Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú voru stödd í Lundúnum í gær þegar hryðjuverkaárásirnar áttu sér stað. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Ólaf í gær sagði hann að þeim hefði ekki verið nein hætta búin en ein af árásunum hefði hins vegar átt sér stað í ná- grenni við þau. „Þessir hryllilegu atburðir hafa haft víðtæk áhrif og lamað nánast alla miðborgina. Ekki aðeins að lestir hafi verið stöðvaðar og allir strætisvagnar heldur hefur um- ferðin meira og minna horfið af götunum og hundruð ef ekki þús- undir atburða vítt og breitt farið úr skorðum,“ segir Ólafur en fund- um og atburðum sem hann og Dorrit áttu að taka þátt í hefur þegar verið aflýst. Æðruleysi Breta Ólafur segir það hafa verið áhrifaríkt að verða vitni að því æðruleysi sem einkenndi Breta þrátt fyrir atburði gær- dagsins þegar hann sá fólkið koma upp úr neðanjarðarlest- unum. „Sumt af því var brennt, sært, sótugt og skítugt og þurfti að ganga langa leið frá sprengdum lestum til þess að komast upp úr göngunum. Engu að síður var það rólegt, yfirvegað og æðru- laust. Margir hafa nefnt það að Bretar hafi á undanförnum ára- tugum orðið að þola hryðjuverka- árásir vegna átakanna á Írlandi og sem sumar hverjar hafa kost- að fólk lífið í miðri Lundúnaborg. Þá voru á styrjaldarárunum gerðar miklar árásir á borgina en engu að síður voru Bretar æðru- lausir og sýndu mikla samstöðu á þeim tímum. Kannski eru í því æðruleysi fólgin sterkustu skilaboðin til þeirra sem hafa skipulagt þessi miklu og hræðilegu hryðjuverk.“ Mikil fagnaðarlæti brutust út í Lundúnum í fyrradag þegar tilkynnt var að Ólympíu- leikarnir yrðu haldnir þar árið 2012. Ólafur seg- ir andstæðuna skýra og sterka. „Sú breyting er mjög sláandi því borgin var í miklu sigurskapi í gær og fagnaði draumi sem fæstir trúðu að yrðu að veruleika – að fá Ólympíuleikana 2012 í sínar hendur [...],“ segir Ólafur. Árás á hið alþjóðlega samfélag „Auðvitað er það markmið hryðjuverkaafl- anna að reyna með þessum hætti að setja hið opna og lýðræðislega samfélag úr skorðum og þá er mikilvægt að við sýnum öll á þessum stundum samstöðu og staðfastan vilja okkar til þess að koma í veg fyrir að slíkt ætlunarverk takist. Það er kannski enginn staður í veröld- inni sem er á júlímorgni jafniðandi vettvangur hins alþjóðlega mannlífs og Lundúnaborg. Hér eru hundruð þúsunda fólks víða að úr veröldinni, fólks af öllum trúarbrögðum, kyn- þáttum, þjóðum og þjóðabrotum, þannig að þessi árás er ekki aðeins árás á Breta og Lund- únir heldur er hún árás á hið alþjóðlega sam- félag,“ segir Ólafur að lokum en hann hefur ekki tekið ákvörðun um það að flýta heimkomu sinni í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Æðruleysi sterkustu skilaboðin Ólafur Ragnar Grímsson FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gær Elísabetu Bretadrottningu og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, eft- irfarandi samúðarkveðjur: „Ég votta yður og bresku þjóðinni djúpa samúð mína, konu minnar og Íslendinga allra vegna hinna hræðilegu hryðjuverka- árása í London. Hugur okkar er hjá hinum særðu og fjölskyldum hinna látnu og slös- uðu. Um veröld víða sameinast fólk nú í varð- stöðu um hið frjálsa og opna samfélag, stað- ráðið í að láta hryðjaverkaöflunum ekki tak- ast að skaða lýðræði okkar eða draga úr hollustu okkar við réttarríkið og almenn mannréttindi. Atlaga gegn friðsömum borg- urum má aldrei verða neinum málstað til framdráttar. Það er brýnt að sýna á þessari stundu víð- tæka samstöðu allra þjóða og Íslendingar heita Bretum einlægum stuðningi á erfiðum tímum.“ Samúðar- kveðjur til Breta „ÞAÐ eru hryllilegir atburðir sem þarna hafa gerst,“ segir Dav- íð Oddsson utanrík- isráðherra um hryðju- verkaárásirnar í Lundúnum í gær- morgun og bætir því við að ýmsir hafi hald- ið því fram að einhvers konar árás af þessu tagi væri óumflýjanleg í Bret- landi fyrr eða síðar. „Engu að síður kemur hún óhugn- anlega á óvart og er að mati Breta versta hryðjuverkaárás sem þeir hafa orðið fyrir en þeir hafa samt marga fjöruna sopið í þessum efnum.“ Davíð for- dæmir árásirnar og segir að slíkt hið sama geri allir heiðarlegir menn og heiðarlegar þjóðir. „Samúð okkar er auðvitað með gamalli og góðri vinaþjóð og jafnvel þótt hún væri það ekki ætti fólkið sem fyrir þessu verður alla okkar samúð,“ segir Davíð. Að mati Davíðs leik- ur enginn vafi á því að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda standa á bak við árásirnar í Lund- únum þrátt fyrir að það hafi ekki endanlega verið staðfest. „Samúð okkar er með Bretum“ Davíð Oddsson HALLDÓR Ásgríms- son forsætisráðherra fordæmir hryðju- verkaárásirnar í Lundúnum í gær- morgun og segir þær mikil grimmdarverk gagnvart saklausum borgurum. „Enn á ný sýna þessi öfl sitt hugarfar. Þeirra ætlan er að skapa sem mestan glundroða og ráðast að gildum þeirra sem vilja lifa við lýðræð- islega stjórnarhætti. Þetta er ekki aðeins árás á bresku þjóðina heldur lýð- ræðisleg og þjóðfélagsleg gildi okk- ar allra. Hugur okkar er með bresku þjóðinni og það er okkar skylda að standa með þeim eins og einn maður og treysta böndin í baráttunni gegn þessari ógn,“ segir Halldór. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í gær, fyrir hönd rík- isstjórnarinnar, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, samúðar- skeyti vegna hryðju- verkanna í Lundúnum í morgun. Þá ákvað rík- isstjórnin jafnframt að flaggað yrði í hálfa stöng við op- inberar stofnanir í gær. „Hugur okkar er með bresku þjóðinni“ Halldór Ásgrímsson SÍMAVAKT var í utanríkisráðu- neytinu í gærkvöldi vegna hryðju- verkanna í Lundúnum. Var vaktin sett af stað svo fólk gæti hringt til þess að láta vita af eða spyrjast fyr- ir um Íslendinga í borginni. Um miðnættið átti að meta hvort vakt- inni yrði haldið áfram fram eftir nóttu. Um kvöldmatarleytið hafði ekki náðst í 8 Íslendinga sem talið er að séu í Lundúnum, samkvæmt upplýsingum Heiðrúnar Pálsdóttur fulltrúa ráðuneytisins. Unnið var að því í gærkvöldi að reyna á kerf- isbundinn hátt að afla upplýsinga um fólkið. Á myndinni er Heiðrún ásamt Illuga Gunnarssyni, aðstoð- armanni utanríkisráðherra. Morgunblaðið/Sverrir Símavakt vegna hryðjuverkanna „ÉG EINS og allir aðrir frjálshuga menn harma að ofbeldisfullir hryðjuverkamenn láti til skarar skríða gagn- vart friðsömum borg- urum á þennan hátt,“ segir Björn Bjarna- son, dóms- og kirkju- málaráðherra, að- spurður um viðbrögð sín við hryðjuverka- árásunum í Lund- únum í gærmorgun. Björn segir að lengi hafi verið um það rætt að Lundúnir væru skotmark hryðju- verkamanna og þar hafi verið gerðar víðtækar ráðstafanir til að verjast slíku ódæði. „Hafa bresk stjórnvöld sætt gagnrýni ýmissa sem telja þau hafa gengið á svig við mannréttindi með þeirri varúð sem þau hafa sýnt. Þessar ráð- stafanir dugðu því miður ekki til að halda aftur af illvirkj- unum en viðbrögðin eftir ódæðið eru markviss og fumlaus og vonandi tekst að hafa hendur í hári þeirra sem þarna réð- ust gegn samborg- urum sínum.“ Styrkja öryggis- gæslu hérlendis Margvíslegar ráðstafanir hafa verið gerðar hér á landi undanfarin misseri til að styrkja öryggisgæslu að sögn Björns. „Skipulagi lögreglu hefur verið breytt með eflingu sérsveitar og lögð hefur verið meiri áhersla en nokkru sinni fyrr á eftirlit með út- lendingum. Gæsla á Keflavík- urflugvelli er með því besta sem þekkist og verið er að efla Land- helgisgæslu Íslands til að hún verði betur í stakk búin til að sinna öryggisgæslu á höfunum. Lögð hafa verið á ráðin um við- brögð gegn hættu af árás með sýkla-, efna- og geislavopnum. Unnið er að smíði nýrrar löggjafar um almannavarnir,“ segir Björn. Hann bætir því við að haldið verði áfram á þessari braut og einnig unnið að því að tryggja þeim sem er falið að gæta öryggis borgaranna nauðsynlegar laga- heimildir til að geta gert það á sem öflugastan hátt, án þess að ganga of nærri friðhelgi borg- aranna. Víðtækar ráðstafanir dugðu ekki til Björn Bjarnason FORSETI Alþingis, Halldór Blöndal, sendi samúðarkveðjur fyrir hönd Alþingis, til Michaels Martin, forseta neðri deildar breska þingsins. í gær Halldór sagði Íslendinga slegna yfir hryðjuverkunum í London. Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup í Skálholti, vottaði sendi- ráði Breta á Íslandi samúð fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Þá var haldin fyrirbænastund fyrir fórnalömb atburðanna í Dóm- kirkjunni í Reykjavík í gær- kvöldi. „Biðjum einnig fyrir lækningu hugarfars þeirra sem slík voða- verk vinna svo og lífi og heilsu saklausra borgara sé hvergi stefnt í þá hættu sem nú blasir víða við,“ segir í bréfi vígslu- biskups. Sendu samúðarkveðjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.