Morgunblaðið - 08.07.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 9
FRÉTTIR
Útsala
Sparikjólar - buxnadragtir
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141 Fáðu fe
rðatilhögun,
nánari upplý
singar
um gististað
ina og reikna
ðu út
ferðakostnað
inn á netinu! www.urvalutsyn.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
R
V
2
89
22
0
7/
20
05
Salan er hafin!
Verðlækk
un
Vinsælustu gististaðirnir á Kanarí undanfarin ár.
Nýleg og endurbætt íbúðahótel sem sameina gæði
og góða staðsetningu. Tryggðu þér frábær kjör
og bókaðu strax á þínum gististað.
Úrvalsfólk
Úrvalsfólk - Lengri ferðir:
25. okt . 21 nótt (Brottför frá Akureyri)
31. okt. 29 nætur
16. nóv. 21 nótt
4. og 11. jan. 21 eða 28 nætur
8. og 15. mars 21 eða 28 nætur
Jóla- og áramótaferðirnar!
Vikulegt flug í janúar, febrúar, mars og apríl
17. 19. 20. 21. og 29. desember
5.000 kr. afsláttur í ferðir 4. og 11. janúar og 8. og
15. mars, ef gist er á Las Camelias eða Teneguia.
Montemar
Glæsilegt og vel staðsett íbúðahótel á Ensku
ströndinni. Endurnýjað að miklu leyti 2004.
Las Camelias
Allar íbúðir endurnýjaðar
Allra vinsælasta Íslendingahótelið undanfarin
ár. Ennþá betra en áður.
Teneguia
Vel staðsett og stendur alltaf fyrir sínu.
Barbacan Sol
Stórglæsilegt og frábærlega staðsett á Ensku
ströndinni.
Santa Barbara
Sívinsælt og vinalegt.
Vista Flor - Nýjung
Vel staðsett smáhýsi með frábærri aðstöðu
í útjaðri Maspalomas ogí göngufæri við Ensku
ströndina.
Cay Beach Princess
Fallegu smáhýsin í Maspalomas.
Cay Beach Meloneras
Nýleg og notaleg smáhýsi í Meloneras.
Marina Suites - Nýtt
Stórglæsilegt íbúðahótel í Puerto Rico.
Frábær staðsetning við smábátahöfnina.
Smekklegar íbúðir og frábært útsýni.
Gloria Palace Amadores - Nýjung
Glæsilegt útsýnishótel í Puerto Rico.
Frábær heilsuræktar og spa aðstaða.
Bókaðu strax.
Vinsælir gististaðir að seljast upp!
Laugavegi 28 ● sími 562 6062
Útsalan er hafin
KJARTAN Halldórsson hefur rek-
ið vinsæla fiskbúð á þriðja ár í
gamalli verbúð á Geirsgötu við
Reykjavíkurhöfn, en hefur nú einn-
ig opnað þar veitingastað undir
sama nafni. Húsnæðið er ekki stórt
en það er nafn staðarins hins vegar
og segist Kjartan hafa einkaleyfi á
því. Hann hlær þó þegar hann er
sjálfur kallaður nafninu en það er
reisn yfir því; Sægreifinn. Hann
heilsar með bros á vör og segir að
hér sé „verið að meika’ða“.
Kjartan rekur staðinn ásamt
Herði Guðmundssyni, fyrrverandi
bónda, og bjóða þeir upp á alls
kyns girnilegt fiskmeti, svo sem
skötusel, þingvallableikju, þorsk og
rauðmaga. „Nefndu það bara, hér
eru margar tegundir. Það er ein-
göngu boðið upp á fisk“. Hann seg-
ir jafnframt að uppáhaldsmaturinn
sinn sé allt sem úr sjónum komi.
Verðið er í lágmarki og segir
Kjartan að allir geti borðað þarna
án þess að fara á hausinn.
„Fiskurinn hérna vekur heims-
athygli“, segir hann og áhersla er
greinilega lögð á að hráefnið sé
fyrsta flokks. Humarsúpan er lík-
lega best geymda leyndarmál stað-
arins en einnig er boðið upp á ým-
iss konar grillspjót með til dæmis
skötusel, þorsk eða ísaldarurriða og
grænmeti. Blaðamaður og ljós-
myndari Morgunblaðsins fengu að
kynnast gestrisni greifans og
smökkuðu lostætið.
Áhugamaður um álaveiði
Kjartan getur tekið á móti 50
gestum í einu. Utandyra eru tré-
bekkir og borð sem hægt er að
draga út skýli yfir. Þaðan er útsýni
beint yfir smábátahöfnina og utan
á vegg verbúðarinnar hanga ljós-
mynd og málverk af sjó og skipum.
Úti grillar Kjartan síðan spjótin
fyrir gestina. Inni er hægt að setj-
ast á sessulagðar tunnur og virða
fyrir sér skreytingar á veggjum og
í lofti sem flestar tengjast sjó og
sjósókn.
Gulur sjóhattur og tveggja
þumla vettlingar hanga uppi, ásamt
myndum og miðum með áletrunum
eins og „Harðfiskur frá Hannesi
ríka“ eða „Heimsfrægur salt-
fiskur“. Í loftinu hanga meðal ann-
ars álagildra og brauðkringlur á
bandi. Aðspurður um kringlurnar
segir hann að Svíar sem heimsóttu
hann hafi sagt boða gæfu að láta
þær hanga uppi.
Í kari á gólfinu syndir áll sem
Hörður veiddi, en Kjartan er mikill
áhugamaður um álaveiði og mat-
reiðir þá ýmist á pönnu eða í reyk-
ofninum á staðnum. Kjartan tekur
fram að állinn hafi veiðst á Álfta-
nesi. „Mig vantaði Dorrit en þetta
er sennilega Ólafur,“ segir hann
hlæjandi. „Ég flutti inn 200 ála-
gildrur frá Kína og dreifði þeim til
bænda um allt land. Þeir veiða fyr-
ir mig og svo sæki ég aflann til
þeirra“. Kjartan segir álinn ónýtta
auðlind hér á landi, en að veiði
þeirra sé ágætis aukabúgrein fyrir
bændurna sem lepji dauðann úr
skel.
„Mitt aðaláhugamál er vinnsla og
reyking á áli. Það kemur ýmislegt í
gildrurnar; silungur, lax og minkar,
en þeir drepast strax því þeir fá
sjokk þegar þeir uppgötva að þeir
eru fastir í gildrunni“.
Urriðinn kallast Össur
Kjartan kann frá mörgu að segja
og hann segir skemmtilega frá.
Meðal þess sem er á boðstólum í
búðinni er urriði úr Þingvallavatni
og segist Kjartan kalla hann Össur
Skarphéðinsson þar sem Össur sé
baráttumaður fyrir þess konar
veiði. Kjartan var lengi sjómaður
og aðspurður um hvort hann hafi
lengi dreymt um að fara út í svona
rekstur segist hann hafa verið í
miklum rekstri áður. „Ég var húsa-
viðgerðarmaður og var með fjölda
fólks í vinnu. Svo var ég kokkur,
svo ég kann að elda“.
Kjartan segir að aðsóknin hafi
aukist stöðugt síðan hann opnaði
og að fólk komi gjarnan í hádeginu.
Hann á til kampavín á litlum flösk-
um til að gæða sér á með matnum.
„Ég hef ekki leyfi til að selja það,
en ég hef leyfi til að gefa það“, seg-
ir Kjartan, en hann er á staðnum
frá um kl. sex á morgnana til um
níu á kvöldin. „Ég sleppi að-
fangadagskvöldi en annars er ég
alltaf hérna“.
Sægreifinn opnar veitingastað við Reykjavíkurhöfn
Allt sem úr sjónum
kemur í uppáhaldi
Morgunblaðið/RAX
Gestir geta borðað utandyra með skemmtilegt útsýni yfir smábátahöfnina.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
TAFIR verða á flutningi Ísafold-
arprentsmiðju ehf. í nýtt húsnæði í
Suðurhrauni í Garðabæ eftir að
prentturn, eða viðbót við prentvél-
ina, sem verið var að flytja frá höfn
til viðtakanda í Garðabæ, valt af
flutningavagni fyrir framan hús-
næði prentsmiðjunnar við Suður-
hraun. Ísafoldarprentsmiðja sér
m.a. um prentun á Fréttablaðinu og
DV.
Að sögn Kristþórs Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Ísafoldarprent-
smiðju hefur þegar verið lögð inn
pöntun á nýjum turni. Verðmæti
prentturnsins hleypur á tugum
milljóna króna, en Kristþór segir að
einungis hlutar hans hafi skemmst.
Verið sé að athuga með viðgerð á
honum.
„Þetta gerir ekki annað en að
tefja aðeins flutning hjá okkur í nýtt
húsnæði.“
Ísafoldarprentsmiðja er til húsa í
Suðurhrauni 3 en áætlar að flytja
alla starfsemi sína í stærra húsnæði
við Suðurhraun 1. Að sögn Krist-
þórs hefur prentsmiðjan nokkrum
sinnum verið stækkuð á síðustu ár-
um samhliða auknum umsvifum
Fréttablaðsins, sem er stærsta ein-
staka prentverk prentsmiðjunnar.
Að sögn Kristþórs var velta
prentsmiðjunnar á síðasta ári tæpar
670 milljónir og hafði aukist um 44%
frá árinu á undan.
Tafir á flutningi Ísa-
foldarprentsmiðju
Prentturn fyrir tugi milljóna
króna valt af flutningavagni
TÍU verktakafyrirtæki buðu í gerð
Hálsvegar við Kárahnjúkavirkjun.
Vegurinn á að liggja frá Sandfelli
að Litlu-Sandá og verður hann alls
18 kílómetra langur. Héraðsverk
ehf. á Egilsstöðum átti lægsta til-
boð, 105,8 milljónir króna, en
kostnaðaráætlun ráðgjafa Lands-
virkjunar var upp á 230 milljónir
króna.
Tilboð Héraðsverks er því að-
eins 45% af áætluðum kostnaði.
Næstu tilboð komu frá Jarðvél-
um, 114 milljónir, og Arnarfelli,
118 milljónir. Háfell átti langhæsta
tilboðið, upp á 316,4 milljónir, en
aðrir bjóðendur voru Ístak, Suð-
urverk, Ingileifur Jónsson, KNH,
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
og Íslenskir aðalverktakar.
Vegurinn mun liggja inn með
væntanlegri austurströnd Háls-
lóns, miðlunarlóns Kárahnjúka-
virkjunar, frá gatnamótum á Kára-
hnjúkavegi sunnan Sandfells að
Litlu-Sandá inni undir Brúarjökli.
Tíu buðu í Hálsveg
við Kárahnjúka