Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.07.2005, Blaðsíða 50
50 F MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hvílir viss ljómi yfir gamla húsinu Garðastræti 15 í Reykjavík, Unuhúsi svokölluðu. Húsið er nefnt eftir Unu Gísladóttur (1855–1924), sem leigði þar út herbergi og hafði kostgangara og Erlendur sonur hennar eftir hennar dag. Una seldi fæði ódýrar og leigði herbergi lægra verði en aðrir hér í bæ. Þess vegna dróst einkum að húsi hennar fólk, sem lítil hafði auraráð eða hvergi átti þak yfir höfuðið. Húsið var líka þekkt aðsetur ungra skálda og listamanna á fyrstu áratugum 20. aldar og því má vel halda því fram að þar hafi verið eitt helsta menningarsetur landsins á sínum tíma. Það er ef til vill þess vegna sem maður fyllist lotningu við það eitt að sjá Unuhús tilsýndar. Maður hefur einhvern veginn á tilfinningunni að þarna hafi oft átt sér stað spaklegri samræður en í öðrum húsum á Ís- landi. Sá virðingarsess sem Unuhús skipar í menningarsögu landsins staf- ar meðfram af því að um húsið hafa verið skrifaðar lærðar greinar, og raunar heilu bækurnar af snjöllustu rithöfundum þjóðarinnar á síðustu öld. Í þeim hópi eru ekki ómerkari menn en Þórbergur Þórðarson og Halldór Kiljan Laxness, enda voru báðir tíðir gestir í þessu húsi á fyrri hluta síðustu aldar. Hús með sál Hvað sem allri lotningu og fortíð- arþrá líður er hitt víst, að það er mikil sál í þessu húsi. Maður finnur það um leið og maður stígur inn fyrir þrösk- uldinn. Húsráðandi, Gestur Ólafsson arki- tekt og skipulagsfræðingur, tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara á tröppunum og leiðir þá inn í hýbýlin. Þarna er skápurinn undir stiganum, þar sem Jón sinnep var látinn sofa úr sér brennivínsvímuna, og það brakar í stiganum þegar gengið er upp á loftið. Á loftinu, í norðurvesturendanum, er herbergið sem Stefán frá Hvítadal gisti í þegar hann kom í bæinn. Þá gerðu þeir Þórbergur og Kiljan sér einatt far í Unuhús til að heilsa upp á skáldið. Gestur Ólafsson keypti húsið ásamt þáverandi eiginkonu sinni Ernu Ragnarsdóttur, af föður Ernu, Ragn- ari Jónssyni í Smára, um miðjan átt- unda áratug síðustu aldar. Húsið var þá í niðurníðslu að sögn Gests. „Guð- mundur Jónsson lyfjasveinn byggði húsið árið 1896, og augljóslega af tals- verðum vanefnum, segi ég sem arki- tekt, eftir að hafa rannsakað bygg- ingu hússins og síðan endurbyggt,“ sagði Gestur. „Þegar maður kaupir svona gamalt hús er ekki um nema tvennt að ræða: Annaðhvort að rífa það eða endur- byggja frá grunni. Vegna sögu húss- ins fannst okkur ekki koma til greina að rífa það. Það hefði orðið menning- arsögulegt slys og því var ákveðið að endurbyggja það í upprunalegri mynd, eftir því sem kostur var. Við urðum þó að byrja á því að færa húsið til, neðar í lóðina, og finna leið til að lyfta því, þar sem Garðastrætið hafði verið hækkað og jarðvegurinn kom- inn talsvert upp á veggi. Þess vegna var grafið út fyrir kjallara og við- byggingu, sem ekki hafði verið áður. En veggir og þil, gólf og stigi í gamla húsinu voru látnir halda sér sem næst upprunalegri mynd. Það þurfti hins vegar að einangra alla veggi og þak, því hér var engin einangrun. Allir gluggar og hurðir voru líka færð í upprunalegt horf.“ Gestur sagði að til að geta búið í húsinu hefði verið óhjákvæmilegt að byggja við það, og viðbyggingin var reist út í garðinn til austurs. Allir út- veggir gamla hússins voru hins vegar látnir halda sér og því er tiltölulega auðvelt að færa húsið aftur í uppruna- lega mynd, með því einfaldlega að rífa viðbygginguna, ef menn óska þess síðar. „Svona gömul hús eru ekki gerð fyrir nútíma lífsstíl,“ sagði Gestur varðandi þessa framkvæmd. „Þau þola fæst allar þessar græjur, sem fylgja okkur nútímafólki. Húsið í upp- runalegri mynd hefði ekki rúmað al- mennilega algengustu heimilistæki, svo sem ísskáp, frystikistu, upp- þvottavél, þvottavél, þurrkara, ör- bylgjuofn, eldavél og baðherbergis- innréttingar. Til þess eru herbergin einfaldlega of þröng og lítil. Við urð- um því að stækka húsið til að geta bú- ið í því.“ Í nýju viðbyggingunni í austurend- anum eru eldhús og borðstofa og í kjallara hússins eru setustofa og bað- herbergi, gufubað, þvottahús og geymsla. Við austurhlið gamla húss- ins stóð áður fyrr bíslag, eins og al- gengt var hér í eina tíð, en það er nú horfið. Í kjallaranum hjá Gesti má þó sjá leifar þess uppi á vegg. Þar stend- ur glugginn af bíslaginu, eins og skúlptúr frá horfinni öld og minnis- merki um tíma sem ekki koma aftur. Ekki verður skilið við bygginga- sögu Unuhúss án þess að minnast þess að það kviknaði í húsinu árið 1987 og sagði Gestur að það hefði ver- ið talsvert áfall eins og gefur að skilja. „Þá brunnu ýmis verðmæti, meðal annars málverk eftir Kjarval og Jón Stefánsson og verður það tjón aldrei bætt. En svona er lífið og maður verð- ur bara að sætta sig við orðinn hlut. Þetta hefði vissulega getað farið verr. Húsið hefur verið endurbyggt aftur, eins og það var fyrir brunann, og það er fyrir mestu,“ sagði Gestur. Sonur Guðmundar heitins í apótekinu Ljóst er að náinn vinskapur hefur verið með þeim Halldóri Laxness og Erlendi Guðmundssyni í Unuhúsi. Í Skáldatíma segir Halldór meðal ann- ars frá kynnum þeirra og vinskap: „Þegar ég var heima í Reykjavík átti ég fleiri stundir með Erlendi syni Guðmundar heitins í apótekinu en öðrum mönnum. Ég mun hafa verið fimmtán ára þegar við kynntumst, hann tíu árum eldri maður en ég. Una móðir hans hafði leingi verið ekkja og bjó í litlu rauðu húsi sem lá að stóru grænu túni. Hún skaut skjólshúsi yfir fátæka einstæðinga og volaða menn. Þessi gamla kona kom fram við fólk af náttúrulegum alþýðlegum brjóstgæð- um, enda gengu þar margir á lagið. Henni fannst ekki koma til greina annað en taka fólk að sér ef hún sá með rökum að það átti sér einskis úr- kosti. Samt vissi einginn til að hún að- hyltist sérstakar siðgæðiskenningar né hefði á nokkurn almennan siðferð- isáhuga; ég hef ekki heyrt að hún hafi reynt að bæta fólk, prédika yfir því eða snúa því frá villu síns vegar: og nákvæmlega sömu stefnu hafði Er- lendur sonur hennar. Þetta var ókeypis gistihús fyrir allt landið. Í því húsi var aldrei til eyrir …“ Síðar í sama kafla segir: „Snemma drógust að Erlendi listamenn af ýmsu tagi, menntamenn, hugsjónamenn, stjórnmálamenn, heimskíngjar og heimspekingar; reyndar fólk af allri hugsanlegri gerð.// Leingi frameftir árum vann hann alla daga jafnt, helga sem virka; stundum hafði hann næt- Húsin í bænum Unuhús er eitt þeirra gömlu húsa í Reykjavík sem hafa sál og vissan sjarma enda hafa merkir rithöfundar fjallað um það í verkum sínum. Sveinn Guðjónsson tók hús á Gesti Ólafssyni, arkitekt og skipulagsfræð- ingi, spjallaði við hann um bygg- ingasögu hússins og rifjar upp gamlar frásagnir af lífinu í Unuhúsi. „Ef tveir menn ötluðu þessa leið saman urðu þeir að gánga í halarófu...“ Mynd af Unuhúsi frá fyrri hluta síðustu aldar. Morgunblaðið/Þorkell Unuhús, með viðbyggingunni, eins og það lítur út í dag. Morgunblaðið/Þorkell Unuhús, séð frá Garðastræti. Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi. ÍUnuhúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.