Morgunblaðið - 05.08.2005, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
DAGSBRÚN hf. er nýtt móðurfélag
Og Vodafone, 365 prentmiðla, 365
ljósvakamiðla og P/F Kall í Færeyj-
um. Skipulag hinnar nýju samstæðu
mun taka gildi 1. október nk. en for-
stjóri Dagsbrúnar verður Eiríkur S.
Jóhannsson, núverandi forstjóri Og
Vodafone. Árni Pétur Jónsson hefur
verið ráðinn forstjóri Og Vodafone í
hans stað en hann hefur gegnt starfi
framkvæmdastjóra rekstrarsviðs
Haga hf., sem rekur verslanir Baugs
á Íslandi.
Eiríkur S. Jóhannsson segir tví-
þætta ástæðu fyrir því að stofnað er
nýtt móðurfélag um rekstur fjar-
skipta- og fjölmiðlafyrirtækjanna.
„Við erum að laga okkur að úr-
skurði sem samkeppnisráð setti okk-
ur vegna kaupa okkar á fjölmiðlun-
um. Þar var okkur uppálagt að setja
upp móðurfélag og greina á milli
fjarskipta og fjölmiðla. Reyndar er
tæknilegri útfærslu ekki lokið en
unnið verður að henni á næstu vikum
í samráði við þar til bær yfirvöld,“
segir Eiríkur.
Hitt segir hann lúta að vaxtar-
möguleikum félaganna. „Þetta
skipulag mun auðvelda okkur að
stækka og auðvelda dótturfélögun-
um að vaxa á eigin verðleikum. Auk
þess gerir þetta okkur hægara að
fjárfesta í sambærilegum fyrirtækj-
um hér heima og erlendis, þó aðal-
lega erlendis,“ segir Eiríkur og vísar
til fjarskiptafélaga úti í heimi. Hann
segir nokkur erlend verkefni í skoð-
un en alltof snemmt sé að segja til
um hvað verður í þeim efnum en
hann bendir á að fyrsta skrefið í
þessa átt hafi verið tekið með nýleg-
um kaupum á 82% hlut í fjarskipta-
félaginu P/F Kall í Færeyjum.
„Við munum fjármagna slík kaup í
móðurfélaginu, ýmist með lántökum
eða útgáfu nýrra hluta.“
Dagsbrúnarnafnið segir Eiríkur
hafa orðið fyrir valinu vegna merk-
ingar þess. „Það er andinn sem í því
felst, að vakna á morgnana og allur
dagurinn er framundan, verk að
vinna og allt blasir við. Þetta er það
sem á að einkenna samstæðuna. Auk
þess vorum við á höttunum eftir góðu
íslensku nafni sem er alveg laust við
að vera group,“ segir Eiríkur.
Sækja fram og auka hlutdeild
Árni Pétur Jónsson, sem tekur við
sem forstjóri Og Vodafone, segir
ekki tímabært að ræða hvort breyt-
ingar verði á rekstri félagsins. „Þetta
er lifandi markaður og mikill hraði.
Það eru fyrirséðar breytingar á
markaðnum þar sem umhverfið er að
breytast en aðalkeppinautur okkar
er að koma úr ríkisumhverfinu yfir á
frjálsa markaðinn. Ég tel því að
margt muni gerast á næstunni án
þess að það sé fast í hendi. Markmið
okkar er að sækja fram og auka hlut-
deild okkar,“ segir Árni Pétur.
Viðar Þorkelsson, sem hefur farið
með fjármálastjórn Og Vodafone,
verður framkvæmdastjóri fjármála-
sviðs Dagsbrúnar. Árni Pétur reikn-
ar ekki með að ráða fjármálastjóra í
hans stað hjá Og Vodafone. „Við
munum a.m.k. fyrst um sinn skoða
möguleikann á að kaupa bókhalds-
þjónustu af móðurfélaginu.“
Árni Pétur hefur starfað um fimm
ára skeið hjá Baugi Íslandi og Hög-
um, fyrst sem framkvæmdastjóri
matvörusviðs og síðar sem fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Haga.
Áður var hann framkvæmdastjóri
markaðssviðs Olís um níu mánaða
skeið en þá hafði hann verið forstjóri
Tollvörugeymslu Ziemsen um árabil.
Skráð í Kauphöll Íslands
Dagsbrún hf. mun verða hið
skráða félag í Kauphöll Íslands í stað
Og fjarskipta. Það hyggst marka sér
stöðu á sviði fjarskipta, fjölmiðlunar
og afþreyingar og stefnir að um-
breytingum á þessum sviðum hér-
lendis og útrás á erlenda markaði.
Framkvæmdastjórn Dagsbrúnar
verður skipuð þeim Viðari Þorkels-
syni, framkvæmdastjóra fjármála-
sviðs Dagsbrúnar og staðgengils for-
stjóra, Gunnari Smára Egilssyni,
forstjóra 365 miðla, Árna Pétri Jóns-
syni, forstjóra Og Vodafone, og Ei-
ríki S. Jóhannssyni, forstjóra Dags-
brúnar og stjórnarformanns
dótturfélaga Dagsbrúnar.
Dagsbrún verður móðurfélag
Og Vodafone og 365 miðla
Morgunblaðið/Sverrir
Nýr forstjóri Árni Pétur Jónsson segir breytingar fyrirséðar á íslenskum
fjarskiptamarkaði í kjölfar einkavæðingar Landssíma Íslands.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● MIKIL viðskipti voru með hlutabréf
í Kauphöll Íslands í gær, námu þau
19,2 milljörðum króna. Mest var
skipt með hlutabréf í Íslandsbanka,
eða fyrir rösklega 8,4 milljarða, þá í
KB banka fyrir 3,6 milljarða, í Lands-
banka fyrir 2,3 milljarða og í Össuri
fyrir 2 milljarða.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,1%
innan dagsins en mest hækkun varð
á verði hlutabréfa í Burðarási, eða
3,5% og 3,1% í KB banka. Mest
lækkun varð á Flögu, eða 6,3%.
19 milljarða viðskipti
● ENGLANDSBANKI lækkaði í gær
stýrivexti sína í fyrsta sinn í tvö ár og
nam lækkunin 0,25%. Stýrivextir
bankans eru nú 4,5%. Seðlabankinn í
Evrópu heldur hins vegar enn óbreytt-
um 2% stýrivöxtum 26. mánuðinn í
röð.
Stýrivextir í Englandi eru enn þeir
hæstu á meðal 7 ríkustu þjóða heims
eftir að Englandsbanki hækkaði vext-
ina fimm sinnum á tímabilinu frá nóv-
ember 2003 til ágúst 2004. Stýrivext-
ir á evrusvæðinu eru hins vegar lægri
en þeir hafa verið í a.m.k. 59 ár hjá
þeim þjóðum sem nota evruna. Þetta
segir í hálffimmfréttum KB banka.
Englandsbanki lækkar
stýrivexti
!"#$
!!
?@9.!4)
* 9.!4)
*!"6)
5'9.!4)
5A9.!4)
*9& )
/& 8&)
B"8.&)
3!4C&'*&)
3 '!&)
A& 8&/& )
D
)
%/5)
%!!56
&'8&)
E!)
"
#$%
?.9.!4)
5"!/& )
4"&)
A ;&"!&&)
D.@5).&)
FG)
)
H'4)
+I5?&@+
.
!
% !" ")"())
<(''&'" "&)
J&&! "&)
&#'
()
5
7(")
A& /& )
%6!K'%!"!&
<;;)
(
*+, LM7N
% "
"
"
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
*
(&'6
("
"
, ,
,
, ,
, ,
, ,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
=
$>
=$>
=$>
=,$>
=
$>
,
=$>
,
=$>
=,$>
=$>
,
=,$>
=$>
,
=,
$>
,
,
,
= $>
,
=$>
,
,
,
,
,
,
,
,
,
"4
'&
<8." . '
3!4%
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
J"4 C2
?<O?)!'!& 5
"4
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
?<,J
'&(!6 '&!&K'
?<, J
'&()!'"6&&'
?<,5()!'"!!&
● JORMA Ollila, fráfarandi forstjóri
finnska farsímarisans Nokia, verður
stjórnarformaður olíufélagsins Royal
Dutch Shell frá og með júní á næsta
ári þegar hann lætur af störfum sem
forstjóri Nokia. Jorma Ollila tekur
sæti Add Jacobs í stjórn Shell.
Ollila hefur verið forstjóri Nokia í
13 ár og átt stóran þátt í að gera fyr-
irtækið að því stórveldi sem það nú
er á farsímamarkaði. Hefur hann
kosið að hverfa til annarra starfa.
Ollila verður
stjórnarformaður Shell
● VÖRUINNFLUTNINGUR hefur aldrei
verið meiri en á síðustu þremur mán-
uðum, ef marka má bráðabirgðatölur
um vöruinnflutning í júlí en þær eru
byggðar á innheimtu virðisaukaskatts
af innfluttum vörum í mánuðinum.
Í vefriti fjármálaráðuneytisins segir
að meðaltal síðustu þriggja mánaða
sé tæplega þriðjungi meira að raun-
virði en á sama tíma í fyrra. Innfutn-
ingur án skipa og flugvéla nam í júlí-
mánuði tæpum 24 milljörðum króna
samkvæmt bráðabirgðatölunum en í
júní nam innflutningur án skipa og
flugvéla ríflega 26 milljörðum króna.
Vöruskiptajöfnuður á fyrri helmingi
árs var óhagstæður um ríflega 34
milljarða króna. Ráðuneytið reiknar
með 79 milljarða króna halla á vöru-
skiptajöfnuði á þessu ári. Er innflutn-
ingur það sem af er í takt við þá spá.
Aldrei meira flutt inn
DANSKA fjárfestingarfélagið Willi-
am Demant Invest A/S hefur bætt við
sig 12 milljónum hluta í stoðtækja-
framleiðandanum Össuri. Jafngildir
það 3,8% af hlutafé Össurar og er
hlutur William Demant nú orðinn
23,9% af heildarhlutafé.
Þar með er William Demant orðinn
stærsti eigandi Össurar en næst-
stærsti eigandinn er sænska fjárfest-
ingarfélagið Industrivärden AB með
22,33% hlut. Ekki liggur fyrir hver
seldi hlutinn en þar sem enginn til-
kynning hefur birst í Kauphöll Ís-
lands má gera ráð fyrir því að ekki sé
um að ræða sölu á einum stórum hlut.
Danir
stærstir í
Össuri
MICHAEL Cawley, aðstoðarfor-
stjóri írska lágfargjaldafélagsins
Ryanair, telur að norrænu lágfar-
gjaldafélögin FlyMe og Norwegian
muni ekki lifa veturinn. Þessari
skoðun sinni lýsti hann á blaða-
mannafundi í Stokkhólmi í gær. „Ef
þau geta ekki skilað hagnaði þegar
olíuverðið er 25 dollarar á fat hvern-
ig ætla þau þá að fara að því þegar
olíuverðið er 60 dollarar á tunnu?“
spurði Cawley.
Á fundinum, sem haldinn var
vegna fyrirætlana Ryanair um að
hefja innanlandsflug í Svíþjóð í sam-
keppni við FlyMe, var Cawley enn-
fremur gagnrýninn á kaup Fons
eignarhaldsfélags á dönsku félögun-
um Sterling og Maersk Air. „Íslend-
ingarnir þurfa að eiga peninga-
prentvél til þess að snúa rekstri
þessara félaga við,“ sagði hann.
Tapa 21 milljón á dag
Eins og fram hefur komið hefur
Fons einnig keypt hlut í FlyMe og
jafnframt á Burðarás hlut í félaginu.
En það er ekki eingöngu Cawley
sem gagnrýnir kaup Fons á flug-
félögunum. Það gerir Fredrik Brac-
onier, dálkahöfundur á Svenska
Dagbladet, einnig. Fons segir hann
vera félag sem ekki óttast taprekst-
ur. „Í júní tóku þeir yfir Maersk,
„fljúgandi súrdeig“ danska risafyr-
irtækisins AP Möller, fyrir óþekkta
upphæð. Hafi AP Möller sloppið við
að borga með fyrirtæki sem tapar
500 milljónum danskra króna árlega
ættu þeir að umbuna sjálfum sér
ríkulega,“ skrifar Braconier.
Hann heldur áfram og segir að
Sterling hafi tapað 120 milljónum
danskra króna á síðasta ári en tap
FlyMe á síðasta ári var 136 milljónir
sænskra króna. „Með því að kaupa
FlyMe hefur Fons á árinu eignast
þrjú félög sem samanlagt töpuðu 2,5
milljónum [sænskra] króna á dag,“
segir Braconier. 2,5 milljónir
sænskra króna jafngilda tæplega 21
milljón króna.
Þurfa peningavél
MILESTONE ehf., sem er í eigu
Karls Wernerssonar og systkina
hans, keypti í gær 4,14% hlut í Ís-
landsbanka með framvirkum samn-
ingi með gjalddaga 3. september
næstkomandi. Þetta kemur fram í til-
kynningu til Kauphallar Íslands. Selj-
andi var Jón Snorrason, fyrrverandi
eigandi Húsasmiðjunnar.
Jón segir í samtali við Morgunblað-
ið að ástæða sölunnar sé sú að hann sé
að breyta samsetningu eignasafns
síns. Að hans sögn liggur engin ósátt
við aðra hluthafa að baki sölunni.
„Þetta er eitthvað sem við erum búin
að vera að undirbúa og þetta var dag-
urinn sem við framkvæmdum það,“
segir Jón sem á sæti í stjórn bankans
og að hans sögn mun það ekki breyt-
ast að svo stöddu.
Milestone ræður nú um 16,3%
hlutafjár í Íslandsbanka. „Við höfum
haft í undirbúningi að auka okkar
stöðu og það leiddist til lykta á þess-
um tíma en þar sem við erum frum-
innherjar megum við ekki gera við-
skipti á meðan innherjaupplýsingar
liggja inni í bankanum,“ segir Karl
Wernersson. Aðspurður um hvort
þetta tengist átökum í bankanum seg-
ist hann ekki kannast við slík átök.
„Það er mín upplifun að stjórnin
standi mjög styrk á bakvið forstjóra
og starfsmenn bankans,“ segir Karl.
Hann segir að aðrar eignatil-
færslur í bankanum séu ekki kveikjan
að þessum viðskiptum.
Kaupgengi var 14,5 krónur á hlut
og heildarverðmæti viðskiptanna því
ríflega 7,87 milljarðar króna.
Wernersbörn styrkja stöðu
sína í Íslandsbanka hf.
Karl Wernersson Jón Snorrason
%&'()*"+*&(,-./)
! "
-.
/ 0 123
4 2
F P
%Q+
4 4
$
$
5<%7
0?R
4
4
$
$
M?M HDR
4
4
$
$
35R
F
5
4
$
$
LM7R 0.SB.&
5 4
$
$