Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 47

Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 47 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstu- daga kl. 14 í sumar, aukaumferðir eftir kaffihlé. Vinnu- og baðstofa, allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Pútt- völlur kl. 10–16.30. Bingó fellur niður í og júlí. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, fótaaðgerð, frjálst að spila í sal. Ferðalag 14. júlí. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Landmannalaugar 14. júlí, dagsferð. Ekið um Þjórsárdal og Sigöldu til Landmannalauga. Í bakaleið er Dómadalsleið ekin með viðkomu í Landmannahelli, síðan um Landveg til Selfoss og Reykjavíkur. Kaffi og meðlæti í Hestheimum Leiðsögn: Þórunn Lárusdóttir. Laus sæti. Upp- lýsingar og skráning í síma 588 2111. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin. Kl. 9 baðþjónusta, fóta- aðgerð. Kl. 9 hárgreiðsla. Kl. 10 pútt. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó 2. og 4. föstudag í mánuði. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Brids kl. 13. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrt- ing 517 3005. Dagblöðin liggja frammi til aflestrar. Hæðargarður 31 | Listasmiðja og Betri stofa opin 9–16. Púttvöllurinn alltaf opinn. Gönguhópurinn Gönu- hlaup kl. 9.30. Bridge kl. 13.30. Fótaaðgerðarstofa sími 897 9801. Dagblöðin liggja frammi. Hádeg- ismatur. Síðdegiskaffi. Skráningu á haustnámskeiðin lýkur 1. ágúst. Kíktu við eða hringdu í síma 568 3132. Allir alltaf velkomnir. Norðurbrún 1, | Hárgreiðslustofan verður lokuð frá 12. júlí til 8. ágúst. Fótaaðgerðastofan lokuð frá 27. júlí til 8.ágúst. Vinnustofur lokaðar í júlí –15. ágúst. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13.30–14.30 sungið v/ flygilinn. Kl. 14.30–14.45 kaffiveit- ingar. Kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Leikfimi kl. 10. Hárgreiðslu– og fótaaðgerð- arstofur opnar. Bingó kl. 14. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g3 a6 7. Bg2 Bd7 8. 0-0 Rc6 9. a4 Be7 10. h3 h5 11. b3 Rxd4 12. Dxd4 Dc8 13. Dd3 Dc7 14. Rd1 0-0 15. Re3 Bc6 16. Ba3 Hfd8 17. c4 Rd7 18. De2 Rc5 19. Bxc5 dxc5 20. Dxh5 Hd3 21. Hab1 Db6 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í Varsjá. Stefán Krist- jánsson (2.461) hafði hvítt gegn Cy- ril Marzolo (2.388). 22. Rd5! exd5? 22. … Dd8 var skárra þar eð nú fær hvítur létt unnið tafl. 23. exd5 Be8 24. De2 Hxb3 25. Hxb3 Dxb3 26. Dxe7 Db6 27. d6 Hd8 28. He1 f6 og svartur gafst upp um leið þar eð eft- ir t.d. 29. Bd5+ Kh7 30. He4 er fátt sem gleður augað í stöðu hans. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. EM á Tenerife. Norður ♠ÁD976543 ♥KD852 ♦– ♣– Mikil skiptingarspil hafa hvetj- andi áhrif á spilara og breyta þeim flestum úr kyrrsetumönnum í stangarstökkvara. Átta-fimm-núll- núll-skipting er mjög örvandi. Nú er að sjá hvernig lesandinn bregst við með spil norðurs. Aust- ur er gjafari og NS á hættu. Þegar kemur að norðri hafa sagnir farið furðu rólega af stað: Vestur Norður Austur Suður – – 1 lauf Pass 1 hjarta ? Hver er sögnin? Jafnvel rólyndustu menn gætu ekki stillt sig um að segja minna en fjóra spaða. Og satt að segja er það mjög eðlileg sögn, þótt hún sé ekki sérlega frumleg. En það er aldrei of varlega farið. Spilið er frá blönduðu sveitakeppninni á Kan- aríeyjum og leit þannig út í heild sinni: Norður ♠ÁD976543 ♥KD852 ♦ ♣ Vestur Austur ♠G ♠K1082 ♥G9643 ♥Á10 ♦Á942 ♦K105 ♣K94 ♣Á532 Suður br ♠– ♥7 ♦DG8763 ♣DG10876 Sagnir voru víða á þessum nót- um: Vestur Norður Austur Suður – – 1 lauf Pass 1 hjarta 4 spaðar Dobl 5 tíglar Dobl 5 spaðar Dobl Allir pass Fjórir niður og 1100 í AV. Ekki beint það sem norður hafði í huga. Eitt NS-par náði þó tölunni, en þar voru að verki Birman-hjónin frá Ísrael. David Birman var í norður og hann ákvað að bíða átekta einn hring: Vestur Norður Austur Suður – – 1 lauf Pass 1 hjarta Pass ! 1 spaði Pass 1 grand 2 spaðar Allir pass Vörnin var úti á túni og David vann tvo spaða eftir hjartaásinn út. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is MYNDLISTARMAÐURINN Hlynur Hallsson opnar sýninguna „vegamyndir – roadmovies“ í Gall- eríi ash í Varmahlíð á morgun klukkan 14. „Á sýningunni eru átta textaðar ljósmyndir sem henta sérstaklega vel fyrir ferða- menn sem eiga leið um þjóðveg númer 1 því þær eru á íslensku, þýsku og ensku,“ segir í kynningu um sýninguna. Verkin eru öll frá þessu ári og hafa verið sýnd hjá Galleri 21 í Malmö og Galerie Ro- bert Drees, en hér er um Íslands- frumsýningu að ræða. Hlynur Hallsson fæddist á Ak- ureyri 1968. Hann nam myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og við listaháskólana í Düs- seldorf, Hamborg og Hannover þar sem hann lauk mastersnámi 1997. Hlynur hefur haldið yfir 30 einkasýningar á síðustu árum og tekið þátt í um 50 samsýningum. Nú standa einnig yfir sýningar á verkum hans hjá Büro Otto Koch í Dessau og í Deutzer Brücke í Köln. Hlynur er bæjarlistamaður Akureyrar 2005. Hann hefur kennt myndlist við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri, skrifað um myndlist og rekið sýningarstaðina Villa Mi- nimo og Kunstraum Wohnraum í Hannover og á Akureyri og verið einn fjögurra myndlistarmanna sem reka sýningarstaðina Garður- Udhus-Küche + (GUK+). Vegamyndir Hlyns Hallssonar í Varmahlíð Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á www.hallsson.de. HÚSGAGNASMIÐURINN og lista- maðurinn Árni Björn Guðjónsson hefur opnað málverkasýningu á veitingastaðnum Galíleó, Hafn- arstræti 1. Árni Björn Guðjónsson stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykja- vik á árunum 1957 til 1962. Hann sat þá námskeið hjá til dæmis Ásmundi Sveinssyni, Veturliða Gunnarssyni, Hring Jóhannessyni, Hafsteini Aust- mann, Ragnari Kjartanssyni og fleir- um. Á þeim tíma var hann duglegur að fara á sýningar og lifði og hrærðist í myndlistarlífinu. Veturliði Gunn- arsson var hans aðalkennari og læri- meistari þá. Árni hefur ekkert málað síðan en nú á þessu ári hóf hann að mála á ný. Hann er með meistarabréf í hús- gagnasmíði og rak innréttingaverk- stæði um árabil og húsgagnaverslun. Aðspurður hvort hann hafi ekki sakn- að myndlistarinnar öll þessi ár svarar hann að víst hafi hann oft hugsað til hennar. „Ég fékk ákveðna útrás fyrir listræna sköpun í starfi mínu sem tré- smiður þar sem ég teiknaði oft upp innréttingar og fleira.“ Myndlistin hefur fengið stórt hlut- verk í lífi hans á ný og hann er fullviss um að ekki verði aftur snúið. Draum- urinn er að fá betra vinnusvæði því afköstin eru mikil hjá Árna og allt að fyllast af myndum og því sem þeim fylgir. Myndirnar, sem til sýnis eru í gall- eríinu Galíleó, eru af íslensku lands- lagi en hann hefur einnig málað myndir á Spáni og af landslaginu þar. „Ég reyni að grípa litina úr nátt- úrunni og finnst sólarlagið alltaf ein- stakt myndefni,“ segir Árni að lokum. Sýningin stendur til 27. júlí og er opin frá kl. 11.00 til 23.00 alla daga. Málar að nýju eftir langt hlé Morgunblaðið/Eyþór Árni Björn Guðjónsson trésmiður hefur tekið pensilinn fram eftir langt hlé og sýnir á veitingastaðnum Galíleó. TÍMARITIÐ Reykjavík Grapevine og Gallerí Humar eða frægð! opna, í samstarfi við Gisp! hópinn og JPV bókaútgáfuna, listsýninguna „Myndasögur í sprengjubyrgi“ í Galleríi Humar eða frægð! að Laugavegi 59 (Kjörgarði, Bónus) í dag kl. 18. Sýningin stendur yfir í tvo mánuði og verða sýnd verk eftir m.a. Ólaf J. Engilbertsson, Bjarna Hinriksson, Jóhann L.Torfason, Halldór Bald- ursson, Þórarin Leifsson, Braga Halldórsson og fleiri sem kenndir eru við GISP! hópinn. Auk þessa verða sýnd verk eftir Erró, Hallgrím Helgason, Gunnar Karlsson, Gunnar Hjálmarsson, Lauru Valentino, Úlf Kolka og Hug- leik Dagsson ásamt völdum teikn- uðum myndum upp úr nýjasta tölu- blaði Grapevine. Sýningarskráin er myndasögubók þar sem Grapevine kynnir fyrstu þjóðlegu íslensku ofurhetjuna, Lundamanninn. Í myndasögubók- inni verða einnig myndasögur eftir Hugleik ásamt upplýsingum um til- urð og sögu GISP! hópsins. Í tilefni af opnuninni mun hljóm- sveitin Kimono leika lög af plötu sinni Arctic Death Ship en útgáfa hennar er ráðgerð á næstu dögum. Sama dag kemur síðan út níunda tölublað þessa árs af tímaritinu The Reykjavík Grapevine. Til að tóna blaðið og sýninguna saman, þá munu að þessu sinni allar myndir í blaðinu verða teiknaðar en það er, eftir því sem útgefendur Grapevine komast næst, í fyrsta skipti sem slíkt er gert hérlendis. Myndasögur, teiknað tímarit og lifandi tónlist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.