Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 41 HJÓNAMINNING Þeir ljúka nú lífsgöngunni einn af öðrum samferðamennirnir. Við sem eftir lifum stöldrum við og lítum til baka áður en við höldum göngunni áfram enn um sinn. Það eru komin leiðarlok hjá Ingu og Davíð. Þau hafa kvatt þetta jarðneska líf með stuttu millibili, skilað sínu ævistarfi, sem einkenndist af miklum dugnaði, fágætri bjartsýni og ótrúlegum lífs- vilja. Hin síðari ár voru þeim oft erfið sökum veikinda, en viljinn var óbug- aður til hins síðasta, viljinn til að gef- ast ekki upp og njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða eins lengi og unnt var. Enginn stöðvar tímans þunga nið, segir í kvæðinu. Tíminn, augnablik- ið, eilífðin. Heimspekingurinn Mark- us Arelíus sagði á sínum tíma: „Það DAVÍÐ GUÐMUNDSSON INGIBJÖRG FRIÐFINNSDÓTTIR ✝ Davíð Guð-mundsson fæddist á Ísafirði 7. júní 1919. Hann andaðist á LSH í Fossvogi 19. jan- úar síðastliðinn og var jarðsung- inn frá Bústaða- kirkju 27. janúar. Ingibjörg Frið- finnsdóttir fædd- ist í Reykjavík 8. júlí 1924. Hún andaðist á krabbameins- lækningadeild 11E á Landspítala við Hringbraut föstudaginn 13. maí síðastliðinn og var jarðsungin í kyrrþey frá Lágafellskirkju. eina sem við eigum er augnablikið sem við lifum í, fortíðin er liðin og framtíðin óviss.“ Davíð og Inga kunnu að njóta augnabliksins og gleðjast með glöðum, þau voru starf- söm og slepptu sjaldan verki úr hendi, þau vildu nýta tímann sem best bæði til vinnu og leiks. Hver lið- in stund kemur jú aldrei til baka. Um árabil áttum við samleið, bæði í ferðum utanlands og innan. Hljóm- leikakvöldin þegar setið var heima í stofu, en samt ferðast til hljómleika- sala út um heim, þökk sé videotækni nútímans. Það hefur verið svo mikið skrifað að undanförnu um þau hjón bæði, að ég hef þar litlu við að bæta. Þetta eru því aðeins nokkur kveðju- orð að skilnaði frá ferðafélaga í gegnum árin. Nú hafið þið enn á ný lagt af stað í ferðalag. Og að gömlum og góðum íslenskum sið segi ég: Góða ferð. Aðstandendum votta ég samúð. Guðrún K. Jóhannsdóttir. MINNINGAR Hún fæddist inn í há- bjartan sumardaginn, hinn 15. júlí 1920, og kvaddi svo snögglega þessa jarðvist þegar dagur er hvað lengstur og sum- arið skartar sínu fegursta. Mikil kona með stórt hjarta er fall- in frá. Í dag þegar við kveðjum kæra frænku okkar, Ástu Laufeyju Har- aldsdóttur, koma fram í hugann margar minningar henni tengdar, góðar og bjartar eru þær allar og skilja eftir mikla hlýju í hjarta. Hún var falleg og ekki síst bráð- skemmtileg eljukona, sem einhvern veginn var alltaf yngri en árin sögðu til um. Hún hafði þægilegt viðmót, var fyrst og fremst góður félagi og mikil félagsvera sem hreif mann svo sann- arlega með sér í skemmtilegri frá- sögn og með dillandi hlátrinum. Hún var smekkmanneskja og fagurkeri mikill, ávallt fallega klædd og vel til- höfð svo eftir var tekið. Á heimili hennar var öllu komið fyrir af smekk- vísi og natni, hún var mikil húsmóðir, matráðskona hin besta og listamann- eskja í höndum. Það eru forréttindi að hafa fengið að hafa hana í sinni nánustu fjöl- skyldu frá barnæsku og fram á full- orðinsárin. Innilegar samúðarkveðjur sendum við fjölskyldu og ástvinum um leið og ÁSTA LAUFEY HARALDSDÓTTIR ✝ Ásta Laufey Har-aldsdóttir fædd- ist á Reyni í Innri- Akraneshreppi 15. júlí 1920. Hún andað- ist á Sjúkrahúsi Akraness laugardag- inn 25. júní síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 5. júlí. við kveðjum kæra frænku með virðingu og þökk. Jensína Ragna Ingimarsdóttir, Guðrún Björg Ingimarsdóttir og fjölskyldur. Á sinn hátt varð sum- arið litlausara og hrá- slagalegra við fráfall föðursystur minnar, Ástu Laufeyjar Har- aldsdóttur. Ásta var glæsileg kona, alltaf fylgdi henni hressileiki og glað- værð. Hispurslaus og hreinskiptin. Hún tilheyrði kynslóð sem ólst upp eftir að efni þjóðarinnar fóru að batna. Ólst upp í samvistum við fólk sem hægast hefði getað unnið störf við hlið fólks fyrir 1000 árum. Reyn- isheimilið var á allan máta samnefn- ari fyrir sveitaheimili þess tíma. Þar lifðu og störfuðu þrjár, fjórar kyn- slóðir. Baðstofulíf, eldra fólk í skjóli afkomenda. Fæðing og dauði var eðli- legur gangur lífsins. Lífsbaráttan snerist um að allir kæmust þokkalega af. Á æskuárum Ástu er byggður bær, flutt úr torfhúsi. Þegar þetta allt er sett í samhengi þá kemur manni í hug á hve ógnar stuttum tíma allt breyttist í okkar landi. Ekki einasta húsnæði og vinnubrögð, heldur við- horf, hugsunarháttur og lífsgildi. Systkinahópurinn á Reyni á þessum tíma voru fimm bræður og Ásta eina systirin, sem náði fullorðinsaldri. Sem eina systirin var hún bræðrum sínum oft traust stoð. Aðstæður foreldra þeirra voru samt um margt sérstæð- ar. Heimilið var mannmargt. En slíkt kom ekki í veg fyrir að kærleikar og gott uppeldi skiluðu þar hinu vænsta fólki. Ásta elst upp við hefðbundin bú- störf og annríki. Hún fór vafalaust að taka til hendinni, sem aðstæður og geta leyfðu. Vinnusemi og dugnaður voru alla tíð hennar helstu mannkost- ir. Sagt er að gömlu Reyniskerlurnar, frænka og Elísabet amma þeirra, hafi verið afar þrifnar og snyrtimennska þeirra orðlögð. Og hafi Ásta flutt úr föðurhúsum eitthvert veganesti fram- ar öðru var það einmitt sá kostur. Smekkvísi hennar í klæðaburði var mikil og af heimili fór hún ekki nema tilhöfð. Í sambýli við huldufólk og sagnir því tengdar ólst hún upp. Ásta hélt mörgum af þeim sögnum til haga og miðlaði síðan áfram, okkur hinum til fróðleiks, og ekki síst sem framlag inn í menningu þjóðarinnar sem teng- ist slíkum sögnum. Ásta stofnaði heimili á Akranesi og vann þar almenn störf og helgaði heimili og börnum starf sitt. Seinna flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar í allmörg ár. Föðursystir mín skipaði ávallt ákveðinn sess í lífinu. Ekki ein- asta var hún aldrei nefnd annað en Ásta systir. Skemmtileg vegna þess hvernig hún leit lífið á sinn hátt. Ekki reyni ég samt að halda því fram að ekki hafi hún á stundum þurft að taka á. Slíkt kemur fyrir í lífi okkra allra. Samskipti okkar hafa á síðustu árum hafa verið mér mjög dýrmæt og þakka ég væntumþykju hennar og tryggð. Seinustu árin hefur Ásta átt heimili í skjóli Guðmundar sonar síns og tengdadóttur. Fyrir það eiga þau heiður skilinn. Eðlilega jókst sam- gangur eftir að hún flutti á nýjan leik á Akranes. Ekki eru heldur margir dagar síðan hún kom hingað á Reyn í heimsókn. Þótt þessi vistaskipti séu alltaf þungbær er ekki annað en að þakka fyrir góðar minningar sem eft- ir lifa. Þakka ég Ástu fyrir ræktina sem hún sýndi okkur krökkunum sem seinna ólumst upp á Reyni og ekki síst þeim sem nú leika sér við Huldu- konuklett og Kastala, líkt og hún gerði fyrir réttum 80 árum. Börnum Ástu og fjölskyldum þeirra eru send- ar innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Benediktsson. Atvinnuauglýsingar Áhugavert og lærdómsríkt starf Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa á heimili fyrir fólk með einhverfu, Jöklaseli 2, Reykjavík. Um er að ræða mjög áhugavert og lærdómsríkt starf í vaktavinnu. Heil staða eða hlutastarf kemur til greina. Á heimilinu er veitt einstakl- ingsmiðuð þjónusta og unnið er eftir TEACCH samskiptakerfinu. Við leitum eftir áreiðanlegu fólki með jákvæð viðhorf og hæfni í mannleg- um samskiptum. Táknmálskunnátta er æskileg en ekki nauðsynleg. Skipulögð aðlögun er fyrir nýbyrjað starfsfólk undir handleiðslu fagfólks. Nánari upplýsingar veitir Margrét Steiney, (margretg@ssr.is) í síma 561 1180. Einnig veita Stefanía Muller, (stefania@ssr.is) í síma 533 1388 og Guðný Anna Arnþórsdóttir, (gudnya@ssr.is) í síma 533 1388 upplýsingar.  Laun eru í samræmi við samninga ríkisins og SFR  Með umsóknir er farið sem trúnaðarmál.  Aldurstakmark umsækjenda er 20 ár.  Umsóknarfrestur er til 22. júlí 2005. SSR starfar í samræmi við lög um málefni fatlaðra. Við ráðningar í störf hjá SSR er tekið mið af nýsamþykktri jafnréttisáætlun. Starfsstöðvar Svæðisskrifstofu eru reyklausar. Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum: Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. kynnir drög að tillögu að matsáætlun Á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. er nú hafið matsferli vegna fyrirhugaðrar stækkun- ar á urðunarstað að Strönd í Rangárþingi ytra. Sorpstöðin er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum verður unnið af Hönn- un hf. verkfræðistofu. Á vefsíðu Hönnunar (http://www.honnun.is) eru nú til kynningar drög að tillögu að matsáætlun framkvæmdar- innar. Kynningin stendur yfir til mánudagsins 29. júlí 2005. Framkvæmdaraðili vill hvetja al- menning og aðra til að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri til Hauks Einarsson- ar hjá Hönnun hf., Grensásvegi 1, 108 Reykjavík, haukur@honnun.is. Í endanlegri tillögu að matsáætlun verður gerð grein fyrir þeim ábend- ingum og athugasemdum sem kunna að berast. Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. Uppboð Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Austurvegi 6, Hvolsvelli, miðvikudaginn 13. júlí 2005 kl. 10.30 á eftirfarandi eignum: Brúnalda 3, Rangárþingi ytra, fnr. 225-8445, þingl. eig. Ásmundur Þór Kristinsson, gerðarbeiðendur Sparisjóður Hafnarfjarðar og sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Hlíðarvegur 5, Rangárþingi eystra, fnr. 219-4800, þingl. eig. Kiðja- berg ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Rangárþing eystra. Hlíðarvegur 7, Rangárþingi eystra, fnr. 219-4802, þingl. eig. Kiðja- berg ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Rangárþing eystra. Hlíðarvegur 9, Rangárþingi eystra, fnr. 219-4803, þingl. eig. Kiðja- berg ehf, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Rangárþing eystra. Hlíðarvegur 11, Rangárþingi eystra, fnr. 224-2224, þingl. eig. Kiðja- berg ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Rangárþing eystra. Hólmur, Rangárþingi eystra, lnr. 163871, þingl. eig. Garðar Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Kaupfélag Árnesinga. Hraunalda 6, Rangárþingi ytra, fnr. 198566, þingl. eig. Eikarás ehf., gerðarbeiðendur Rangárþing ytra og Útihurðir og gluggar ehf. Jaðar 2, Rangárþingi ytra, lnr. 197414, þingl. eig. Jens Gíslason, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins. Ketilhúshagi, lóð 3, ehl. gþ., Rangárþingi ytra, fnr. 219-5947, þingl. eig. Hildur Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing Búnaðarbanki hf. Kross 1a, lóð 186679, Rangárþingi eystra, fnr. 224-2683, þingl. eig. Ingimundur Bjarnason, gerðarbeiðandi Rangárþing eystra. Lunansholt, lóð 175636, Rangárþingi ytra, lnr. 175636, þingl. eig. Dælur eignarhaldsfélag ehf., gerðarbeiðandi Öflun ehf. Lyngás 1b, Rangárþingi ytra, fnr. 165114, þingl. eig. Bára Guðnadótt- ir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf. Mið-Mörk, Rangárþingi eystra, ehl. gerðaþola, lnr. 163780, þingl. eig. Gísli Sveinbjörnsson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitar- félaga. Núpakot,Rangárþingi eystra, lnr. 163705, ehl. gþ., þingl. eig. Núpa- kot ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Hvolsvelli. Núpur 2, Rangárþingi eystra, lnr. 164055, þingl. eig. Sigrún Kristj- ánsdóttir, gerðarbeiðendur Hekla hf., Kaupþing Búnaðarbanki hf. og sýslumaðurinn á Hvolsvelli. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 6. júlí 2005, Þórhallur H. Þorvaldsson, ftr. Atvinnuauglýsingar sími 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.