Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 37 DAGBÓK Listasumar í Súðavík er haldið dagana4. til 7. ágúst. „Það má segja að þettasé svona lítil og heimilisleg listahátíðþar sem tónlist er höfð í hávegum og fjölskyldan líka, enda reynum við að hafa Lista- sumarið fjölskylduvænt,“ segir Pálína Vagns- dóttir, framkvæmdastjóri Listasumars í Súða- vík, sem nú er haldið í sjöunda skipti. „Hátíðin er sett með opnun málverkasýn- ingar Súðvíkingsins Sigríðar Rannveigar Jóns- dóttur, eða S. Ranný, eins og hún kallar sig, og opnar hún sína fyrstu einkasýningu í opnu rými verslunarmiðstöðvar Súðavíkur. Myndin Í faðmi hafsins verður þá sýnd í Félagsheimili Súðavíkur á fimmtudagskvöldið og það verður að segjast að engar bíósýningar teljast spenn- andi í Súðavík nema rafmagnið fari minnst einu sinni af. Á föstudeginum verður síðan bál og brekku- söngur í fjörunni fyrir neðan grunnskólann og þar syngja allir, stórir sem smáir, af lífs og sál- ar kröftum áður en haldið er í íþróttahúsið til að hlýða á tónleika systkinanna Ragnheiðar og Hauks Gröndal. Þau eru í hópi okkar færustu listamanna og því mikill heiður að fá þau hing- að. Laugardagskvöldið hefst svo á kjötsúpu- kvöldverði á veitingastaðnum Jóni Indíafara, áður en poppkeppni í anda Það var lagið verður haldin milli bæjarfélaga og kemur Hermann Gunnarsson til með að stýra þeirri söngstund af sinni alkunnu snilld. Hljómsveitin Buff sér þar um tónlistina auk þess að halda dansleik í íþróttahúsinu síðar um kvöldið. Á sunnudeg- inum halda síðan þau Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson tónleika í Súðavíkurkirkju, auk þess að syngja við kaffihlaðborð sem efnt er til á eftir. Þá má einnig nefna að fjöl- skyldugarður, Raggagarður, sem athafnakonan Vilborg Arnardóttir stendur að, verður opnaður með leik og látum þessa helgi.“ Að sögn Pálínu eru allir velkomnir á Lista- sumarið og segir hún hátíðina eiga trygga stuðningsmenn sem láti sig ekki vanta. „Á Listasumar mæta bæði Súðvíkingar og fólk úr nágrannabyggðarlögum og raunar af landinu öllu, auk þess sem erlendir gestir hafa líka látið sjá sig. Hátíðin er líka jafnt ætluð þeim sem hér búa, eða eiga hingað rætur að rekja, og eins þeim sem bara þekkja orðið þessa litlu listahá- tíð. Hérna gefst líka gott tækifæri til að upplifa vestfirska náttúrufegurð og andrúmsloft um leið og njóta má hágæðatónlistar og góðrar skemmtunar. Súðvíkingar eru stórtækari í menningarmálum en mörg önnur byggðarlög af sömu stærðargráðu, enda höldum við upp á Bryggjudaga að vori og svo Listasumarið í lok sumars og báðar þessar hátíðir eru orðnar fast- ur liður í tilverunni.“ Mannfagnaðir | Tónlistin í hávegum höfð á Listasumri í Súðavík „Fastur liður í tilverunni“  Pálína Vagnsdóttir fæddist á Bolungarvík 30. nóvember 1964. Hún er stúdent frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og vinnur, auk þess að gegna starfi framkvæmda- stjóra Listasumarsins, hjá Endurskoðun Vest- fjarða í Bolungarvík. Pálína er gift Hall- dóri Páli Kr. Eydal, málarameistara, vél- virkja og smíðanema, og eiga þau saman börnin Pál Sólmund 11 ára og Steinunni Mar- íu 6 ára. Spingold. Norður ♠104 ♥Á3 A/Allir ♦Á543 ♣ÁG654 Suður ♠K ♥KD106 ♦D9876 ♣K103 Suður spilar fimm tígla eftir þess- ar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- -- 2 spaðar Dobl 3 spaðar Dobl Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar * Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Útspilið er spaði, sem austur tekur með ás og spilar drottningunni til baka. Hver er áætlunin? Áætlunin er í stuttu máli sú að gefa aðeins einn slag á tromp og finna laufdrottninguna! Undir venju- legum kringumstæðum er rétta íferðin í trompið að taka á ásinn og spila að drottningunni næst. En hér hefur austur vakið á tveimur veikum spöðum, svo það er alls ekki fráleitt að húrra út tíguldrottningu og reyna að negla staka tíu eða gosa í austur. Norður ♠104 ♥Á3 ♦Á543 ♣ÁG654 Vestur Austur ♠9532 ♠ÁDG876 ♥982 ♥G754 ♦K102 ♦G ♣D97 ♣82 Suður ♠K ♥KD106 ♦D9876 ♣K103 Ef sagnhafi tekur réttan pól í hæðina í trompinu verður létt verk að finna laufdrottningu á eftir. Fyrst er hjartað prófað og þá sannast að austur hefur byrjað með 6–4 í hálit- unum og þar með aðeins tvílit í laufi. Og úr því að vestur á þrjú lauf er betra að gera ráð fyrir drottningunni þar. Spilið er frá úrslitaleik Spingold- keppninnar. John Hurd í sveit Carmichaels var í sæti sagnhafa og hann valdi að spila trompinu beint af augum, tók ásinn fyrst og fór þannig þráðbeint niður. Á hinu borðinu spiluðu AV þrjá spaða, þrjá niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 a6 5. a4 e6 6. Bg5 a5 7. e3 Be7 8. Be2 Ra6 9. O-O O-O 10. Db3 Rb4 11. Hac1 b6 12. cxd5 Rfxd5 13. Bf4 Rxf4 14. exf4 Bd6 15. g3 Bb7 16. Bc4 c5 17. d5 Bxf4 18. Hcd1 b5 19. axb5 Bd6 20. Hd2 a4 21. Dd1 e5 22. He1 a3 23. bxa3 Hxa3 24. Dc1 Da8 25. Rg5 Hd8 26. Rce4 Ha5 27. Db1 h6 28. Rxd6 hxg5 Staðan kom upp á ofurmóti sem lauk fyrir skömmu í Dortmund í Þýskalandi. Peter Heine Nielsen (2668) hafði hvítt gegn Etienne Bacrot (2729). 29. Rxf7! Kxf7 30. Df5+ Kg8 31. d6+ Bd5 illnauðsyn þar eð ella myndi hvítur máta eftir 31...Kh8 32. Dh3#. 32. Bxd5+ Rxd5 33. De6+ Kh7 34. Hxd5 Hxb5 35. Hdxe5 Hf8 36. Hxg5 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Sólvík – Frábær veitingastaður á Hofsósi FYRIR nokkru var ég á ferð í Skagafirði og heimsótti Vesturfara- setrið á Hofsósi. Ég var á ferð með enskum vinahjónum og við ákváðum að fá okkur hádegisverð í fallegu húsi sem hafði að geyma veitingastaðinn Sólvík. Staðurinn var fallegur og matseðillinn fullur af girnilegum réttum á mjög góðu verði. Þjónustan var frábær og mat- urinn einnig. Manni fannst maður vera hjá vinum. Ensku hjónin voru yfir sig hrifin og þekkja vel til veitingastaða hér á landi en þau hafa komið til Íslands reglulega síðan 1986.Við hjónin vilj- um þakka fyrir ánægjulega stund og munum leitast við að koma aftur ef við verðum í nærsveitum. Hafið bestu þakkir fyrir. Jón Gröndal, 260449-2149 Dalseli 8, Reykjavík. Kveðskaparsíða á Netinu NÚ er mikið um það að ein- staklingar, hópar eða félagasamtök haldi út heimasíðu á Netinu. Þó er minna um að kveðskaparhópar haldi úti slíkri síðu. Eina kveðskap- arsíðan sem er á veraldarvefnum er http://www.slegidoghlegid.blogs- pot.com/. Þar er afar vel kveðið um hið daglega líf. Ég skora á fleiri að gera slíkt hið sama og kveðast á. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Ó.Þ. Pási er týndur! PÁSI er lítill gári, ljósgrænn með gult höfuð og blátt stél. Hann slapp frá okkur í Vallenginu, Grafarvogi, á sunnudagskvöldið og við höfum ekki séð hann síðan og söknum hans sárt. Hann er gæfur og kemur á fingur eða öxl. Ef þú hefur séð hann eða veist um hann viltu hringja í okkur í síma 567 8237. Guðný og Anna. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SÆNSKI djassgítarleik- arinn Andreas Öberg held- ur ferna tónleika víðsvegar um landið yfir helgina. Djasstríóið Hrafnaspark á Akureyri og DjangoJazz Festival Akureyri standa fyrir ferð Andreasar til landsins en Andreas hefur, eins og segir í tilkynningu, öðlast sess sem einn af fær- ari djassgítarleikurum samtímans. Andreas Öberg leikur djass af ýmsu tagi, þó sérstaklega sígaunad- jass og djass í anda Django Reinhardt. Hrafnaspark mun leika með Andreas á tónleikum hans en tónleikarnir verða sem hér segir: Föstudaginn 5. ágúst á Café Rósenberg kl. 21.30. Laugardaginn 6. ágúst í Ketilhúsinu á Akureyri kl. 21.30. Á sunnudag, 7. ágúst, kl. 21 í Edinborg- arhúsinu á Ísafirði og loks mánudaginn 8. ágúst kl. 21.30 aftur á Café Rósen- berg. Miðar eru seldir við innganginn og má fá nánari upplýsingar á www.andr- eas-oberg.com. Andreas Öberg á tónleikaferð Andreas Öberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.