Morgunblaðið - 05.07.2005, Side 44
BANASLYS varð í gær þegar roskinn karlmað-
ur á pallbíl lenti í árekstri við rútu við Minni-
Borg í Grímsnesi nokkru eftir hádegið. Öku-
maður pallbílsins er talinn hafa látist samstund-
is að sögn lögreglunnar á Selfossi. Í rútunni
voru 42 farþegar auk ökumanns hennar og leið-
sögumanns.
Þrír farþegar úr rútunni voru fluttir á sjúkra-
hús í Fossvogi en meiðsli þeirra eru ekki talin
alvarleg. Aðrir sem voru í rútunni voru fluttir af
vettvangi með annarri rútu til aðhlynningar,
fyrst á Selfossi en síðan í Reykjavík.
Tilkynnt var um slysið til lögreglunnar klukk-
an 13.43. Lögreglu- og sjúkraflutningamenn frá
Selfossi fóru á vettvang ásamt fjölmennu liði
lækna frá Sjúkrahúsi Selfoss. Einnig var lög-
reglubifreiðum frá Kópavogi og Hvolsvelli
stefnt á vettvang. Þá var þyrla Landhelgisgæsl-
unnar send af stað en henni var snúið við fljót-
lega.
Í rútunni voru erlendir ferðamenn á vegum
Kynnisferða sem voru að skoða Gullfoss og
Geysi. Voru þeir meðal annars frá Frakklandi,
Norðurlöndum og Þýskalandi.
Gyða Helgadóttir hjá almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra segir deildina hafa unnið að
því að aðstoða Rauða krossinn við að upplýsa
sendiráð ríkjanna sem fólkið er frá um slysið og
líðan fólksins.
Gyða segir að svonefnd samhæfingarstöð sé
opin að hluta vegna slyssins en hún veiti yfir-
völdum í Árnessýslu aðstoð við þær aðgerðir
sem grípa þurfi til vegna þess.
Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að
svo stöddu. Það sem af er árinu hafa 14 manns
látist í umferðinni hér á landi.
Lést í árekstri við rútu
Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson
Áreksturinn í Grímsnesi í gær var mjög harður og gjöreyðilagðist pallbifreiðin. Það sem af er árinu hafa 14 manns látist í umferðinni hér á landi.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is Þrír af 44 í rútunni
voru fluttir slasaðir
á sjúkrahús
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
KJÖRIN verður ný
stjórn FL Group á
hluthafafundi félags-
ins sem haldinn verð-
ur næstkomandi laug-
ardag. Eins og komið
hefur fram hafa allir
stjórnarmenn nema
Hannes Smárason,
stjórnarformaður,
sagt sig úr stjórninni.
Borist hafa sjö
framboð og er því sjálfkjörið í stjórn
þar sem hún er skipuð sjö mönnum.
Þeir sem hafa boðið sig fram eru: Hann-
es Smárason, Einar Ólafsson, Jón Ás-
geir Jóhannesson, Skarphéðinn Berg
Steinarsson, Magnús Ármann, Sigurður
Bollason og Þorsteinn M. Jónsson. Vara-
menn verða Kevin Stanford og Smári S.
Sigurðsson.
Jón Ásgeir
í stjórn
FL Group
Jón Ásgeir
Jóhannesson
SÍÐASTI dagur lóðaumsókna í Þingahverfi á Vatnsenda var í
gær og við bæjarskrifstofurnar í Kópavogi mynduðust langar
raðir fólks sem var að sækja um fram á síðustu stundu. Sagði
Marta Grettisdóttir hjá Bæjarskipulagi Kópavogs að biðröð
hefði verið út á götu allan daginn. Í boði voru 75 einbýlishús,
20 íbúðir í raðhúsum, 38 íbúðir í parhúsum og 86 í klasahúsi,
en Marta segir að á milli tvö og þrjú þúsund umsóknir hafi bor-
ist.
Listi umsækjenda verður lagður fyrir bæjarráð Kópavogs
hinn 14. júlí, en þetta voru ekki allar íbúðirnar á svæðinu. Önn-
ur úthlutun er væntanleg og verður hún auglýst sérstaklega.
Marta sagðist ekki vita hvenær úthlutun yrði en þó yrði það
líklega í ágúst.Morgunblaðið/Jim Smart
Biðraðir eftir
lóðum á Vatnsenda
ELDUR kom upp í eldhúsi í íbúð á þriðju
hæð í fjölbýlishúsi við Rauðarárstíg um níu-
leytið í gærkvöldi. Allt tiltækt lið Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins var komið á vettvang
skömmu síðar og fóru tveir reykkafarar inn
í íbúðina en húsið var rýmt.
Eldur logaði í eldhúsi íbúðarinnar en sam-
kvæmt upplýsingum slökkviliðsins gekk
greiðlega að ráða niðurlögum hans. Engin
meiðsl urðu á fólki en hins vegar urðu tölu-
verðar skemmdir á íbúðinni vegna elds og
reyks.
Um tíuleytið höfðu slökkviliðsmenn
gengið úr skugga um að frekari eldur leynd-
ist ekki í íbúðinni og losað um eldhúsinnrétt-
ingu en ekki var vitað um eldsupptök.
Morgunblaðið/ÞÖK
Eldur í íbúð
ÞAU fyrirtæki sem staðið hafa í viðræðum um
kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield
ásamt Baugi hafa farið fram á að Baugur dragi
sig út úr viðræðunum út af kærum á hendur
forystumönnum fyrirtækisins, að því er fram
kom á fréttavef Financial Times í gærkvöldi.
Segir þar að fyrirtækin hafi tilkynnt Baugi
að dragi fyrirtækið sig ekki úr viðræðunum
muni þau gera það.
Fjármálafyrirtækin Barclays Capital og
Apax ásamt athafnamanninum Robert
Tchenguiz hafa að undanförnu verið í sam-
starfi við Baug um hugsanleg kaup á Somer-
field.
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs,
sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi
ekki kannast við að þessi krafa hefði verið sett
fram. „Ég hef verið að funda með þessum aðil-
um í dag [í gær] og ég get fullyrt að þetta er
mjög ónákvæm frétt,“ sagði Hreinn og bætti
við að hann hefði gert samstarfsaðilum Baugs
grein fyrir því að Baugur héldi óhikað áfram
sinni starfsemi.
Fulltrúar fyrirtækjanna vildu hins vegar fá
skýringar á málinu og sagðist Hreinn hafa lagt
áherslu á að Baugur væri ekki sakborningur í
málinu.
Aðspurður hvort samstarfsaðilar Baugs
væru enn heilshugar í samstarfinu sagðist
Hreinn ekki ætla að fullyrða neitt annað en að
þeir vildu vita um hvað málið snerist. Þessir
fjórir aðilar hefðu skrifað undir samstarfs-
samning og Baugur myndi ekki gefa neitt eftir
í því efni. „Það er algerlega ljóst, þeim er það
líka ljóst,“ sagði Hreinn.
Baugi settir kostir segir FT
Hreinn Loftsson
segir samstarfið
enn í fullum gangi
♦♦♦