Morgunblaðið - 05.07.2005, Side 34

Morgunblaðið - 05.07.2005, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn í dag er frábær fyrir hrút- inn og einkennist af gáska, gleði og rómantík. Taktu þá ákvörðun að skemmta þér vel. Vertu vingjarn- legur og góður, ekki síst við smáfólk- ið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er uppfullt af frábærum hug- myndum um hvernig það getur bætt aðstæður á heimili sínu. Samræður fjölskyldumeðlima eru hressilegar og jákvæðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er bjartsýnn í dag. Hann áttar sig á mætti jákvæðrar hugs- unar. Merkúr, pláneta tjáskipta, stýrir tvíburamerkinu og er í já- kvæðri afstöðu við hinn heppna Júpí- ter, sem eykur sjálfstraust hans. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notaðu daginn í verslun og viðskipti. Hann er upplagður fyrir peningamál og fasteignaviðskipti ganga að lík- indum vel. Ekki hika við að kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Frábær dagur er í vændum. Hið sama gildir um morgundaginn. Ljón- ið er fullt bjartsýni á framtíðina. Það er fínt, enda eyðir þú restinni af æv- inni þar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er í andlegum stellingum í dag og á ekki í vandræðum með að sýna sjálfri sér og öðrum mýkt og góðmennsku. Hún er í snertingu við hið góða innra með sér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Notaðu daginn til þess að blanda geði við vinafólk. Þiggðu heimboð og bjóddu öðrum heim til þín. Ráð- stefnur, fundir og hópvinna gengur að óskum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú er rétti tíminn til þess að ræða við yfirmanninn. Sporðdrekinn er fullur jákvæðni og bjartsýni og það sem hann segir hljómar því skýrt og skynsamlega. Góð hugmynd selur sig líka sjálf. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ferðaáætlanir koma bogmanninum ósjálfrátt til þess að brosa. Tækifæri til menntunar lofa góðu og hið sama gildir um útgáfumál. Þú óttast ekki að hugsa stórt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Notaðu daginn til þess að ákveða hvernig á að skipta einhverju sem þú deilir með öðrum niður. Allir sem hlut eiga að máli munu sýna sann- girni og rausnarskap. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn í dag ber með sér hlýju og innileika sem vert er að deila með öðrum. Samræður við maka og nána vini einkennast af gleði og hress- leika. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að hrinda stórhuga áætl- unum í framkvæmd í vinnunni. Þú veist hvað þú vilt, berðu þig eftir því. Vinnufélagar sýna samstarfsvilja í dag. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbarn dagsins: Þú ert klár og státar líka af umhyggju- semi og persónutöfrum. Samt sem áður er ekki víst að nánustu vinir þínir viti hversu mikið þér þykir til þeirra koma. Þú ert ráðgjafi frá náttúrunnar hendi og börn laðast ósjálfrátt að þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 kuldaskjálfta, 4 stilltur, 7 Gyðingar, 8 sam- sinnum, 9 skýra frá, 11 lögun, 13 hugboð, 14 kján- ar, 15 raspur, 17 svanur, 20 eldstæði, 22 manna, 23 nabbinn, 24 nagdýr, 25 mál. Lóðrétt | 2 óslétt, 2 minn- ist á, 3 numið, 4 áreita, 5 hljóðfæri, 6 kvæðið, 10 há- tíðin, 12 nestispoka, 13 hvítleit, 15 gangfletir, 16 gjafmild, 18 dáin, 19 áma, 20 árna, 21 tarfur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 vitskerta, 8 volar, 9 gamla, 10 góu, 11 terta, 13 rymja, 15 mótum, 18 kamar, 21 áll, 22 kapal, 23 aftan, 24 grunnfæra. Lóðrétt: 2 illur, 3 sarga, 4 elgur, 5 tæmum, 6 hvít, 7 gata, 12 tíu, 14 yla, 15 maka, 16 tapar, 17 málin, 18 klauf, 19 mætir, 20 röng.  Bókin „Ísland í breyttu þjóðfélagsum-hverfi I – Hnattvæðing og þekkingar-þjóðfélag“ sem nýlega kom út fjallar umþær þjóðfélagsbreytingar sem ganga yfir heiminn um þessar mundir og tengjast einkum útbreiðslu upplýsingatækni og breyttri þjóðmála- stefnu. Stefán Ólafsson, sem er höfundur bókar- innar ásamt Kolbeini Stefánssyni, segir um breyt- ingarnar: „Í þessum stóru breytingum sem við sjáum frá því um 1970 fara saman áhrif af nýrri tækni og nýjum hugmyndum í þjóðmálum. Allt tengist þetta svo margvíslegum öðrum breytingum á lífi fólks. Meðal annars sjáum við stóraukna markaðsvæðingu sem er að breyta einkennum og virkni kapítalismans á Vesturlöndum.“ Breytingarnar eru víðtækar og að sögn Stefáns sjáum við m.a. ný skilyrði fyrir velferðarríkið, vinnumarkaðina, launþegahreyfingu, fyrir þróun borga og loks fyrir menninguna. Nýju skilyrðin vísa í það að menn gera nú fjölmargt með nýjum hætti. Hann nefnir viðskiptalífið sem gott dæmi um þetta: „Einstaklingar á Íslandi eiga nú mögu- leika á að stunda innkaup sín beint frá Bandaríkj- unum, framhjá helstu viðskiptaaðilum hér á landi. Viðskiptahættir einstaklinga, fyrirtækja og fjár- festa breytast með þessu. Framboð og verð á vöru og þjónustu mótast með öðrum hætti. Sama á við um menningu, fræðslu og afþreyingarefni. Í fram- haldi af þessu bendir Stefán á að hlutverk áhrifa- afla á ýmsum sviðum sé einnig að breytast. „Hlut- verk ríkisstjórnar er t.d. að minnka með því að verkefni og vald færist frá stjórnvöldum til at- vinnulífsins og markaðarins,“ segir hann og út- skýrir nánar: „Margir segja að þetta leiði til aukins ójafnaðar, meiri stéttaskiptingar og þrengi að möguleikum stjórnvalda til að reka velferðarríki.“ Hann bendir á að mikilvægt sé fyrir stjórnvöld og svæði og borgir að draga að sér fyrirtæki og fjár- festa. „Margir segja að þetta leiði til aukins ójafn- aðar, meiri stéttaskiptingar og þrengi að mögu- leikum stjórnvalda til að reka velferðarríkið.“ Að sögn Stefáns eiga sér stað viss átök á Vestur- löndum um hvaða leiðir á að fara í þessu nýja heimsumhverfi. „Athyglisverður munur er á bandarísku þjóðmálaleiðinni og hins vegar evr- ópsku leiðinni og svo er talað um skandinavísku leiðina sem farsælasta afbrigði af þeirri evrópsku. Í bókinni er dregið fram hvernig helstu þjóðum hefur vegnað. Þar kemur fram að í Bandaríkjunum hefur náðst mikill árangur í tækniþróun og at- vinnulífi en lífskjör og tryggingar almennings hafa ekki batnað að sama skapi. Kaup venjulegs fólks hefur lækkað og í Bandaríkjunum er t.d. tíu sinn- um stærri hluti þjóðarinnar í fangelsi en almennt er á Norðurlöndunum. Stefán tengir þetta við meiri og vaxandi ójöfnuð í Bandaríkjunum. „Sam- anburðurinn sýnir einnig að í Skandinavíu hefur orðið hagstæð þróun atvinnulífs, með nýsköpun og framþróun þekkingarhagkerfisins, um leið og þeim hefur tekist að stemma stigu við aukningu ójafn- aðar með öflugu velferðarríki, segir Stefán. Í bók- inni er fjallað ítarlega um kosti og galla þessara leiða og jafnframt er staða Íslands og helstu val- kostir fyrir framtíðarþróunina reifaðir. Bók | Ísland í breyttu þjóðfélagsumhverfi I – Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag Víðtækar þjóðfélagsbreytingar  Stefán Ólafsson lauk MA-prófi í félagsfræði frá Edinborgarháskóla og doktorsprófi frá Ox- ford-háskóla. Hann er prófessor við félags- vísindadeild HÍ og hefur verið forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ 1986–1999 og Borgarfræðaseturs frá árinu 2000. Eftir hann liggja meðal annars bækurnar Lífskjör og lífs- hættir á Norðurlöndum (1990); Hugarfar og hagvöxtur (1996); Búseta á Íslandi (1997) og Íslenska leiðin (1999). Tónlist Kaffi Kúltúr | Kvartett Þóru Bjarkar. Hljóm- sveitin spilar kántrí-, popp- og djasslög í af- slöppuðum útsetningum. Rangárþing ytra | Kirkjukór Odda og Þykkvabæjar heldur tónleika í Oddakirkju á Rangárvöllum, 7. júlí kl. 20.30. Tónleikarnir eru öllum opnir. Aðgangseyrir er kr. 500. Myndlist Austurvöllur | Ragnar Axelsson. Ljós- myndasýningin „Andlit norðursins“ til 1. sept. Árbæjarsafn | Gunnar Bjarnason sýnir í Listmunahorninu forn vinnubrögð í tré og járn. Bragginn – Öxarfirði | Fagurlist yst sem innst. Innsetningar, málverk, skúlptúr. Kr. 300. Til 16. júlí. Café Karólína | Vilhelm Anton Jónsson (Villi naglbítur) sýnir til 22. júlí. Café Presto | Reynir Þorgrímsson Skart- gripir Fjallkonunnar. Deiglan | Kristján P. Sigurðsson til 24. júlí. Eden, Hveragerði | Hilmar J. Höjgaard til 10. júlí. Galíleó | Árni Björn Guðjónsson sýnir um 20 olíumyndir af íslensku landslagi. Sýn- ingin stendur til 29. júlí. Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí BOX | Sigga Björg Sigurðardóttir til 9. júlí. Gallerí Gyllinhæð | Marie–Anne Bacquet og Marie Greffrath til 10. júlí. Gallerí Tukt | Iðunn Árnadóttir til 9. júlí. Gerðuberg | Menningarmiðstöðin Gerðu- berg er lokuð frá 1. júlí til 15. ágúst vegna sumarleyfa. www.gerduberg.is. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1. ágúst. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson „Fiskisagan flýgur“ ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hrafnista Hafnarfirði | Trausti Magnússon sýnir málverk og ljósmyndir í menningarsal til 23. ágúst. Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í Bergen. Til 4. sept. Jónas Viðar Gallerí | Undir Hannesi. Sam- sýning 10 listakvenna til 17. júlí. Kaffi Milanó | Jón Arnar sýnir olíumyndir. Myndefnið er borgarlíf, tónlist og náttúran. Ketilhúsið Listagili | Í minningu afa. Sýning á kínverskri myndlist til 24. júlí. Kringlan | World Press Photo. Sýning á bestu fréttaljósmyndum ársins 2004 til 24 júlí. Laxársstöð | Sýning Aðalheiðar S. Ey- steinsdóttur Hreindýr og dvergar í göngum Laxárstöðvar. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn- ingu má nú sjá sænskt listgler. Um er að ræða rúmlega 60 verk eftir 50 helstu gler- listamenn Svía, úrval hins besta úr heimi nytjaglers og skúlptúrglers. Sýningin kem- ur frá Hönnunarsafni Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sumarsýning Listasafns Íslands. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sumar- sýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli klukkan 14 og 17. Listhús Ófeigs | Hafsteinn Austmann til 8. júlí. Norræna húsið | Andy Horner til 28. ágúst. Pakkhúsið | Sigurður Mar Halldórsson – ljósmyndasýning. Sýningin nefnist Horn- firðingar til 9. júlí. Ráðhús Reykjavíkur | Anna Leós sýnir til 10. júlí. Skaftfell | Vesturveggurinn. Kolbeinn Hugi sýnir til 10. júlí. Svartfugl og Hvítspói | Sveinbjörg Hall- grímsdóttir. Sýningin er opin daglega kl. 13– 17 til 17. júlí. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson sjá nánar www.or.is. Þjóðminjasafn Íslands | „Skuggaföll“. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar. Margir þekkja stakar ljósmyndir Kristins en með því að safna úrvali af þeim saman birt- ist ný og óvænt mynd. Þjóðminjasafn Íslands | Story of your life – ljósmyndir Haraldar Jónssonar. Listasýning Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sum- ar frá kl. 10–17. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á efni sem tengist ferðamönnum í Reykjavík, svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjöl- um sem varpa ljósi á sýn ferðamanna á Reykjavík og það hvernig Reykjavík hefur kynnt sig fyrir ferðamönnum frá 18. öld til dagsins í dag. Aðgangur er ókeypis. Bókasafn Seltjarnarness | Sýning á brúðum Rúnu Gísladóttur kl. 10–19 til 15. júlí. Handverk og Hönnun | „Sögur af landi“. Til sýnis er bæði hefðbundinn íslenskur listiðn- aður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hrá- efni. Á sýningunni eru hlutir frá 33 aðilum m.a. úr leir, gleri, pappír, hrosshári, roði, ull og silfri. Listasafnið á Akureyri | Skrýmsl – Óvættir og afskræmingar til 21. ágúst. Norska húsið í Stykkishólmi | Sýning til- einkuð samfelldum veðurathugunum á Ís- landi í 160 ár (til 1. ágúst). Svartfugl og Hvítspói | Sveinbjörg Hall- grímsdóttir með sýninguna Blæ til 17. júlí. Söfn Árbæjarsafn | Útiminjasafn með fjöl- breyttum sýningum, leiðsögumönnum í búningum og dýrum í haga. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Á Borgar- skjalasafni Reykjavíkur stendur yfir sýn- ingin Through the Visitor’s Eys, þar sem fjallað er um þróun ferðaþjónustu í Reykja- vík og hvernig ferðamenn upplifðu borgina. Textar á íslensku og ensku. Sýningin er á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15 og er opin alla daga. Aðgangur er ókeypis. Lindasafn | Núpalind 7, Kópavogi. Safnið er opið alla daga í sumar. Skáld mánaðarins er Arnaldur Indriðason. Safnið er opið mánudaga frá kl. 11–19, þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 13–19, föstudaga 13–17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavík | Grandagarði 8. Fyrsta sýning safnsins „Togarar í hundrað ár“ stendur nú yfir. Sögu togaraútgerðar á Íslandi er gerð skil í munum og myndum. Kaffistofan býður upp á ilmandi kaffi og fallegt útsýni yfir Reykja- víkurhöfn. Opið frá kl. 11–17. Lokað mánu- daga. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru: Handritin, Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menning er gott að slaka á og njóta veit- inganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband 2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norður- löndunum. Opið frá kl. 11–17. Námskeið Árbæjarsafn | Örnámskeið í flugdrekagerð, tálgun, þæfingu, glímu og kveðskap. Nám- skeiðin eru ætluð börnum í fylgd með full- orðnum og eru kl. 13–16. Tálgun: 5.7 og 13.7. Glíma: 9.7. og 14.7. Þæfing: 6.7. Kveð- skapur: 23.7. Verð 1.000–2.500 á mann. Upplýsingar og skráning í síma 411 6320. Útivist Elliðaárdalur | Göngu- og fræðsluferð verður í Elliðaárdal undir leiðsögn Jóhanns Pálssonar grasafræðings. Gangan hefst kl. 19.30 við Minjasafnið í Elliðaárdal. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.