Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 28

Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UM mínútu munaði að Karl Berndsen hárgreiðslumaður lenti í sprengingu sem varð í neðanjarðarlest á milli Russel Square og King’s Cross á Piccadilly-línunni í London í gærmorgun. Karl var á leið- inni til Warren Street sem er við hliðina á Russel Square- lestarstöðinni og þegar hann var rétt kominn fram hjá King’s Cross fór raf- magnið af lestinni, sem sprengingin olli. Hann var á leið suður og lestin með sprengj- unni var á norðurleið og mætast lestirnar á King’s Cross stöðinni. Hann segir það mikla mildi að sprengjan hafi ekki sprungið þegar lest- irnar hafi verið hlið við hlið, aðeins um mínúta hafi liðið frá því. „Lestin stoppar á Warren Street þar sem ég var að fara út og þar var allt rafmagnslaust. Maður eiginlega fattar ekki neitt nema að það er eitthvað mikið að,“ sagði Karl og bætir því við að fleiri hundruð manns hafi verið í lestinni. Aðspurður segir hann ekkert fát hafa komið á fólk sem hafi fylgt neyðarljósum sem hafi kvikn- að og byrjað að ganga að stigunum til þess að komast út. „Það urðu allir að labba skref fyrir skref upp. Það þýðir ekkert að æsa sig, þú ert bara í röðinni og þú kemst ekkert hraðar,“ sagði Karl og bætir því við að hann hafi fundið fyrir innilokunartilfinningu við að ganga í myrkrinu upp snarbratta stigana sem eru langt undir jörðu. Hann segir að það hafi tekið dálitla stund að átta sig á því hvað hafi gerst, fólk hafi ekki gert sér grein fyrir því að um sprengingu hafi verið að ræða. „Ég held að áfallið sé að koma núna,“ sagði Karl og bætti því við að hann væri ekki á leiðinni í neðanjarðarlest eða strætó á næstunni. Mínútu frá sprengingunni Hryðjuverk í London Farþegar á leið úr FJÖLDI farþega í neðanjarðarlestum sem urðu fyri sínum í miðjum göngum. Þar þurftu margir að gang „ÉG fór seinna að heiman frá mér en ég geri venjulega. Yfirleitt er ég að fara af stað um klukk- an sex en í [gærmorgun], þar sem ég var á leiðinni niður í Soho, var ég kominn á lestarstöðina sem ég bý við hliðina á rétt fyrir níu. Ég keypti blaðið til að lesa fréttir um fótbolta, fór niður á lestar- pallinn og hlustaði á tónlist í iPodnum, eins og ég geri svo oft, meðan ég beið eftir lestinni þegar það kemur hvellur. Ég finn hann og fæ högg fyrir brjóstið. Síðan kemur mikill reykur og sót út úr lestargöngunum og loks fer rafmagnið og ljósin slokkna. Þá greip mig smá skelfing.“ Þannig lýsir Ágúst Jakobsson, sem starfar sem myndatökumaður í London, því þegar hann fór frá heimili sínu og á lestarstöðina Russel Square í gærmorgun á þeim tíma sem sprengingarnar urðu í London. Svo vildi til að hann var ekki í myndatökum í gærdag og því tók hann lestina seinna en venjulega. Stöðin er rétt við King’s Cross-stöðina en á milli þessara tveggja lestarstöðva sprakk sprengja í gærmorgun sem kostaði 21 mann lífið. Öskur og læti á brautarpallinum Ágúst segir mikla skelfingu hafa gripið um sig á lestarpallinum. Fólk hafi farið að troðast út. Lyfta sem fólk kemst með til og frá lestarpall- inum varð óvirk vegna rafmagnsleysisins og mik- i k l k m v h u k r u i h i v Ágúst Jakobsson kvikm „Ég hugsa Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SIGRÍÐUR Ella Magn- úsdóttir söngkona, sem bú- sett er í norðurhluta Lund- úna, segir mikla áherslu hafa verið lagða á rósemi í kjölfar hryðjuverkanna í gær og hafi Lundúnabúar tekið nokkuð yfirvegað á málinu. Allt henn- ar fólk slapp óskaddað frá at- burðunum þrátt fyrir að þeir hafi haft mikil áhrif á alla. Sjálfri var henni mjög brugðið. „Ég ók syni mínum í lestina í King’s Cross og hann hringdi í mig kl. rúmlega 9 og var þá kom- inn út úr lestinni og hefði haldið áfram en þá var fólk farið að streyma út eftir fyrstu spreng- inguna. Lögreglan var fyrir framan stöðina og því grunaði son minn að eitthvað væri að ger- ast,“ sagði Sigríður. „Þegar ég hlustaði á útvarpið og horfði á sjón- varpið tók langan tíma að upplýsa hvað hafði gerst. Ég hugsaði til dóttur minnar sem vinnur í Oxfordstræti og hringdi í hana án árangurs vegna álags á símkerfinu. Hún hringdi síðan til að láta vita af sér.“ Sigríður sagði son sinn hafa gengið heim á leið og hafa verið þrjár klukkustundir á leiðinni og fór dóttir hennar sömuleiðis fótgangandi heim. Hún vinnur hjá Arcadia og verður ekki unnið þar í dag, föstudag. „Þetta hefur haft mikil áhrif á alla hérna. Ég hef fengið mikið af hringingum og fyrirspurnum frá vinum um allan heim sem eru að spyrja fregna af okkur. Það hefur mikil áhersla verið lögð á að taka hlutunum með rósemi og maður sá það á öllu að það voru ekki mikil læti úti á göt- um,“ sagði Sigríður Ella. Tóku atburðunum af rósemi GUNNAR Steinn Pálsson var staddur í London í gær og þegar Morgunblaðið náði tali af honum var hann staddur í verslun að kaupa fyrstu gjöf- ina handa fyrsta afabarninu sínu. Hann var í viðskiptaer- indum en öllum fundum var aflýst og sagði Gunnar fólk taka mark á fyrirmælum um að ferðast ekki um borgina að óþörfu. „Maður kyngdi bara morgunverðinum og fór aftur upp á herbergi að fylgjast með. Það var ekkert vit í því að fara neitt út.“ Gunnar sagði fréttamennskuna í framhaldi af atburðum gærdagsins mjög ólíka þeirri sem átti sér stað í New York eftir hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana. „Ég held að menn hafi lært að keyra ekki upp skelfingu, reiði og hatur að ástæðulausu. Mér finnast fréttirnar á BBC og þessar sem maður er að fylgjast með í beinni út- sendingu mun meira beinast að björgunarstarf- inu, björgunarsveitum og læknum en þessum margendurteknu viðtölum við grátandi fórn- arlömb eins og maður sá í New York á sínum tíma. Þetta er kannski af fenginni reynslu það- an.“ Gunnari fannst líka athyglisvert að flug- samgöngur héldust óbreyttar. „Ég hélt að flug- vellinum yrði lokað og að farið yrði í gríðarlegar öryggisráðstafanir þar, en að það sé ekki gert segir mér að reynt sé að lágmarka lömunar- áhrifin sem hryðjuverkamennirnir vilja ná út úr þessu. Mér finnast viðbrögð stjórnmálamanna hér úti vera þannig að menn ætli sér ekki að fara á taugum þótt þetta sé býsna alvarlegt.“ Gunnar sagði fólk tiltölulega afslappað og á gangi í góða veðrinu en að allt lægi þó niðri. „Á götunum eru engir leigubílar eða strætóar. Dag- urinn er hruninn og ég tek eftir því að flestar búðir eru lokaðar. Menn bregðast þannig við tíð- indunum að þeir loka búðunum, drífa sig heim og bíða af sér mestu skelfinguna.“ Gunnar sagði að margir sem hefðu mætt í vinnuna um morguninn væru fastir þar, en enginn hefði hugann við vinn- una. Gunnar var í fjögurra manna hópi og sagði að einn úr honum hefði heyrt sprengingar. Menn ætla sér ekki að fara á taugum v „VIÐ MUNUM EKKI LÁTA HRÆÐA OKKUR“ Enn láta hryðjuverkamenn tilskarar skríða í vestrænnistórborg. Í fyrradag fögnuðu íbúar London því að tilkynnt var að þar yrðu Ólympíuleikarnir haldnir árið 2012. Í gær voru borgarbúar í losti eftir grimmilega árás. 37 manns létu lífið í árás hryðjuverkamanna á London í gær og um 700 manns særð- ust, margir lífshættulega. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum á svipuðum tíma í gærmorgun, þrjár í neðanjarð- arlestum, ein í strætisvagni. Sam- göngur í borginni lömuðust og neð- anjarðarlestir hættu að ganga. Ekki er vitað hverjir stóðu að baki hryðjuverkunum, en böndin bárust þegar að íslömskum öfgamönnum. Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði að árásin bæri öll merki þess að þau tengdust hryðjuverka- samtökunum al-Qaeda. Lítt kunn samtök tengd al-Qaeda lýstu yfir ábyrgð á hryðjuverkunum og sögðu að sama refsing vofði yfir Dönum, Ítölum og öðrum „ríkjum krossfar- anna“ ef þau kölluðu ekki liðsafla sinn brott frá Afganistan og Írak. Á heimasíðu arabísku sjónvarpsfrétta- stöðvarinnar al-Jazeera var trúverð- ugleiki þessarar yfirlýsingar dreginn í efa og bent á að tilvitnun í Kóraninn hefði verið röng. Aðferð hryðjuverkamannanna var ekki ólík þeirri aðferð, sem beitt var í Madríd 11. mars í fyrra þegar sprengt var á nokkrum stöðum á sama tíma og á Bandaríkin 11. sept- ember 2001 þegar fjórum farþega- þotum var rænt nánast samtímis. Meira er þó sameiginlegt með fjölda- morðinu í Madríd þar sem 191 maður týndi lífi. Árásin var framin þremur dögum fyrir kosningar á Spáni. Það er sennilega engin tilviljun að árásin átti sér stað á sama tíma og leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í Skotlandi. Ætla má að mark- mið hryðjuverkamannanna hafi verið að senda þeim skilaboð, en einnig getur verið að þeir hafi talið að ör- yggisviðbúnaður í London yrði minni en ella vegna umfangsmikillar örygg- isgæslu leiðtoganna. Í Bandaríkjunum og löndum Evr- ópu var öryggisgæsla hert í gær. Það er hins vegar engin ástæða til að lúta í lægra haldi fyrir hryðjuverkamönn- um. Íbúar London sýndu í gær aðdá- unarverða yfirvegun og rósemi þrátt fyrir eitt mannskæðasta hryðjuverk, sem framið hefur verið á Bretlandi. Víða um heim var lýst yfir stuðningi við Breta og ógnarverkin fordæmd. Leiðtogarnir á G-8-fundinum stóðu að baki Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann las upp yfir- lýsingu í kjölfar hryðjuverkanna, en síðar um daginn sneri hann til Lond- on. „Við munum sýna með hug okkar og virðuleika og rólegum en raun- verulegum styrk sem breska þjóðin býr yfir að okkar gildi munu sigra þeirra,“ sagði Blair. „Markmið hryðjuverka er einmitt að hræða fólk, en við munum ekki láta hræða okk- ur.“ Hryðjuverkin í Bandaríkjunum fyrir tæpum fjórum árum mörkuðu kaflaskipti. Íslamskir öfgamenn höfðu áður framið hryðjuverk gegn Vesturlöndum, en umfang árásarinn- ar á valdamesta ríki heims hlaut að kalla fram harkaleg viðbrögð. Eitt hryllilegasta hryðjuverk seinni tíma var framið í Rússlandi þegar téténsk- ir aðskilnaðarsinnar réðust inn í barnaskóla í Beslan með skelfilegum afleiðingum. Hryðjuverkin í Madríd fyrir ári og í London í gær sýna að enn er langt í land í baráttunni við hryðjuverkamenn, en eitt er víst að hryðjuverk verða ekki kveðin niður með því að gefast upp fyrir ofstæk- ismönnunum. Líkt og í árásunum á Bandaríkin og Madríd stóð árásarmönnunum full- komlega á sama um það hver fórn- arlömb þeirra voru. Verknaður þeirra var fullkomlega ómennskur og verður ekki mennskur þótt bent sé á óhæfuverk annarra. Ken Livingstone, borgarstjóri London, var ómyrkur í máli þegar hann fordæmdi hryðjuverkin í gær: „Ég vil leggja áherslu á eitt: Þetta var ekki hryðjuverkaárás er beindist gegn hinum voldugu og ríku, þetta beindist ekki gegn forsetum eða for- sætisráðherrum, þetta beindist gegn venjulegum, vinnandi Lundúnabú- um. Það felst engin hugmyndafræði í slíku, þetta eru ekki einhver öfugsnú- in trúarbrögð, þetta er fjöldamorð.“ Eins og áður sagði er ekki vitað fyrir víst hverjir stóðu að baki árás- inni, en þess verður að gæta að hún verði ekki til þess að gripið verði til hefndaraðgerða. Þegar í gær var far- ið að bera á ótta meðal múslíma á Bretlandi um að þeir myndu sæta of- sóknum og var farið fram á aukna ör- yggisgæslu í hverfum og við sam- komuhús múslíma. Íslamskir öfgamenn færa ýmis rök að aðgerðum sínum, en árásir þeirra eru atlaga að vestrænum gildum. Því er það grundvallaratriði í baráttunni við hryðjuverk að standa vörð um vestræn gildi; standa vörð um það opna lýðræðisþjóðfélag, sem skapað hefur mesta frelsi og velmegun mannkynssögunnar. Í hvert sinn, sem þrengt er að þeim réttindum, sem hefur tekið aldir að knýja fram, er vatni ausið á myllu hryðjuverka- mannanna. Lundúnabúar hafa áður upplifað erfiða tíma. Margir eru enn á lífi, sem muna linnulausar loftárásir Þjóð- verja á London í heimsstyrjöldinni síðari, og þeir vita hvað það kostar að berjast gegn andstæðingum lýðræðis og frelsis. Árum saman voru hryðju- verk Írska lýðveldishersins nánast daglegt brauð í London. Árásirnar í gær sýna hvað ógnin er nærri okkur. Íslenskir athafnamenn eru með fyr- irtæki í London, þar búa hundruð Ís- lendinga og fjöldi ferðamanna var þar á ferð að auki. Baráttan gegn hryðjuverkum er því einnig barátta Íslendinga. Það kann að virðast ólík- legt að hryðjuverkamenn láti til skar- ar skríða á Íslandi, en það er ekki úti- lokað. Grundvallaratriði í þeirri baráttu er að gefa ekki þumlung eftir gagnvart þeim, sem vinna að mark- miðum sínum í krafti ógnar og óhæfu- verka eða svo vitnað sé aftur í orð Blairs: „Við munum ekki láta hræða okkur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.