Morgunblaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR
Selfossbíó
Bibi Blocksberg Leikin, með íslenskri talsetningu. Leik-
stjóri: Hermine Huntgeburth. Aðalleik-
arar: Sidonie von Krosigk, Maximilian
Befort, Katia Riemann, Corinna Harfo-
uch. Leikstjóri ísl. talsetningar: Steinn
Ármann Magnússon. Aðalleikraddir: Álf-
rún Örnólfsdóttir, Brynhildur Guðjóns-
dóttir, Gunnar Hansson, Hjálmar Hjálm-
arsson, Kristbjörg Kjeld, Ólafia Hrönn
Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon.
86 mín. Þýskaland. 2003.
VINSÆLDIR galdrastráksins Harr-
ys Potter hafa sett af stað iðnað eft-
irlíkinga um víða veröld. Menn gætu
haldið að þýska galdranornin Bibi
Blocksberg teldist til þeirra en svo er
ekki. Austurrríski rithöfundurinn El-
fie Donnelly kom með fyrstu bókina
um nornirnar Blocksberg-mæðgur á
9. áratugnum, áður en Rowling fékk
sínar hugmyndir.
Þýska fjölskyldumyndin Bibi
Blocksberg nýtur þess heiðurs að
vera fyrsta kvikmyndin sem frum-
sýnd er í Selfossbíói, af öllum stöðum.
Hún er leikin en talsett á íslensku af
kunnri fagmennsku þaulvanra leik-
ara. Hún segir af hinni 12 ára Bibi
(von Krosigk) og Barböru (Riemann),
móður hennar. Þær mæðgur eru fjöl-
kunnugar, enda nornir að langfeðga-
tali. Heimilisfaðirinn Bernhard (Ul-
rich Noeteln), er hinsvegar ákaflega
jarðbundinn, endurskoðandi að
mennt.
Bibi litla er innvígð í regluna þegar
hún vinnur mikið björgunarafrek og
vekur það öfund nornarinnar Rabiu
(Harfouch), því henni er skipað af yf-
irnorninni að afhenda Bibi kristals-
kúluna sína.
Myndin gengur út á tilraunir Rab-
iu til að endurheimta gripinn og ná
fram hefndum á mæðgunum. Þetta
er einföld saga um okkar svart/hvítu
sálir, enda er myndin gerð með yngri
börnin í huga. Potter-dellan hefur
mýkt gamla galdraheiminn, persón-
urnar hennar Donnelly eru af svip-
uðum toga, þær eru flestar gæðablóð
enda uppálagt af reglunni að nota
krafta sína til góðra verka. Útkoman
er því fjölskylduvæn skemmtun sem
höfðar best til barna vel innan við
fermingu. Bibi Blocksberg er prýdd
dágóðum brellum, jafnvel í sam-
anburði við galdrakarlana í Holly-
wood. Sagan er gædd nægilegri
fyndni til að halda smáfólkinu við efn-
ið og öfunum vakandi og frammistaða
leikkonunnar Harfouch lífgar mikið
upp á sjónarspilið. Það kemur ekki á
óvart þegar maður hefur kveikt á því
að hér er á ferðinni gæðaleikkonan
sem gerði Mögdu Goebbels ógleym-
anleg skil í meistaraverkinu Der Unt-
ergang. Að öðru leyti er leikurinn
frekar ofan en upp, en það er vandað
til talsetningarinnar sem hljómar vel
en er kauðsk fyrir augað.
Þó svo að Bibi Blocksberg sé ekk-
ert tímamótaverk hvað gæðin snertir
er ánægjulegt að fá sýnishorn af því
hvað meginlandsþjóðirnar eru að
gera í framleiðslu á leiknu efni fyrir
börn og unglinga. Hún er ágæt viðbót
við bandarísku tölvuteiknimyndirnar
sem hafa náð undir sig markaðnum
og á ekkert síður erindi inn í reykvísk
kvikmyndahús en flestar þeirra.
Sæbjörn Valdimarsson
Góðar nornir og slæmar
„Sagan er gædd nægilegri fyndni
til að halda smáfólkinu við efnið og
öfunum vakandi og frammistaða
leikkonunnar Harfouch lífgar mik-
ið upp á sjónarspilið,“ segir Sæ-
björn Valdimarsson meðal annars í
dómi sínum.
Í KVÖLD heldur Hera Hjart-
ardóttir óeiginlega útgáfutónleika á
Nasa í tilefni af væntanlegri útgáfu
geisladisksins Dońt Play This sem
kemur í plötubúðir í september.
„Þetta eru í rauninni ekki út-
gáfutónleikar því platan er ekki
komin út. Hins vegar verður hljóm-
sveit með mér á þessum tónleikum
sem er skipuð sömu hljóðfæraleik-
urunum og spiluðu á plötunni, þeim
Guðmundi Péturssyni, Jakobi
Smára Magnússyni, Arnari Geir
Ómarssyni, Kjartani Hákonarssyni
og Dan Cassidy, svo að þetta verða
mjög sérstakir tónleikar að því
leytinu til,“ sagði Hera í samtali við
Morgunblaðið.
Dońt Play This er fimmta plata
Heru en sú þriðja sem kemur út
hér á landi.
„Ég er að leika mér með hljóð-
færi á þessari plötu sem ég hef
ekki notast við áður, eins og tromp-
etinn og fiðluna. Svo verður líka að
finna á plötunni þriðja lagið sem ég
samdi en þá hef ég verið fimmtán
ára. Það kallast „Chocolate“ og
fjallar um það hvernig súkkulaði
getur bjargað öllu.“
Hera hefur verið á faraldsfæti í
júlí og spilað á Djúpavogi, Horna-
firði og Kirkjubæjarklaustri. Tón-
leikarnir á Nasa verða því kær-
komnir fyrir reykvíska aðdáendur
Heru en eftir þá heldur hún tón-
leika í nærsveitum Reykjavíkur áð-
ur en hún heldur aftur út á land.
Áður en Hera stígur á svið í
Nasa mun hinn óborganlegi bræð-
ingur, Megasukk, leika en sú
hljómsveit er eins og nafnið gefur
til kynna, skipuð Megasi og tvíeyk-
inu Súkkat.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.30.
Tónlist | Megasukk hitar upp fyrir tónleika Heru í kvöld
Hera á Nasa
Morgunblaðið/Golli
Hera verður á faraldsfæti í ágúst.
Bandaríska bókaútgáfan AlfredA. Knopf er með í bígerð að
gefa út skáldsögu eftir Marlon
Brando. Leik-
arinn skrifaði
bókina fyrir 30
árum í samstarfi
við handritshöf-
und og leik-
stjóra. Bókin
heitir Fan-Tan
og fjallar um sjó-
ræningja í Suð-
urhöfum. Donald Cammell, með-
höfundur Brandos, framdi
sjálfsmorð árið 1996.
Að því er fram kemur á vefsíðu
útgáfufyrirtækisins fjallar sagan
um Anatole „Annie“ Doultry, sér-
vitran en mikilfenglegan sjóræn-
ingja sem uppi var snemma á síð-
ustu öld og ævintýri hans í
siglingum allt frá Filippseyjum til
Sjanghæ. Þá er greint frá því að
persóna Doultry sé einkar keimlík
Brando, sem laðaðist að konum frá
Asíu.
„Þetta er greinilega sjálfs-
ævisöguleg saga… sér í lagi per-
sónusköpunin. Það má næstum því
heyra Brando segja söguna,“ sagði
Kathy Zuckerman, útgáfustjóri
hjá Alfred A. Knopf. „Að sjálfs-
sögðu hefur það áhrif á bókina að
Brando skrifaði hana,“ sagði hún.
Bandaríska tímaritið Publishers
Weekly, sem sérhæfir sig í umfjöll-
un um skáldskap og skrif, fjallaði
um bókina í nýjasta tölublaði sínu
og segir að lesendum muni efalítið
finnast sem þeir hendist fram og
aftur eftir þilfari sjóræningjaskips
við lestur bókarinnar.
Þegar bókin komst í hendur út-
gefenda vantaði á hana niðurlag.
David Thomson, kvikmyndasagn-
fræðingur, skrifaði síðasta kafla
hennar til að gera söguna hæfa til
útgáfu. Að hans sögn voru drög að
endi bókarinnar til og þurfti aðeins
að setja hann saman í samfellt mál
og fella að bókinni.
Marlon Brando hitti Donald
Cammell fyrst í París árið 1957.
Brando var þá við tökur á mynd-
inni The Young Lions en Cammell
lagði stund á málaralist. Þeir hófu
að skrifa Fan-Tan sem kvikmynda-
handrit en ákváðu á seinni stigum
ritunarinnar að breyta henni í
skáldsögu.
Fólk folk@mbl.is
THE ISLAND kl. 5.45 - 8.30 - 10 og 11.20 B.i. 16 ára
DARK WATER kl. 5.50 - 8 og 10.15 B.i. 12 ára
Madagascar m/ensku.tali kl. 6 - 8 og 11.20
Batman Begins kl. 6 og 8.30 B.i. 12 ára
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
-KVIKMYNDIR.IS
-S.V. Mbl.
-Steinunn/Blaðið
THE ISLAND kl. 3 - 5.30 - 8.30 - 11.15 B.i. 16 ára
THE PERFECT MAN kl. 4 - 6 - 8 - 10
MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 4.30 - 6.30
BATMAN BEGINS kl. 8.30 - 11.15 B.i. 12 ára
KRINGLAN
HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ KÆMIST AÐ ÞVÍ AÐ
ÞÚ VÆRIR AFRIT AF EINHVERJUM ÖÐRUM?
Magnaður framtíðartryllir þar sem hraðinn og spennan ræður ríkjum.
Frá hinum eina sanna Michael Bay (“Armageddon”, “The Rock”).
-S.V. Mbl.
-Steinunn/
Blaðið
SUMAR RÁÐGÁTUR
BORGAR SIG
EKKI AÐ UPPLÝSA
með ensku tali
EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON
Magnaður framtíðartryllir þar sem
hraðinn og spennan ræður ríkjum.
Frá hinum eina sanna Michael Bay
(“Armageddon”, “The Rock”).
„The Island, virkilega vel heppnuð pennumynd,
skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“
S.U.S XFM
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.