Morgunblaðið - 05.08.2005, Side 11

Morgunblaðið - 05.08.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 11 ÚR VERINU Útsölulok Föt 9.900 - 14.900 - 19.900 Allir jakkar 9.900 Allar buxur 4.500-5.900 SÍÐASTI ÚTSÖLUDAGUR LANGUR LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST Ath. allar breytingar innifaldar Laugavegi 47 S. 551 7575Laugavegi 47 S. 552 9122 Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið alla helgina Stórútsala Yfirhafnir í úrvali Opið laugardag kl. 11-16 sunnudag kl. 12-16 Mörg góð tilboð 20-50% afslátt ur ALLT að 4.010 þorskígildislestum verður á næsta fiskveiðiári ráðstaf- að til stuðnings byggðarlögum sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi eða vegna skerðingar á heildaraflaheimildum, skv. nýrri reglugerð um úthlutun byggða- kvóta. 32 sveitarfélög fá byggðakvóta Þessi kvóti, þ.e. byggðakvótinn, verður þar með aukinn um 800 lestir milli fiskveiðiára. Hann var 3.200 þorskígildislestir á því fiskveiðiári sem nú fer senn að ljúka. Alls 32 sveitarfélög fá byggðakvóta vegna 41 byggðarlags. Sem dæmi fær Húsavík byggðakvóta upp á 140 tonn, en fékk ekkert í fyrra. Sjávarútvegsráðuneytið gaf út reglugerðir í gær, sem lúta að stjórnun fiskveiða á fiskveiðiárinu 2005/2006, en nýtt fiskveiðiár hefst 1. september nk. Í reglugerðinni um úthlutun byggðakvóta er m.a. kveðið á um hvaða viðmið skuli ráða skipt- ingu byggðakvótans milli einstakra byggðarlaga. Þær reglur eru í grundvallaratriðum óbreyttar frá yfirstandandi fiskveiðiári. Í annarri reglugerð ráðuneytisins frá því í gær kemur hins vegar fram að úthlutun til rækju- og skelbáta minnkar um 500 lestir vegna hruns í skel- og innfjarðarrækjuveiðum. Samtals 3.096 þorskígildislestir koma því til skiptingar milli rækju- og skelbáta á næsta fiskveiðiári. Úthlutun úr jöfnunarsjóði óbreytt Ráðuneytið hefur einnig gefið út reglugerð sem lýtur að úthlutun 3000 lesta aflaheimilda úr svonefnd- um jöfnunarsjóði og reglugerð um úthlutun 250 lesta af ýsu, 250 lesta af steinbít og 75 lesta af ufsa til krókaaflamarksbáta. Þessar reglu- gerðir eru óbreyttar frá yfirstand- andi fiskveiðiári að öðru leyti en því að bætur til krókaaflamarksbáta hafa lækkað um helming frá fyrra ári samkvæmt lögum, sem sam- þykkt voru á Alþingi í desember 2003. Þá hafa aflaheimildir sem Byggðastofnun hefur til ráðstöfunar lækkað um helming eða úr 750 þorskígildum í 375 þorskígildislest- ir. Loks má nefna reglugerð ráðu- neytisins um línuívilnun á næsta fiskveiðiári. Samkvæmt henni hefur verið ákveðið að línuívilnun í ýsu og steinbít skiptist á tímabil eins og er í þorski á þessu fiskveiðiári. %& ' " %()! *  ! ! + ,  "! -&' ( %!"! ( *.!&'  / "! 0&', &  * & ! %',  & . %'! "!   ( 1'& ! 2  34  -) & * "!    *.' "! % (" "! 562" "! % ",  "! * "   024.'!                  %. (7(8  ./,**)$0  1   2 ,  3   9"!  :    9 !&    "!    *6 & ; !  <6 &   "!   %2"  /"8(''"=6""> & , !  1& , ) 44!  ,   &'  : "! 0  !'&  !) & Byggðakvótinn auk- inn um 800 lestir Úthlutun til rækju- og skelbáta minnkar um 500 lestir Morgunblaðið/Margrét Þóra Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra kynnti nýjar reglugerðir varðandi stjórn fiskveiða á fisk- veiðiárinu 2005 til 2006 á Hótel KEA á Akureyri. Ármann Ólafsson aðstoðarmaður hans til vinstri og Jónas B. Jónsson skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu til hægri. BÚIST er við yfir 30 þúsund manns á hátíðinni Fiskidagurinn mikli sem verður haldinn í fimmta sinn á Dalvík á morgun, laugardag. Forskot verður tekið á sæluna í kvöld en þá verður Fiskisúpukvöldið mikla, en það er ný- breytni á hátíðinni að sögn Júlíusar Júlíussonar, framkvæmdastjóra há- tíðarinnar. Þá gefst gestum og gang- andi tækifæri til að banka upp á hjá heimilisfólki á Dalvík og fá að smakka fiskisúpu ókeypis. Um 30 heimili hafa skráð sig til leiks og verða þau lýst upp með ljósaseríum og kyndlum um kvöldið. „Þetta eru vinalegheit og heimsókn upp á gamla mátann,“ seg- ir Júlíus og hvetur sem flesta til þess að taka þátt. Spurður um markmið hátíðarinnar segir Júlíus: „Tilefnið er að koma saman, skemmta sér og borða fisk. Það hefur alltaf verið og við höfum alltaf staðið við það.“ Hann bætir við að ávallt hafi myndast góð stemmning á hátíðinni sem sé ekki hvað síst fjölskylduhátíð. Hún hefur farið vaxandi undanfarin ár, í fyrra mættu um 27 þúsund manns og eins og fram kom er búist við yfir 30 þús- und manns í ár. 100 þúsund matarskammtar Hann segir allan undirbúning hafa gengið gríðarlega vel en Júlíus hafði í nógu að snúast við að pakka inn hluta af þeim 100 þúsund matarskömmtum sem verða tilbúnir fyrir morgundag- inn þegar haft var samband við hann. „Það eru um 50–60 manns á öllum aldri í sjálfboðavinnu, frá því í gær [fyrradag] við að pakka inn þessum mat sem fer á grillin,“ segir Júlíus. Að auki verða yfir 40 dagskrárliðir á laugardaginn og er þetta allt ókeypis fyrir gesti og gangandi. Meðal dag- skrárliða er heimsókn varðskips, frí sigling um fjörðinn, fiskisýning með á annað hundrað fisktegunda, tón- leikar, leikrit, flugeldasýning um kvöldið og margt fleira fyrir fólk á öll- um aldri. Tjaldstæði eru á sex stöðum á Dal- vík þannig að nóg pláss á að vera fyrir alla sem vilja vera yfir nótt að sögn Júlíusar. Búist við yfir 30.000 manns á Fiskidaginn mikla á Dalvík „Skemmta sér og borða fisk“ Morgunblaðið/Kristján Grilluðu fiskborgararnir hafa notið mikilla vinsælda á Fiskideginum mikla á Dalvík, en myndin er tekin á hátíðinni í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.