Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG ÞAÐ VAR líf og fjör hjá bræðr- unum Jóhanni og Krumma Kaldal Jóhannssonum í heilan mánuð þeg- ar foreldrarnir Jóhann G. Jóhanns- son, leikari, betur þekktur sem Bárður í Stundinni okkar, og Guð- rún Kaldal, forstöðumaður frí- stundamiðstöðvarinnar Frosta- skjóls, ákváðu að bregða sér af bæ til að slaka á og njóta sumarblíð- unnar í Portúgal áður en sum- artraffíkin í Albufeira hófst af krafti. Þar sem oft getur reynst erfitt að púsla saman alvöru fríum í leikarafjölskyldum skapaðist fínt tækifæri frá 27. apríl til 24. maí þegar fjölskyldan afréð að skella sér inn í vorferð eldri borgara Úr- vals-Útsýnar þar sem synirnir tveir voru undir skólaaldri. Vatns- rennibrautagarðar, dýragarðar, minigolf og fótboltavellir voru fast- ir liðir í tilverunni þennan mánuð auk þess sem línuskautarnir voru teknir með til þess að rúlla um stræti og torg í blíðunni. Þau Jói og Gunna eru alvön ferðalögum og útivist og þurfa ekki að hugsa sig lengi um þegar góð tækifæri bjóðast enda eru ferðalög meðal fjölmargra áhugamála þeirra beggja. Jói fékk ungur að fljóta með um heiminn á farskipi, þar sem pabbi hans var vélstjóri og Gunna var alin upp á skíðum. „Afi minn, Jón Kaldal ljósmyndari, var einn af stofnendum skíðadeildar ÍR og pabbi minn, Jón Kaldal, var for- fallinn skíðamaður, sem setti sjálf- ur upp lyftur uppi á jöklum með traktor. Mér var hent upp á fjöll í hvaða veðri sem var með kaðal og lyftubelti og svo fékk ég að fara þrisvar í skíðaferðir til Austurríkis sem krakki, en aldrei í neinar sól- arlandaferðir.“ Áður en barneignir komu til var mikið unnið og reynt að fara í stöku ferðir inni á milli tarna. Gunna réði sig sem fararstjóra í skíðaferðum Úrvals-Útsýnar nokk- ur ár í röð á Val Gardena-svæðinu í ítalska bænum Selva á meðan Jói var upptekin í íslenskum leik- húsum. Fyrsta ferðin þeirra saman til útlanda var haustið 1997 þegar þau drifu sig í þriggja daga ódýra verslunarferð til London. „Þessi ferð var gífurlega krefjandi og við tókum þetta eins og vinnu. Vökn- uðum klukkan átta á hverjum morgni til þess að þramma upp og niður Oxfordstræti og vorum al- gjörlega að sligast undan pokum og pinklum að kvöldi dags þegar við náðum að setjast inn á veit- ingastaði til að borða á kvöldin og það með alla búðapokana. Það var ekkert hægt að skjótast með pok- ana upp á hótelið því það var svo langt í burtu. Þetta var rosalega pökkuð ferð, en við græddum auð- vitað alveg svakalega á allri þessari verslun. Engin spurning. Það já- kvæða í stöðunni var að við náðum að fara í leikhús öll kvöldin. Við lögðumst á koddana örþreytt á kvöldin og svo byrjaði þrammið aftur eldsnemma að morgni dags,“ segir Jói. „Þegar barn er komið í pakkann breytast allar ferðaforsendur og má segja að við höfum nú í seinni tíð fundið okkar takt í „off season“- vor- og haustferðum með strákana. Við höfum nokkrum sinnum farið til Portúgals, á nýtt og glæsilegt hótel, Paraiso de Albufeira. Þar fundum við okkar stað til að slaka á með börnin. Hótelið hefur alla þá aðstöðu, sem ferðamanninn þyrstir í auk þess sem heilt skemmt- anateymi sér um að leika við unga sem aldna daginn út og inn.“ Íbúðaskipti á Norður-Spáni Eftir fæðingu yngri sonarins og erilsaman vetur 2003, ákváðu Jói og Gunna að skella sér í vikulanga hópferð til Mallorka, en það átti ekki við þau að vera á ekta túrista- strönd yfir háannatímann. Nokkr- um dögum síðar var ferðinni hins- vegar heitið til Norður-Spánar þar sem þau höfðu húsa- og bílaskipti við fjölskyldu í Pamplona í gegnum Intervac og fengu þau jafnframt aðgang að húsi, sem spænsku hjón- in áttu í bænum Jaca í Pýrenea- fjöllum. „Við upplifðum Spán allt öðruvísi þarna í Balkahéruðunum heldur en á túristastöðum Mal- lorka. Við komum hinsvegar hvít heim eftir sumarfríið því við lent- um í miðri hitabylgju með 40 stiga hita á daginn og skógareldum allt í kring. Við myndum þó hiklaust mæla með íbúðaskiptum við fólk. Það eru fjölmargir möguleikar um heim allan og hægt að vinna þetta allt í gegnum Netið, sé maður með- limur í Intervac. Við erum ennþá í samskiptum við spænsku hjónin enda myndast skemmtileg menn- ingar- og vinatengsl við slík skipti fyrir utan það að njóta ódýrrar gistingar.“ Stundum segjast þau hjónin fara í ferðir sitt í hvoru lagi, ef það tengist áhugamálum hvors fyrir sig. Til að mynda hafi Jói fengið að njóta sín í golfferðum og Gunna dreif sig með eldri soninn til skíða- bæjarins Norefjell í Noregi í vetur þar sem hún hitti vinkonu sína og son hennar. „Við vorum auðvitað að kenna strákunum að standa á skíð- um og héldum til í risastórum og notalegum skíðaskála Íslendinga- félagsins í Osló sem státar af ská- lastemmningu, arineldum, gufubaði og Astrid Lindgren leikstofu fyrir börnin. Þetta var mjög skemmti- legt.“ Skíðapáskar á Dalvík Þegar spjallið berst að ferðalög- um innanlands segjast þau Jói og Gunna hafa það fyrir venju að fara til Dalvíkur um páska til að skíða í Böggvisstaðafjalli. „Við eigum eng- ar ættir að rekja þangað, en við eigum þarna vini. Bærinn er eitt- hvað svo krúttlegur og svo eru Dal- víkingar einstaklega vinalegir, seg- ir Gunna, sem gaf eiginmanninum skíðagræjur í jólagjöf þótt hann sé ekki jafn duglegur á skíðunum og hún. „Konan mín setti út á klæða- burðinn minn fyrst þegar við fórum saman á skíði, en ég var þá í ljós- bláum skíðagalla af mömmu uppi í íslenskum fjöllum. Það þótti ekkert sérlega smart, er mér sagt,“ segir Jói sposkur á svip. „Við fundum okkar stað“ Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Hjónin Jóhann G. Jóhannsson og Guðrún Kaldal með synina Jóhann og Krumma í hótelgarði Paraiso de Albufeira í Portúgal. Spænski bærinn San Sebastian heillaði Jóhann og Guðrúnu upp úr skónum, en hann er við landamæri Frakklands. Jói litli er fyrir löngu farinn að renna sér niður skíðabrekkurnar. Hér er hann í norskum brekkum.  FJÖLSKYLDUFRÍ Ferðavenjur fólks breytast með tilkomu barna. Hjónin Jóhann G. Jóhannsson og Guðrún Kaldal hafa fundið sinn takt í vor- og haustferðum með synina tvo og leita þá gjarnan uppi íbúðahótel með mikla afþreyingu. Jóhanna Ingvarsdóttir hitti fjöl- skylduna á sundlaugarbakka í Portúgal. join@mbl.is KRISTÍN Vilhjálmsdóttir býr í Coventry sem er í norðanverðu Mið-Englandi. Síðasta haust hóf eiginmaður hennar nám þar og fluttu Kristín og fimm ára tví- burasynir þeirra hjóna með hon- um þangað. Kristín hefur unnið við þýðingar í Englandi en fjöl- skyldan flytur aftur heim til Ís- lands nú í lok sumars. Ef fólk er á ferðinni í Coventry þá mælir Kristín með því að það skoði torgið Priory Place sem er í miðri borginni. „Þetta er ótrúlega flottur staður, torgið er með úti- listaverki sem er handgerður foss. Það er skrítið en flott að vera inni í miðri borg og heyra allt í einu fossnið, eins og maður sé í miðri náttúrunni.“ Kristín segir að það sé mikið af söfnum og fínum kaffihúsum í kringum torgið. „Það eru líka bekkir þarna og gaman að setjast niður og slappa af. Fyrir neðan torgið eru rústir gömlu dómkirkjunnar og nýja dómkirkjan, sem var vígð árið 1962, er þar líka. Fyrir ofan torg- ið eru gamlar klausturrústir. Í rústunum er lítill garður þar sem hægt er að setjast niður, þá líður manni eins og maður sé staddur eitthvers staðar allt annars staðar en í miðri hávaðarsamri stór- borg.“ Þessi staður er í uppáhaldi hjá Kristínu því að þangað getur hún farið og slappað af en hún segist þó fara of sjaldan þangað. „Ætli það sé ekki tímaskortur sem veld- ur því,“ segir Kristín sem upp- götvaði torgið einn daginn þegar hún var að kanna umhverfið og rölti óvart inn á það. „Coventry er ekki falleg borg en hún hefur fengið andlitslyft- ingu á síðustu árum og byggt upp allskonar svona staði fyrir íbúa sína til að njóta. Fyrir seinni heimsstyrjöldina var Coventry víst óskaplega falleg en í stríðinu var hún sprengd í loft upp og hefur ekki náð fyrri fegurð eftir það.“  UPPÁHALDSSTAÐUR | Kristín Vilhjálmsdóttir býr í Coventry Kristín Vilhjálmsdóttir á upphaldsstaðnum sínum í Coventry, torginu Priory Place sem er í miðri borginni. Þangað nær borgarkliðurinn ekki. Torg í miðri borg Nánari upplýsingar um Coventry: www.visitcoventry.co.uk/ visitor/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.