Morgunblaðið - 11.07.2005, Page 42

Morgunblaðið - 11.07.2005, Page 42
42 F MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. S. 562 1200 F. 562 1251 TRAUST ÞJÓNUSTA Í ÁRATUGI VANTAR ALLAR STÆRÐIR OG GERÐIR FASTEIGNA Á SÖLUSKRÁ LUNDARBREKKA 3ja her- bergja mjög góða íbúð á 1. hæð (ekki jarðhæð) með sérinngangi af svölum. Íbúðin er stofa, 2 góð herbergi, eldhús, baðherbergi, geymsla og forstofa. Góð geymsla líka í kjallara. Mjög rólegur og góður staður. Verð: 17,5 millj. STANGARHOLT Höfum í einkasölu neðri hæðina í þessu ágæta húsi. Íbúðin skiptist í 2 fallegar suðurstofur, eitt svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og hol. Í kjallara fylgja 2 rúmgóð herbergi, snyrting og geymsla. Úr íbúðinni er stigi niður í annað her- bergið. Út frá stofu eru nýjar, stórar suð- ursvalir. Sérhiti. Frábær staður. Verð: 21,8 millj. ÁSGARÐUR Mjjög gott endaraðhús á besta stað við Ásgarð. Húsið er tvær hæðir og kjallari að hluta, samt. 115 fm Á hæðinni er stofa, eldhús og forstofa. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi og baðherbergi. Þvotta- herbergi og geymsla í kjallara. Húsið viðgert að utan á vandaðan hátt. Allar heimæðar endurnýjaðar ásamt kló- aklögnum. Mikið og fallegt útsýni til suðurs og norðurs. Óvenju góð bíla- stæði. Verða: 24,5 millj. MIÐBORGIN Höfum í einkasölu þetta fallega hús, sem er jarðhæð, hæð og ris, samt. 254 fm.0 Á hæðinni eru stofur, eldhús, snyrt- ing og forstofa. Í risi eru 2 svefnherb. Á jarðhæð er stórt nýstandsett glæsilegt rými sem er kjörin vinnustofa, einnig rými fyrir stofu og eldhús. Einnig er nýtt glæsilegt baðherb., þvottaherb., geymsla og hol á jarðhæðinni. Sérinn- gangur fyrir jarðhæð. Úr stofu á hæðinni er gengið út á suðurverönd og úr risi út á vestursvalir. Þetta hús bíður uppá margháttaða nýtingu. Til afhendingar strax. Í ÞJÓRSÁRDAL Höfum í einkasölu lítið en gott sumarhús á fögrum stað í Þjórsárdalnum. Landið er eignarland og er með fallegum gróðri. Nú er lag að eignast fallega náttúru- perlu í Þjórsárdal. Ýmsir eiga sér þann draumað skrifa spennusögu ogþar á meðal ég. Ég er aðvísu ekki byrjuð á skrif- unum, en titillinn er fundinn. Ég sé fyrir mér auglýsingarnar: Bók mán- aðarins – Gullregn. Þetta yrði ekki nein bók um bankamál, kaup og sölu og allt það, því erfitt er að setja sam- an bók sem slær íslenskum banka- veruleika við. Þetta yrði hefðbundin spennusaga með glæp og peningum, jafnvel eiturlyfjum, því í þeim heimi rignir víst gulli. Tilvísunin í titilinn gæti þó verið óbein, því gullregn er eitrað, já, það væri jafnvel ennþá magnaðra. Lengra er ég ekki komin og líklega verða Arnaldur eða Viktor Arnar að draga mig að landi, en tit- illinn er góður. Tré mánaðarins er hins vegar meira við mitt hæfi, því gullregnið blómstrar venjulega í júlíbyrjun og þá fer það ekki fram hjá neinum, eitt alskrautlegasta tré sem finnst í ís- lenskum görðum. Þetta sumar hefur gullregnið þó ruglast aðeins í rím- inu, a.m.k. á Reykjavíkursvæðinu, því það var víða orðið alþakið blóm- um um 20. júní. Mánuðurinn var óvenju sólríkur þar, sem e.t.v. hefur flýtt blómgun trésins. Gullregn er af pínulítilli ættkvísl, Labrunum, sem hefur varla meira en þrjár-fjórar tegundir og svo nokkra blendinga. Þetta er Evr- ópubúi, úr Mið- og Suður-Evrópu og jafnvel Litlu-Asíu. Ættin er hins vegar mjög stór og dreifð víða um heim, því belgjurtaættin er með stærri ættum og gullregnið sver sig óneitanlega í ættina. Það er u.þ.b. öld síðan farið var að rækta gullregn á Íslandi þannig að við höfum ekki langa reynslu á því sviði. Líklega var fyrst reynt að rækta þá gullregnstegund, sem er algengust í ræktun í Evrópu, La- brunum anagyroides, strandagull- regn. Þetta algengasta Evrópu- gullregn er ónýtt hér í ræktun en fjallagullregnið L. alpinum, er hins vegar harðgert og verðmætt skrauttré. Gullregnið er með græn- an börk, blöðin þrífingruð og ljós- græn á litinn og blómin óregluleg í laginu eins og hjá öðrum blómum af ertublómaættinni. Þau eru fallega gul, í löngum, drúpandi klösum. Fræin eru ljósgræn óþroskuð en verða dökk þegar þau þroskast. Þau sitja nokkur saman í belgjum, sem minna á baunabelgi. Gullregnið er allt talið eitrað og einkum eru garð- eigendur á varðbergi gagnvart fræj- unum, því belgirnir gætu freistað óvita barna, sem væru vön að stinga upp í sig baunabelgjum. Því eru ýmsir að reyna að klippa blómklas- ana af gullregninu þegar fræþrosk- inn hefst. Við getum þó líklega and- að rólega, bæði eru íslenskir krakkar ekki vanir því að borða baunabelgi og svo eru gullregnsbelgirnir og fræin bragðvond og hörð undir tönn. Til að hafa allan vara á er samt best að kaupa blendingsgullregn, L. x wateri V́ossiı́, sem er strandagullregn ág- rætt á fjallagullregns- rót. Blómklasar blend- ingsgullregnsins eru enn stærri en fjalla- gullregnsins og þeir koma á yngri plöntum en það þroskar ekki fræ. Sagt er um fjalla- gullregnið að það blómstri ekki fyrr en á fermingaraldri, verði miðaldra lið- lega tvítugt og gamalt um fertugt. Því eru fjallagullregnin í trjásafninu í Múlakoti hreinustu öldungar, en þau voru gróðursett um 1938. Fyrir tveimur ár- um blómstruðu þau öll alveg stórkostlega, voru alþakin blómum þótt þau séu 8–10 m á hæð. Síðan hefur blómgunin ekki verið eins mikil, enda algengt að áramunur sé þar á. Fjallagullregn þroskar iðulega fræ hér á landi. Bæði er hægt að safna því og sá í potta, en vin- ir okkar í Garðabænum hafa þá aðferð að eftir hlýindakafla í febrúar- mars leita þau í mold- inni undir gullregninu sínu hvort ekki sé komin spírun og þau fara sjaldan bónleið til búðar, smáplöntur eru að koma upp. S.Hj. Tré mánaðarins – gullregn Fjallagullregnið, L. alpinum, er harðgert og verðmætt skrauttré. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 538. þáttur ff.is Þvottur á prjónaflíkum  Eftir þvott á prjónaflíkum úr mohair eða lopa, vill ullin oft bælast niður. Ef maður lætur hárþurrku- blása á þær frá röngunni fá þær sína upphaflegu loðnu áferð.  Þegar þvo á barnahúfur, vettlinga eða önnur prjónaplögg, sem aflagast við þvott, er heillaráð að leggja blöðru inn í þau eftir þvottinn, blása hana upp og binda fyrir endann. Prjónaplöggin þorna þá fljótar og halda laginu. Holl húsráð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.