Morgunblaðið - 08.07.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 11
FRÉTTIR
MÁR Ásgeirsson
borgarstarfsmaður
andaðist að heimili
sínu, Ljósheimum 6 í
Reykjavík, miðviku-
daginn 6. júlí sl., 63
ára að aldri.
Már var fæddur 3.
september árið 1941 í
Ási í Ásahreppi í
Rangárvallasýslu.
Hann hóf störf hjá
Reykjavíkurborg sem
unglingur og þar
starfaði hann til
dauðadags. Már var
mörgum vel kunnur
enda sást víða til hans, þar sem
hann vann sleitulaust við að halda
borginni hreinni.
Már var mikill safn-
ari og átti m.a. orðið
afar veglegt bókasafn,
en hann fékk mikinn
áhuga á bókum ungur
að árum. Hann var auk
þess mikill áhugamað-
ur um knattspyrnu og
fylgdist vel með því
sem var að gerast hér-
lendis og á Englandi.
Þegar hlutabréfa-
markaði óx fiskur um
hrygg hér á landi varð
Már fljótt virkur á
þeim vettvangi.
Keypti hann bréf í
mörgum íslenskum fyrirtækjum og
sótti aðalfundi þeirra reglulega.
Már var ókvæntur og barnlaus.
Andlát
MÁR
ÁSGEIRSSON
„SA ítreka að markaðsvæðing
íbúðalána er eðlileg staðreynd sem
ber að viðurkenna og að Íbúðalána-
sjóður á einkum að gegna félagslegu
hlutverki,“ segir á vef samtakanna.
Áréttað er að mikilvægt sé að
brugðist verði við þeirri alvarlegu
stöðu sem Íbúðalánasjóður sé kom-
inn í.
ÆTLA má að tap Íbúðalánasjóðs
vegna uppgreiðslna eldri lána nemi
allt að 15 milljörðum króna frá því
fyrirkomulag húsnæðislána sjóðsins
var breytt um mitt síðasta ár, eða
ríflega tveimur milljörðum meira en
allt eigið fé sjóðsins var í árslok
2004, að því er fram kemur á heima-
síðu Samtaka atvinnulífsins. SA
áætla að uppgreiðslur eldri lána
Íbúðalánasjóðs hafi síðasta árið ver-
ið um 140 milljarðar en uppgreiðsla
á útlánum sjóðsins valdi því að mun-
ur á vöxtum fjármögnunar og útlána
hjá sjóðnum minnki og verði að öll-
um líkindum neikvæður.
Bent er á að til að bregðast við að-
steðjandi vanda hafi Íbúðalánasjóð-
ur m.a. lánað fjármálafyrirtækjum
yfir 80 milljarða króna með ríkis-
ábyrgð. Lánastarfsemin samræmist
hins vegar að mati SA tæpast starfs-
heimildum sjóðsins og nær öruggt
sé að hann muni tapa á henni.
Í tilkynningu frá SA segir enn
fremur að helstu atriði sem skipti
máli við mat á líklegu tapi Íbúða-
lánasjóðs vegna uppgreiðslna á eldri
lánum séu áætluð heildarfjárhæð
uppgreiðslu og áhrif breytinganna á
vaxtamun á lántökum og útlánum
sjóðsins. Samkvæmt ársreikningi
Íbúðalánasjóðs 2004 hafi upp-
greiðslur eldri lána numið 9 millj-
örðum króna á fyrri hluta ársins en
74 milljörðum á þeim síðari, eftir að
nýtt kerfi var komið til fram-
kvæmda. Í fréttum frá sjóðnum á
þessu ári hafi í almennum orðum
verið tekið fram að dregið hafi úr
uppgreiðslum en engar upplýsingar
veittar um fjárhæðina. Á grundvelli
fyrirliggjandi upplýsinga megi þó
áætla að uppgreiðslur fyrstu sjö
mánuði þessa árs gætu numið 65
milljörðum og í heild nemi upp-
greiðslur á tímabilinu júlí 2004–júlí
2005 um 140 milljörðum.
Önnur lánastarfsemi tæpast
innan starfsheimilda
Þá er auk annars vikið að lánum
með ríkisábyrgð til sparisjóða og
banka og bent á að sjóðurinn hafi
það afmarkaða hlutverk að veita
húsnæðislán til íbúðakaupenda og
húsbyggjenda. Önnur lánastarfsemi,
s.s. lánveitingar til annarra fjár-
málafyrirtækja, rúmist tæpast inn-
an starfsheimilda sjóðsins.
Samtök atvinnulífsins segja Íbúðalánasjóð í alvarlegri stöðu
Segja sjóðinn hafa tapað
allt að 15 milljörðum
Morgunblaðið/Sverrir
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
GUÐMUNDUR Bjarnason, for-
stjóri Íbúðalánasjóðs, segir ekkert
hæft í fullyrðingum Samtaka at-
vinnulífsins um að tap sjóðsins
vegna uppgreiðslu eldri lána nemi
meiru en öllu eigin fé sjóðsins í árs-
lok 2004.
„Þetta eru fullyrðingar sem ekki
eiga við rök að styðjast. Vissulega
hafa þessar uppgreiðslur þýtt að
sjóðurinn hefur
orðið að glíma við
ný viðfangsefni
varðandi fjár-
stýringu og
áhættustýringu
og það er einmitt
það sem við höf-
um verið að gera
á undanförnum
vikum og mán-
uðum,“ segir
Guðmundur.
„Við höfum talið það skyldu okk-
ar, og það er, bæði samkvæmt lögum
og reglugerðum um fjárhag og
áhættustýringu, skylda sjóðsins að
tryggja að staða hans verði áfram
sterk. Að hann hafi eigið fé sem sé
ásættanlegt samkvæmt kröfum
Fjármálaeftirlitsins.“ Guðmundur
segir að staða Íbúðalánasjóðs sé
sterk og ekkert í stöðunni sem bendi
til að á einhverju stigi kunni að
reyna á ríkisábyrgð. „Það þurfa
menn ekki að óttast.“
Brugðist við breyttum að-
stæðum á íbúðalánamarkaði
Guðmundur segir að þessa dagana
sé unnið að því að fara rækilega yfir
stöðu sjóðsins í samvinnu við félags-
og fjármálaráðuneyti, Fjármálaeft-
irlitið o.fl.
„Auðvitað eru ákveðnir erfiðleikar
sem hafa orðið af þessum upp-
greiðslum en þegar menn reikna
svona út þá gefa menn sér bara að
menn sitji með peningana undir
koddanum, en það er ekki þannig.
Við erum auðvitað að reyna eins og
okkur ber að tryggja og treysta
stöðu sjóðsins og ávaxta féð á þeim
bestu kjörum sem hægt er og það
held ég að okkur hafi tekist bæri-
lega.“
Guðmundur segir að meginþátt-
urinn í starfsemi sjóðsins sé sem
fyrr að veita íbúðakaupendum og
-byggjendum lán til að kaupa íbúðir
á viðráðanlegum kjörum. Sjóðurinn
hafi hins vegar orðið að bregðast við
breyttum aðstæðum á íbúða-
lánamarkaði með samningum við
fjármálastofnanir. Með því sé verið
að tryggja fjárhag sjóðsins og stöðu
til lengri tíma og að fé það sem kom-
ið hefur inn í uppgreiðslur sé í „bær-
anlega ásættanlegri ávöxtun“ fyrir
sjóðinn, að sögn Guðmundar.
Guðmundur Bjarnason,
forstjóri Íbúðalánasjóðs
Ekkert hæft
í fullyrðing-
um SA
Guðmundur
Bjarnason
ÞÓRÐUR Pálsson, forstöðumað-
ur greiningardeildar KB banka,
segir einkennilegt að Íbúðalána-
sjóður skuli endurlána fé til fjár-
málastofnana sem aflað er með
ríkisábyrgð vegna fasteignaveð-
lána. Hann segir umhugsunarefni
ef sjóðurinn setji sjálfum sér
reglur um áhættustýringu í þess-
um efnum en ekki fulltrúar þeirra
sem veita ríkisábyrgðina. Tap-
áhætta sjóðsins vegna lána til
fjármálastofnana
sé að öllum líkindum meiri en
vegna fasteignalána sem eru til-
gangur sjóðsins og hann er sér-
hæfður í.
„Við höfum bent á að sjóðurinn
er með fjármögnun á föstum vöxt-
um til langs tíma, á meðan útlán
sjóðsins eru hins vegar uppgreið-
anleg. Við vaxtalækkun myndast
tap vegna misvægis á milli innlána
og útlána ef lántakendur greiða
upp lán sín. Ef sjóði, sem er með
ríkisábyrgð, eru ekki settar
þröngar skorður er hætt við að
hann freistist til að mæta tapi með
því að lána út í áhættusamari
verkefni, slíkt
höfum við dæmi
um frá inn-
stæðutryggingu
bandarísku
sparisjóðanna,“
segir Þórður.
KB banki
hefur ekki
fengið lán
Haft var eftir
Hreiðari Má
Sigurðssyni, forstjóra KB banka,
í kvöldfréttum Sjónvarps í fyrra-
kvöld að bankinn hefði engin slík
lán fengið frá sjóðnum.
Þórður bendir á að lán sjóðsins
til fjármálafyrirtækja geti verið
mun áhættusamari en lán gegn
veði í fasteignum.
„Ég tel óeðlilegt að rík-
isábyrgð, sem er veitt til að veita
fasteignalán, geti verið nýtt til að
lána bönkum og sparisjóðum.
Sérstaklega í ljósi þess að
Íbúðalánasjóður er undanþeg-
inn ríkisábyrgðagjaldi,“ segir
hann.
Undrast að Íbúðalánasjóður endurláni
fé til fjármálastofnana
Tapáhættan að
öllum líkindum meiri
Þórður
Pálsson
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra segir að Íbúðalánasjóði beri
skylda til að ávaxta fé sitt með sem
hagkvæmustum hætti. Með end-
urlánum á ríkistryggðu fé til bank-
anna sé sjóðurinn einfaldlega að
koma þeim peningum sem hann hafi
fengið vegna uppgreiðslu á eldri lán-
um í sem best verð.
„Þarna er auðvitað um minnihlut-
ann að ræða af þeim peningum sem
bankarnir hafa verið að lána til þess-
ara húsnæðislána, eða um 80 millj-
arðar af sennilega um 260 millj-
örðum. Stjórn og starfslið sjóðsins
ber skylda til að gera þetta með þeim
hætti að sjóðurinn beri ekki skaða af.
Þetta er sú aðferð sem þeir hafa val-
ið og ég geri ekki athugasemdir við
þær,“ segir ráðherra.
Staða sjóðsins könnuð
Spurður hvort hlutverk Íbúða-
lánasjóðs sé að afla fjár með rík-
isábyrgð og endurlána bönkum og
sparisjóðum segir Árni að Íbúða-
lánasjóður láni í raun bönkunum
peninga með veði í lánum sem þeir
hafi þegar veitt. Bankarnir end-
urláni ekki peninga frá sjóðnum,
heldur taki sjóð-
urinn veð í
skuldabréfasöfn-
um bankanna
sem aftur eru
með veð í hús-
eignum lands-
manna. Það séu
tryggustu veð
sem hægt sé að
fá. „Þetta eru þau
veð sem sjóðurinn þekkir best líka,
þeir eru að tryggja sína stöðu með
þeim hætti sem þeir telja örugg-
astan.“
Að sögn Árna er ljóst að miklar
uppgreiðslur Íbúðalánasjóðs voru
ekki fyrirséðar á sínum tíma. Verið
er að fara yfir stöðu sjóðsins í sam-
vinnu við fjármálaráðuneytið og
fleiri aðila. Hann útilokar ekki að
endurskoða þurfi lög um sjóðinn
en undirstrikar að Íbúðalánasjóð-
ur starfi algerlega innan þess ramma
sem honum sé settur með lögum.
„Við erum hins vegar að fara yfir
hvort það sé hægt að finna ein-
hverjar leiðir sem eru þá jafn trygg-
ar fyrir sjóðinn og eru hugsanlega
heppilegri,“ segir hann.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra
Árni Magnússon
Ekki gerðar athuga-
semdir við aðferðir
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur
að verulegir annmarkar hafi verið á
málsmeðferð ríkissaksóknara við
meðferð kærumáls einstaklings.
Umboðsmaður telur m.a. að túlkun
ríkissaksóknara á ákvæði stjórn-
sýslulaga samrýmist hvorki texta
þess né lögskýringargögnum að
baki því og feli þar að auki í sér
undantekningu frá meginreglum
stjórnsýsluréttar um að kæra til
æðra stjórnvalds fresti ekki rétt-
aráhrifum hinnar kærðu ákvörðun-
ar.
Maður kvartaði til umboðsmanns
yfir meðferð ríkissaksóknara á
kærumáli vegna ákvörðunar lög-
reglustjórans í Reykjavík um að
hætta rannsókn í tilefni af kæru
mannsins á hendur tveimur öðrum
aðilum vegna ætlaðrar refsiverðrar
háttsemi. Beindist kvörtun manns-
ins m.a. að því að ríkissaksóknari
hefði ekki brugðist við beiðni lög-
manns síns um aðgang að gögnum
málsins og frest til þess að setja
fram nánari rökstuðning fyrir kær-
unni áður en ríkissaksóknari stað-
festi ákvörðun lögreglustjórans.
Umboðsmaður vísar til þess að í
lögum um meðferð opinberra mála
sé þeim sem á hagsmuna að gæta
fenginn lögmæltur réttur til að
bera ákvörðun lögreglu, um að
byrja ekki rannsókn eða hætta
rannsókn sem var hafin, undir rík-
issaksóknara.
Í áliti sínu víkur umboðsmaður
að þeirri afstöðu ríkissaksóknara,
sem fram kom í skýringarbréfi
hans, að réttur brotaþola til að
kynna sér gögn máls á grundvelli
stjórnsýslulaga verði ekki virkur
fyrr en að máli sé endanlega lokið.
Bendir umboðsmaður á að slíkan
áskilnað sé ekki að finna í texta
stjórnsýslulaga.
Umboðsmaður telur jafnframt að
túlkun ríkissaksóknara á ákvæði
stjórnsýslulaganna samrýmist
hvorki texta þess né lögskýring-
argögnum að baki því og feli þar að
auki í sér undantekningu frá meg-
inreglum stjórnsýsluréttar um að
kæra til æðra stjórnvalds fresti
ekki réttaráhrifum hinnar kærðu
ákvörðunar.
Telur umboðsmaður að slík túlk-
un myndi draga verulega úr gildi
upplýsingaréttar brotaþola, a.m.k.
hvað varðaði möguleika hans til að
hafa áhrif á lyktir máls með því að
nýta kærurétt laganna.
Annmarkar taldir á
málsmeðferð saksóknara