Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 36

Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Karl JóhannKarlsson raf- fræðingur fæddist 27. september 1926. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi 29. júní síðastliðinn. For- eldrar hanns voru Karl Guðmundsson skipstjóri, f. 11.12. 1896, d. 29.1. 1966 og María Hjaltadótt- ir húsmóðir, f. 11.4. 1896, d. 19.6. 1969. Systur Karls Jó- hanns eru Guðrún, húsmóðir, f. 26.9. 1922, d. 10.2. 1959 og Erla, fyrrverandi bankastarfsmaður, f. 7.11. 1934. Hinn 1.11. 1947 kvæntist Karl Jóhann eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Sighvatsdóttur, f. í Ártún- um í Rangárvallasýslu 26.8. 1926. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Árnadóttir húsmóðir og Sighvatur Andrésson, bóndi á Ragnheiðarstöðum í Gaulverjabæj- arhreppi. Börn Karls Jóhanns og Kristínar eru: 1) Karl Örn tann- læknir, f. 7.12. 1946, kvæntur Kristínu Blöndal myndlistarkonu, f. 9.12. 1946. Börn þeirra eru: a) á Húsavík, f. 12.2. 1959, kvæntur Auði Björk Ásmundsdóttur stuðn- ingsfulltrúa, f. 24.1. 1959. Börn þeirra eru: a) Ásmundur, f. 24.5. 1983, b) Kristín Sara, f. 21.11. 1988, og c) Jónatan Karl, f. 17.4. 1991. Karl Jóhann lauk sveinsprófi í rafvélavirkjun 1946 og stundaði síðan nám við tækniskólann í Árós- um í Danmörku 1947-1951 og út- skrifaðist sem rafmagnstækni- fræðingur. Hann fékk meist- arabréf 1953. Karl Jóhann var verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1952-1954 og vann m.a. að gerð spennistöðva í Elliða- árdal og við Írafossvirkjun. Á námsárunum í Danmörku hreifst Karl Jóhann mjög af ljósadýrð auglýsingaskiltanna á Ráðhústorg- inu í Kaupmannahöfn og ákvað að smíði á neonljósum yrði hans ævi- starf. Hann var frumherji á þessu sviði hér á landi og stofnaði Raf- ljósagerðina Neon í Reykjavík fljótlega eftir að hann kom heim frá námi og vann allar götur síðan við gerð neonljósaskilta og gler- tækja. Karl Jóhann auðsýndi mikið listfengi er hann stóð að fram- leiðslu glerstafa yfir opnum eldi og beygði og blés í glerið. Þessi skilti prýða fyrirtæki jafnt sem kirkju- turna um land allt. Kristín tók alla tíð virkan þátt í glervinnslunni við hlið manns síns. Útför karls Jóhanns verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Haraldur, f. 29.7. 1967, sambýliskona Hilde Tveten, f. 16.3. 1976, b) Breki, f. 5.3. 1971, kvæntur Stein- unni Þórhallsdóttur, f. 27.11. 1972, synir þeirra eru Steinn Kári, f. 3.10. 2002 og Karl Orri, f. 2.4. 2005, c) Þeba Björt, f. 26.12. 1972, gift Guð- mundi Traustasyni, f. 24.3. 1964, sonur þeirra er Eysteinn Sölvi, f. 6.2. 1997, og d) Bjartur, f. 11.10. 1985. 2) María, bankastarfsmaður, f. 1.4. 1949, gift Alexander Bridde bakarameistara, f. 31.1. 1948, d. 20.9. 1987. Börn þeirra eru: a) Hrafnhildur, f. 18.6. 1970, sambýlismaður Elías Elías- son, f. 16.6. 1971, b) Karl Jóhann, f. 10.9.73, kvæntur Öglu Þyri Krist- jánsdóttur, f. 16.12. 1973, börn þeirra eru Alexandra Ýr, f. 21.9. 1996, Eysteinn Aron, f. 14.3. 1999, og Álfheiður Björk, f. 27.1. 2001, og c) Kristín, f. 8.2. 1980, sambýlis- maður Ingi Björn Ásgeirsson, f. 22.9. 1979. Unnusti Maríu er Sig- urbjörn Skarphéðinsson, f. 4.12. 1948. 3) Sighvatur, sóknarprestur Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á veg- um mínum. (Sálmarnir 119:105) Pabbi sagði mér að presturinn hefði lagt út af þessu versi úr Davíðs- sálmum þegar faðir sinn hefði verið jarðsunginn og að sér hefði þótt vænt um þetta vers allar götur síðan. Pabbi stóð vaktina við logandi birtu og hann kvaddi við birtu þegar sólin var hvað hæst á lofti. Þegar hann andaðist og hvarf inn í ljósanna hásal þá læddust sólstafirnir inn um glugga og gættir og brugðu birtu yf- ir ásjónu hans. Yfir ásjónu hans færðist friður sem þessi heimur get- ur hvorki veitt né frá okkur tekið. Pabbi var mikill birtugjafi og hrókur alls fagnaðar þegar því var að skipta. Hann átti marga góða vini og var góður vinur vina sinna. Mamma var þó besti vinur hans. Hún var vak- in og sofin í garð hans þar til hann skildi við. Það verður aldrei frá henni tekið. Ef einhver á skilið að fá fálka- orðuna þá er það hún mamma mín sem og allar góðar mæður. Pabbi var einnig góður vinur minn. Það var svo gaman að vera með honum en hann var mikill grallari. Þegar ég var ung- ur drengur tók hann mig einu sinni sem oftar með sér í veiðitúr rétt út fyrir borgarmörkin. Græjurnar voru á sínum stað, veiðistangirnar og maðkurinn, legokubbarnir og tindát- arnir. Pabbi stöðvaði bílinn fyrir of- an bratta skriðu og skildi mig eftir í bílnum með þeim orðum að ég skyldi leika mér við legokubbana á meðan hann kannaði djúpan hyl fyrir neðan stutta stund. Leið svo og beið. Ég gleymdi mér alveg yfir kubbunum þar til ég fann að bíllinn fór allt í einu að rugga allhressilega fram og til baka. Ég trylltist og stökk út úr bíln- um og hljóp í loftköstum niður skrið- una til pabba. Hann var þá hinum megin við ána. Hann óð strax yfir til mín og bar mig á bakinu yfir ána til sín. Ég hef aldrei haldið mér eins fast við pabba og þá. Í ljós kom að kýr á beit hrifust af litadýrðinni á verkstæðisbílnum og reyndu að gera sér hann að góðu. Á árbakkanum voru tveir laxar. Mamma skammaði pabba fyrir að hafa skilið mig einan eftir í bílnum en við pabbi hlógum jafnan mikið að þessu síðar. Ég var töluvert innan við ferm- ingu þegar pabbi gaf mér rauð klofhá veiðistígvél. Þá þurfti hann ekki að bera mig lengur á bakinu yfir árnar. Þegar ég fór fyrst í þau á hlaðinu við veiðihúsið við Norðurá þá fannst mér ég vera maður með mönnum. Mennirnir voru pabbi, Benóný og bróðir hans Þórður. Ég leit upp til þessara manna í orðsins fyllstu merkingu. Þeir tilnefndu mig sem beitustrákinn sinn og ég tók það hlutverk mjög alvarlega og leitaðist við að standa í stykkinu sem slíkur og hélt fast utan um maðkaboxið. Ég minnist þess þegar ég fór með þeim til veiða fyrir neðan fossinn Glanna við Norðurá. Á leiðinni áðum við á fallegum og friðsælum stað sem ber nafnið Paradísarlaut. Þar er lítil tjörn. Við spegluðum okkur saman í kyrrum vatnsfletinum líkt og him- inninn gerði á þeirri stundu. Ég minnist þessa nú vegna þess að pabbi, Benni og Þórður eru farnir á vit nýrra veiðilenda í himinsins Para- dís. Blessuð sé minning þeirra. Mér þótti mikið sport um og eftir fermingu að fá að fara með pabba og mömmu til veiða við Langá á Mýrum þar sem vinafólk þeirra Hafsteinn og Lára áttu sumarbústað. Blessuð sé einnig minning þeirra hjóna. Þar fékk ég að taka í stýrið á opnum bandarískum Willys-herjeppa þegar farið var yfir ána á vaði, einkum þeg- ar mamma sá ekki til okkar. Hún sá heldur ekki til okkar við Miðfjarðará þegar ég fór með pabba og Benna til veiða dag einn þegar all- ar gáttir himins opnuðust skyndilega og það tók að rigna eins og hellt væri úr fötu. Við keyrðum eftir Austur- og Vesturá í grenjandi rigningu. Ég gerði þeim viðvart á keyrslunni þeg- ar ég sá laxa stökkva. Þannig náðu þeir tveimur löxum. Þegar þeim leiddist þófið í rigningunni tóku þeir að gera sér glaðan dag og pabbi fól mér það verkefni að skila bílnum og þeim sjálfum heim í veiðihúsið. Þá vildi svo til að skurðir meðfram veg- inum voru orðnir yfirfullir af vatni og flætt hafði yfir veginn á einum stað. Vildi þá svo til að ég missti bílinn þar út af og rann hann niður í skurð þannig að veruleg slagsíða kom á bíl- inn. Það tók að flæða hressilega inn í hann. Laxarnir nýveiddu fóru á flot. Vatnsyfirborðið hækkaði í bílnum og náði brátt pabba og Benna vel upp á nafla, ef ekki brjóst á kafla. Þá tók við vandræðalegasta þögn sem ég hef upplifað. Ég rauf þögnina og bauðst til að hlaupa að næsta bæ sem ég sá í fjarska og sækja hjálp. Ég náði með erfiðismunum að komast út úr bílnum og hljóp þangað holdvot- ur. Til dyra kom hávaxinn bóndi og ég bar upp erindið. Í ljós kom að við vorum ekki einu veiðimennirnir sem höfðum misst bíl út af á þessum stað. Ég sagði honum auðvitað ekki hver hefði verið við stýrið. Pabbi þurfti að keyra sjálfskipta bifreiðina í fyrsta gír til Reykjavíkur og hún bar ekki sitt barr eftir þetta. Eitt sinn var ég með pabba við veiðar í fossi rétt við veiðihúsið í Grímsá fyrir mörgum árum. Þá kast- ar hann spún og setur í lax sem lætur mjög ófriðlega og strikar út og suður um allan hylinn. Pabbi átti í stökustu vandræðum með að landa laxinum og stóð viðureignin í langan tíma. Hann hafði þó betur að lokum. Í ljós kom að hann hafði húkkað laxinn í sporðinn. Pabbi kenndi mér að kasta flugu og spún og að renna maðki. Hann var alltaf hrifinn að spæninum en hann hélt mikið upp á gylltan Tó- býspún og veiddi marga laxa á þenn- an spún. Hann kenndi mér að lesa vatnið og að þekkja kennileitin og tökustaðina. Pabbi hætti veiðiskapnum þegar veiðileyfin hækkuðu upp úr öllu hófi. Ég fékk snemma veiðibakteríuna eins og gefur að skilja og tók sjálfur bílpróf þegar ég hafði aldur til. Pabbi talaði síðan alltaf um það hversu öruggur bílstjóri ég væri. Pabbi var mér allar götur ráðhollur þegar ég hélt á vit lónbúans í ám og vötnum og fylgdist hann jafnan með aflabrögð- um hjá mér. Pabbi var góður faðir. Það er ekki hægt að fá betri eftirmæli. Hann var ljós á vegi mínum og ég tók jafnan mark á orðum hans. Mér finnst ég vera betri maður fyrir vikið. Blessuð sé minning pabba míns. Sighvatur. Elsku afi. Það er skrýtið að hugsa til þess að núna sértu farinn. Amma hefur staðið með þér eins og klettur í gegnum lífið og er söknuður hennar mikill og sár. Hjónaband ykkar var mjög traust og alltaf voruð þið jafn- ástfangin og sá maður í ykkar sam- bandi hversu mikilvægt það er að standa saman, virða og þykja vænt um hvort annað. Þú hafðir svo gam- an af því að kaupa á hana flott föt og alltaf voru þau í réttri stærð! Það var mikið áfall þegar við systkinin misst- um pabba okkar skyndilega 7, 14, og 17 ára gömul, en þú og amma stóðuð með okkur og mömmu í gegnum þessa erfiðu raun, hvöttuð okkur áfram og voruð til staðar. Öll eigum við systkinin okkar dýr- mætu minningar með þér, afi, og er af mörgu að taka. Kalli lærði hjá þér neonljósagerð og vann með þér frá því að hann var 15 ára. Þú kenndir honum alla leyndardóma neonlistar- innar. Þú hjálpaðir Hrafnhildi þegar hún var 17 ára að reka fyrsta bílinn sinn og þú elskaðir að bjóða henni í humarveislu. Þér fannst svo gaman að heyra það þegar Kristín fór í nám til Danmerkur, en Danmörk átti alla tíð þinn hug og hjarta því þar varst þú í mörg ár við nám. Elsku afi. Það er erfitt að kveðja þig og er söknuður okkar allra mikill. Á spítalanum fundum við vel fyrir því hvað þú hefur átt stóran stað í hjarta margra. Við kveðjum þig með tárin í augunum en þú reyndir alltaf að hughreysta okkur með orðunum: „Hvað er að því að gamall maður deyi … þetta er bara gangur lífsins.“ En þrátt fyrir að þetta sé rétt, þá er alltaf erfitt að sætta sig við að kveðja þá sem manni þykir óendanlega mik- ið vænt um. Þegar við hugsum til þín munum við reyna að brosa í gegnum tárin og hugsa til þess hversu sætur þú varst í síðasta skipti sem við sáum þig með meðvitund en þá vinkaðir þú okkur úr rúminu þínu og brostir til okkar. Elsku amma. Missir þinn er mikill og sár. Megi góði Guð styrkja þig. Þú varst afa yndisleg eiginkona og gerð- ir allt sem í þínu valdi stóð til að gera veikindi hans honum eins auðveld og hægt var. Elsku afi, þú verður í hjarta okkar alla tíð. Hvíldu í friði. Hrafnhildur Bridde, Karl Jóhann Bridde, Kristín Bridde og fjölskyldur. Minn kæri frændi og æskuvinur Karl Jóhann er látinn. Enda þótt nokkur aðdragandi væri að láti hans koma slík straumhvörf manni alltaf að óvörum. Æskuheimili okkar og samvera að Öldugötu 4 var eiginlega ein sam- hangandi heild allt fram að fermingu og allar sameiginlegu minningarnar hrannast upp. Foreldrar okkar reistu húsið saman og bjuggum við á sitt hvorri hæðinni ásamt systrum okkar, Núru og Gunnu og Erlu. Mæður okkar, María og Ragnhildur, voru systur og vesturbærinn var sá hluti bæjarins þar sem þær helst vildu vera, enda aldar upp á Bræðra- borgarstíg 8. Þriðja systirin, Lilja, átti líka heima á Öldugötunni. Það var gott að alast upp í vesturbænum á þessum árum og það var dásamlegt að eiga heima í fjölskylduhúsinu þar sem við nutum besta atlætis. Lilja gerði meira að segja tilraun til að kenna okkur frönsku, en með litlum KARL JÓHANN KARLSSON Ástkær sonur okkar og bróðir, ÞORSTEINN VÍÐIR VALGARÐSSON, Hringbraut 114, Reykjavík, lést miðvikudaginn 6. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Valgarður Ármannsson, Elínborg J. Þorsteinsdóttir, Margrét Sigríður Valgarðsdóttir, Einar Ármann Valgarðsson. Elskulegur sonur minn, bróðir og frændi, MÁR ÁSGEIRSSON, andaðist að heimili sínu, Ljósheimum 6, Reykja- vík, miðvikudaginn 6. júlí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Aðalbjörg Pálsdóttir, Dagný Ásgeirsdóttir, Ásgeir Elvarsson, Elva Björk Elvarsdóttir, Sólrún Elvarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og tengdasonur, JÓN ÖRN INGÓLFSSON hæstaréttarlögmaður, Haukanesi 21, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 6. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Ástríður Jónsdóttir, Ingólfur Jónsson, Lára Rósinkranz, Magnús Jónsson, Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir, Telma Ingólfsdóttir, Guðlaug Ingólfsdóttir, Garðar Ólafsson, Dóra B. Guðmundsdóttir, Jón Magnússon. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALBORG ÓLAFSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis að Bauganesi 5, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn 28. júní sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Svava Björg Gísladóttir, Erlingur Snær Guðmundsson, Hrafnhildur Jóna Gísladóttir, Elínborg Gísladóttir, Sigurður Eggertsson, Friðborg Gísladóttir, Birgir Kristjánsson, Anna Bjarndís Gísladóttir, Emil Hákonarson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.