Morgunblaðið - 05.07.2005, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR
ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !
Nýr og miklu betri
leðurblökumaður.
H.L. / Mbl.
Loksins, Loksins
M.M.M / Xfm 91,9
Kvikmyndir.is
Gleymdu hinum.
Þetta er alvöru Batman
Ó.Ö.H / DV
Gleymið öllum hinum
Batman myndunum.
Þessi er málið
Andri Capone / X-FM 91,9
Þórarinn Þ / FBL
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
H.B. / SIRKUS
T O M C R U I S E
I N N R Á S I N E R H A F I N
I N N R Á S I N E R H A
T O m c r u
MYND EFTIR Steven spielberg
MYND EFTIR
Steven spielberg
War of the Worlds kl. 6 - 8.30 - 11 b.i. 14
Batman Begins kl. 5.30 - 7.15 - 9 og 11 b.i. 12
Voksne Mennesker kl. 5.45
Crash kl. 8 og 10.15 b.i. 16
„EKTA STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
„Innrásin
er girnileg
sumar
skemmtun,
poppkorns
mynd af
bestu
gerð!“
-S.V, MBL
„EKTA
STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
VINSÆ
LASTA
MYND
IN Á ÍS
LANDI
-
YFIR 1
6.000
GESTI
R
BLAÐAMANNAFUNDUR var haldinn á
hinu nýja hóteli 1919 í tilefni af tónleikum
bandarísku hljómsveitanna Foo Fighters og
Queens of the Stone Age sem verða í Egilshöll
í kvöld. Meðlimir sveitanna virtust í þægileg-
asta skapi og það er varla hægt að sjá annað, á
myndunum hér að ofan, en að tónleikarnir hér
á landi séu einnig hugsaðir sem stund milli
stríða á annars erfiðri tónleikaferð. Blaða-
menn frá hinum ýmsu fjölmiðlum voru sam-
ankomnir í matsal hótelsins en eitthvað stóð á
spurningunum, hvort sem það var almennum
stjörnufans að kenna eða einhverju öðru. Josh
Homme, söngvar Queens of the Stone Age,
sagðist vera hæstánægður með heimsóknina
og þakkaði Foo Fighters að gera þeim kleift að
koma til Íslands. Dave Grohl rifjaði upp heim-
sókn Foo Fighters hingað árið 2003 og sagði
að þeir hefðu verið þeir bestu á tónleikaferð-
inni. Nú vonaðist hann til að gera fleira á þess-
um þremur dögum en að heimsækja dæmi-
gerða ferðamannastaði en með honum í för eru
þó nokkrir vinir og vandamenn. Strákarnir á
Stöð 2 létu sig ekki vanta á þessum blaða-
mannafundi frekar en öðrum og höfðu með sér
lítið trommusett sem ku vera til staðar í mynd-
veri þeirra. Dave Grohl áritaði fyrir þá
trommuskinnið og endaði síðan á að tromma
lítillega á settið. Líkt og Strákarnir sögðu var
ljóst að hann hefði trommað áður.
Eftir blaðamannafundinn fóru hljómsveit-
irnar á Stokkseyri þar sem stærðarinnar grill-
veisla var haldin þeim til heiðurs sem og í til-
efni af fjórða júlí, þjóðhátíðardegi
Bandaríkjanna. Stokkseyri var einnig áfanga-
staður Foo fighters árið 2003 og frægt er þeg-
ar Dave Grohl æfði með hljómsveitinni Nilfisk
í „hlöðu“, eins og Grohl minntist þess á blaða-
mannafundinum. Eins og áður sagði eru tón-
leikarnir í kvöld en áður en hljómsveitirnar
halda af landi brott er bæði köfun og brim-
bretti á dagskrá á „ævintýraeyjunni“ Íslandi.
Tónlist | Blaðamannafundur Foo Fighters og Queens of the Stone Age
Þónokkrir vinir og vandamenn eru í fylgdarliði hljómsveitanna, þar á meðal faðir Dave Grohls.
Stund milli stríða
DANSKI tónlistarmaðurinn og
eftirlæti Íslendinga að því er
virðist, Kim Larsen, heldur
tónleika með hljómsveit sinni
Kjukken hér á landi í lok
ágústmánaðar. Upphaflega
áttu tónleikarnir að vera tveir
og varð uppselt á þá á tveimur
klukkustundum. Eftir samn-
ingaviðræður við Larsen hefur
verið ákveðið að halda þriðju
tónleikana hér á landi. Auka-
tónleikarnir fara fram fimmtu-
daginn 25. ágúst næstkomandi
og hefst miðasala í verslun 12
tóna við Skólavörðustíg 11. júlí
næstkomandi klukkan 10.
Kjukken var stofnuð árið
1995 og hana skipa auk Lar-
sens þeir Karsten Skovgaard,
Jesper Rosenqvist og Jesper
Haugaard.
Tónlist | Kim Larsen heldur tónleika hér í
ágúst
Kim Larsen annar frá vinstri með hljómsveit sinni Kjukken.
Þriðju tónleik-
unum bætt við
HIN breska Babyshambles með vandræðagemsann Pet-
er Doherty í fararbroddi, hefur staðfest komu sína á Ice-
land Airwaves tónlistarhátíðina sem verður haldin dag-
ana 19.–23. október. Peter sem var áður í Libertines
stofnaði hliðarverkefnið Babyshambles árið 2003 en eftir
að hann sagði skilið við Libertines, hefur hann verið að
sækja í sig veðrið að undanförnu með Babyshambles.
Fyrir utan litríkan lífsstíl nýtur Peter Doherty gífur-
legrar virðingar sem texta- og lagahöfundur og eru tón-
leikar hljómsveitarinnar umtalaðir sem spennandi gjörn-
ingur í hvert skipti þar sem traustir hljóðfæraleikarar
gefa Peter svigrúm til að spinna að vild. Babyshambles á
ört vaxandi vinsældum að fagna og eru mjög áberandi á
mörgum af helstu útihátíðum sumarsins.
Að sögn Hr. Örlygs er undirbúningur Iceland Air-
waves í fullum gangi og búist er við að fleiri erlendir sem
og innlendir listamenn verði kynntir til sögunnar á
næstu vikum.
Tónlist | Babyshambles spilar á Airwaves
Peter Doherty væntanlegur
Peter Doherty er alkunnur vandræðagemsi.
Heimildarmyndinni AfricaUnited, sem framleidd er af
Poppoli Pictures í samstarfi við
Zik Zak og leikstýrt er af Ólafi Jó-
hannessyni, hefur verið boðið að
taka þátt í tveimur alþjóðlegum
kvikmyndahátíðum. Um er að
ræða heimildarmyndahátíðina í
Yamagata í Japan og kvik-
myndahátíðina Louis Vuitton á
Hawaii. Er þetta í fyrsta sinn sem
íslenskri mynd er boðin þátttaka á hátíðunum tveimur.
Aðstandendur myndarinnar eru staddir þessa stund-
ina á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi þar
sem Africa United verður frumsýnd næstkomandi mið-
vikudag.
Fólk folk@mbl.is
ÞÁ HEFUR það verið staðfest að
Chan Marshall, sem er ef til vill
betur þekkt undir nafninu Cat
Power, spili á Innipúkanum um
verslunarmannahelgina. Chan
Marshall er Suðurríkjapía sem
hefur vakið athygli á jaðarsenunni
fyrir frumlega og skemmtilega rokktónlist. Chan
hefur unnið með ekki ómerkari tónlistarmönnum en
Steve Shelly, trommuleikara Sonic Youth og Dirty
Three, en Warren Ellis, fiðluleikari þeirrar hljóm-
sveitar, lék með Nick Cave þegar hann kom hingað
til lands árið 2002. Chan þykir frábær á tónleikum
en duttlungafull og því verður áhugavert að fylgjast
með stúlkunni þegar hún stígur á svið í Iðnó um
verslunarmannahelgina.
Chan Marshall,
Cat Power
Cat Power á
Innipúkanum