Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 18
18 F MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Það tekur ár ef ekki aldir aðbreyta hugsunarhættiþjóða. Það er ekki einusinni heil öld síðan Íslend- ingar bjuggu flestir í mjög lélegu húsnæði. Til sveita var það gamli torfbærinn og í þorpum sem síðar urðu að bæjum var ekki hátt risið á húsum yfirleitt. Það var ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari, eftir hersetu Breta og Bandaríkjamanna, að farið var að byggja varanlegt hús- næði hérlendis í stórum stíl, allavega í stórum stíl á þessa lands mæli- kvarða. Einn versti óvinur í hverju koti var kuldinn, þessi skolli sem smaug um hverja sprungu, um hverja rauf frá hausti til vors. Þá var fátt talið verra en gólfkuldi og dragsúgur, magnað orð dragsúgur og kemur víða fyrir í rituðu máli og jafnvel hægt að finna kuldahrollinn um leið og það er lesið eða mælt. Það er því engin furða þó það hafi verið barátta hvers og eins, jafnt tómthúsmannsins sem hins tigna, að vinna bug á kuldanum, að fá yl var fyrir öllu. Þetta hefur verið baráttan fram eftir síðustu öld sem er nýgengin fyr- ir ætternisstapa. Vissulega vannst sigur í þeirri baráttu og þar réð úr- slitum lega landsins; að það skuli vera á Atlantshafssprungunni og ungt að árum, enn að myndast og stutt í eimyrjuna. Og nú streymir jarðvarminn inn í hvers manns rann og veitir ótæm- andi yl, ódýran yl. En þegar kuldaboli hefur verið endanlega lagður að velli kemur upp furðulegt vandamál öllum að óvör- um, enginn gat séð það fyrir. Of mikill hiti Vandamálið er of mikill hiti. Hvernig má það vera að á þessu kalda landi, því það er það svo sann- arlega, sé of mikill hiti vandamál? Þetta er afleiðing af framförum og breyttum at- vinnuháttum. Hús eru byggð á allt annan hátt en áður og úr öðrum efnum. Þó að margt megi finna að byggingariðn- aði hér á landi, eins og víðast hvar á Vest- urlöndum, þá er ekki vafi á því að húsin eru vandaðri að flestu leyti en áður, þau eru þéttari og heitari þar sem hitagjafinn er öruggari og ódýr- ari, auk þess sem ætla má að stýri- tæki séu nákvæmari þó það sé um- deilanlegt. Ekki síst hefur gler í gluggum mikið að segja, tvöfalt gler nútímans og einangrun utan á húss- krokknum vinna saman að því að halda hitanum inni. En enginn getur verið án súrefnis og þess vegna verður að endurnýja loftið innanhúss og þar vantar tals- vert á að við gætum að okkur. Þó við búum á norrænum breiddargráðum gefur sólin umtalsverðan hita þegar hún hækkar á lofti og ekki má gleyma öllum ókeypis varmagjöf- unum sem nú eru inni á gafli og þar eru tölvurnar ónískar. Það er einmitt í skrifstofuhúsnæði fyrst og fremst, líklega einnig í skól- um, þar sem yfirhitun húsnæðis er orðin verulegt vandamál hérlendis yfir sumartímann sérstaklega, en vandamálið skýtur upp kollinum árið um kring. Margar leiðir hafa verið farnar til að vinna gegn of miklum hita innanhúss og stundum hefur verið farið inn á algjörar villigötur. Þar má nefna plastfilmu sem límd er innan á gler í gluggum og endurkast- ar sólarorkunni. Því miður endar það yfirleitt með þeim ósköpum að rúð- urnar springa vegna misþenslu. Í sumum húsum eru loftræsikerfi sem á að vera hægt að beita til hit- unar, til loftskipta og einnig til kæl- ingar. Kæliraftar eru að verða al- gengir en hér er ekki rými til að skýra hvers konar tæki það eru, má þó nefna að þeir kæla en loftræsa ekki. Það sem verður að gera í framtíð- inni er að þetta verður að leysa strax á teikniborðinu, þegar lagnakerfin eru hönnuð. Það er ótrúlegt en satt að stórar og glæsilegar húsbygg- ingar, sem hafa verið reistar á allra síðustu árum, eru með þessum ágöll- um að vera allt of heitar yfir sólrík- asta tíma ársins, þetta er mikið vandamál sem verður að leysa. Það er lífseigt í genum þessarar þjóðar að hugsa eingöngu um að fá nægan hita, en gera sér ekki enn ljóst að það getur orðið of mikið af því góða. Er allt fengið með nægum hita? Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Það er ekki nægilegt að tryggja nægilegan varma í nútímabyggingum, það verður einnig að tryggja að varminn verði ekki of mikill og óviðráðanlegur. Sigurður Grétar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.