Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 43
ALDARAFMÆLI
KARÓLÍNA Margrét
Sveinsdóttir fæddist í
Reykjavík 8. júlí 1905.
Hún var dóttir hjón-
anna Helgu Sveins-
dóttur og Sveins Jóns-
sonar. Sveinn var
ættaður frá Tröð í Nes-
hreppi, og var hann
sjómaður. Helga var
Meðallendingur, ein af
þrettán börnum Sveins
Ingimundarsonar og
Karítasar Þorsteins-
dóttur á Efri-Ey í Með-
allandi, og var Jóhann-
es Sveinsson Kjarval
bróðir hennar. Helga dó í spönsku
veikinni 1918 og var Karólína Mar-
grét, þá fjórtán ára gömul, send til
Kanada til þess að búa hjá móður-
systur sinni sem var bóndakona í
Kandahar í Saskatchewan-fylki.
Karólína Margrét eða Margaret,
eins og hún var kölluð eftir að hún
kom til Kanada, sagði oft þá sögu að
henni fannst hún vera komin í mikið
ríkidæmi þegar hún kom til Kandah-
ar til móðursystur sinnar því að á því
heimili var til bæði píanó og bíll.
Taldi hún að dvölin yrði varla lengri
en fimm ár eða svo, og að henni lok-
inni gæti hún snúið til heimahag-
anna, þá orðin „a real lady“. Hún
áttaði sig samt fljótt á því að hún
hafði verið send til Kanada til að
hjálpa til við verkin á stóru og barn-
mörgu, en jafnframt fátæku heimili.
Margrét reyndist dugleg bæði til
verks og náms og fékk þegar á
fyrsta námsári verðlaun fyrir náms-
árangur í ensku. Lagði hún alla ævi
metnað sinn í að tala enskuna hreim-
laust.
Í Kandahar kynntist Margrét eig-
inmanni sínum Jim Morrison. Þau
stofnuðu fyrst bú í Dafoe í Saskatc-
hewan og ráku þar járnvöruverslun í
nokkur ár eða þar til þau töpuðu öllu
í kreppunni miklu á þriðja áratugn-
um. Þá fluttu þau hjónin til Banff í
Alberta þar sem þau ráku járnvöru-
verslun og seinna sportvöruverslun.
Einnig leigðu þau út skíðakofa, the
Morrisons cabins. Þau hjónin voru
samt þekktari fyrir framlag sitt til
skíðaiðkunar í Kletta-
fjöllunum. Áttu þau
meðal annars mikinn
þátt í því að setja upp
fyrstu skíðalyftuna í
Banff. Á stríðsárunum
sáu þau um rekstur
Norquay-skíðastaðar-
ins fyrir utan Banff, en
þangað voru sendir
bæði breskir og kanad-
ískir hermenn í heilsu-
bótarleyfi. Margrét
stundaði skíðaíþróttina
af miklu kappi og þótti
frábær skíðakona. Eru
til margar myndir af
henni við þá iðkun og einnig var hún
oft og tíðum fyrirsæta fyrir evr-
ópska skíðafataframleiðendur. Á
fimmta áratugnum urðu þau hjónin
umboðsmenn fyrir hið þekkta golf-
fyrirtæki Titlest. Þetta fyrirtæki
ráku þau hjónin af miklum krafti,
fluttu það til Vancouver, og létu þar
af störfum 1960.
Margrét eignaðist þrjú börn, Dor-
othy, Joyce og Gordon, en hann var
þekktur skíðamaður og keppti fyrir
Kanada á vetrarólympíuleikunum
1952. Gordon lagði stund á námu-
verkfræði í Colorado og lauk þaðan
doktorsprófi. Hann fórst í flugslysi
1972 er hann var að kanna námu-
svæði þar. Joyce var vel þekktur
kennari í Calgary, en Dorothy og
eiginmaður hennar tóku við rekstri
fyrirtækis þeirra Margrétar og Jim
Morrison. Margrét á fjölda afkom-
enda í Kanada og Bandaríkjunum, á
meðal þeirra má telja James Gosl-
ing, sem er höfundur Java.
Síðustu 15 árin hefur Margrét bú-
ið í Calgary og hefur verið við góða
heilsu bæði andlega og líkamlega.
Hún fékk þó lungnabólgu þegar hún
var 96 ára og hefur heldur hrakað
upp úr því.
Hinn 8. júlí mun Margrét hverfa
aftur um stund til Klettafjallanna, er
hún og barnabörnin ásamt stórfjöl-
skyldunni munu halda upp á 100 ára
afmælið á Rimrock-hótelinu í Banff,
Alberta.
Hallgrímur Benediktsson,
ræðismaður Íslands, Calgary.
KARÓLÍNA MARGRÉT
SVEINSDÓTTIR
MORRISON
FRÉTTIR
IÐNSKÓLINN í Reykjavík útskrif-
aði í vor tíu nemendur úr sérnámi
fatlaðra, en slíkt nám hefur verið í
boði við skólann frá árinu 1986.
Nemendurnir luku fjögurra ára
starfstengdu námi, fimm úr saumum
og fimm úr starfsnámi málmiðna.
Hópurinn fór ásamt fimm kenn-
urum í vikuferð til Svíþjóðar. Meg-
intilgangur ferðarinnar var að heim-
sækja Wenströmska framhalds-
skólann í Västerås en einnig var
dvalið í Stokkhólmi.
Síðari hluta vikunnar var dvalið í
Stokkhólmi. Fjármagn til ferð-
arinnar fékkst frá Leonardó da
Vinci-starfsmenntaáætlun
Evrópusambandsins, Nordplus
Junior-verkefni Norðurlandaráðs og
úr skólasjóði Iðnskólans í
Reykjavík.
Hópurinn við Hotell Aabrin í Västerås: Brynjar, Alfreð, Kjartan, Árni, Magnús, Sólveig, Birna, Hrefna, Konný,
Hallmar, Matthildur, Fríða, Sigurður og Aníta. Á myndina vantar Fjölni en hann stóð á bak við myndavélina.
Útskrifuðust úr sérnámi fatlaðra
KB banki hefur afhent minning-
arsjóði Þorbjörns Árnasonar – Í
hjartastað eina milljón króna.
Fénu verður varið til kaupa á
gervihjarta fyrir hjartaskurðdeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Gervihjartað hefur valdið bylt-
ingu í hjartaskurðlækningum og
er stórt skref í vörnum gegn
ótímabærum dauðsföllum af völd-
um hjartaáfalla. Gervihjartað sér
um að dæla blóði úr biluðum
vinstri slegli hjartans yfir í ósæð-
ina og þannig út um líkamann,
segir í fréttatilkynningu.
Myndin er frá afhendingu
styrksins. F.v. Birna Sigurð-
ardóttir, eftirlifandi eiginkona
Þorbjörns, Friðrik S. Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri við-
skiptabankasviðs KB banka, Anna
Stefánsdóttir, starfandi forstjóri
LSH, og séra Hjálmar Jónsson,
formaður sjóðsstjórnar Í hjarta-
stað.
KB banki
styrkir
minningar-
sjóðinn Í
hjartastað
ÞRÍR kappar ætla sér að fara á reið-
hjólum yfir hálendið en þeir leggja af
stað frá Ingólfstorgi í dag klukkan
tólf og áætla að koma til Akureyrar
rúmum þrjátíu klukkustundum síð-
ar. Tilgangur fararinnar er sá að
styrkja för tveggja ára stúlku, Kol-
brúnar Rósar Erlendsdóttur, en hún
er með krabbamein og mun gangast
undir beinmergsskipti í Svíþjóð í
ágúst.
Arnaldur Birgir Konráðsson, einn
hjólreiðakappanna, segir að þeir
muni hjóla 410 kílómetra og muni
allir leggja sitt af mörkum en hinir
tveir heita Evert Víglundsson og Ró-
bert Traustason.
„Við hjólum allir og þetta verður
gert án hvíldar en við erum allir í
toppformi og höfum æft stíft,“ segir
Arnaldur en þeir félagar eru starf-
andi einkaþjálfarar.
Arnaldur segir að það muni gefa
þeim aukakraft að hjóla í þágu þessa
verðuga málstaðar.
„Kolbrún er búin að vera mjög
dugleg og þar sem maður er heill
finnst manni sjálfsagt að leggja lið
en yfirskrift verkefnisins er „Kraftar
í þágu kraftaverks“.“
Þeir sem vilja styrkja verkefnið
geta lagt inn á eftirfarandi reikning:
0315-13-300882.
Ætla sér að hjóla yfir hálendið á rúmum þrjátíu tímum
„Kraftar í þágu kraftaverks“
FERÐAMÁLASKÓLI Mennta-
skólans í Kópavogi lauk sínu 18.
starfsári nýverið með því að út-
skrifa 28 nemendur. Í þetta sinn
útskrifuðust nemendur af tveimur
námsbrautum. Fimmtán nemend-
ur luku einnar annar flugþjón-
ustunámi en markmið námsins er
að undirbúa verðandi flugfreyjur
og flugþjóna undir störf um borð í
flugvélum. Þrettán nemendur
luku starfstengdu ferðafræða-
námi sem samanstendur af
tveggja anna bóklegu námi auk
3ja mánaða starfsþjálfunar í
ferðaþjónustufyrirtæki.
Tveir nemendur fengu viður-
kenningu fyrir góðan námsárang-
ur. Ásta Karen Ágústsdóttir fyrir
flugþjónustunámið og Kristrún
Klara Andrésdóttir fyrir starfs-
tengda ferðafræðinámið.
Útskrift úr ferðamála-
skólanum í Kópavogi
LOUIS Bardollet, sendiherra
Frakka á Íslandi árin 2000 til 2004,
var sæmdur stórriddarakrossi með
stjörnu, hinn 16. júní sl. Tómas Ingi
Olrich, sendiherra Íslands í París,
afhenti Bardollet orðuna í móttöku
sem haldin var af þessu tilefni í bú-
stað sendiherra.
Í starfi sínu sem sendiherra
Frakka á Íslandi var Bardollet at-
kvæðamikill og stuðlaði að fjöl-
breyttum samskiptum Frakka og
Íslendinga. Sem dæmi má nefna
fjölbreytt samstarf á sviði vísinda,
en rannsóknarsjóður á því sviði,
kenndur við Jules Verne, var stofn-
aður árið 2003. Hann kom einnig að
hinni umfangsmiklu Íslandskynn-
ingu sem haldin var í París árið
2004.
Í ávarpi sínu til Bardollet minnt-
ist Tómas Ingi Olrich sendiherra
þeirra starfa sem Bardollet hefur
unnið í þágu samskipta milli Ís-
lands og Frakklands, og þakkaði
framlag hans til þeirra. Bardollet
þakkaði sömuleiðis fyrir þau ár sem
hann átti á Íslandi og lýsti ánægju
sinni með að ljúka þar starfsferli
sínum sem sendiherra.
Louis Bardollet sæmdur
stórriddarakrossi
NÚ ÞEGAR hafa fimm Íslendingar
skráð sig til leiks í alþjóðlegum æsku-
lýðsbúðum sem fram fara í Nablus
dagana 20. júlí til 5. ágúst nk. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
Félaginu Ísland-Palestína, en félagið
sér um að vekja athygli á búðunum og
sjá um þátttökuskráningu.
Það eru Palestínsku læknishjálpar-
samtökin (UPRMC), sem standa fyrir
æskulýðsbúðunum, en samtökin hafa
lengi verið einn helsti samstarfsaðili
Félagsins Ísland-Palestína á palest-
ínsku herteknu svæðunum. Í búðun-
um mun ungt fólk og námsmenn á
aldrinum 20 til 35 ára taka þátt í sjálf-
boðastarfi í gömlu borginni, flótta-
mannabúðum og þorpum í kringum
Nablus. Auk þess verður farið í vett-
vangsferðir, palestínsk menning
kynnt og ýmislegt til gamans gert á
kvöldvökum. Þátttakendur greiða
sjálfir fargjaldið til Palestínu, en
UPRMC sjá um húsnæði og veita 100
evrur í styrk á mann, fyrir mat og
öðru tilfallandi.
Allar nánari upplýsingar veita
Sveinn Rúnar í síma 895 1349 eða net-
fanginu srh@heima.is og Borgþór í
síma 898 0359 eða netfangi borg-
tor@mmedia.is. Enn er tekið við
skráningum.
Alþjóðlegar æskulýðs-
búðir í Nablus
FYRSTA brautskráning nýstúd-
enta frá Menntaskólanum Hrað-
braut fer fram í Bústaðakirkju
laugardaginn 9. júlí kl. 11. Alls
munu útskrifast 36 nemendur frá
skólanum.
Menntaskólinn Hraðbraut er nýr
valkostur fyrir nemendur sem býð-
ur nám til stúdentsprófs á aðeins
tveimur árum. Að hausti 2005 hefja
140 nemendur nám í Mennta-
skólanum Hraðbraut.
Hraðbraut út-
skrifar fyrstu
stúdentana