Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ LESTARSAMGÖNGUR komust aftur á í London síðdegis í gær eftir að hafa verið stöðvaðar um morguninn vegna hryðjuverkaárásanna. Borg- arbúar hópuðust inn í neðanjarðarlestarstöðvar um leið og þær opnuðu á ný, þar á meðal það margmenni sem hér sést við Liverpool Street-stöðina. AP Í lok dags FTSE 100-hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í London lækkaði veru- lega í gær í kjölfar hryðjuverkaárás- anna. Við opnun markaðarins í gær var vísitalan 5.220,2 stig en um klukkan 10.30 að enskum tíma hafði hún lækkað niður í um 5.070 stig. Um klukkustund síðar hafði vísitalan fallið niður í 5.022,1 stig sem var lægsta gildi dagsins. Var þar um 3,8% lækkun að ræða. Þegar leið á daginn tók vísitalan þó að hækka. Um klukkan 15.10 hafði hún náð um 5.154 stigum og við lokun mark- aðarins var gildi vísitölunnar 5.158,3 og hafði því lækkað um tæp 1,36% Aðrar evrópskar vísitölur lækkuðu einnig, DAX-vísitalan í Frankfurt lækkaði um 1,85% og CAC 40-vísital- an í París lækkaði um 1,39%. Hækkun vestra Vestra hækkuðu hlutabréf á mörkuðum í Bandaríkjunum þrátt fyrir árásirnar í London. Dow Jones hækkaði um 0,3% og var 10.302 stig, Nasdaq hækkaði einnig um 0,3% og var 2.076 stig og Standard & Poor- vísitalan hækkaði um 0,25% og var 1.197,87 stig við lokun markaða í Bandaríkjunum. Gengi breska pundsins gagnvart öðrum gjaldmiðlum féll í kjölfar hryðjuverkanna. Við lokun gjaldeyr- ismarkaðar hér var gengi pundsins 114,77 krónur og hafði það þá lækkað um 0,37% en lægst fór það í 114 krón- ur, sem samsvarar 1,04% lækkun. Hlutabréf erlendis lækkuðu í verði $## $$# $## $!$# $!## $ $# $ ## $#$# $### %$# %## A:&9 ##   +  +.00/+!##$ F CF >>F >@F > F ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði við opnun markaðar- ins í gær þegar fréttir bárust af hryðjuverkunum í London. Voru það sérstaklega fyrirtæki sem eiga hags- muna að gæta í Bretlandi sem lækk- uðu í verði. Fyrst ber þar að nefna Mosaic sem á og rekur breskar tískuvöru- verslanir. Skömmu eftir upphaf við- skipta féll gengi félagsins úr 13,7 í 13,25, en það var lækkun um 3,3%, Þegar líða tók á daginn hækkaði gengið þó lítillega og við lok við- skipta var gengi Mosaic 13,5 og lækkaði það þar með um 1,5% í gær. Þess ber þó að geta að á tímabili fór það aftur upp í 13,7 kr./hlut. Fyrirtæki með erlenda hagsmuni lækkuðu í verði Meðal annarra fyrirtækja sem lækkuðu í verði voru Actavis, Bakka- vör Group, Burðarás, FL Group, Icelandic Group, Íslandsbanki, Kaupthing banki banki, Landsbanki, SÍF og Össur en öll þessi fyrirtæki eiga hagsmuna að gæta á erlendum mörkuðum. Úrvalsvísitalan lækkaði verulega í byrjun dags, eins og sjá má á með- fylgjandi skýringarmynd. Rétt fyrir hádegi náði hún lágmarki í 4.102 stigum sem er lækkun um tæp 2,1%. Þegar leið á daginn hækkaði hún lít- illega og við lok viðskipta stóð hún í 4.154,18 stigum sem er lækkun um 0,81% frá því í gær. Gengi Mosaic lækk- aði um 1,5% í gær ## $# ## !$# !##  $#  ## #$# ### %$# %## 7B9C $   +  +6 ( +/+!##$ > F >F >?F >7F „EF maður hefði ekki heyrt um sprengingarnar í morgun, hefði manni ekki dottið í hug að neitt al- varlegt hefði gerst. Hér geng- ur allt sinn vana- gang. Það er helst að maður taki eft- ir óvenjumiklum fjölda gangandi vegfarenda,“ sagði Ármann Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaup- þings banka í London, er rætt var við hann í gær. Hann segist hafa verið kominn til vinnu er sprengingarnar urðu í mið- borg London í gærmorgun og því ekki orðið mikið var við þær. Segir hann flest starfsfólk bank- ans hafa komist tímanlega til vinnu en margir hafi þurft að fara snemma heim, því sumir hafi átt langa göngu fyrir höndum. Helstu áhrifin af völdum spreng- inganna á starfsemi fyrirtækisins segir Ármann vera þau að símkerfið hafi ekki virkað sem skyldi og því hafi dagurinn verið rólegur. Einnig hafi umferð verið með minnsta móti. Ármann segir Lundúnabúa taka ástandinu frekar rólega. „Hér ríkir ekki skelfingarástand, nema kannski í miðborginni. Lundúnabúar taka þessu í raun með nokkurri ró, enda hafa Bretar þurft að glíma við sprengjuárásir írska lýðveldishers- ins (IRA) í áratugi. Þeir eru nokkuð vanir þessu.“ Margt hefur bent til þess að Lundúnir gætu orðið skot- mark hryðjuverka, en sama hversu vel menn eru undirbúnir fyrir slíka árás er áfallið mikið. „Hér ríkir ekki skelfingarástand“ Hryðjuverk í London HREINN Loftsson, stjórn- arformaður Baugs Group, var staddur á skrifstofum fyrirtækisins við New Bond Street í London í gærmorgun þegar sprengjurnar sprungu. Hann segist ekki hafa heyrt sprengingarnar sjálfar en orðið var við mikil læti á götum úti fljótlega á eftir. „Umferðin um göturnar er mjög lítil og margir eru hér gangandi,“ sagði Hreinn við Morgunblaðið um miðjan dag í gær er hann var á gangi um Mayfair-hverfið. Í bak- grunni heyrðist oft í sírenum sjúkra- og lögreglubíla er fóru hjá. Hann hefði fyrr um daginn geng- ið framhjá bandaríska sendiráðinu í London og þar hefði örygg- isgæsla greini- lega verið stór- aukin. Hreinn hefur síðustu daga verið í London vegna viðræðna um kaup á Somerfield verslanakeðjunni. Hann sagði einn viðskiptafélaga sinn hafa komið til fundar í gærmorgun á hjóli og farið bara inn á salerni og haft fataskipti, komið út uppá- klæddur í jakkafötum eins og ekk- ert hefði í skorist. „Menn eru greinilega viðbúnir ýmsu hér.“ Greinilega viðbúnir ýmsu „MENN eru slegnir hérna, annar hver maður búinn að vera að reyna að hringja í farsíma. Bílaumferð liggur niðri, það er búið að rýma stóran hluta bygginga í City og lögregla er á hverju strái,“ segir Haukur Þór Haraldsson, framkvæmda- stjóri rekstr- arsviðs hjá Landsbankanum, sem var staddur í City í Lundúnum í viðskiptaerindum. Hann segist hafa verið á leið á fund með leigubíl í Beaufort House þegar sprengingarnar urðu. „Ég komst ekki þangað en er núna staddur hjá Howdens-trygginga- fyrirtækinu þar sem ég þekki menn og fékk að koma inn til að komast í síma til að láta vita af mér,“ sagði hann í samtali í gær- morgun. „Ég komst hingað inn en má ekki fara út, öllum hefur verið bannað að fara út úr húsinu,“ segir hann og bætir við að hjá fyrirtæk- inu hafi verið ákveðið að allir fái að fara heim um leið og yfirvöld leyfa fólki að fara út á götur. „Það er hins vegar óljóst hvernig fólki mun ganga að komast heim því það liggja allar lestir og strætisvagnar niðri.“ Aðspurður hvernig fólk taki þessu segir hann að menn séu að sjálfsögðu slegnir en taki þessu þó með æðruleysi að hætti Breta. Allir óhultir Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að allir starfsmenn Landsbankans í Lundúnum séu óhultir. Þar segir að um leið og fregnir bárust af hryðjuverkaárás- unum í gærmorgun hafi verið haft samband við starfsmenn Lands- bankans í borginni og verktaka á vegum bankans. Búið var að fá upplýsingar um þá alla fyrir klukk- an 11 að íslenskum tíma. Farið var eftir hefðbundnum áætlunum sem fylgt er í bankanum við aðstæður sem þessar og kapp lagt á að komast í samband við alla starfsmenn bankans í borginni, segir í tilkynningunni. Á fimmta tug Íslendinga eru í Lundúnum á vegum Landsbankans. Annars veg- ar eru það starfsmenn bankans en einnig stór hópur iðnaðarmanna sem vinnur að endurbótum á hús- næði bankans í Beauford House. Þar eru einnig höfuðstöðvar verð- bréfafyrirtækis Landsbankans í Lundúnum, Teather & Greenwood. Ein sprengingin í gærmorgun var við East Aldgate neðanjarðarlest- arstöðina sem er í næsta nágrenni við Beauford House. Sprengingin fannst vel í byggingunni. Segir í tilkynningunni að búið sé að fá upplýsingar um alla sem starfa fyr- ir bankann í Lundúnum og starfs- menn dótturfélaga Landsbankans, Teather & Greenwood og Her- itable Bank. Þeir séu allir óhultir. Starfsmenn bankans í Lund- únum og starfsmenn Teather & Greenwood áttu að fá að fara heim eins fljótt og mögulegt væri í gær. Þá var unnið að því að koma þeim starfsmönnum bankans sem bú- settir eru á Íslandi aftur heim en truflanir á samgöngum innan borg- arinnar kunna að valda einhverjum töfum á því. Ljóst er að hryðjuverkaárás- irnar í Lundúnum munu valda truflunum á starfsemi í starfs- stöðvum Landsbankans í Lund- únum sem og annarri starfsemi þar í borg, segir í tilkynningu bankans. „Fékk að komast í síma hjá trygginga- fyrirtæki“ PÉTUR Einarsson, forstöðumaður Íslandsbanka í Lundúnum, segir að starfsmenn bankans í borginni, sem eru 15 talsins, séu allir óhultir eftir hryðjuverkaárás- ir sem gerðar voru í borginni í gær. Aðsetur Ís- landsbanka í Lundúnum er í City-hverfinu, nokkur hundruð metrum frá lestarstöðinni Liverpool Street Station. „Þegar þessir atburðir áttu sér stað voru flestir á leiðinni til vinnu. Þeir urðu að yfirgefa lestirnar og skipta um lestir og reyna að komast til vinnu. Margir gengu lengri vega- lengdir til þess að komast í vinnuna í morgun,“ segir Pétur. „Allir eru heilir á húfi og allt í lagi með alla,“ segir Pétur. Hann segir að þegar fólk hafi komið til vinnu hafi menn fylgst með fréttum af at- burðunum í sjónvarpi. „Um tvöleytið að breskum tíma ákváðum við að yf- irgefa skrifstofuna og byrja að koma okkur heimleiðis. Flestir ætluðu að reyna að ganga heim,“ segir Pétur. „Það er auðvitað hræðilegt að horfa upp á þetta og lenda í þessu en við ætlum að mæta aftur til vinnu á morgun og takast á við verkefnin og reyna að koma hlutunum í eðlilegt horf,“ segir Pétur. Starfsmenn Íslands- banka í Lundúnum heilir á húfi „ÞETTA var staðfesting á versta ótta þeirra sem hér búa og starfa og það var hörmulegt að fylgjast með þessu,“ segir Halldór Lár- usson, fjölmiðla- fulltrúi Baugs í Lundúnum, eftir hryðjuverkin í gærmorgun. Halldór vinnur á 40 manna skrif- stofu fyrirtæk- isins Gavin Anderson sem er við Charing Cross-neðanjarðarlest- arstöðina. „Skrifstofunni var lokað um miðjan dag og öllum sagt að fara í burtu.“ Sjálfur var Halldór í Mayfa- ir-hverfinu í Lundúnum mestan hluta gærdagsins og þar gætti áhrifa hryðjuverkanna lítið. „Það voru fáir bílar á ferð en margt fólk á ferli eins og á venjuleg- um degi. Mér finnst fólk vera til- tölulega rólegt yfir þessu þótt hér hafi versta martröð þess dunið yfir. Allir hafa óttast það árum saman að hér yrðu sprengingar og í rauninni var augljóst að neðanjarðarlestirnar yrðu einhvern tíma skotmark. Það var eitthvað sem fólk vildi kannski ekki horfast í augu við en bjó samt með því undir niðri. Mér finnst á fólki sem hefur búið lengi í London að svona hlutir gætu gerst.“ Halldór segir um 9 manns starfa hjá skrifstofum Baugs á New Bond- stræti í Lundúnum og eftir því sem hann viti best voru allir við vinnu í gær. Þar eru um helmingur Íslend- ingar og allir eru heilir á húfi. Hann segir engan hafa raunverulega heild- aryfirsýn yfir atburðina eða fjölda slasaðra og látinna. Hann segir lög- reglu og sjúkralið í borginni hafa haft langan tíma til að búa sig undir at- burð af þessu tagi og að allir hafi vit- að að slík hryðjuverk myndu verða fyrr eða síðar. „Viðbrögðin virðast hafa verið mjög góð og tekist mjög vel að veita fólki hjálp og koma því í burtu. Talað er um að fundist hafi ummerki um sprengjur á tveimur stöðum og lík- legt að taki langan tíma að finna út hver hafi staðið á bak við hryðjuverk- in. Ekki er t.d. ekki vitað hvort þetta voru sjálfsmorðsárásir eða ekki. „Staðfesting á versta ótta fólks“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.