Morgunblaðið - 08.07.2005, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tryggingastofnunríkisins greiddi alls69,7 milljarða út í
bætur, lífeyri og aðrar
greiðslur á árinu 2004 og
jukust heildargreiðslur um
7,1 milljarð milli ára, eða
11,3%, að því er fram kem-
ur í ársreikningi stofnunar-
innar. Hér er augljóslega
um mikla fjármuni að ræða,
enda sér TR um greiðslur í
ýmsum málaflokkum, s.s.
vegna fæðingarorlofs, fé-
lagslegrar aðstoðar og líf-
eyristrygginga, svo eitt-
hvað sé nefnt. Á vef TR er til
samanburðar bent á að heildar-
greiðslur stofnunarinnar nemi um
fjórðungi af áætluðum útgjöldum
ríkisins.
Greiðslur vegna lífeyristrygg-
inga eru stór hluti af heildar-
greiðslum TR. Alls voru 29,5 millj-
arðar króna greiddir út í fyrra, sem
er aukning upp á 3,2 milljarða frá
því árið 2003, eða 12,2%.
Karl Steinar Guðnason, forstjóri
TR, bendir þó á að inni í lífeyris-
greiðslum fyrir árið 2004 sé talinn
með um milljarður króna sem
stofnunin greiddi í fyrra vegna van-
goldinna bóta frá því á árinu 2003.
Einnig vegur 1,4 milljarða aukn-
ing á greiðslu örorkulífeyris þungt,
en TR greiddi út tæpa 4,2 milljarða
í fyrra miðað við 2,8 milljarða fyrir
tveimur árum og er það 50% aukn-
ing milli ára.
Útgjaldaaukningin er í tengslum
við þá miklu fjölgun öryrkja sem
orðið hefur að undanförnu. Alls
voru 13.800 öryrkjar hér á landi í
fyrra en þar af voru um 1.000 metn-
ir til lægra stigs örorku. Á lægra
stigi örorku eru þeir sem metnir
hafa verið með 50–74% örorku og
eiga þeir rétt á svonefndum örorku-
styrk. Þeir sem eru með yfir 75%
örorku teljast vera á hærra stigi ör-
orku og eiga rétt á örorkulífeyri
sem er mun hærri en örorkustyrk-
ur, þó báðar upphæðirnar séu
breytilegar eftir tekjum, aldri og
fleiri þáttum.
Kerfislægur vandi
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir fjölgun ör-
yrkja stafa af kerfislægum vanda
og bendir á að ákveðinn hvati sé
fyrir hendi til að komast upp í 75%
örorku og halda sér þar. Þetta sýni
sig meðal annars í því að endurhæf-
ing öryrkja sé lítil hér á landi.
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
HÍ, vann ítarlega úttekt á fjölgun
öryrkja fyrr á árinu. Hann segir að
þessi aukning á greiðslum örorku-
lífeyris komi sér ekki á óvart, enda
hafi öryrkjum fjölgað, bætur hækk-
að og í kjölfar Öryrkjadómsins hafi
tekjutenging við maka verið minnk-
uð.
Hlutfallslega varð mest aukning
á greiðslum vegna sjúklingatrygg-
ingar sem þrefölduðust milli ára.
Sjúklingatryggingar taka til þeirra
sem verða fyrir tjóni við meðferð
heilbrigðisstarfsfólks. Þar er þó um
lágar upphæðir að ræða miðað við
heildina, en TR greiddi út 37,6 millj-
ónir í sjúklingatryggingar í fyrra
miðað við 12,6 milljónir árið 2003.
Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræð-
ingur á sjúkratryggingasviði hjá
Tryggingastofnun, segir ástæðu
aukningarinnar vera að sérstök lög
um sjúklingatryggingu, sem tóku
gildi árið 2001, séu nú farin að hafa
aukin áhrif. Lögin höfðu þær breyt-
ingar í för með sér fleiri eiga rétt á
bótum og hver bótaþegi á rétt á
hærri bótum. Heiða segir að hvert
mál taki töluverðan tíma í meðferð
og því sé þessi kostnaðaraukning að
koma fram smám saman.
Athygli vekur að bætur vegna fé-
lagslegrar aðstoðar lækka milli ára.
Sú lækkun kemur þó ekki til vegna
niðurskurðar eða minni aðstoðar á
því sviði, heldur tilfærslu gjalda
vegna breytinga á fjárlögum. Þann-
ig voru um 1100 milljónir færðar
undir öldrunarstofnanir vegna dval-
arrýma sem voru áður undir fé-
lagslegri aðstoð og um 600 milljónir
færðust frá lífeyrisgreiðslum og
fóru undir öldrunarstofnanir, sam-
kvæmt upplýsingum frá Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Reiknar með svipaðri þróun
Eins og áður sagði jukust
greiðslur TR um 11,3% milli ára.
Karl Steinar segir að hærri
greiðslur stafi af hækkun bóta, öldr-
un og fjölgun öryrkja. Aðspurður
hvort hann telji að heildargreiðslur
muni aukast jafnhratt næstu árin
og þær gerðu í fyrra segir Karl erf-
itt að segja til um það en segist
reikna með að þróunin verði svipuð.
Þess má geta að aukist útgjöld
TR í sama hlutfalli og þau gerðu í
fyrra munu heildargreiðslur stofn-
unarinnar í ár nema um 77,6 millj-
örðum króna.
Fréttaskýring | Tryggingastofnun greiddi
út um 70 milljarða í fyrra
Örorkugreiðslur
jukust um 50%
Heildarútgjöld TR jukust um
7,1 milljarð, eða 11,3%, milli ára
Miklir fjármunir fara í gegnum TR árlega.
Rekstur TR kostar rúman
milljarð króna á ári
Í ársreikningi Trygg-
ingastofnunar ríkisins kemur
fram að kostnaður við rekstur
hafi numið 1056 milljónum árið
2004 og jókst hann um 50 millj-
ónir frá árinu 2003, þegar hann
var 1006 milljónir.
Alls eru 183 stöðugildi hjá TR,
sem sér um greiðslur lífeyris-,
sjúkra- og slysatryggingar auk
greiðslna vegna fæðingarorlofs
og greiðslna vegna öldrunar- og
endurhæfingarstofnana.
Árni Helgason
arnihelgason@mbl.is
!
"
#$%%
&'
%%
%
&($
&)(
*$
!
+
, -.
,-.
-/
-
/.-0
-
-0
-
0-
.
,0-
0-
,-/
-
/1-0
,-
/-
-/
/ -
12
ÁLFTAHJÓN á Vatnaleið á Snæfellsnesi komu upp fjór-
um ungum nú í sumar og fóru með stolti um óðal sitt
þegar Guðlaug Albertsson ljósmyndara bar að garði
skömmu fyrir þjóðhátíðardaginn. Innan óðalsins eru
tvær smátjarnir sem duga til sundæfinga og þar líður
fjölskyldunni vel eins og vera ber.
Ljósmyndari heimsótti álftahjónin þann 30. maí þegar
ungarnir voru ekki skriðnir úr ekki og komst hann
furðu nálægt hreiðrinu án þess að foreldrarnir byrstu
sig að ráði. Þeir létu vissulega í sér heyra en gengu ekki
svo langt að breiða út vængina og gera sig líklega til að
steinrota hinn óboðna gest. Sama var uppi á teningnum
þegar gesturinn kom til að vitja um heimilið þegar fjölg-
að hafði í því. Steggurinn kvakaði í átt til hans, svona
eins og til að segja: „Hingað og ekki lengra, góði.“
Álftir eru firnasterkar og engin lömb að leika við þeg-
ar vernda þarf ungviðið svo rétt er að taka fram að þær
skal umgangast með mikilli varúð.
Álftavarp gekk vel á
láglendi en lakar upp til heiða
Að sögn Ólafs Einarssonar, fuglafræðings hjá Fugla-
verndinni, hefur álftavarp gengið ágætlega í sumar á
láglendi þótt aðra sögu sé að segja af varpi til heiða
norðanlands og austan. Þar hafði kuldakastið í maí sitt
að segja en síðari hluta júlímánaðar verður farið af stað
með fuglatalningu til að kanna með ítarlegri hætti
hvernig til tókst með varpið.
„Hingað og ekki
lengra, góði“ Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsso
VEGAGERÐIN hefur sent fram-
kvæmdastjóra leigubílastöðvarinnar
BSR bréf þar sem óskað er skýringa
á uppsögn leigubílstjórans Jóns
Stefánssonar sem sagt var upp um
síðustu mánaðamót. Í bréfinu segir
m.a. að hugleiða megi hvort skyldur
bifreiðastöðva gagnvart leyfishöfum
séu í samræmi við skyldur leigubif-
reiðastjóra. Í lögum um leigubíla séu
ákvæði um að allar leigubifreiðar á
takmörkunarsvæði skv. 8. gr. skuli
hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð
sem fengið hefur starfsleyfi Vega-
gerðarinnar. Skv. þessari kvöð séu
bifreiðastöðvar í einokunarstöðu
gagnvart leigubílstjórum.
Jón segist sjálfur mjög undrandi á
uppsögn sinni og hefur ritað sam-
gönguráðuneytinu bréf og krafist
þess að ráðuneytið dæmi hann inn á
bifreiðastöð sem fyrst sem er sam-
bærileg stöð og BSR eða Hreyfill.
„Hef ekkert brotið af mér“
„Ég hef ekki fengið uppgefna
ástæðu þess að mér var sagt upp. Ég
hef ekkert brotið af mér og skulda
engin stöðvargjöld,“ segir Jón. „Ég
skil heldur ekki tilganginn með
þessu því að BSR vantar bíla. Ég er
með einn af þremur leigubílum sem
geta flutt hjólastóla og þessa bíla
vantar tilfinnanlega á allar stöðvar.“
Jón segist ekki eiga að gjalda fyrir að
vera trúnaðarmaður fyrir Vegagerð-
ina en leigubílarekstur heyrir undir
hana. Hann segist halda að málið
snúist um hin svokölluðu skúffuleyfi,
þ.e. leigubílaleyfi sem leyfishafar
leggja inn og nýta ekki á meðan þeir
vinna aðra vinnu. „Þeir hyggjast
e.t.v. leggja leyfið inn í tvo til þrjá
mánuði sem verða síðan þrjú til fjög-
ur ár. Framkvæmdastjóri BSR hef-
ur verið að nýta þessi leyfi og óvíst
hvort það hefur verið gert í samráði
við leyfishafann. Ef svo er ekki þá er
um að ræða brot á lögum um leigu-
bíla, því það er óheimilt að endur-
leigja leyfin. Það er skylt að leggja
inn leyfið ef maður hefur ekki stund-
að leigubílaakstur í tvo mánuði.“
Vill endurúthlutun leyfanna
Jón segist hafa verið að taka á
þessum málum í því skyni að unnt sé
að endurúthluta „skúffu“leyfunum
til þeirra sem ætla sér að stunda
leigubílaakstur en segir að svo virð-
ist sem framkvæmdastjórinn hafi
meira upp úr þeim heldur en venju-
legum leyfum. „Ég velti því líka fyrir
mér hvernig þessi leyfi eru gerð upp.
Þau eru á ákveðinni kennitölu og
reksturinn á að vera á kennitölu leyf-
ishafans en ég hef séð að það er mik-
ill brestur á þessu.“
Jón hefur sótt um vinnu hjá
Hreyfli en segir í bréfi til samgöngu-
ráðuneytisins að framkvæmdastjóri
Hreyfils hafi ekki mælt með honum á
stöðina. Segir Jón að ekki sé annað
að sjá en leigubílastöðvarnar hafi
tekið sig saman um að taka hann
ekki í afgreiðslu.
Uppsögn vegna kvartana
Guðmundur Börkur Thorarensen,
framkvæmdastjóri BSR, segir Jóni
hafa verið sagt upp vegna þess að
það þjónaði ekki viðskiptalegum
hagsmunum stöðvarinnar að hafa
hann áfram á stöðinni. Nánar að-
spurður segist Guðmundur Börkur
hafa sagt Jóni upp vegna kvartana
frá viðskiptavinum. Þessar ástæður
hafi ekki verið tilgreindar í uppsagn-
arbréfinu, heldur verið ræddar við
Jón áður. Guðmundur Börkur segir
uppsögnina ekki tengjast á nokkurn
hátt trúnaðarmannastörfum Jóns og
staðhæfir að hann hafi ekki verið
trúnaðarmaður Vegagerðarinnar
heldur Átaks og þar hafi hann hætt
sem slíkur fyrr í vetur.
Guðmundur Börkur segist þá ekki
hafa verið að nýta hin svokölluðu
skúffuleyfi og tekur fram að slík leyfi
séu ekki til. „Menn hafa lagt inn leyf-
in sín og ég hef séð Jón forvitnast um
það hjá Vegagerðinni hvernig þau
eru skráð í gagnagrunninn. Þá hefur
komið í ljós að leyfishafar hafa lagt
inn leyfi án þess að láta mig vita,“
segir hann.
Í vikunni var haldinn stjórnar-
fundur hjá Hreyfli og ákveðið að
engir bílar yrðu teknir inn. Var Jóni
tilkynnt þessi niðurstaða og telur
hann hana skondna í ljósi þess að
stöðina vanti bíla. Sæmundur Kr.
Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri
Hreyfils, segir að engar nýjar um-
sóknir hafi verið samþykktar á fund-
inum en upplýsir ekki hversu marg-
ar þær hafi verið. Hann svarar því
neitandi að stöðina vanti bíla. Stöðin
stýri því á hverjum tíma hverjir séu
teknir inn í þjónustu miðað við ytra
starfsumhverfi.
Vegagerð óskar skýringa
á uppsögn leigubílstjóra
Morgunblaðið/Jim Smart
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is