Morgunblaðið - 11.07.2005, Síða 31
óhefðbundnar leiðir, en allt er gert til
þess að íbúðirnar njóti útsýnisins
sem best. Í öllum íbúðum verða sval-
ir með glerlokum og hægt að opna
þær þegar hentar, en svalarými
verða óupphituð. Yfirbyggðar svalir
margfalda notkunar- og útsýnis-
möguleikana, en svalir eru stórar eða
7–9 ferm. og fleygaðar en ekki kassa-
laga eins og tíðkast í svo mörgum
öðrum fjölbýlishúsum.
„Við hönnun hússins er fyrst og
fremst tekið mið af landslaginu og af
sólaráttinni,“ segir Björn..
„Allar íbúðirnar njóta mikils út-
sýnis og íbúðir á efstu hæðunum
njóta framúrskarandi útsýnis, en
íbúðunum er komið þannig fyrir, að
þær njóta allar útsýnis og sólar. Það
er auðvitað mjög sérstakt og ég geri
ekki ráð fyrir, að það sé mikið af slík-
um íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.“
„Við hönnun hússins var það jafn-
framt haft að leiðarljósi að hafa sem
allra minnst af föstum inniveggjum,“
heldur Björn áfram. „Markmiðið var
að gefa öllum sól og útsýni og síðan
getur fólk gert það inni hjá sér sem
það vill. Inniveggir eru því yfirleitt
léttir veggir en ekki burðarveggir.“
Mikil reynsla
af nýbyggingum
ÞG verktakar eru meðal stærstu
verktakafyrirtækja landsins og hafa
að baki áralanga reynslu í fram-
kvæmdum fyrir opinbera aðila, stór-
fyrirtæki og einstaklinga ásamt því
að byggja atvinnu- og íbúðarhúsnæði
á eigin vegum.
Fyrirtækið hefur m. a. byggt
Prentsmiðju Morgunblaðsins við
Hádegismóa, höfuðstöðvar Orku-
veitu Reykjavíkur, stærstu bygging-
arvöruverslun landsins fyrir Húsa-
smiðjuna og stækkun
Nesjavallavirkjunar, svo að eitthvað
sé nefnt.
Fyrirtækið hefur vaxið hratt á
undanförnum árum og á þessu ári er
velta þess áætluð um fjórir milljarð-
ar kr. Hjá fyrirtækinu starfa að jafn-
aði vel á annað hundrað manns í út-
boðsverkum og eigin framkvæmdum
og á þessu ári lýkur fyrirtækið við
smíði á um eitt hundrað nýjum íbúð-
um.
Við afhendingu nýrra íbúða er
gerð sameiginleg úttekt með nýjum
íbúðareigendum.
Framkvæmdir við fjölbýlishúsið
Hörðukór 1 hafa gengið vel, en þær
hófust fyrir þremur mánuðum og
íbúðirnar á að afhenda í apríl-maí á
næsta ári. Að sögn þeirra Þorleifs
Guðmundssonar hjá Eignamiðlun-
inni og Magnúsar Geirs Pálssonar
hjá Borgum, en íbúðirnar eru til sölu
hjá þessum tveimur fasteignasölum,
eru söluhorfur góðar.
„Þeir sem sækjast eftir þessum
íbúðum, er fólk sem vill útsýni og set-
ur það ekki fyrir sig, þó að þetta hús
standi hátt og það blási í kringum
það,“ segja þeir Þorleifur og Magnús
Geir. „Þetta fjölbýlishús stendur
þannig gagnvart útsýni, að það ger-
ist ekki betra hér á landi. Þar að auki
er húsið í grennd við stór útivistar-
svæði og sjálfa náttúruna við Elliða-
vatn og í Rjúpnahæð.“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Framkvæmdir við fjölbýlishúsið við Hörðukór 1 hafa gengið vel, en þær hófust fyrir þremur mánuðum. Íbúðirnar á að af-
henda í apríl-maí á næsta ári. Eins og sést á myndinni, skiptist húsið í tvær álmur í austur og vestur, sem er gert til þess
að allar íbúðirnar njóti suðurútsýnis og sólar. Það er eitt aðaleinkenni þessa húss.
Það er líflegt um að litast þessa dagana, þegar ekið er um Kórahverfi. Hvar-
vetna blasir við mikil uppbygging. Alls staðar má sjá krana og önnur stórvirk
tæki að verki, en þessu hverfi er ætlað mikið hlutverk í framtíðinni.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 F 31
ÞJÓNUSTUSÍMI EFTIR LOKUN 664 50 60
Hamraborg 5, 200 Kópavogi
husin@husin.is
53 50 600
Fax 53 50 601
Sveinn Ó. Sigurðsson lögg. fasteignasali
VANTAR ALLAR EIGNIR Á SKRÁ
HRINGDU NÚNA!
Valgeir Kristinsson
Lögg. fasteignasali
Edgardo Solar
Sölumaður
Kjartan Sverrisson
Sölumaður
Vigfús Hilmarsson
Sölumaður
Kristján Grétarsson
Sölumaður
Sigurður I.B. Guðmundsson
Sölumaður
RJÚPNASALIR
Vorum að fá í einkasölu glæsilega 130,2 fm 4ra herb. útsýnis-
íbúð í viðhaldslitlu lyftuhúsi. Komið er inn í flísalagt hol með
marmarakorki á gólfi og góðum skápum, þaðan í sjónvarps-
hol með parketi, þrjú herbergi með skápum, parketlögð, flísa-
lagt baðherbergi með nuddbaðkari, stofa með parketi, gengið
út á yfirbyggðar flísalagðar svalir úr stofu, opið inn í eldhús
með borðkrók og mahóníinnréttingum, einnig eru skápar og
hurðir úr sama við. Þvottahús er inn af eldhúsi, sérgeymsla og
hjólageymsla í kjallara. Verð 28,5 millj. (4436)
EFSTIHJALLI - 4RA HERB.
Góð 100 fm 4ra herbergja íbúð í litlu fjölbýli á rólegum stað í
botnlanga. Parket á stofu og svefnherbergi og flísar á holi.
Góðar suðvestursvalir. Gervihnattadiskur. Ýmislegt endurnýj-
að, s.s. hurðir, dúkur á baði, gluggar og parket á svefnherb.
Stór geymsla í kjallara. Skemmtileg eign í vel staðstettu fjöl-
býli. Húsið er nýlega málað að utan. Verð 20 millj. (H1005)
BIRKIÁS - GARÐABÆ
Glæsilegt 180,4 fm 5-6 herbergja raðhús með 31,7 fm bílskúr,
samtals 212,1 fm, við Birkiás í Garðabæ. Raðhúsið er á tveim-
ur hæðum og er neðri hæðin séríbúð í útleigu. Efri hæðin
skiptist í forstofu, þvottaherbergi, eldhús, stofu, gang, þrjú
svefnherbergi og baðherbergi. Neðri hæðin skiptist í stofu,
eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi/geymslu, stórt svefnher-
bergi og sérinngang. Tilboð óskast (1047)
TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU
Tækifæri til að byggja upp eigin atvinnurekstur á sælustað á
landsbyggðinni. Verslun, veitingahús og eldsneytissala ásamt
117 fm íbúðarhúsi að Skriðulandi í Saurbæjarhreppi. Er í
alfaraleið til Vestfjarða umkringt fallegri náttúru u.þ.b 200 km
frá Reykjavík. Möguleiki er á að innrétta gott gistirými í hús-
næðinu. Áhugavert tækifæri á vaxandi ferðamannasvæði.
Fjölbreytilegir möguleikar á ferðaþjónustu og útivistar. Stutt á vinsæla ferðamannastaði á Ströndum
og Barðaströnd. ÝMIS SKIPTI KOMA TIL GREINA. TILBOÐ ÓSKAST (1000)
NÝBÝLAVEGUR
Mjög opin og skemmtileg 4ra herbergja 112 fm efri sérhæð
með tvennum svölum, í suður og norður. Á hægri hönd er
svefnherbergi og geymsla. Af ganginum er gengið inn í stóra
og bjarta stofu. Baðherbergið er allt nýtt. Eldhúsið er nýtt og
er opið með eldunareyju. Nýtt parket er á stofu, eldhúsi og
gangi og flísar á gólfi í hjónaherbergi. 40 fm suðursólpallur.
Verð 21,7 millj. (1015)
2ja herbergja
ASPARFELL - RVK
Falleg 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi. Góðar
innréttingar og gólfefni. Rúmgóðir skápar í svefn-
herbergi og upprunaleg innrétting á baðherbergi
sem er flísalagt í hólf og gólf. Eldhúsið er vel tækj-
um búið með ágætri innréttingu. Gervihnattasjón-
varp í öllu húsinu. Seljandi er tilbúinn að leggja
nýtt parket á íbúðina fyrir réttan kaupanda.
Verð 11,4 millj. (H1009)
www.husin.is
3ja herbergja
KRISTNIBRAUT
Góð og björt 85,8 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi
við Kristnibraut í Reykjavík með sérinngangi af svöl-
um. Rúmgóð og fallega flísalögð forstofa með fata-
hengi. Bæði svefnherbergin eru með rúmgóðum
fataskápum og fallegu parketi á gólfum. Baðher-
bergið er mjög rúmgott með baðkari og flísalagt
með fallegum flísum. Rúmgóð stofa og eldhús sem
er vel tækjum búið með nýjum ofni og nýrri eldavél.
Bæði eldhúsið og stofan eru parketlögð. Frá stof-
unni er gengið út á verönd sem tengist mjög stórri
sameiginlegri lóð. Íbúðinni fylgir stæði í opnu bíl-
skýli á jarðhæð. Verð 21,9 millj.
LAUFRIMI - GRV
Útsýnisíbúð á þriðju hæð á besta stað í Grafarvogi.
Flísar eru á forstofu og baðherbergi. Stórt svefn-
herbergi og annað minna á ganginum ásamt
geymslu og rúmgóðu baðherbergi með sturtu í bað-
kari og aðstöðu fyrir þvottavél. Dúkur er á gólfi á
baðherberginu, en flísar á veggjum og á baðkari.
Stofan er stór og opin inn í eldhús, sem er rúmgott
og með upprunalegri innréttingu. Hægt er að ganga
út á norðvestursvalir úr stofunni sem vísa að garði
með leiktækjum. Verð 17,5 millj. (739)
Atvinnuhúsnæði
HVALEYRARBRAUT
Húseign á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði. Uppsteypt
húseign sem að hluta til hefur verið breytt í íbúðar-
rými til útleigu. Tvö góð iðnaðarbil með stórum inn-
keyrsludyrum. Eign sem býður upp á fjölbreytta
möguleika. Verð 48,5 millj. (H1048)
SÍÐUMÚLI - GÓÐIR LEIGU-
SAMNINGAR
Mjög gott 192,4 fm skrifstofuhúsnæði í mjög mikið
endurnýjuðu húsi við Síðumúla í Reykjavík. Húsnæð-
ið er í dag nýtt fyrir 10 skrifstofuherbergi sem flest
eru í útleigu, sameiginlegt fundarherbergi, kaffi-
aðstöðu, snyrtingu og rúmgott miðrými. Mjög auð-
velt er að breyta húsnæðinu eftir þörfum hvers og
eins. Góðir leigusamningar fylgja. Tilboð óskast.
Fyrirtæki
SÖLUTURN
Góður grillstaður í Austurbæ Reykjavíkur til sölu.
Um er að ræða rekstur með öllu. Spilakassar, grill og
lottó. Miklir tekjumöguleikar. Tilboð óskast. (885)
Áhersla er lögð á létta inniveggi og nútímalegt yfirbragð inni í íbúðunum. Mynd-
in sýnir glöggt hve stórir útsýnisgluggarnir eru og hve vel rýmið nýtist.