Morgunblaðið - 08.07.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 33
UMRÆÐAN
UM ÞESSAR mundir eru Bjarki
Birgisson og Guðbrandur Einarsson
komnir vel áleiðis á göngu sinni
kringum landið undir kjöroðinu
„Haltur leiðir blindan“. Nafnið er
þannig tilkomið að
Bjarki er hreyfihaml-
aður og Guðbrandur
nær blindur. Tómas
Birgir Magnússon
íþróttakennari er að-
stoðarmaður þeirra fé-
laga og frú Dorrit Mo-
ussaieff er verndari
göngunnar. Áætlað er
að göngunni ljúki 4.
ágúst á Ingólfstorgi í
Reykjavík.
Aðdragandi og und-
irbúningur göngunnar
hefur staðið frá síðustu
áramótum. Guð-
brandur, Bjarki og
Tómas höfðu þá sam-
band við Sjónarhól –
ráðgjafarmiðstöð ses.
og buðu til samstarfs
um Íslandsgöngu til
kynningar á starfsemi
Sjónarhóls. Auk Sjón-
arhóls – ráðgjaf-
armiðstöðvar ses. komu
Íþrótta- og ólympíu-
samband Íslands og Íþróttasamband
fatlaðra einnig að skipulagningu ferð-
arinnar. Tilgangur göngunnar er að:
Vekja athygli á málefnum
barna með sérþarfir, s.s. tækifærum
til náms, menningarþátttöku og
starfs; aðgengi að stöðum og afþrey-
ingu; búsetu bæði í landfræðilegu til-
liti og félagslegu og frelsi til að njóta
lífsins á eigin forsendum.
Að sýna að hægt sé að yfirvinna
hindranir með viðeigandi hjálp-
artækjum, þjálfun og stuðningi.
Að stuðla að heimi án aðgrein-
ingar.
Á viðkomustöðum þeirra félaga er
leitast við að vekja athygli á mál-
efnum barna og fullorðinna með sér-
þarfir frá ýmsum hliðum. Leiðin ligg-
ur um staði þar sem börn með sér-
þarfir dvelja í lengri eða skemmri
tíma. Athygli er vakin á aðgengi og
öryggi á ferðamannastöðum. Hugað
er að tækifærum til náms, starfs og
afþreyingar bæði á almennum vinnu-
stöðum og vernduðum vinnustöðum.
Loks er sjónum beint að vali á bú-
setu, bæði hvað varðar búsetuform
og staðsetningu.
Leitað hefur verið
samstarfs við sveit-
arstjórnir, félagsmála-
yfirvöld og íþrótta- og
ungmennafélög á stöð-
um sem Guðbrandur og
Bjarki ganga um.
Skemmtilegast er að
þeir fái fylgd og hvatn-
ingu sem víðast. Á
heimasíðunni
www.gangan.is er hægt
að fylgjast með því sem
á daga þeirra drífur á
leiðinni í skini og skúr-
um. Inni á heimasíðunni
geta þeir sem vilja
styðja félagana á göng-
unn heitið á þá. Einnig
er hægt að bjóða í hárið
á Bjarka því hann lét
ekki klippa sig áður en
lagt var af stað eins og
félagar hans en lýsti sig
tilbúinn að gera það fyr-
ir gott verð. Þó að gang-
an snúist um kynningu
en ekki fjáröflun kemur allur stuðn-
ingur þeim félögum vel. Hugsanlegur
afgangur rennur til Sjónarhóls – ráð-
gjafarmiðstöðvar ses.
Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð
fyrir foreldra barna með sérþarfir og
er ráðgjöfin endurgjaldslaus. Áætlað
hefur verið að á Íslandi séu hátt í
5.000 fjölskyldur barna með sérþarf-
ir. Með sérþörfum er átt við lang-
vinna sjúkdóma, þroskahömlun,
hreyfihömlun, athyglisbrest með eða
án ofvirkni, aðrar hegðunar- og
þroskaraskanir, kvíða, þunglyndi og
önnur geðræn einkenni. Greining frá
sérfræðingum, tilvísun eða beiðni
þarf ekki að liggja fyrir þegar leitað
er til Sjónarhóls – ráðgjafarmið-
stöðvar ses.
Foreldrar barna með sérþarfir
geta milliliðalaust leitað til Sjón-
arhóls – ráðgjafarmiðstöðvar ses.
þegar þeir hafa áhyggjur af velferð
barnanna, þeim finnst þeir ekki fá
áheyrn í kerfinu, þeir fá ekki lög-
boðna þjónustu, eru ósáttir við þjón-
ustu sem þeim býðst, þurfa uppörvun
og stuðning til að halda áfram að
berjast fyrir börnin sín eða þegar
þeir vilja ígrunda stöðu fjölskyld-
unnar og framtíðarmöguleika. Ráð-
gjafar Sjónarhóls veita foreldrunum
áheyrn, reyna að setja sig í spor
þeirra og greina aðstæður þeirra og
réttindi, finna hvaða möguleikar eru í
stöðunni, hvaða markmið eru raun-
hæf og hvað þurfi að gera til að ná
þeim. Auk þess eru ráðgjafar Sjón-
arhóls tilbúnir, í samkomulagi við
foreldrana, að veita frekari stuðning
t.d. með því að fylgja þeim á fundi í
skóla eða til sérfræðinga, hringja til
að kanna möguleg úrræði og reka á
eftir að viðeigandi þjónusta sé veitt.
Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð ses.
er hugsuð sem bráðavakt fyrir for-
eldra barna með sérþarfir. Vonast er
til að ráðgjöfin sem þar býðst auki
vellíðan fjölskyldna sem þiggja hana
með því að draga úr streitu og upp-
lausn sem rekja má til erfiðra að-
stæðna. Aukin samvinna foreldra og
fagfólks er líkleg til að ala af sér ár-
angursríkt umhverfi fyrir þróun, ný-
sköpun og rannsóknir sem kemur öll-
um barnafjölskyldum til góða. Betri
lausnir eru líklegar til að stuðla að
virkari þátttöku foreldra barna með
sérþarfir í atvinnu- og félagslífi og
draga úr kostnaði samfélagsins
vegna ómarkvissra vinnubragða.
Framlag Bjarka og Guðbrands til
að vekja athygli á aðstæðum fjöl-
skyldna barna með sérþarfir á Ís-
landi er í senn lofsvert framtak og
þrekvirki. Það ber jafnframt vott um
skopskyn þeirra og gleði yfir að vera
þátttakendur í að leggja sitt af mörk-
um fyrir sérstök börn til betra lífs.
Aðstandendur Sjónarhóls – ráðgjaf-
armiðstöðvar eru stoltir af að eiga þá
að.
Haltur leiðir blindan
fyrir börn með sérþarfir
Þorgerður Ragnarsdóttir
fjallar um göngu umhverfis
landið
’Sjónarhóll –ráðgjafarmið-
stöð er hugsuð
sem bráðavakt
fyrir foreldra
barna með sér-
þarfir.‘
Þorgerður
Ragnarsdóttir
Höfundur er forstöðumaður Sjónar-
hóls – ráðgjafarmiðstöðvar ses.
ALLAN veturinn 2001–2002 vor-
um við í Leiðsöguskóla Íslands
uppfrædd um hvernig bæri að fara
um landið með erlenda ferðamenn.
Við ræddum um hraunreipi, gróð-
urþekju, þúfur, flekaskil, þykkt
Vatnajökuls, virkjanir,
fjölda búfjár, fugls-
gumpa, sjávarþorp,
atvinnutekjur, sam-
anburð við önnur
lönd, hlutfall útivinn-
andi mæðra, lífslíkur,
hjátrú, myndlist, tón-
list, strandlengjuna,
Gerðuberg, Ósvör,
Drangey, Öxl, Teig-
arhorn og Fjaðr-
árgljúfur (ekki misrit-
un), notkun áttavita,
goretex, öngvit og
margt fleira. Við æfð-
um öndun, hjartahnoð
og frásagnartækni.
Við vorum áhugasöm
upp til hópa og við
lærðum helling,
glöggvuðum okkur á
öðru og fengum í sum-
um tilfellum nýtt sjón-
arhorn á það sem við
þó þekktum fyrir.
Við vorum 14
klukkutíma á viku í
skólanum og fórum að
auki í vettvangsferðir.
Við þurftum að læra
heima. Við tókum
skrifleg próf í tímum
um jarðfræði, atvinnu-
vegi, búsetu, fugla og
fánu, listir og skyndihjálp, héldum
undirbúna fyrirlestra í stofu á kjör-
málinu, æfðum okkur með hljóð-
nema í vettvangsferðum í og út frá
Reykjavík og í vetrarlok lauk nám-
inu með sex daga hringferð um
landið þar sem við spreyttum okkur
á að miðla hvert til annars því sem
við höfðum lagt stund á allan vet-
urinn. Um jól og vor tókum við efn-
isleg próf þar sem reyndi líka á
tungumálið sem við höfðum valið
sem kjörmál.
Með mér í leiðsöguskólanum
voru m.a. efnafræðingur, hjúkr-
unarfræðingur, fiskmatsmaður,
flugmaður, þýðandi, stjórn-
málamenn, rafveitustjóri, rútubíl-
stjórar, félagsfræðingur, kennarar,
hótelrekstrarfræðingur, ferðamála-
fræðingur, bókmenntafræðingur,
viðskiptafræðingur, nuddari, lista-
menn – fólk með reynslu af að
starfa fyrir íþróttafélög, við far-
arstjórn erlendis, í pólitík og með
skátum og hjálparsveitum. Margir
höfðu dvalið lengi erlendis við nám
og störf.
Það var ekki fyrr en langt var
liðið á veturinn sem formaður Fé-
lags leiðsögumanna kom á fund
okkar til að kynna félagið. Og það
var ekki fyrr en þá sem einhverjum
hugkvæmdist að spyrja um kjörin.
Ég lýg því ekki að ég held að ég
hafi varla nokkru sinni orðið eins
hissa eins og á svarinu sem við
fengum. Leiðsögumönnum er raðað
í fjóra flokka eftir punktastöðu, og
punkta vinnur maður sér inn bara
með vinnu í faginu. Engu máli
skiptir hvað annað maður hefur
gert til að afla sér menntunar og
reynslu, aðeins unnar stundir við
leiðsögn gefa punkta. Hinn 1. júní
2002 fékk nýútskrifaður leið-
sögumaður 949 krónur í dagvinnu
og í þeim taxta var innifalinn und-
irbúningstími, enn fremur bóka- og
fatakostnaður sem þörf er á að
stofna til starfsins vegna, sem og
orlof, orlofsuppbót og desem-
beruppbót. Allir eru lausráðnir og
ef menn þurfa að fara til tann-
læknis eða í jarðarför verða þeir
einfaldlega að taka sér launalaust
frí.
Dæmigerður 10 klukkustunda
Gullfosshringur þýddi því 8 x 949 +
2 x 1.195,74 = 9.983,48 í það heila,
þannig u.þ.b. 5.790 krónur útborg-
að. Fyrir 8 stunda vinnudag voru
greiddar 4.403 með sömu útreikn-
ingum.
Í lok apríl 2005 gerði
launanefnd Félags leið-
sögumanna samning
við SA/SAF sem var
kynntur leiðsögumönn-
um í byrjun maí. Í
kjölfarið voru sendir út
atkvæðaseðlar og
samningarnir voru
samþykktir með 75 já-
um gegn 12 nei-um og
8 auðum/ógildum. Fé-
lagsmenn eru nú vel á
sjötta hundraðið.
Nú er ég komin með
það mikla reynslu að
ég fæ greitt eftir efsta
flokki, þ.e. 4. flokki.
Það þýðir að fyrir 10
stunda Gullfosshring á
virkum degi fæ ég 8 x
1.277,45 + 2 x 1.715,12
= 13.649,8, eftir skatt
7.917 krónur. Þetta er
enn taxti með öllu, þ.e.
orlofi, undirbúnings-
tíma, bóka- og fata-
gjaldi.
Ég var búin að ráða
mig allmarga daga í
sumar áður en samn-
ingar náðust. Þeir ollu
mér ómældum von-
brigðum þar sem við
höfðum verið samn-
ingslaus í hálft ár. Ég fór því til
eiganda þeirrar ferðaskrifstofu sem
ég vinn mest fyrir og vildi semja
við hann um hærra kaup. Hann
sagðist því miður ekki geta borgað
mér meira og eftir nokkurra mín-
útna spjall fór ég út af skrifstofunni
hans með þá skýru hugsun að hann
hefði ekki efni á mér. Ég fór heim
og valdi daga til að segja upp. Enn
á ég eftir að vinna um 20 daga í
sumar við leiðsögn – aðlögunartíma
sjálfrar mín – en eftirleiðis verð ég
að svara ferðaskrifstofum ef þær
slysast áfram til að hringja: Því
miður held ég að þú hafir bara ekki
efni á mér.
Ég gæti líka talað um uppsagn-
arákvæðin, atvinnuóöryggið, þjór-
féð, skuldbindinguna sem ferða-
skrifstofur fara fram á, aðbúnaðinn,
sníkjulífið sem leiðsögumönnum er
gert að lifa á matmálstímum, nauð-
synlega endurmenntun, kjör bif-
reiðastjóra, önnur störf sem leið-
sögumenn sinna og verktöku en læt
það ógert. Ég hef áhyggjur af því
að þegar fram líða stundir hafi
fleiri leiðsögumenn en ég ekki efni
á að vinna við leiðsögn og kannski
höfum við að lokum ekki efni á að
halda úti þessum gjaldeyrisskap-
andi atvinnuvegi.
Ég skil að vandinn snýst um
framlegð atvinnurekenda en hvet
samt leiðsögumenn til að hafa í
huga að samningarnir okkar eru
bara lágmarkstaxtar til viðmiðunar.
Þarf líka að
borga leiðsögu-
mönnum kaup?
Berglind Steinsdóttir fjallar um
kjör leiðsögumanna
Berglind Steinsdóttir
’Ég skil aðvandinn snýst
um framlegð at-
vinnurekenda
en hvet samt
leiðsögumenn til
að hafa í huga
að samningarnir
okkar eru bara
lágmarkstaxtar
til viðmiðunar.‘
Höfundur er formaður Félags
leiðsögumanna.
FIMMTUDAGINN 30. júní sl. átt-
um við hjónin erindi norður í land.
Við lögðum af stað akandi síðdegis frá
Reykjavík. Segir ekki af ferðinni eftir
þjóðvegi 1 fyrr en komið var í Borg-
arfjörð. Á sex til sjö kíló-
metra kafla inn að vega-
mótum þar sem mætast
þjóðvegur 1 og afleggj-
arinn niður að sum-
arhúsum BSRB í Mun-
aðarnesi var Vegagerð
ríkisins að leggja nýjan,
upphækkaðan veg.
Bráðabirgðaslóði hafði
verið útbúinn fyrir veg-
farendur á meðan. Um
það bil helmingur af
þeirri bráðabirgðaleið;
efri hlutinn; var eftir
vegi með grófgerðu slit-
lagi; sennilega gamli þjóð-
vegurinn; og ekkert að
honum að finna annað en
auðvitað það, að umferð
gekk þar hægar en annars
staðar á þjóðveginum.
Fremri helmingur leið-
arinnar var hins vegar um
slóða, sem Vegagerðin
hafði búið til eftir leir-
kenndum moldarjarðvegi.
Sú leið var vægast sagt ill-
fær fyrir fólksbíla, miklar
holur með mjóum höftum
á milli. Á þessari næstmestu ferða-
helgi sumarsins mátti sjá slíka bíla
með tjaldvagna, fellihýsi og jafnvel
hjólhýsi í eftirdragi klöngrast riðandi
og skjálfandi eftir moldarslóðanum
líkt og illa á sig komnir unglingar á
þriðja degi þjóðhátíðar.
Í leðjuslag
Leið okkar hjónanna lá aftur suður
eftir sama vegi síðdegis laugardaginn
2. júlí. Þá var rigning; rigndi mikið.
Þegar komið var að vegarslóðanum í
Borgarfirði mættu okk-
ur sömu, gömlu kunn-
ingjarnir, holurnar á
moldarslóðanum. Ekk-
ert hafði verið að þeim
hugað, svo á þessum
tveimur sólarhringum,
sem liðið höfðu frá því
við hittumst síðast, hafði
þeim auðnast að fjölga
sér nokkuð. Jafnvel tek-
ist að dýpka líka. En
ekki var ein báran stök.
Vegna ofankomunnar
var slóðinn auk þess orð-
inn eitt það mesta leðju-
bað, sem ég hef átt leið
um. Eftir þennan u.þ.b.
þriggja kílómetra akstur
um hjáleið Vegagerðar
ríkisins voru bílar og
önnur farartæki þaktir
slíkri leðjubrynju að ekki
var hægt að stíga út úr
þeim nema með mestu
aðgætni ættu ökumenn
og farþegar ekki það
sama á hættu og öku-
tækin. Sum sé leðjusmit
á hæsta stigi. Ég hef
aldrei lifað annað eins; ekki einu sinni
á sveitavegum niðri í Malaví á rign-
ingartíð. Þegar til Borgarness kom
og numið var staðar til þess að þvo
leðjuna af bílrúðum svo sjá mætti út
orðaði ég það við mann, sem ég
mætti, að ekki væri nú Vegagerð rík-
isins að eyða fjármunum í að viðhalda
slóðanum. Viðmælandinn hafði það
eftir vegagerðarmönnum að það
þýddi nú ekkert. Umferðin væri svo
mikil að vegurinn yrði strax jafn
slæmur aftur!
Sturla, stoppaðu þetta
Ekki gagnrýni ég að endurbætur
eigi sér stað á þjóðvegakerfi landsins.
Hins vegar á Vegagerð ríkisins að sjá
sóma inn í því að þurfi að beina um-
ferðinni um bráðabirgðaleið vegna
umbóta á vegakerfi þá sé sú bráða-
birgðaleið þannig úr garði gerð að
vegfarendum sé bjóðandi. Mold-
arslóðinn í Borgarfirðinum á þjóðvegi
1 er það ekki. Síst um mesta umferð-
artíma ársins. Enn síður þegar ekki
verður annað séð en að end-
urbótaframkvæmdirnar muni taka
umtalsverðan tíma eins og virðist
vera í þessu tilviki. Samgöngu-
ráðherra er af sumum legið á hálsi
fyrir að áhugi hans fyrir vegagerð-
arverkefnum sé meiri í eigin kjör-
dæmi en annara. Ekki verður það af
þessari framkvæmd séð. Ef ráð-
herrann gæfi nú gaum að þessari
framkvæmd í Borgarfirðinum og
beitti sér fyrir umbótum þar á myndi
hann a.m.k. hljóta þakkir gamals
Vestfirðings – og nú íbúa höfuðstað-
arins. Ég ítreka. Að standa svona að
framkvæmdum á aðalþjóðvegakerfi
landsins er engum manni bjóðandi.
Sturla, stoppaðu þetta.
Í leðjuslag í Borgarfirði
Sighvatur Björgvinsson gagn-
rýnir framkvæmdir við vega-
gerð í Borgarfirði
’Að standasvona að fram-
kvæmdum á
aðalþjóð-
vegakerfi
landsins er
engum manni
bjóðandi.‘
Sighvatur
Björgvinsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
mbl.is
smáauglýsingar