Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „HVALVEIÐIMENN hafa selt allt hrefnukjöt úr veiðum síðustu tveggja ára og miklar pantanir hafa borizt í það kjöt sem fellur til á þessu ári. Mikið verður gert til að auglýsa kjötið og það verður unnið í neytendapakkningar af ýmsu tagi og auk þess selt ferskt, tilbúið á grillið,“ segir Jón Gunnarsson, for- maður Sjávarnytja og einn fulltrúa Íslands á ársfundum Alþjóðahval- veiðiráðsins. Jón segir það alveg óþolandi að andstæðingar hvalveiða komist upp með þau ósannindi að enginn mark- aður sé fyrir kjötið og það seljist ekki. Slíkar fullyrðingar séu hrein- lega ekkert annað en lygar. „Það má kannski segja að ekki hafi verið staðið nógu vel að kjötsöl- unni í byrjun en þau mál eru öll komin í betra horf og mikil mark- aðskynning er í undirbúningi. Það fjölgar stöðugt þeim verzlunum sem selja kjötið og salan gengur vel. Nú munu til dæmis Nóatún og Sam- kaup taka mikið af fersku kjöti, sér- staklega lundum, og marinera og pakka þannig að kjötið sé tilbúið beint á grillið. Einnig fjölgar stöð- ugt þeim veitingastöðum sem eru með hvalkjöt á matseðlinum. Þar má nefna Perluna og Argentínu steikhús, en Humarhúsið og Þrí- rFrakkar hjá Úlfari hafa verið með kjötið lengst. Þar er hvalkjöt til dæmis langvinsælasti rétturinn hjá útlendingum sem borða á þessum stöðum. Það er því algjör þvætt- ingur að ekki sé markaður fyrir kjötið. Það er mjög eftirsótt af verzlunum, veitingahúsum og kjöt- vinnslum og fólk kann almennt vel að meta það,“ segir Jón Gunn- arsson. Jón segir einnig að nú sé ekkert því til fyrirstöðu að Íslendingar geti hafið hvalveiðar í atvinnuskyni á næsta ári. Það byggist á yfirlýsingu Íslands við inngönguna í hval- veiðiráðið á ný árið 2002, þess efnis að Íslendingar myndu ekki hefja veiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006 og ekki á meðan framgangur væri í vinnu við nýtt stjórnkerfi hvalveiða innan ráðsins. Þar sem ekkert hafi gengið í því máli, sé Ís- lendingum frjálst að hefja veiðar á næsta ári. Jafnframt sé ekkert sem standi í vegi fyrir viðskiptum með hvalaafurðir milli landa, meðal ann- ars Íslands, Japans, Noregs og Færeyja. Hafa selt allt hvalkjöt Hvalkjötið afar vinsæll forréttur hjá erlendum ferðamönnum ÚR VERINU Á SÍÐASTLIÐNUM 10 árum hefur grálúðuveiðin verið 60% umfram ráð- gjöf, eða 107 þús. tonn. Það er jafn- mikið og Hafrannsóknastofnun ráð- lagði að veitt yrði á sl. 6 fiskveiðiárum, eða frá 1. september 1999. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda, smabatar.is. Þar segir meðal annars svo: „Und- anfarna daga hefur mikil umræða verið um ástand þorskstofnsins. Í slíkri umræðu vilja aðrar tegundir oft gleymast þó ærin ástæða sé til að hafa áhyggjur af viðgangi þeirra. Ein þess- ara tegunda er grálúðan sem er 64% verðmætari en þorskur. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var útflutnings- verðmæti hennar tæpir 4 milljarðar á árinu 2004, eða jafnmikið og saman- lagt verðmæti steinbíts, löngu, keilu, skötusels og skarkola. Í samantekt um kvótastöðu vakti það athygli hversu mikið er eftir af grálúðu, eða um helmingur veiðiheimilda. Á sl. fiskveiðiári 2003/2004 var heimilt að veiða 26.424 tonn af grá- lúðu en það ár veiddust aðeins 15.790 tonn, eða 60%. Gera má ráð fyrir að veiðin nú verði 13–14 þús. tonn sem er víðsfjarri því sem heimilt er að veiða. Í ljósi þess að ekki hefur tekist að ná kvótanum þrátt fyrir 8 þúsund tonna niðurskurð, vekur það athygli að Haf- rannsóknastofnun skuli leggja til óbreyttan heildarkvóta, sem sjávar- útvegsráðherra ákvað að fara eftir. Það segir þó ekki allt því tillaga Haf- rannsóknastofnun- ar sl. 10 ár hefur ávallt miðast við heildaaflamark fyrir A-Græn- land, Ísland og Færeyjar. Kemur okkur í koll Þrátt fyrir að hlutur Íslands í veið- unum hafi aðeins verið 50–70% þá hefur sjávarútvegsráðherra ekki séð ástæðu til að úthluta því hlutfalli hér, heldur úthlutað 100% eða 30–40% umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar. Viðmælendur www.smabatar.is telja að þetta sé nú að koma okkur í koll, þ.e. að veiðar á grálúðu innan landhelginnar hafa í raun sætt litlum takmörkunum. Í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar kemur fram að afli á sóknareiningu hefur aldrei verið lægri en á síðasta ári eða aðeins fjórð- ungur af því sem hann var 1985.“ 107.000 tonn umfram ráðgjöf LAX gengur nú af miklum krafti í ár víða um land en stórstreymt var í gær. Áfram veiðist geysivel í Norð- urá en síðasta holl hafði skráð 239 laxa eftir þriggja daga veiði. Laxinn gengur af krafti upp laxastigann við Glanna; aðfaranótt miðvikudags fóru 285 laxar í gegnum teljarann og yfir 300 í fyrrakvöld. Í gær féll veiðisvæðið í Stekknum undir aðalsvæði árinnar, en á síðustu tíu dögum veiddust þar um 100 laxar á eina stöng, um tíu á dag. Heildar- veiðin í ánni er því að ná 1.000 löxum. 120 úr Víðidalsá Ingvi Rafn, staðarhaldari við Víði- dalsá, er ánægður með gang mála nyrðra en um 120 laxar hafa verið færðir til bókar, allir nema fjórir voru lúsugir. „Í fyrradag kom rokna ganga í ána og síðasta holl náði 50 löxum, þar af mikið af stórlaxi. Nú sjáum við smærri lax ganga. Þetta er betri veiði en í fyrra og samt var hún góð. Laxinn er um alla á, en lítið af hon- um í Fitjá, sem er óvenjulegt því þar veiðist oft vel í byrjun. Það hefur verið mokveiði við gömlu brúna, en þar vita menn af laxi og sjá hann skríða yfir grynningarnar.“ Frekar rólegt hefur verið í Leir- vogsá en um 70 laxar höfðu verið skráðir þar til í gærdag, en þá jókst veiðin heldur betur og á morgunvakt- inni veiddust milli 20 og 30 laxar og miklar göngur voru í ána. „Hér er fínt vatn í ánni og fiskur að ganga – takan mætti vera betri,“ sagði Gunnar Örn Petersen, leið- sögumaður við Laxá í Leirársveit. „Mest er veiðin við Laxfoss og nið- ur úr. Meðalfellsfljótið er að gefa svo- lítið og einn og einn veiðist fyrir ofan Eyrarfoss. Nokkrir tveggja ára fisk- ar hafa veiðst en smálaxinn er óvenju feitur í ár.“ Þorláksmessutraffík! Ingvi Hrafn Jónsson, staðarhaldari við Langá, sagði sögur af mikilli laxa- gengd en 270 laxar eru skráðir í veiði- bók hjá honum. „Hér er haugur af fiski að ganga inn ána. Um miðnætti í gærkvöldi kíkti ég í laxastigann og Skuggafoss; það var eins og Þorláksmessutraffík! Ég hef aldrei séð aðrar eins göngur – en það er líka stórstreymt í dag.“ Í veiðihúsinu Hvammsgerði við Selá fengust þær fréttir að um 65 lax- ar hafi veiðst, mest fyrir neðan foss, og smálaxinn væri farinn að skila sér. Borgar Bragason í Árhvammi við Hofsá hafði svipaða sögu að segja. „Við höfum skráð um 70 laxa, sem er meira en helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Fiskur er um alla á og smálaxinn er byrjaður að veiðast. Menn veiða samt stóra líka, í morgun kom upp 19 punda hængur. Veiði- menn eru mjög ánægðir.“ Laxinn gengur yfirleitt heldur síð- ar í laxárnar í Dölum en í Borgarfirði en Gylfi Ingason, kokkur í veiðihús- inu við Laxá í Dölum, segir veiðina vera að aukast. „Hollið sem var að hætta veiddi 18 laxa – það var fyrsti neistinn. Menn verða nú varir við lax uppi í á og tölu- vert er af laxi fyrir utan ósinn. Vatnið er frábært, ekkert þar til fyrirstöðu, laxinn er bara á hefð- bundnum tíma. 25. júní til 25. júlí er venjulega frekar rólegt, svo kemur bingó!“ Þröstur Elliðason hjá Strengjum tók símann þar sem hann var við veið- ar úti í Breiðdalsá í gær, en hún var þá að jafna sig eftir að hafa vaxið mjög og skolast við rigningarnar um liðna helgi. Hann sagði fjóra laxa hafa veiðst í Breiðdalsá og fimm væru komnir úr Hrútafjarðará, allir stórir utan sá fyrsti. Fyrsta hollið á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal byrjaði mjög vel, sex laxar komu á land fyrsta daginn, þar af tveir stórlaxar 94–95 cm langir sem var sleppt aftur. „Þá hefur bleikjuveiðin verið góð á okkar svæðum. 180 silungar hafa veiðst í Grenlæk eftir að hann opnaði 18. júní, mjög vænir í bland. Silungs- veiðin hér í Breiðdal var mjög góð í maí og júní eða um 1.100 fiskar, þar af um 700 bleikjur.“ Hundrað laxar úr Stekknum Morgunblaðið/Einar Falur Fallegur urriði sem veiddist í Brunná í Öxarfirði á sunnudag. Ljósmynd/Hafsteinn Orri Ingvason Richard Needham, lávarður og fyrrum Írlandsmálaráðherra, með 12 punda hrygnu úr Langá. veidar@mbl.is STANGVEIÐI á morgun Skugga- myndir í svart-hvítri veröld; Sin City
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.