Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 05.07.2005, Síða 39
Frá leikstjóra Bourne Identity 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu Sýnd kl. 6 og 8 553 2075☎ - BARA LÚXUS  Bourne Identity „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  Blaðið  Blaðið  ÞÞ - FBL Miðasala opnar kl. 17.00 Hinn eini rétti hefur aldrei verið eins rangur! Frábær gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. Sýnd kl. kl. 6, 8.30 og 10.40 „Skotheld frá A-Ö Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Þrælgóð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV  Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 38.000 gestir x-fm Sýnd kl. 6 og 9 B.i 10 ÁRA Sýnd kl. 5.40 og 8 B.i 16 ÁRA JANE FONDA JENNIFER LOPEZ kl. 10.10 B.i 16 ÁRA ÞÞ - FBL Bourne Identity Blaðið  „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i 14 ára Ó.Ö.H - DV  Síðustu sýningar Síðustu sýningar Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i 14 ára T O M C R U I S E MYND EFTIR Steven spielberg I N N R Á S I N E R H A F I N YFIR 30.0 00 GESTIR POWERSÝNINgá stærsta thxtjaldi landsins kl. 10.20 „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2          VINSÆ LASTA MYND IN Á ÍS LANDI - YFIR 1 6.000 GESTI R MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 39 SVO mikið er víst að nýja Foo Fight- ers-platan, hin smekkfulla tvöfalda In Your Honor, er ólík öllum öðrum plötum sem sveitin hefur sent frá sér. Sem er út af fyrir sig jákvætt. Dave Grohl, forsprakki, söngvari og að- allagahöfundur, hefur viðurkennt að hún sé í aðra röndina viss af- töppun, hafi að geyma lög sem hrannast hafi upp hjá honum vegna þess einfaldlega að hann hafði ekki fundið þeim viðeig- andi sess. Ástæðan er augljós. Þau eru of róleg fyrir hina upptrekktu og útvarpsvænu rokkstefnu sem Grohl hefur rekið frá stofnun sveitarinnar. Of órafmögnuð fyrir svona rosalega rafmagnaða sveit. Þessi lög eru nú loksins komin út á síðari plötu þess- arar útgáfu, órafmögnuð mikið til eða í berstrípuðum útsetningum, rólegri lög en maður á að venjast og yfir það heila betri. Það er meira í þau spunn- ið en mörg af keyrslulögunum hans Grohl sem eiga það til að verða ansi einsleit, tilþrifalítil og bragðdauf í öll- um hamaganginum. Og það eru þau einmitt lögin á fyrri plötunni, sem rennur í gegn af þessu líka óskaplega fútti, en þó samt án þess að grípa mann. Reyndar má finna þar nokkra góða ekta Foo Fighters-rokkara; eins og titillagið og smáskífuna „Best of You“. Þessi eiga eftir að virka fínt í Egilshöll. En lengst af er Grohl garg- andi úr sér lungun, með storminn í fangið, þannig að á endanum heyrist lítið sem ekkert í honum. Fengurinn er því í seinni plötunni þar sem Grohl fær loksins tækifæri til að sýna ein- hverja breidd sem tónlistarmaður. Maður vissi svo sem að hann gæti þetta, ætti nóg inni, enda klár náungi með afbrigðum, lunkinn lagasmiður, fínn söngvari, frábær trommari og al- mennt góður gæi. „What If I Do?“ er tvímælalaust eitt af bestu lögum sem Grohl hefur samið, sem og „Friend Of A Friend“, sem hann samdi um Cobain, fyrir rúmum tíu árum; slá- andi texti og Nirvana-leg lagasmíð. Bossanóva-dúettinn „Virginia Moon“ með Noruh Jones er líka merkilega vel heppnaður, ljúft lag með af- brigðum og niðurlagið á plötunni gæti ekki verið betra. „Razor“ er frábært lag þar sem Josse Homme úr Queens of the Stone Age fer fimum fingrum um gítarinn. Það virkar því margt á seinni plöt- unni en sú fyrri er alltof fyrirsjáanleg og dregur heildarpakkann svolítið niður. Rokk og rólegheit TÓNLIST Erlendar plötur Foo Fighters – In Your Honor  Skarphéðinn Guðmundsson LEIKKONAN og leikstjórinn Liv Ullmann er væntanleg hingað til lands í næstu viku en hún er að undirbúa nýjustu mynd sína sem gerð er eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna. Ullmann skrifaði handritið sjálf eftir bók Ólafs Jóhanns og mun hún leik- stýra myndinni sem hefur fengið nafnið A Journey Home. Ólafur Jóhann sagði í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði lesið handritið og væri ánægður. Sagan segir frá miðaldra konu sem búsett er í Englandi en fer aftur heim til Íslands eft- ir margra ára fjarveru. Áhorfendur fá svo smám saman að komast að því hvers vegna konan fer aftur upp á Íslands strendur og hvers vegna hún fluttist þaðan upphaflega. Ullmann segir búið að ráða þekkta Óskars- verðlaunaleikkonu til að fara með aðalhlut- verk myndarinnar en vill ekki upplýsa um hver það er að svo stöddu. Fyrirhugað er að framleiðsla við kvikmynd- ina hefjist á næsta ári. Ullmann er þessa stundina stödd á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi þar sem hún hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir fram- lag sitt til kvikmyndalistarinnar. Reuters Liv Ullmann gerir kvikmynd á Íslandi eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóð fiðrildanna. Kvikmynd eftir Slóð fiðrildanna Kvikmyndir | Liv Ullmann á leið til Íslands Frétt um að bandaríski tónlist-armaðurinn Bruce Springs- teen hafi spilað og sungið fyrir starfsfólk í Leifs- stöð snemma nætur í síðustu viku hefir vakið talsverða athygli og birst víða í fjölmiðlum. AP-fréttastof- an segir, að Springsteen hafi verið á leið til Bandaríkjanna aðfaranótt miðviku- dags eftir að hafa leikið á tónleikum í Berlín og flugvél hans hafi lent á Keflavíkurflugvelli til að taka elds- neyti um klukkan 2. AP hefur eftir starfsmanni Leifsstöðvar að Springsteen hafi komið inn og spilað nokkur lög, þar á meðal „Dancing in the Dark“ og „I’m on Fire“. Springsteen hefur verið að halda tónleika til að kynna plötuna Devils & Dust. Hann mun halda næstu formlegu tónleika sína í Toronto í Kanada 13. júlí.    Bandaríski leikarinn Robert Red-ford, sem lék blaðamanninn Bob Woodward í mynd um Water- gate-hneykslið, sagðist á dögunum harma að banda- rískir blaðamenn beittu engri rann- sóknarblaða- mennsku á rík- isstjórn George W. Bush á sama hátt og þeir gerðu þegar Wa- tergate-hneykslið kom upp. „Það er ýmislegt mjög sambæri- legt sem er að gerast núna en hvar eru blaðamennirnir?“ spurði Red- ford blaðamenn á kvikmyndahátíð- inni í bænum Karlovy Vary í Tékk- landi sem nú stendur yfir. Hann gagnrýndi hvernig ráða- menn töluðu um Íraksstríðið og sagði að „áfram væri logið að al- menningi í Bandaríkjunum“. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.