriðriksson fæddist í Borgarnesi 11. júlí 1936. Hann lést á heimili sínu 24. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Friðrik Þórðarson, verslunarstjóri í Borgarnesi, f. 25.10. 1903, d. 1.8. 1977, og Stefanía Þorbjarnar- dóttir organisti, frá Hraunsnefi, f. 14.5. 1910, d. 31.5. 2002. Bróðir Halldórs er Óskar Viðar, f. 14.8. 1931. Hinn 24. maí 1958 kvæntist Hall- dór Ernu Sveinbjörnsdóttur stór- kaupmanni, f. 3.4. 1939 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Jónsson bifreiðastjóri og Elínborg Ólafsdóttir. Systkini Ernu eru Haukur, Sigríður og Bjarni (d. 11.2. 1996). Halldór og Erna eignuðust 1991, c) Helena Ír, f. 22.3. 1993. Elsta dóttir Elínborgar, Erna, ólst upp hjá Halldóri og Ernu. Halldór lauk Verslunarskóla- prófi frá Verzlunarskólanum í Reykjavík 1955. Hann var við nám við Pitmans Collage í London vet- urinn 1955–56. Hann hóf starfsfer- ill sinn sem skrifstofumaður hjá Eimskipafélagi Íslands árið 1956 til 1958, var skrifstofustjóri hjá Verzlunarsambandinu frá 1958 til 1962. Árið 1962 réðst hann til starfa sem skrifstofustjóri hjá Hafskip hf. og gegndi því starfi til ársins 1977. Á þeim tíma gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Vinnu- veitendasamband Íslands. Árið 1977 hóf hann störf sem skrifstofu- stjóri hjá Nesskipum hf. og gegndi því starfi til ársins 1985 er hann hóf störf við eigið fyrirtæki, Borgar- hellu ehf., og starfaði hann þar til dauðadags. Halldór var virkur þátttakandi í Oddfellowreglunni á Íslandi og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf- um og hefur reglan átt hug hans og hjarta síðustu árin. Útför Halldórs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. fjörur börn. Þau eru: 1) Friðrik Stefán, f. 27.5. 1959, kona hans er Bergljót Friðriks- dóttir og eiga þau þrjú börn: a) Auður, f. 10.6. 1984, b) Esther, f. 9.11. 1994, c) Íris, f. 21.1. 1997. 2) Elínborg, f. 16.4. 1962, og á hún fjögur börn: a) Erna Gunnþórsdóttir, f. 14.5. 1984, b) Þórarinn Jökull, f. 7.4. 1994, c) Alexandra, f. 7.6. 1995, d) Halldóra Vera, f. 4.10. 1999. 3) Svein- björn, f. 17.9. 1963, kona hans Ingi- björg Erna Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn: a) Ernam, f. 17.12. 1985, b) Halldór Freyr, f. 7.9. 1988, c) Linda Björk, f. 27.11. 1995. 4) Margrét, f. 1.3. 1965, maður hennar Jóhann Viktor Steimann og eiga þau þrjú börn, a) Thelma Björk, f. 6.12. 1989, b) Harpa Ruth, f. 12.4. Við viljum kveðja föðurbróður okk- ar, Halldór S. Friðriksson, með fáein- um orðum. Halldór var tæplega 69 ára að aldri þegar hann lést. Andlát hans bar óvænt að þótt hann hafi að undanförnu átt við nokkra vanheilsu að stríða. Hann var annar tveggja sona hjónanna Friðriks Þórðarsonar og Stefaníu Þorbjarnardóttur sem lengst af bjuggu og störfuðu í Borgar- nesi. Halldór var fimm árum yngri en Óskar, faðir okkar. Þrátt fyrir nokk- urn aldursmun var alla tíð kært á milli þeirra bræðra og saman báru þeir þá arfleifð sem þeir höfðu fengið úr föð- urhúsum. Líkt og faðir þeirra höfðu þeir mikinn áhuga á þjóðmálum, ís- lenskum staðháttum og síðast en ekki síst bifreiðum. Halldór erfði einnig áhuga föður síns á viðskiptum og starfaði alla tíð við þau m.a. fyrir Verslanasambandið, Hafskip og Nes- skip. En mestum kröftum varði hann til að byggja upp fyrirtækið Borgar- hellu ásamt konu sinni, Ernu Svein- bjarnardóttur. Enginn þarf að efast um að Halldór var vinnuþjarkur og dugnaður hans mikill. Halldór og Erna eignuðust fjögur börn sem eru á svipuðum aldri og við systkinin. Venjulegast var kátt á hjalla þegar við hittumst. Oftar en ekki var það hjá föðurforeldrum okk- ar sem kunnu sér ekki læti að fá okk- ur í heimsókn. Sérstaklega amma Stefanía sem bakaði fjall af pönnu- kökum, kramarhús og kleinur, svo fátt eitt sé nefnt, til að eiga eitthvað til að gæða okkur öllum á. Og App- elsínið og Sinalcoið flóði. Halldór var líka örlátur maður og greiðvikinn. Ef til hans var leitað brást hann einatt vel við og hann var hlýr í viðmóti og stutt í brosið. Hall- dór var ekki nískur á takmarkaðan frítíma sinn því hann var m.a. virkur í starfi Oddfellow í Reykjavík og lagði Sjálfstæðisflokknum lið. Þegar kosn- ingar fóru í hönd aðstoðaði Halldór bróður sinn Óskar, og aðra sem starf- að hafa á utankjörstaðaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins, við að koma dýr- mætum atkvæðum til skila í réttar kjördeildir. Þar kom sér vel mikil þekking Halldórs á íslenskri landa- fræði og samgöngum. Brast oft út mikill fögnuður þegar tekist hafði á síðustu stundu að koma öllum at- kvæðum til skila. En nú er komið að leiðarlokum fyr- ir þennan mæta mann. Við viljum þakka honum samfylgdina og vottum Ernu, börnum hans og barnabörnum dýpstu samúð okkar. Stefanía Óskardóttir, Herdís Óskarsdóttir, Þorleifur Óskarsson. Hjartkæri Halldór minn, mágur og vinur. Við áttum bágt með að trúa því að þú værir svo sviplega genginn á braut því það gekk allt svo vel og þú varst að styrkjast eftir mjög erfið veikindi. Við minnumst gleði þinnar og glað- værðar á góðum stundum og í góðum félagsskap og þó sérstaklega þá er við veiddum saman forðum. Þú varst traustur vinur og trúr, í orði og æði. Hugprýði, fegurð og dyggðir prýða þín spor. Með söknuði ertu kvaddur. Við vottum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Haukur Sveinbjarnarson, Margrét Guðjónsdóttir. Vinur minn Halldór S. Friðriksson er látinn, langt um aldur fram, tæp- lega 69 ára að aldri. Við Halldór kynntumst árið 1957 er hann og æskuvinkona mín Erna fóru að vera saman. Mennirnir okkar, Halldór og Páll heitinn, urðu hinir bestu vinir og mátar. Þegar Erna og Halldór bjuggu í Safamýri vorum við nágrannar og varð mikill samgangur á milli heimila okkar. Áttum við hjón- in margar gleðistundir á heimilum okkar beggja, sem og annars staðar. Börnin okkar eru á svipuðum aldri, lífið var dásamlegt, allt var svo gott og skemmtilegt. Árið 1969 gekk Halldór í Oddfell- ow-regluna á Íslandi st. nr. 11 Þorgeir og varð síðar tillögumaður Páls míns inn í sömu stúku. Voru þeir ávallt góð- ir Oddfellow-bræður. Halldór var skemmtilegur maður, orðheppinn, ákveðinn, en fyrst og fremst góður drengur. Ég þakka hon- um farsæla samfylgd. Ég og börnin mín, Guðmundur, Auður og Guðbjörg, biðjum Guð að blessa Ernu, Friðrik, Ellý, Svein- björn, Margréti, Ernu og fjölskyldur þeirra. Megi minningin um góðan eiginmann, föður og afa lifa. Hrafnhildur Magnúsdóttir. Fallinn er frá einn besti vinur minn, Halldór Sturla Friðriksson. Þessi fregn var mér mikið áfall þar sem ekkert benti til þess að hann væri haldinn einhverjum banvænum sjúkdómi. Ég kynntist honum fljót- HALLDÓR STURLA FRIÐRIKSSON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLÖF AUÐUR ERLINGSDÓTTIR, Eikjuvogi 1, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala mánudaginn 27. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. júlí kl. 13.00. Ingvar Gíslason, Fanny Ingvarsdóttir, Erlingur Páll Ingvarsson, Alda Sigmundsdóttir, Gísli Ingvarsson, Ásthildur Magnúsdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Auður Inga Ingvarsdóttir, Ingólfur Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, KARL JÓHANN KARLSSON raffræðingur, Kleppsvegi 144, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. júlí kl. 13.00. Kristín Sighvatsdóttir, Karl Örn Karlsson, Kristín Blöndal, María Karlsdóttir Sighvatur Karlsson, Auður Björk Ásmundsdóttir, Erla Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, HRAFNHILDUR GÍSLADÓTTIR Sólhól, Bogaslóð 6, Höfn, lést sunndaginn 3 júlí. Útför fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 8. júlí kl 15.00. Stefán og Borgþór Arngrímssynir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MARGRÉT ARNGRÍMSDÓTTIR, áður til heimilis að Harðangri, lést á dvalarheimilnu Hlíð, Akureyri, fimmtu- daginn 30. júní. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju fimmtu- daginn 7. júlí kl. 14.00. Þröstur Brynjólfsson, Sigríður Sigurðardóttir, Reynir Brynjólfsson, Elísabet Erla Kristjánsdóttir, Arngrímur Brynjólfsson, Jóhanna Magnúsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.