Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 14

Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „HVALVEIÐIMENN hafa selt allt hrefnukjöt úr veiðum síðustu tveggja ára og miklar pantanir hafa borizt í það kjöt sem fellur til á þessu ári. Mikið verður gert til að auglýsa kjötið og það verður unnið í neytendapakkningar af ýmsu tagi og auk þess selt ferskt, tilbúið á grillið,“ segir Jón Gunnarsson, for- maður Sjávarnytja og einn fulltrúa Íslands á ársfundum Alþjóðahval- veiðiráðsins. Jón segir það alveg óþolandi að andstæðingar hvalveiða komist upp með þau ósannindi að enginn mark- aður sé fyrir kjötið og það seljist ekki. Slíkar fullyrðingar séu hrein- lega ekkert annað en lygar. „Það má kannski segja að ekki hafi verið staðið nógu vel að kjötsöl- unni í byrjun en þau mál eru öll komin í betra horf og mikil mark- aðskynning er í undirbúningi. Það fjölgar stöðugt þeim verzlunum sem selja kjötið og salan gengur vel. Nú munu til dæmis Nóatún og Sam- kaup taka mikið af fersku kjöti, sér- staklega lundum, og marinera og pakka þannig að kjötið sé tilbúið beint á grillið. Einnig fjölgar stöð- ugt þeim veitingastöðum sem eru með hvalkjöt á matseðlinum. Þar má nefna Perluna og Argentínu steikhús, en Humarhúsið og Þrí- rFrakkar hjá Úlfari hafa verið með kjötið lengst. Þar er hvalkjöt til dæmis langvinsælasti rétturinn hjá útlendingum sem borða á þessum stöðum. Það er því algjör þvætt- ingur að ekki sé markaður fyrir kjötið. Það er mjög eftirsótt af verzlunum, veitingahúsum og kjöt- vinnslum og fólk kann almennt vel að meta það,“ segir Jón Gunn- arsson. Jón segir einnig að nú sé ekkert því til fyrirstöðu að Íslendingar geti hafið hvalveiðar í atvinnuskyni á næsta ári. Það byggist á yfirlýsingu Íslands við inngönguna í hval- veiðiráðið á ný árið 2002, þess efnis að Íslendingar myndu ekki hefja veiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006 og ekki á meðan framgangur væri í vinnu við nýtt stjórnkerfi hvalveiða innan ráðsins. Þar sem ekkert hafi gengið í því máli, sé Ís- lendingum frjálst að hefja veiðar á næsta ári. Jafnframt sé ekkert sem standi í vegi fyrir viðskiptum með hvalaafurðir milli landa, meðal ann- ars Íslands, Japans, Noregs og Færeyja. Hafa selt allt hvalkjöt Hvalkjötið afar vinsæll forréttur hjá erlendum ferðamönnum ÚR VERINU Á SÍÐASTLIÐNUM 10 árum hefur grálúðuveiðin verið 60% umfram ráð- gjöf, eða 107 þús. tonn. Það er jafn- mikið og Hafrannsóknastofnun ráð- lagði að veitt yrði á sl. 6 fiskveiðiárum, eða frá 1. september 1999. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda, smabatar.is. Þar segir meðal annars svo: „Und- anfarna daga hefur mikil umræða verið um ástand þorskstofnsins. Í slíkri umræðu vilja aðrar tegundir oft gleymast þó ærin ástæða sé til að hafa áhyggjur af viðgangi þeirra. Ein þess- ara tegunda er grálúðan sem er 64% verðmætari en þorskur. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var útflutnings- verðmæti hennar tæpir 4 milljarðar á árinu 2004, eða jafnmikið og saman- lagt verðmæti steinbíts, löngu, keilu, skötusels og skarkola. Í samantekt um kvótastöðu vakti það athygli hversu mikið er eftir af grálúðu, eða um helmingur veiðiheimilda. Á sl. fiskveiðiári 2003/2004 var heimilt að veiða 26.424 tonn af grá- lúðu en það ár veiddust aðeins 15.790 tonn, eða 60%. Gera má ráð fyrir að veiðin nú verði 13–14 þús. tonn sem er víðsfjarri því sem heimilt er að veiða. Í ljósi þess að ekki hefur tekist að ná kvótanum þrátt fyrir 8 þúsund tonna niðurskurð, vekur það athygli að Haf- rannsóknastofnun skuli leggja til óbreyttan heildarkvóta, sem sjávar- útvegsráðherra ákvað að fara eftir. Það segir þó ekki allt því tillaga Haf- rannsóknastofnun- ar sl. 10 ár hefur ávallt miðast við heildaaflamark fyrir A-Græn- land, Ísland og Færeyjar. Kemur okkur í koll Þrátt fyrir að hlutur Íslands í veið- unum hafi aðeins verið 50–70% þá hefur sjávarútvegsráðherra ekki séð ástæðu til að úthluta því hlutfalli hér, heldur úthlutað 100% eða 30–40% umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar. Viðmælendur www.smabatar.is telja að þetta sé nú að koma okkur í koll, þ.e. að veiðar á grálúðu innan landhelginnar hafa í raun sætt litlum takmörkunum. Í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar kemur fram að afli á sóknareiningu hefur aldrei verið lægri en á síðasta ári eða aðeins fjórð- ungur af því sem hann var 1985.“ 107.000 tonn umfram ráðgjöf LAX gengur nú af miklum krafti í ár víða um land en stórstreymt var í gær. Áfram veiðist geysivel í Norð- urá en síðasta holl hafði skráð 239 laxa eftir þriggja daga veiði. Laxinn gengur af krafti upp laxastigann við Glanna; aðfaranótt miðvikudags fóru 285 laxar í gegnum teljarann og yfir 300 í fyrrakvöld. Í gær féll veiðisvæðið í Stekknum undir aðalsvæði árinnar, en á síðustu tíu dögum veiddust þar um 100 laxar á eina stöng, um tíu á dag. Heildar- veiðin í ánni er því að ná 1.000 löxum. 120 úr Víðidalsá Ingvi Rafn, staðarhaldari við Víði- dalsá, er ánægður með gang mála nyrðra en um 120 laxar hafa verið færðir til bókar, allir nema fjórir voru lúsugir. „Í fyrradag kom rokna ganga í ána og síðasta holl náði 50 löxum, þar af mikið af stórlaxi. Nú sjáum við smærri lax ganga. Þetta er betri veiði en í fyrra og samt var hún góð. Laxinn er um alla á, en lítið af hon- um í Fitjá, sem er óvenjulegt því þar veiðist oft vel í byrjun. Það hefur verið mokveiði við gömlu brúna, en þar vita menn af laxi og sjá hann skríða yfir grynningarnar.“ Frekar rólegt hefur verið í Leir- vogsá en um 70 laxar höfðu verið skráðir þar til í gærdag, en þá jókst veiðin heldur betur og á morgunvakt- inni veiddust milli 20 og 30 laxar og miklar göngur voru í ána. „Hér er fínt vatn í ánni og fiskur að ganga – takan mætti vera betri,“ sagði Gunnar Örn Petersen, leið- sögumaður við Laxá í Leirársveit. „Mest er veiðin við Laxfoss og nið- ur úr. Meðalfellsfljótið er að gefa svo- lítið og einn og einn veiðist fyrir ofan Eyrarfoss. Nokkrir tveggja ára fisk- ar hafa veiðst en smálaxinn er óvenju feitur í ár.“ Þorláksmessutraffík! Ingvi Hrafn Jónsson, staðarhaldari við Langá, sagði sögur af mikilli laxa- gengd en 270 laxar eru skráðir í veiði- bók hjá honum. „Hér er haugur af fiski að ganga inn ána. Um miðnætti í gærkvöldi kíkti ég í laxastigann og Skuggafoss; það var eins og Þorláksmessutraffík! Ég hef aldrei séð aðrar eins göngur – en það er líka stórstreymt í dag.“ Í veiðihúsinu Hvammsgerði við Selá fengust þær fréttir að um 65 lax- ar hafi veiðst, mest fyrir neðan foss, og smálaxinn væri farinn að skila sér. Borgar Bragason í Árhvammi við Hofsá hafði svipaða sögu að segja. „Við höfum skráð um 70 laxa, sem er meira en helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Fiskur er um alla á og smálaxinn er byrjaður að veiðast. Menn veiða samt stóra líka, í morgun kom upp 19 punda hængur. Veiði- menn eru mjög ánægðir.“ Laxinn gengur yfirleitt heldur síð- ar í laxárnar í Dölum en í Borgarfirði en Gylfi Ingason, kokkur í veiðihús- inu við Laxá í Dölum, segir veiðina vera að aukast. „Hollið sem var að hætta veiddi 18 laxa – það var fyrsti neistinn. Menn verða nú varir við lax uppi í á og tölu- vert er af laxi fyrir utan ósinn. Vatnið er frábært, ekkert þar til fyrirstöðu, laxinn er bara á hefð- bundnum tíma. 25. júní til 25. júlí er venjulega frekar rólegt, svo kemur bingó!“ Þröstur Elliðason hjá Strengjum tók símann þar sem hann var við veið- ar úti í Breiðdalsá í gær, en hún var þá að jafna sig eftir að hafa vaxið mjög og skolast við rigningarnar um liðna helgi. Hann sagði fjóra laxa hafa veiðst í Breiðdalsá og fimm væru komnir úr Hrútafjarðará, allir stórir utan sá fyrsti. Fyrsta hollið á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal byrjaði mjög vel, sex laxar komu á land fyrsta daginn, þar af tveir stórlaxar 94–95 cm langir sem var sleppt aftur. „Þá hefur bleikjuveiðin verið góð á okkar svæðum. 180 silungar hafa veiðst í Grenlæk eftir að hann opnaði 18. júní, mjög vænir í bland. Silungs- veiðin hér í Breiðdal var mjög góð í maí og júní eða um 1.100 fiskar, þar af um 700 bleikjur.“ Hundrað laxar úr Stekknum Morgunblaðið/Einar Falur Fallegur urriði sem veiddist í Brunná í Öxarfirði á sunnudag. Ljósmynd/Hafsteinn Orri Ingvason Richard Needham, lávarður og fyrrum Írlandsmálaráðherra, með 12 punda hrygnu úr Langá. veidar@mbl.is STANGVEIÐI á morgun Skugga- myndir í svart-hvítri veröld; Sin City

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.