Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 35

Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 35 MINNINGAR ✝ Þóra GuðlaugÞorsteinsdóttir fæddist á Sléttaleiti í Suðursveit 24. október 1912. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Þórar- insdóttir, f. 7.1. 1887, d. 13.10. 1958, og Þorsteinn Jóns- son, f. 4.4. 1876, d. 15.2. 1947. Þau bjuggu á Sléttaleiti til 1935, en fluttust þá að Vegmót- um á Höfn. Systkini Þóru eru: Guðjón Óskar Þorsteinsson, f. 7.10. 1913, d. 18.7. 1941; Benedikt Steinar Þorsteinsson, f. 10.11. 1916, d. 7.10. 2001; Rósa Þor- steinsdóttir, f. 27.12. 1918, d. 7.5. 2005; og Jóhanna Lovísa Þor- steinsdóttir, f. 13.1. 1920. þeirra eru: a) Bergur, kerfisfræð- ingur, kona hans Sigurlaug Sig- urjónsdóttir, arkitekt. Börn þeirra eru Ingunn Lilja, Steinn og Tinna Björk. b) Þóra Margrét, sálfræðingur, sambýlismaður Kristján Guðmundsson, verkfræð- ingur. Börn þeirra eru Lára Val- gerður og Þór Valgarð. c) Páll Ragnar, nemi, í sambúð með Sól- eyju Lilju Brynjarsdóttur nema. d) Bjarni Þór, verslunarmaður. 2) Páll, vélstjóri, maki hans er Jó- hanna Rögnvaldsdóttir, skrif- stofumaður. Börn þeirra eru: a) Magni Þór, rafmagnsverkfræð- ingur, kona hans Elísabet Arna Helgadóttir, læknir. Börn þeirra eru Tómas, Helga, Gauti og Gunnur. b) Ingvi Már, lögfræð- ingur, í sambúð með Sigríði Krist- ínu Birnudóttur, ljósmyndara. Dóttir þeirra er Emilía. Þóra bjó í Reykjavík í rúm 70 ár. Hún tók í mörg ár virkan þátt í félagi harmónikuunnenda og var lengi ein af driffjöðrum í ferðafélaginu Breiðumörk. Útför Þóru verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hinn 27. febrúar 1943 giftist Þóra fyrri manni sínum, Magnúsi Þórðarsyni, f. 10.4. 1915, d. 1.12. 1967. Þau skildu. Þóra giftist eftirlif- andi maka sínum, Gunnari Rósmunds- syni f. 19.10. 1919 í Bolungarvík, hinn 6. desember 1974 en þau höfðu búið sam- an frá 1960. Gunnar á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Val- gerði, skrifstofumann, og Gylfa, menntaskólakennara. Foreldrar Gunnars voru Rósmundur Helgi Pálsson, f. 1.11. 1874, d. 7.6. 1958, og Guðlaug Árnadóttir af Strönd- um, f. 12.9. 1885, d. 2.3. 1925. Börn Þóru og Magnúsar eru: 1) Lilja, húsmóðir, maki Páll Bergs- son framkvæmdastjóri. Börn Á liðlega 40 árum hefur margt skeð, sem vert væri að minnst nú þegar ég hripa niður nokkur orð til minningar um Þóru Þorsteinsdóttur tengdamóður mína. Við Lilja vorum þá að draga okkur saman, Bergur sonur okkar kom í heiminn og ég kom í fyrsta sinn í jólaboðið á Loka- stíginn til Þóru og Gunnars. Lítið kom fram um hvernig Þóru leist á unga manninn, sem fylgdi Lilju dótt- ur hennar. En sérstök lífsgleði og umhyggja og ræktarsemi við stóran hóp ættingja og vina fór ekki fram hjá mér og ég fann mig velkominn án þess, að mörg orð féllu þar um. Þessi látlausa og jafnvel tilgerðarlausa framkoma einkenndi Þóru alla tíð. Eftir því sem árin liðu fjölgaði börnum okkar Lilju og öll fengu þau sinn skammt af umhyggju og elsku Þóru. Mörg pör af sokkum og vett- lingum urðu til á prjónum hennar og stöðugt, alveg fram á síðustu stundu, fylgdist hún með högum þeirra. Ákveðnir þættir urðu fastir liðir í lífi Þóru. Ferðalög með Gunnari um landið, gömlu dansarnir, spilakvöld og göngukvöldin, í hópi góðra vina og alltaf með Gunnari. Þóra og Gunnar voru ótrúlega dugleg að ferðast um landið á sumr- in. Óþægilegir vegir og veðrátta stöðvuðu þau ekki. Gunnar ók og Þóra fylgdist vel með og kunni eftir flest bæjarnöfn og örnefni. Venju- lega gist í tjaldi. Oft var Bergur með í ferðum þeirra og stundum Páll Ragnar. Og fyrir kom að við Lilja elt- um. Allaf var léttleiki Þóru meðferð- is, allt fest á myndir og síðan rifjað upp á sérstökum sýningakvöldum. Á veturna voru það Bláfjöllin. Skíðaferðir, næstum sama hvernig viðraði, Gunnar, Bergur og stundum Þóra Margrét og Páll Ragnar, renndu sér, en Þóra fylgdist með og sá um að allt væri í lagi og fest á mynd. Og veturinn þótti góður þegar hægt var að fara á skíði fram eftir vori. Vegna vinnu og skóla voru skíðaferðir farnar um helgar. Það kom ekki í veg fyrir að farið væri að dansa. Bara að koma í bæinn nægi- lega snemma fyrir matinn og síðan farið í Templarahöllina og dansað jafnvel til miðnættis. Já, orkuskortur var ekki til vandræða og mikið gam- an. Svona var lífið á bæ Þóru, gaman og gleði og hún komin vel yfir sjö- tugt. Bjarni Þór, yngsti sonur okkar, náði litlu af þessum skemmtilega tíma. Og tímarnir breyttust. En um- hyggja og velvild Þóru til allra barnanna breyttist ekki. Að því kom, að Bergur, og seinna Þóra Margrét, fóru utan til náms. Þá lögðust skíðaferðir fljólega af en áfram héldu þó ferðir út um land á sumrin, og dans- og spilakvöld yfir veturna. Og við bættust reglulegar gönguferðir með góðum vinum. Heimsóknir til vinanna í lok göngu- ferða urðu tilhlökkunarefni hverrar viku. Lengi vel trufluðu veikindi og heilsubrestir Þóru lítið. En í einni skíðaferðinni varð hún fyrir því óhappi að lærbrotna. En hún náði sér upp úr því á áttræðisaldri. Hjarta- áfall og lungnabólga, aftur og aftur náði hún bata og hélt áfram gömlu dönsunum og gönguferðunum með Gunnari. Þóra fylgdist vel með þjóðmálum en lét ekki í ljósi sérstaka tiltrú á stjórnendum þeirra. Þó kaus hún í öllum kosningum, mætti alltaf á kjör- stað. Við síðustu alþingiskosningar mætti hún á kjörstað og aðspurð sagði hún frá nafni og heimili eins og ávallt áður. Var hún þá beðin um per- sónuskilríki. Hún svaraði: „Þau hef ég ekki, það þarf ekki vegabréf í Reykjavík.“ Þetta dugði, fékk hún að kjósa samt. Auðvitað. Síðustu árin urðu erfiðari. Viku- legum gönguferðum fækkaði, þrótt- urinn ekki sá sami. En alltaf var hugsað fyrst og síðast um velferð annarra. Og þrátt fyrir áföll síðustu mánaða var hressleikinn sá sami fram undir það síðasta. Reyndar voru ekki lengur til kleinur bakaðar af Þóru sjálfri en samt boðið upp á kaffi og með því. Já, það er lán að hafa notið kunningsskapar Þóru þessi rúm 40 ár. Takk fyrir. Og Gunnar minn, þú átt samúð mína. Páll Bergsson. Nú munum við og fjölskyldur okk- ar sakna þess mjög að koma til ömmu á Lokastíg og vera tekið með kostum og kynjum, fá randalínur, kleinur, kaffi og appelsín og spjalla um málefni okkar á líðandi stund. Hún skilur eftir sig ótal minningar í hjarta okkar og áhrifa hennar gætir víða. Margir minnast hennar sem mikillar ferðakonu og útivistarunn- anda. Okkur eru ógleymanlegar ferðir um landið með ömmu og Gunn- ari sem þau voru dugleg að leyfa okk- ur að eiga hlutdeild í. Þar lærðum við ung að bera virðingu fyrir landinu okkar og njóta þess að ferðast um það. Farið var af stað á Toyotunni, bílnum sem bar þau um allar jarðir. Í farteskinu var gamla tjaldið, nesti og hlý föt. Svo var haldið af stað. Amma sat með kort í fanginu en missti ekki af neinu sem fyrir augu bar, spjallaði allan tímann um staðhætti og kynnti okkur nöfn fjallanna. Svo virtist sem amma þekkti hvern einasta blett á landinu og þeg- ar við vorum orðin eldri var gott að leita til hennar og Gunnars ef fara átti í ferðalag. Þá var náð í gamal- kunnug kort af landshlutum sem höfðu fylgt þeim lengi. Amma sagði frá leiðum og staðháttum og rifjaði upp um leið ferðalög þeirra um stað- ina og kunnuga íbúa þar. Kallaði svo á Gunnar sinn til að fylla sögurnar enn frekar staðreyndum um fólk og atburðarásir. Þetta var alltaf stór- kostlegt að hlýða á. Hún hafði einlægan áhuga á land- inu okkar, fólkinu sem byggir það og því sem var um að vera. Fylgdist með veðri og viðburðum, og það snerti hana mjög ef náttúrunni var spillt, hvort sem var af manna eða náttúru- völdum. Þegar sár sáust í náttúrunni hafði verið gert á hlut hennar. Á yngri árum hafði hún búið um tíma í nálægð Jöklu. Í hennar huga var al- veg víst að Jökla eigi eftir að sýna hvað í henni býr, engin bönd haldi henni. Við eigum eftir að sjá hvort hún hefur rétt fyrir sér. Á veturna var ekki til setunnar boðið og haldið í Bláfjöll. Á meðan Gunnar kenndi okkur á skíði gekk hún um og settist svo á klettinn næst skíðalyftunni, fylgdist með okkur koma niður og naut útivistarinnar og fjallanna. Hún fór ekkert erlendis enda sagðist hún ekkert hafa þangað að sækja. Amma og Gunnar stunduðu fé- lagsvist og gömludansana í Templ- arahöllinni meðan hún var og hét og síðar í Glæsibæ og víðar. Þar hafa þau áreiðanlega verið hrókar alls fagnaðar, þekktu marga og dönsuðu mikið. Hún var einnig virk í fé- lagsstarfi, m.a. í Hallgrímskirkju. Þau gengu mikið og seinni ár voru þau félagar í gönguhópi, þar voru þau elst í hópnum en sóttu flestar ferðir lengst af. Það var alltaf gaman að sitja hjá henni eða spjalla í síma og heyra af þessu öllu, það var alltaf nóg um að vera hjá þeim Gunnari. Amma var mjög minnug á gamla tíma og þótti gaman að segja frá, sagði frá lífinu á Sléttaleiti en sóttist annars lítið eftir að staldra þar við heldur einbeitti sér að því sem var í gangi hverju sinni. Hún var orku- mikil, lífsglöð og jákvæð. Tilgerðar- laus og blátt áfram. Mjög umhyggju- söm og gaf mikið af sér. Prjónaði mikið handa barnabörnum og barna- barnabörnum og lagði áherslu á að senda eitthvað við afmæli, jafnvel þótt hún kæmist ekki. Hún naut gjarna samvista og sóttist eftir sam- komum, afmælum og tyllidögum. Hún fylgdist grannt með barnabörn- unum og barnabarnabörnunum og hringdi reglulega ef ekki voru heim- sóknir og fylgdist sér í lagi grannt með ferðalögum fjölskyldunnar. Þá bar hún veðurfréttir áfram til ferða- langanna þegar færi gafst og heyrði svo í leiðinni hvernig ferðinni miðaði og hvernig veðrið var. Aðeins að fylgjast með og fá að njóta með okk- ur. Það var gott að vita af henni með okkur í huga sér. Nú er amma farin í sitt síðasta ferðalag og eitt er víst að hún verður alltaf í huga okkar. Hún var um- hyggjusöm um Gunnar og eftir að sjónin byrjaði að daprast hjá honum dreif hún hann með í göngur og ferðalög. Nú er komið að okkur að styðja Gunnar, við stöndum saman. Þóra Margrét Pálsdóttir og Bergur Pálsson. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann á þessum tímamótum, og allar eru þær góðar og hlýjandi. Minningar um ótal skíðaferðir í Blá- fjöll þar sem við Gunnar renndum okkur um brekkurnar meðan amma fékk sér labbitúr í náttúrunni. Einnig minnist ég ferðalaga til Grundar- fjarðar, þar sem var farið að veiða þótt væri úti rok og rigning, og í Þórsmörk, þar sem ég kom með í ferðalag með ferðafélaginu Breiða- mörk sem þau voru í þá. Jóladags- boðin koma einnig upp í hugann, þar sem fjölskyldan hittist um hver jól og átti saman góðar stundir. Ferðalög voru helsta áhugamál ömmu og Gunnars og þau notuðu hvert tækifæri til að skreppa út úr bænum á bílnum sínum, honum Rauð gamla. Og fyrir vikið held ég að það sé ekki sá staður á Íslandi sem amma gat ekki sagt mér sögur frá. Það var alltaf jafn gott að kíkja í heimsókn til ömmu og Gunnars á Lokó. Alltaf til kaffi, kleinur og randalínur. Sögur sagðar og talað um ferðalög og veðrið. Amma tók alltaf myndir af öllum sem komu í heimsókn og af öllum stöðum sem hún fór til. Þannig að þegar leið lá á Lokastíginn var alltaf hægt að skoða nýjustu myndir af öllu sem hafði drifið á hennar daga. Það er eitt af því sem einkenndi hana, hún fylgdist svo vel með öllu og öllum í kringum sig. Og svo mundi hún þetta allt. Hún gat sagt reiprennandi sögur af öllu sem hafði drifið á henn- ar daga, nýlega eða fyrir löngu. Það var einmitt síðast þegar ég kíkti inn á Lokastígnum, núna í vor, að hún sagði mér sögur frá því þegar hún var að vinna í sveitinni þegar hún var ung, og frá horfnum tímum í Reykja- vík. Það sem situr þó mest eftir hjá mér er hvað hún var alltaf hress, já- kvæð og skemmtileg. Hún naut lífs- ins og lifði alltaf í nútíðinni. Ég kveð þig, amma mín, með söknuði og þökk fyrir það veganesti sem þú hefur gef- ið mér. Páll Ragnar Pálsson. Þeir eru ekki á hverju strái sem þekkja Ísland jafn vel og amma gerði enda voru þau mörg ferðalögin sem hún og Gunnar fóru á gamla rauð með tjaldið í skottinu. Það var sama hvaða staður á landinu var nefndur, alltaf gat amma talið upp fjöllin í kring, næstu bæi og kennileiti. Af og til var fjölskyldunni safnað saman í stofunni á Lokastíg, gluggatjöldin dregin fyrir og amma sýndi slides- myndir á stóru tjaldi úr síðustu ferð- um þeirra. Í seinni tíð, eftir að bæði gamli og nýi rauður höfðu gefist upp, sýndi amma ferðalögum okkar barnabarnanna mikinn áhuga og hringdi til að athuga hvar maður væri staddur. Á þann hátt ferðaðist hún með okkur í huganum og heilsaði upp á gamla vini, fjöll sem fólk. Amma átti heima í Þingholtunum í meira en 60 ár og þekkti þar hverja þúst, í hvaða bakhúsum bakaðar og seldar voru kleinur o.s.frv. Þeir voru margir „skrítnir“, bæði í Reykjavík og Suðursveit, að mati ömmu en það var vel meint og naut amma þess að vera í góðum félagsskap hvort sem var með gönguhópnum, harmoniku- unnendum eða öðrum. Ég held það hafi verið síðast í vetur sem ég keyrði þau á harmonikuball. Amma og Gunnar voru órjúfanleg heild og vottum við Gunnari innileg- ustu samúð okkar vegna missis hans. Fyrir rúmum mánuði fór amma austur á Höfn til að fylgja Rósu syst- ur sinni til grafar. Það var hennar síðasta ferðalag í gegnum sína fögru heimasveit þar sem Steinafjall gnæf- ir yfir Sléttaleiti. Í dag, 8. júlí, er ágætur dagur til að setja kaffi á brúsa, smyrja nesti, setja tjaldið og gönguskóna í skottið, myndavélina í aftursætið, og keyra á gamla rauð rólega út úr borginni, eitthvert þar sem sólin skín. Guð blessi þig, elsku amma. Ingvi Már. ÞÓRA GUÐLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR Elsku amma mín, ég verð að segja að mér finnst skrítið að ég eigi ekki eftir að sitja hjá þér í Tungu- selinu aftur, spá í bolla og spil saman og hlæja að ýmsu, sem ýmist þú eða ég vorum að bralla hverju sinni. Þú varst svo sérstök, svo aldurslaus, það var alltaf eins og að við værum bara jafn gamlar í okkar spjalli um lífið og tilveruna. Ég á eftir að sakna þess að koma ekki til þín, finna lyktina þína, sjá þig ekki í ganginum taka á móti mér, litla og brosandi með kaffið á könnunni og hvíta bollann tilbúinn í slaginn að spá fyrir helginni eða framtíðinni allri. Við sátum stundum og horfðum á sjónvarpið saman og það brást ekki að þú varst búin að endurgera bíó- myndina og framhaldið hjá öllum persónum myndarinnar áður en JÓRUNN AXELSDÓTTIR ✝ Jórunn Axels-dóttir fæddist á Hjalteyri hinn 14. apríl 1936. Hún lést 21. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seljakirkju 29. júní. henni lauk. Þegar ég var ófrísk og var að ganga upp síðustu tröppurnar hjá þér upp á þriðju hæð sagði ég: „Amma, veistu, mér finnst eins og ég sé með stein í maganum.“ Þá sagði hún: „Ja-há, þá ertu með strák.“ Það reyndist rétt hjá þér. Þú varst yndisleg og ég elska þig alltaf. Ég á svo mikið af góðum minningum sem fylgja mér og gerðu mig að því sem ég er. Ég er þakklát Guði fyrir að hafa fengið þig fyrir ömmu. Mér finnst samt svolítið óréttlátt að þú þyrftir að fara núna nýkomin í nýju íbúðina þína og allt átti að vera svo gott fyrir ömmu. Þó maður eldist sjálfur þá vill maður alltaf geta gengið inn hjá ömmu og afa eins og barn. Allt svo tímalaust. Mér fannst alltaf eins og ég mundi eiga þig alla ævi. Ég sakna þín og á alltaf eftir að gera það. En geymd er góð minning og við áttum fullt af þeim. Við hittumst seinna, elsku amma mín. Takk fyrir allt. Kveðja. Jórunn Lilja (Nabba) og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.