Morgunblaðið - 05.08.2005, Side 41

Morgunblaðið - 05.08.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 41 TÓNLIST Draumar – Björn Guðni Guðjónsson ½ Lög og textar eftir Björn Guðna Guð- jónsson. Halla Vilhjálmsdóttir syngur lög nr. 1, 2, 4, 6, 7, 9, 11 og 13. Ari Jónsson syngur lög nr. 3, 8, 10, 12 og 14 og radd- ar í lagi nr. 5. Gunnlaugur Bjarnason syngur lag nr. 5. Allur hljóðfæraleikur, út- setningar, hljóðritun og tónjöfnun var í höndum Vilhjálms Guðjónssonar. Björn Guðni Guðjónsson gefur út. ÞAÐ er nokkuð til sem má flokka sem dæmigerða íslenska dægurlaga- tónlist. Hana má oft heyra í þáttum á Rás 1 (inn á milli laga með Álfta- gerðisbræðrum og Geirmundi Valtýs- syni) og er ef til vill best lýst sem kántrískotinni sumartónlist en einhverra hluta vegna hugsar und- irritaður alltaf um sykraðar pönnu- kökur og nýmjólk þegar hún hljóm- ar. Þessi tegund tónlistar hreyfir ekki við mörgum af yngri kynslóðinni en sú eldri dillar sér við hana við upp- vaskið, prjónaskapinn eða annars staðar þar sem skjót ákvarðanataka er ekki bráðnauðsynleg. Draumar er geisladiskur sem Björn Guðni Guðjónsson gaf út seint á síðasta ári og fellur fullkomlega að þessari langsóttu skilgreiningu. Hljómagangurinn er fyrirsjáanlegur og textarnir dæmigerðir ástartextar um allt milli sjós og sveitar, með sögulegum og trúarlegum vísunum. Tónlistin er að sjálfsögðu angurvær og þægileg að hlýða á en við aðra og þriðju hlustun byrjar spurningin um tilgang þessarar plötu að leita á mann. Nú er það kannski til of mikils ætlast að kalla eftir frumlegheitum í hverju og einu en smábroddur væri vel þeginn, þó ekki væri nema í einu textabroti. Það skal hins vegar koma fram að þessi plata er öll hin vandaðasta. Hljóðfæraleikur er allur mjög pass- legur og lögin vel flutt. Söngurinn er hinn ágætasti, sérstaklega hjá Höllu Vilhjálmsdóttur, og hljóðblöndunin er til fyrirmyndar. Fyrir það fær platan verðskuldaða eina og hálfa stjörnu. Höskuldur Ólafsson Dæmigert ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram dagana 29. september til 9. október næstkom- andi. Markmið hátíðarinnar er fjöl- þætt en megináherslan er lögð á að bjóða upp á það merkilegasta úr kvikmyndalistinni hverju sinni og að auki að skapa virkt umhverfi þar sem kvikmyndagerðarfólk, fræðimenn og áhugafólk hvaðan- æva úr heiminum getur fundið eitt- hvað við sitt hæfi, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Hátíðinni hefur borist liðsauki en dagskrárstjórinn Dimitri Eipides mun taka þátt í mótun og upp- byggingu hátíðarinnar á komandi árum. Dimitri mun annast dag- skrárstjórn sérstaks keppnisflokks á hátíðinni sem mun endurspegla það athyglisverðasta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndagerð, með áherslu á unga og áhugaverða leikstjóra. Dimitri hefur m.a. ann- ast dagskrárstjórn fyrir alþjóðlegu kvikmyndahátíðirnar í Toronto, Montreal og Þessalóníku í Grikk- landi. Hann hlaut fyrir nokkru sér- staka viðurkenningu FIPRESCI, alþjóðlegra samtaka kvikmynda- gagnrýnenda, fyrir að samræma gæði og ferskleika í dagskrárstjórn sinni. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er í samstarfi við Há- skóla Íslands um ráðstefnur og fyr- irlestra en í nýstofnaðri kvik- myndafræðigrein innan bókmenntafræðiskorar verður kennt námskeið um kvikmyndahá- tíðir. Kvikmyndir | Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Erlendur dagskrárstjóri tekur þátt í mótun hátíðar TENGLAR ..................................................... www.filmfest.is Dimitri Eipides tekur þátt í mótun hátíðarinnar á komandi árum. Í DAG fara fram síðustu viðtölin við hugsanlega þátttakendur í sjón- varpsþáttunum Íslenski pip- arsveinninn sem nú eru í bígerð. Ekki er því öll von úti enn fyrir þá sem vilja taka þátt því tekið er á móti umsækjendum í dag milli klukkan 11 og 18 á Hótel Nordica í Reykjavík. Aðstandendur þáttanna hafa undanfarnar vikur ferðast um land- ið í leit að þátttakendum en nú er komið að Reykjavík. Leitað er að einum karlmanni og 25 konum til að taka þátt í þessari íslensku framleiðslu eftir fyr- irmynd bandarísku sjónvarpsþátt- anna The Bachelor. Það er sjónvarpsstöðin Skár einn sem mun sýna þættina sem fram- leiddir eru af Saga Film fyrir Skjá einn. Piparsveinar óskast Jón Ingi Hákonarson er umsjón- armaður Íslenska piparsveinsins. Bono, söngvari hljómsveitarinnarU2, fundaði fyrr í vikunni með Joscka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, en þeir ræddu um að- stoð við Afríkuríki, að sögn þýska ut- anríkisráðuneytisins. Talsmaður ráðuneytisins staðfesti að Fischer, sem er félagi í þýska Græningjaflokknum og ákafur aðdá- andi U2, myndi ræða við Bono í vik- unni, en þá heldur U2 tónleika í München. Upp- haflega stóð til að fundur Bono og Fischer færi fram í byrjun júlí, en þeim fundi var frestað vegna hryðjuverkaárás- anna í Lund- únum. Á fundi leiðtoga G-8 ríkjanna, helstu iðnríkja heims, í júlí síðast- liðnum, sögðust leiðtogarnir ætla að auka árlega þróunaraðstoð við Afr- íkuríki og önnur fátæk ríki um 50 milljarða dollara fyrir árið 2010. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.