Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 1
„Gildismat okkar mun sigra“ Sprengingarnar urðu allar á innan við klukkustund, ein varð í stræt- isvagni en hinar þrjár í jarðlestum. „Þetta var skelfilegt. Strætis- vagninn sprakk í tætlur. Allur aftur- hlutinn hvarf og ég sá lík hanga út úr brakinu og mörg á götunni. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi lif- að þetta af,“ sagði Ayobami Bello, öryggisvörður í skóla skammt frá. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að þeir sem bæru ábyrgð á ódæðunum yrðu eltir uppi og látnir svara til saka. „Við munum sýna með hugprýði okkar og virðu- leika og rólegum en raunverulegum styrk sem breska þjóðin býr yfir að gildismat okkar mun sigra þeirra. Markmið hryðjuverka er einmitt að hræða fólk en við munum ekki láta hræða okkur,“ sagði Blair. Leiðtogar múslíma í Bretlandi fordæmdu árásirnar og hvöttu breskan almenning til að hefna sín ekki á þarlendum múslímum. „Þessi illvirki gera okkur öll að fórnarlömb- um,“ sagði í yfirlýsingu múslímaráðs Bretlands. Blaðamaður Morgunblaðsins fór um Liverpool Street í gærkvöldi en þar var lögregla búin að loka leiðinni niður í jarðlestina, staðurinn var „vettvangur glæps“ og því ekki hægt að skoða verksummerki eða taka þar myndir. Ekki voru margir á ferli, leigubílstjórinn hafði orð á því að hann hefði aldrei verið jafn fljótur að aka þessa leið. En allir voru rólegir, hvergi neinn æsingur. Bílstjórinn sagði borgarbúa enn muna eftir hryðjuverkum IRA fyrir um áratug, þeir væru vanari að takast á við slík illvirki en New York-búar. Margir hefðu auk þess gert ráð fyrir að á eftir Madríd kæmi röðin að Lund- únum. Tugir manna láta lífið og mörg hundruð særast í sprengjutilræðum í London Blair segir að Bretar muni ekki láta hræða sig  Líklegt að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi staðið á bak við árásirnar Reuters Vegfarendur aðstoða særða menn eftir að tveggja hæða strætisvagn sprakk í loft upp við Tavistock-torg. Vagninn var fullur af fólki, enda var áður búið að loka jarðlestarstöðvunum vegna sprenginganna þar.  Múslímaráð Bretlands segir alla landsmenn vera fórnarlömb illvirkjanna Tugir manna í valnum Leifar sprengiefnis fundust | 16 Fólk öskraði og grét Lýsingar sjónarvotta og farþega | 18 Hafa lengi óttast árás Ítrekað varað við hryðjuverkum | 20 Bretum vottuð samúð Íslenskir forystumenn senda bresku þjóðinni kveðjur á örlagastund | 6 Íslendingar í London Öllum mjög brugðið | 28–30 Við látum ekki hræða okkur Forystugrein | miðopna Hryðjuverk í London Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands LJÓST er að minnst 38 eru látnir og um 700 særðir eftir sprengju- tilræðin í Lundúnum í gær. Árásirnar báru að sögn sérfræðinga öll ein- kenni aðgerða af hálfu hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda sem Osama bin Laden fer fyrir. Gripið hefur verið til stóraukinnar gæslu og viðbún- aðar í helstu borgum austan hafs og vestan vegna hryðjuverkanna í gær, ekki síst í Frakklandi og á Spáni. Mikil truflun varð á samgöngum í London en þær voru smám saman að komast í lag í gærkvöldi. Eftir Davíð Loga Sigurðsson í London david@mbl.is TVEIR Íslendingar voru í neð- anjarðarlestakerfinu þegar sprengjur sprungu, annar í lest og hinn á lestarpalli. Karl Berndsen var í neðanjarð- arlest á milli Russel Square og King’s Cross á Piccadilly-línunni. Hann var á leið suður og lestin með sprengjunni var á norðurleið og mætast lestirnar á King’s Cross- stöðinni. Hann segir það mikla mildi að sprengjan hafi ekki sprungið þeg- ar lestirnar hafi verið hlið við hlið, aðeins um mínúta hafi liðið frá því. „Lestin stoppar á Warren Street þar sem ég var að fara út og þar var allt rafmagnslaust. Maður eiginlega fattar ekki neitt nema að það er eitthvað mikið að,“ sagði Karl en fleiri hundruð manns voru í lest- inni. Það heyrðust öskur og læti Ágúst Jakobsson var kominn nið- ur á lestarpallinn á Russel Square og beið eftir lestinni þegar það kom hvellur. „Ég finn hann og fæ högg fyrir brjóstið. Síðan kemur mikill reykur og sót út úr lestargöngunum og loks fer rafmagnið og ljósin slokkna. Þá greip mig smá skelf- ing,“ sagði Ágúst. „Pallurinn var fullur af fólki því það var háannatími. Það heyrðust öskur og læti en það var niðamyrk- ur, alveg svart.“ Mikill troðningur var og læti enda allir í geðshræringu. „Ég datt í gólfið og skreið á fjórum fótum í smá stund. Svo skreið ég meðfram veggjum. Síðan komst ég upp í af- greiðsluna og út á götu.“ | 28 AP Liðsmaður björgunarsveita í London við flak strætisvagns sem sprakk við Tavistock-torg. Þrjár sprengingar urðu í jarðlestum og ein í strætisvagni. „Það var niðamyrkur“ STOFNAÐ 1913 182. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.