Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNIN Á BAUGI GROUP SIGFÚS R. Sigfússon, fyrrum forstjóri Heklu, kveðst aldrei hafa átt hlut í Fjárfari ehf. og þó að hann hafi verið stjórnarformaður frá stofnun félagsins í nóvember 1998 fram í desember 1999 hafi hann hvorki setið stjórnarfundi né tekið ákvarðanir fyrir félagið, að því undanskildu að hann skrifaði undir lánasamning við Íslands- banka. Þá hafi hann komist að því við skýrslutöku hjá ríkislögreglu- stjóra að hann hafði verið skráður sem stjórnarmaður í Vöruveltunni hf. og í öðru hlutafélagi, án þess að hann hafi nokkurn tímann gefið leyfi sitt til þess. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Gylfi Arnbjörnsson, sem var framkvæmdastjóri Eignar- haldsfélags Alþýðubankans (EFA), telur að eignarhald á meirihluta hlutafjár í Vöruvelt- unni hf., rekstrarfélags 10-11 verslananna, hafi verið leppað þegar EFA ásamt öðrum keypti 35% hlut í félaginu í lok árs 1998. Baugur hafi í raun átt félagið með einum eða öðrum hætti, en þeirri eign hafi verið haldið leyndri. Þetta hafi þó aldrei verið staðfest með formlegum hætti. Að sögn Gylfa fékk hann þær upplýsingar frá Íslandsbanka, sem hafi haft milligöngu um viðskiptin, að aðrir eigendur Vöruveltunnar væru Fjárfar ehf. í eigu Árna Sam- úelssonar, Sigfúsar R. Sigfússon- ar í Heklu, Sævars Jónssonar kaupmanns og Tryggingamið- stöðvarinnar hf. Þá ætti Helga Gísladóttir, annar stofnandi 10-11 verslananna, 25% hlut. Gunnar Felixson, sem var for- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. þegar EFA keypti hlut í Vöru- veltunni hf., rekstrarfélagi 10-11 verslananna, segir að fyrirtækið hafi aldrei átt hlut í Fjárfari eða Vöruveltunni. Hann kannist þar af leiðandi alls ekkert við málið. Tók aldrei ákvarðanir Að sögn Sigfúsar má rekja til- drög þess að hann tók að sér stjórnarformennsku í Fjárfari til þess að Tryggvi Jónsson, sem þá var aðstoðarforstjóri hjá Baugi, bað hann að gerast stjórnarfor- maður í Fjárfari. Tryggvi hafi á árum áður verið endurskoðandi Heklu þannig að Sigfús og hann hafi þekkst vel og féllst Sigfús á að taka að sér formennskuna. Þetta hafi verið vinargreiði. Aðspurður sagðist hann ekki geta sagt til um það með vissu hver hafi verið raunverulegur eigandi Fjárfars. Nokkru eftir að hann tók að sér stjórnarformennskuna hafi hann verið beðinn um að skrifa upp á lánasamning við Íslandsbanka sem hann hafi gert í miklum flýti og án þess að kynna sér hann nokkuð. Þegar umrætt lán hafi svo komist í vanskil, í mars eða febrúar 1999, hafi hann ákveðið að óska eftir því að losna úr stjórn Fjárfars. Á þessum mánuðum sem liðnir voru höfðu aldrei verið haldnir stjórnarfundir, að sögn Sigfúsar. Hann hafi beðið Tryggva um að sjá um að tilkynna afsögn sína úr stjórninni og hafi Tryggvi lofað að taka það að sér. Það hafi Tryggvi hins vegar ekki gert. „Ég hefði auðvitað sjálfur átt að senda inn afsögn mína til Fyrirtækjaskrár en ég gerði ráð fyrir að Tryggvi myndi sjá um það,“ sagði Sigfús. Hann kveðst aldrei hafa lagt fram peninga í félagið og aldrei hafi verið haldnir stjórnarfundir í því. „Það voru aldrei haldnir fundir í þessu félagi en samt var félagið að kaupa hluti í ýmsum fyrirtækjum án þess að ég hefði hugmynd um það,“ sagði Sigfús. Hann hafi loks formlega verið leystur undan stjórnarformennsku í desember 1999. Kallaður til yfirheyrslna Að sögn Sigfúsar varð stjórn- arformennska hans í Fjárfari til þess að hann var kallaður til yf- irheyrslu hjá Skattrannsóknar- stjóra ríkisins í fyrra, grunaður um óheiðarlega viðskiptahætti. Við yfirheyrsluna hafi hann greint frá, samkvæmt bestu vitund, sinni hlið á málinu. Fyrir um hálfu ári hafi hann síðan verið kallaður til yfirheyrslu hjá ríkislögreglu- stjóra og þá sem vitni. Á því stigi málsins var farið yfir sömu hluti sem allir tengdust Fjárfari. Fyrir stuttu var Sigfús enn á ný kallaður til ríkislögreglustjóra sem vitni og kveðst hann hafa fengið upplýsingar um að hann hafi verið í stjórnum fleiri fyrir- tækja, s.s. Vöruveltunnar og Klukkubúðanna. Þessar upplýs- ingar komu honum í opna skjöldu og kveðst Sigfús ekki geta útskýrt hvernig hans nafn komi þar við sögu. „Ég hef aldrei setið í stjórn- um þessara fyrirtækja, ég hef aldrei setið neina fundi á þeirra vegum og þessi málatilbúnaður allur er fyrir ofan minn skilning. Eins og alþjóð veit er þetta mál allt til rannsóknar í höndum rétt- bærra aðila og síðan verður það í höndum dómstólanna að dæma í því. Ég trúi nú alltaf að sannleik- urinn og réttlætið sigri,“ sagði Sigfús. Þegar umrædd viðskipti fóru fram var Bjarni Ármannsson, nú- verandi forstjóri Íslandsbanka, enn forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og kom því ekki að viðskiptunum. Bankarnir samein- uðust síðan árið 2000. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Bjarni því lítið geta sagt um málið annað en það að hann hefði ekki ástæðu til að ætla annað en að starfsmenn Íslandsbanka hefðu gefið EFA réttar upplýsingar. Valur Valsson, sem var bankastjóri Íslandsbanka á þessum tíma, kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þegar blaðið ræddi við hann í gær. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson vegna málsins í gær og lögmaður hans, Gestur Jóns- son hrl., vildi ekki tjá sig. Ekki náðist í Sævar Jónsson, Árna Samúelsson, Helgu Gísladóttur eða Eirík Sigurðsson, stofnendur 10-11. Sigfús R. Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Heklu hf. Átti aldrei hlut í Fjárfari eða sat þar stjórnarfundi Sá við yfirheyrslur gögn um að hann væri sagður stjórnarmaður í tveimur félögum, án þess að hafa verið spurður leyfis Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Sigfús R. Sigfússon BRESKA dagblaðið Guardian full- yrðir í frétt sinni í gær að Baugur muni draga sig út úr tilboðsgerð í Somerfield verslanakeðjuna og þá mögulega gegn einhverri greiðslu, m.a. fyrir vinnu við tilboðsgerðina. Blaðið segir samstarfsaðila Baugs í tilboðinu hafa aukið þrýsting sinn á að Íslendingarnir hætti við, þátt- taka þeirra hafi ákveðna áhættu í för með sér og geti skaðað orðspor hinna væntanlegu nýju eigenda Somerfield. Að auki er nærvera Jóns Ásgeirs sögð gera hópnum erfiðara fyrir að fá meira fjármagn til að fara með tilboðið yfir 1,1 milljarð sterlingspunda, eða fyrir um 125 milljarða króna. Er Barcla- ys-bankinn í umfjöllun The Indep- endent sagður fara fremstur í því að fá Baug út úr hópnum. Í frétt The Guardian í gær segir að ef Baugur fari frá tilboðsgerð- inni verði það mikið áfall fyrir hið metnaðargjarna íslenska fyrirtæki, sem eigi orðið mörg þekktustu fyr- irtæki og verslanir Bretlandseyja. Haft er eftir forstjóra Somerfield, Steve Back, að það sé alls ekki tryggt að gengið verði að tilboði í verslanakeðjuna, sem er meðal þeirra stærstu í rekstri stórmark- aða. The Independent hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, að ákærurnar verði jafnvel birtar í þessari viku. Segir Gestur það vera skjólstæð- ingum sínum í hag að gera ákær- urnar opinberar og afhjúpa þá leynd sem aukið hafi misskilning um helstu málsatvik. Daily Telegraph birtir í gær svip- aða frétt og var í öðrum breskum blöðum á miðvikudag, varðandi meintan fjárdrátt Jóns Ásgeirs við sölu á bréfum í Arcadia, og segir stöðugt fleiri ákæruatriði á hendur Jóni Ásgeiri vera að koma í ljós. „Okkar Hrói höttur“ Bresku fjölmiðlarnir hafa verið að senda fleiri fulltrúa sína til landsins til að fjalla um málið og fanga andrúmsloftið og umræðuna hér á landi. Einnig hafa fjölmargar fyrirspurnir borist frá Bretlandi til íslenskra fjölmiðla. Lýsingar bresku blaðamannanna eru margar hverjar dramatískar, eins og fyr- irsögnin hjá The Guardian: ,,Stoltir Íslendingar blása á samsæriskenn- ingar um leið og þeir styðja sinn Hróa hött“. Þar lýsir blaðamaður ferð sinni í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann hittir fyrir unga móður, Hörpu, sem er að leik með syni sín- um. Harpa þessi segir Jón Ásgeir vera stórt nafn á Íslandi, allir viti að hann sé frægur og ríkur. ,,Við berum virðingu fyrir honum,“ segir hún við blaðamanninn breska. Í fréttinni er saga Baugsveldisins og Bónus-feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar rifjuð upp. Þeir hafi boðið almenningi lægra matarverð, breytt viðskiptum við heildsala og eignast óvini á þeirri leið. Haft er eftir ónafngreindum Íslendingi: ,,Þeir eru okkar Hrói höttur.“ Breska blaðið The Guardian fullyrðir að Baugur dragi sig út úr tilboðsgerð í Somerfield Telur líklegt að Baugur fái greitt fyrir að hætta við þátttöku Morgunblaðið/Kristinn HREINN Loftsson, stjórnarformaður Baugs Group, segir að viðræðurnar við fjárfestahóp- inn vegna tilboðs í Somerfield fari fram í mestu vinsemd og fregnir breskra fjölmiðla af málinu síðustu daga hafi verið nokkuð ýktar. Hann segir fjárfestana hafa sýnt Baugi sam- úð, enda sé félagið brotaþoli í málinu. Hvort fregnir fjölmiðla í Bretlandi séu réttar um að Baugur dragi sig út úr viðræðunum vill Hreinn ekkert tjá sig um. Fjárfestar í hópnum hafi verið að skoða stöðu hvers um sig, með til- liti til aðstæðna Baugs. ,,Þeir hafa ákveðinn skilning á okkar stöðu,“ segir Hreinn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa komið upp efasemdir innan samstarfs- aðila Baugs um hvort rétt sé að hafa félagið áfram inni sem tilboðsgjafa. Minnstu líkur á sakfellingu geti haft áhrif á jafn stóra fjárfest- ingu og kaupin á Somerfield eru. Í breskum blöðum hefur verið talað um að hópurinn muni bjóða 1,1 milljarð sterlingspunda í versl- anakeðjuna, eða fyrir um 125 milljarða króna. Viðræður í mestu vinsemd ALLIR fjárfestar sem stefna að tilboði í versl- unarkeðjuna Somerfield ásamt Baugi, vita ná- kvæmlega hverjar hinar fjörutíu ákærur emb- ættis Ríkislögreglustjóra á hendur forsvarsmönnum fyrirtækisins eru, sam- kvæmt fréttavef breska dagblaðsins Times. Þar er haft eftir lögfræðingum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, að ákær- urnar verði gerðar opinberar í þessari viku. Í frétt Times kemur fram að helstu ákær- urnar snúist um fjárdrátt upp á 307 milljónir íslenskra króna í viðskiptum Baugs um hluta- bréf í Arcadia og frekari fjárdrátt vegna kaupa fyrirtækisins á 10–11 verslunarkeðjunni hér á landi. Samkvæmt frétt Times mun tilboðshóp- urinn gera tilboð í Somerfield í fyrsta lagi eftir þrjár vikur, með eða án Baugs. Í hópnum eru auk Baugs fjármálafyrirtækin Apax og Barcla- ys og athafnamaðurinn Robert Tchenguiz. Times segir ákærur á hendur Baugi meðal annars snúast um 307 milljóna króna fjárdrátt vegna Arcadia Fjárfestarnir þekkja allar ákærur ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.