Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 1

Morgunblaðið - 05.08.2005, Page 1
Gazaborg. AP, AFP. | Tugþúsundir Pal- estínumanna fögnuðu í gær væntan- legum brottflutningi Ísraela frá Gaza- svæðinu en hann á að hefjast 17. þessa mánaðar. Á sama tíma er Ísr- aelsstjórn hins vegar að herða á land- töku sinni á Vesturbakkanum og heimilaði í gær auknar húsbyggingar þar þvert ofan í Vegvísinn, friðaráætl- unina sem hún hefur samþykkt. Ahmed Qorei, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sagði í gær á fundi með um 10.000 manns í Gazaborg, að brottflutningur Ísraela frá Gaza væri aðeins fyrsta skrefið í átt til fulls sjálfstæðis Palest- ínumanna á Gaza-svæðinu, öllum Vesturbakkanum og með Austur- Jerúsalem sem höfuðborg. Nýjar íbúðabyggingar leyfðar Palestínumenn óttast að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, muni nota brottflutninginn frá Gaza sem röksemd fyrir landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og sjálfur fer hann ekki í neina launkofa með það. Því til staðfestingar leyfði Ísraelsstjórn í gær byggingu 72 íbúða í gyðinga- byggð fyrir sunnan Jerúsalem. Nítján ára gamall ísraelskur her- maður skaut í gær til bana fjóra ísr- aelska araba í strætisvagni í bænum Shfaram í Ísrael. Bjó hann í einni byggð bókstafstrúaðra gyðinga á Vesturbakkanum og er atburðurinn rakinn til andstöðu þeirra og annarra landtökumanna við brottflutning Ísr- aelshers frá Gaza. Eftir morðin safn- aðist saman margt fólk við vagninn og myrti hermanninn. Sharon sagði í gær að um hefði ver- ið að ræða „svívirðilegt hryðjuverk“ og að hermaðurinn hefði verið „blóð- þyrstur hermdarverkamaður“. Brottflutningi Ísra- ela frá Gaza fagnað Ísraelsstjórn treystir tökin á Vesturbakkanum Reuters Palestínsk ungmenni veifa fánum í Gazaborg í gær. Brottflutningur Ísraela hefst síðar í mánuðinum. STOFNAÐ 1913 207. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fuglar hafa fegurðarskyn Guðmundur Páll Ólafsson og nýja fuglabókin hans | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Volkswagen Touareg og Kia Sportage reynsluekið  Hertar kröfur og dýrara meirapróf Íþróttir | Vals- menn í úrslit gegn Fram  Titilvörn Birgis Leifs LÖGREGLA handtók í gær 13 mót- mælendur á byggingarsvæði Alcoa á Reyðarfirði. Mótmælendurnir fóru inn á svæðið um hálfellefu í gærmorg- un og klifruðu þrír þeirra upp í þrjá 40 metra háa krana sem eru á staðnum. Var svæðið umkringt og þess beðið að mótmælendurnir kæmu niður. Sá sem kom síðast niður dvaldi efst í ein- um krananna í um sex klukkustundir í roki og rigningu. Tveir sérsveitar- menn náðu fólkinu úr krönunum en að sögn lögreglunnar á Eskifirði hafa þeir verið til taks fyrir austan. Í yfirlýsingu sem aðstandendur mótmælanna hafa sent frá sér segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heiminn. Á annað hundrað starfsmanna verktakafyrirtækisins Bechtel voru fluttir brott af svæðinu þegar mót- mælin hófust. „Okkar ákvörðun var að kæra athæfið ekki,“ sagði Hrönn Pétursdóttir, kynningarstjóri Alcoa Fjarðaáls. Aðspurð segir hún örygg- isgæslu kringum byggingarsvæðið ekki hafa verið mikla en hins vegar mikið lagt upp úr að þau sem vinni innan þess meiðist ekki. Fyrirtækið hafi haft áhyggjur af því að mótmæl- endur yrðu sjálfum sér til skaða. Gunnar Hjaltason, íbúi á Reyðar- firði, tók sig til ásamt félaga sínum og batt tóg í bifreið, sem mótmælend- urnir komu á, og ætlaði sér að draga hana í burtu. Ekkert varð þó úr drættinum þar sem lögregla stöðvaði athæfið og færði Gunnar á brott. Mótmælendurnir þrettán voru látnir lausir um miðnættið eftir yfir- heyrslur hjá lögreglunni á Eskifirði. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Tveir sérsveitarmenn losuðu einn mótmælendanna af krananum og létu hann síðan síga til jarðar. Borði með slagorðum gegn Alcoa sést neðst t.h. Sóttir af sér- sveitarmönnum 13 handteknir á byggingarsvæði Alcoa Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur og Jón Pétur Jónsson  Markmiðið/6 Bæta heilsu og spara fé HJÓLREIÐAR stórbæta líkamlega og andlega líðan fólks og geta spar- að samfélaginu miklar fjárhæðir. Danski samgönguráðherrann telur hugsanlegt að brátt verði farið að líta á reiðhjólastíga sem jafnbrýna fjárfestingu og vegi og járnbrautir. Danski umferðarráðgjafinn Thomas Krag hefur reiknað út að ykju Danir hjólreiðar um 50% myndi það spara samfélaginu að minnsta kosti nærri 20 milljarða ís- lenskra króna á ári. Kom þetta fram í Berlingske Tidende. Margir hafa tekið undir með Krag og þeirra á meðal er Anker Boye, borgarstjóri í Óðinsvéum. Segir hann frá mjög athyglisverðri útkomu aukinna hjólreiða þar í borg. Fyrir nokkrum árum ákvað borgarstjórnin að verja rúmlega 200 millj. ísl. kr. í áróður fyrir auknum hjólreiðum og það hafði þau áhrif að á næstu þremur árum sparaði borgin sér 340 millj. ísl. kr. í útgjöld til heilbrigðismála. Dauðs- föllum og innlögnum á sjúkrahús fækkaði og upphæð sjúkradagpen- inga lækkaði verulega. Washington. AP, AFP. | Tuttugu og sjö Bandaríkjamenn hafa fallið í Írak það sem af er vikunni og 38 á síðustu 10 dögum. Vekur mann- fallið miklar áhyggjur í Bandaríkj- unum þar sem stuðningur við Íraksstríðið minnkar stöðugt. Fjórtán hermenn týndu lífi í fyrradag þegar vegsprengja sprakk undir farartæki þeirra við bæinn Haditha í Vestur-Írak og sjö féllu á mánudag. Aðrir hafa fallið í skærum á þessum slóðum eða annars staðar í landinu. Virð- ist sem vegsprengjur skæruliða verði æ öflugri, en sú, sem sprakk í fyrradag, tætti í sundur 25 tonna þungan og brynvarðan láðs- og lagar bíl. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, ítrekaði í gær að Banda- ríkjaher yrði ekki fluttur frá Írak fyrr en hann hefði náð takmarki sínu þar en ný AP-Ipsos-könnun sýnir að aðeins 38% Bandaríkja- manna styðja stefnu hans í Írak. Þá er sagt að margir þingmenn repúblikana séu farnir að ókyrrast en á næsta ári verður kosið um mörg þingsæti. Segja Bush ekki eiga um margt að velja Bandarískir fréttaskýrendur segja að Bush eigi raunar ekki margra kosta völ því að dómur sögunnar um forsetatíð hans muni fara eftir þróuninni í Írak. „Verði fækkað í herliðinu í Írak með þeim afleiðingum að ástandið versni enn, þá mun það hafa gíf- urleg áhrif í kosningunum á næsta ári. Það er því skárri kostur að halda því í horfinu,“ segir Anthony H. Cordesman, sérfræðingur í málefnum Íraks og fyrrverandi starfsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins. Auknar áhyggj- ur af mannfalli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.