Morgunblaðið - 11.07.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.07.2005, Qupperneq 2
2 F MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Efnisyfirlit Akkurat ................................ 24–25 Ás .................................................. 47 Ásbyrgi ........................................... 6 Bifröst ............................................. 7 Borgir ................................... 36–37 DP fasteignir .............................. 39 Eignaborg .................................... 41 Eignamiðlunin .................... 28–29 Eignaval ........................................ 15 Fasteign.is ........................... 32–33 Fasteignamarkaðurinn .......... 4–5 Fasteignamiðstöðin ................. 44 Fasteignasala Íslands .............. 23 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 22 Fasteignastofan .......................... 19 Fjárfesting .................................. 43 Fold .................................................. 9 Foss ............................................... 27 Garðatorg ...................................... 8 Garður .......................................... 42 Gimli ...................................... 26–27 Heimili .......................................... 55 Híbýli ............................................ 56 Hof .................................................. 10 Hóll .................................................. 3 Hraunhamar ......................... 20–21 Húsakaup ............................. 40–41 Húsalind ...................................... 48 Húsavík ........................................ 53 Húsin í bænum ............................. 31 Höfði ..................................... 46–47 Klettur ......................................... 45 Lundur .......................................... 52 Lyngvík ........................................ 52 Miðborg .................................. 12–13 Skeifan ......................................... 49 Valhöll .................................. 16–170 F yrrum ábúendur Stafholts- eyjar í Bæjarsveit í Borg- arfirði, hjónin Sigurður Sigfússon og Sigríður Páls- dóttir Blöndal, hafa hreiðrað um sig í ellinni í nýinnfluttu einbýlishúsi úr timbureiningum frá Svíþjóð og látið sonum sínum eftir gamla bæinn og jörðina. Húsið var reist í lok janúar fyrir réttum tveimur árum í 13 stiga frosti milli lægða og tók uppsetningin tvo daga við erfiðar aðstæður með tveimur smiðum og kranabílstjóra. THE ráðgjöf ehf., sem Þorgeir Örn Elíasson stýrir, flutti húsið inn frá Svenska Träelement ab. í Enköping í Svíþjóð og hefur verið að kynna það fyrir markaðnum hér á Íslandi síðan enda verðlagningin á því hagstæð og smíðin mjög sterkleg og vönduð. Húsið sem er 80 fermetrar kom í stórum einingum, gaflarnir heilir en hliðarnar í tveimur einingum eða fleirum ef húsið væri stærra. Eining- arnar koma einangraðar með ísettum gluggum með þreföldu gleri og grunnmálaðar að utan. Hver kaupandi getur fengið húsið hannað að eigin óskum frá arkitekt- um framleiðandans þar sem húsin eru meira og minna óstöðluð. Að sögn Þorgeirs þarf kaupandinn að láta ganga frá grunninum sjálfur í samræmi við húsið en síðan er upp- setningin framkvæmd af tveimur smiðum og kranabílstjóra eins og fyrr segir. „Við góðar aðstæður er uppsetn- ingin dagsverk á þessari stærð húsa, en tveir dagar þegar hússtærð fer mikið yfir hundrað fermetrana," segir Þorgeir. „Öll nákvæmni er mikilvæg í undirbúningnum þannig að skekkja má ekki vera meiri en 3 mm. í útlínum heildarramma hússins og burðarein- ingar þaksins eru síðan hlutar af milliveggjum. Takist skiplag und- irbúningsvinnunnar vel tekur milli 15 – 20 mínútur að setja niður hverja einingu og tengja saman við sam- liggjandi einingar og skýrir þetta ná- kvæmniskröfurnar sem framleiðand- inn leggur mikið upp úr.“ Húsið í Stafholtsey sem gengur nafninu “Siggishus" í Svíþjóð er ein- angrað með 195 mm. þykkri steinull í útveggjum og 330 mm. í þakeining- unum sem er langt umfram íslenskar byggingarkröfur. Vegna þessarar miklu einangrunar sáu þau hjón sér leik á borði og nota heitavatnsaffallið frá gamla býlinu sem leitt er um hús- ið undir gólfunum og er hitanýtingin rómuð, enda slík gólfhitun að ryðja sér æ meir til rúms með þessum hætti. Húsbændur í Stafholtsey fullyrða að kaupin hafi verið sérlega hagstæð og þetta veglega hús kostað á sínum tíma fast að 8 milljónum króna eða um 100 þúsund krónur fermeterinn á sama tíma sem sambærileghús hafi verið um 140-150 þúsund krónur tilbúin undir tréverk, en í þessum kaupum fylgdi vönduð eldhúsinnrétt- ing með tækjum, allar úti- og inni- hurðir, veltigluggar ásamt öðrum gluggum, panill í loftum, parket á gólfum ásamt vöskum og salerni. Vegna þess hversu auðveld uppsetn- Sænskt timb- ureiningahús vekur athygli Uppsetningin tók aðeins tvo daga, en þá var búið að loka húsinu. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Þau Sigurður og Sigríður sitja hér í rúmgóðri stofunni. Stafholtsey í Borgarfirði. Þetta er einbýlishús, 80 ferm. að stærð, innflutt frá Svíþjóð. Á húsinu eru þrír veltigluggar. Frá vinstri: Sigurður Sigfússon, bóndi í Stafholtsey og Sigríður Pálsdóttir Blöndal, kona hans, Þorgeir Örn Elíasson, umboðsmaður framleiðanda og Örn Egilsson. ingin er og gengur fljótt fyrir sig, reynist þessi smíðamáti vel til af- skekktra sveita ekki síður en í þétt- býli. Svenska Träelement ab. hefur sér- hæft sig í smíði timbureiningahúsa til margra ára og framleiðir ásamt ein- býlishúsum, raðhús, fjölbýlishús, skóla, sjúkrahús, flugturna auk sum- arbúðstaða í öllum stærðum og gerð- um og allar þær byggingar eftir ósk- um viðskiptavinanna. „Húsið er mjög vandað og hefur reynst frábærlega í verstu veðrum, “ segir Þorgeir og bætir við að lokum að hann hafi verið að kynna þessi hús undanfarna mánuði og er áhugi þegar vakinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.