Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 25 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG  6.–7. ágúst Þorlákshöfn Hafnardagar Nú standa yfir Hafnardagar í Þor- lákshöfn sem settir voru formlega í gær. Götu- og markaðsstemmning í bænum, bílasýning, tónleikar á bryggjunni og dansleikur, dorg- veiðikeppni og leiðsögn um hafn- arsvæðið. Nánari upplýsingar á www.hafnardagar.is.  6.–7. ágúst Húnaþing vestra Grettishátíð Í kvöld eru hátíðahöld á Grettisbóli á Laugarbakka, Karlakórinn Lóu- þrælar syngur, hljómsveitin Wild Berry stígur á svið og Harm- onikkusveitin Nikkolína verður á staðnum. Gamanmál um Gretti og fleira. Fjölskylduhátíð er svo á Bjargi í Miðfirði hinn 7. ágúst, sögustund, söngur, glíma, leikir, gönguferðir, kraftakeppni og veitingar.  6.–7. ágúst Grímsnes Grímsævintýri með karnival- stemmningu í Borg í Grímsnesi  7. ágúst Strandir Hátíðisdagur á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð. Drátt- arvéladagur og töðugjöld.  10.–14. ágúst Seyðisfjörður Norskir dagar.  12.–22. ágúst Hérað Ormsteiti Héraðshátíð – uppskeruhátíð sem stendur yfir í tíu daga víðsvegar um svæðið.  12.–14. ágúst Ísafjörður Mýr- arbolti, rokk, djass og klassík. Mót í mýrarknattspyrnu verður haldið á Ísafirði en í fyrra fór þar fram keppni í þessari óvenjulegu íþrótt í fyrsta skipti. Mýrarknatt- spyrna á rætur sínar að rekja til sum- aræfinga finnskra gönguskíðakappa sem vildu fá fjölbreytni í æfingarnar yfir sumartímann. Mótið stendur yfir í tvo daga og er skráning hafin. Nán- ari upplýsingar á www.myr- arbolti.com. Hljómsveitin Reykjavík verður svo með tónleika í Tjöruhús- inu 12. ágúst. Ísafold verður með tvenna tónleika á Ísafirði og sænski djassgítarleik- arinn Andreas Öberg heldur tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.  12.–14. ágúst Hella Töðugjöld  12.–14. ágúst Stykkishólmur Danskir dagar. Skrúðganga, hverf- agrill, Lína langsokkur, kassaklifur, ratleikur, bryggjuball og flugeldasýn- ing.  12.–14. ágúst, Djúpavík Djúpavíkurdagar. Skoðunarferðir, siglingar, varðeldur og fleira.  12.–14. ágúst Ólafsfjörður Tónlistarhátíðin Berjadagar  13. ágúst Akranes Markaðsdagar á safnasvæðinu á Görðum. Markaðstjöld og sölubásar.  14. ágúst Hólar í Hjaltadal Hólahátíð.  Á FERÐ UM LANDIÐ Töðugjöld og bryggjuball Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Yfirleitt sækir fjöldi fólks Danska daga í Stykkishólmi. „ALLIR ferðalangar sem koma til Banda- ríkjanna verða að hafa vegabréf sem eru með tölvurönd,“ segir Ron- ald E. Hawkins, ræð- ismaður Bandaríkj- anna á Íslandi, en eitthvað hefur vafist fyrir Íslendingum hvernig vegabréf þarf til að komast til Banda- ríkjanna. Þá er núm- eraröð í vegabréfinu sem rennt er í gegnum tölvu og lesin. Myndin er þrykkt inn í papp- írinn, ekki límd inn í eins og á gömlu bréf- unum. „Þeir Íslendingar sem eru ekki með þessi nýju tölvu- lesanlegu vegabréf og eru á leið til Bandaríkjanna verða að fara í bandaríska sendiráðið fyrir ferðina og sækja um vegabréfsáritun til að taka með sér, annars er hætta á að þeir komist ekki inn í landið,“ segir Ronald. Byrjað var að gefa út þessi nýju vegabréf hér á landi 1. júní árið 1999. Örugg landamæri, opnar dyr Ísland er partur af Visa Waiver Program og eru ferðamenn héðan því undanþegnir áritunarskyldu og er heimilt að dvelja í landinu í allt að 90 daga án vegabréfsáritunar. En ferðamenn þurfa eftir sem áður að hafa tölvulesanleg vegabréf og ef þeir hafa það ekki þá þurfa þeir að sækja um vegabréfsáritun í sendiráðinu áður en lagt er í ’ann. Spurður út í hvað ferðamenn þurfi að ganga í gegnum þegar þeir komi til Bandaríkjanna segir Ron- ald það hvorki vera mikið né tíma- frekt. Á flugvellinum þarf auðvitað að sýna tölvulesanlega vegabréfið sitt og láta taka af sér fingraför af vísifingrum beggja handa, með skanna, til að staðfesta að þú sért manneskjan á vegabréfinu þínu. „Þetta eftirlit er öryggi fyrir alla, ekki aðeins fyrir íbúa Bandaríkj- anna því að þínu vegabréfi gæti hafa verið stolið,“ segir Ronald. „Við köllum þetta örugg landa- mæri en opnar dyr. Við elskum að fá gesti til landsins, sýna þeim feg- urð Bandaríkjanna og fá áhrif frá þeirra menningu. Þessi örygg- isgæsla á flugvellinum er öllum í hag og hún er auðveld og sárs- aukalaus. Við viljum bara vera viss- ir um að þú sért sá sem þú segist vera í vegabréfinu eða í skjöl- unum.“ Ekkert flóknara en það var Í október árið 2006 verða tekin í notkun ný vegabréf og verða þau með lítilli tölvuflögu í sem geymir ýmsar upplýsingar um vegabréfs- eigandann ásamt mynd. Þau munu gera vegabréfafölsurum enn erf- iðara fyrir og auka öryggi allra. „Fólk heldur að það sé orðið svo flókið að fara til Bandaríkjanna en raunin er að það hefur lítið breyst fyrir Íslendinga. Ferlið hjá þeim námsmönnum sem eru að flytja þangað í langan tíma hefur t.d ekki breyst mikið. Það hafa bæst nokk- ur eyðublöð inn í ferlið til að tryggja öryggi en það lengir ekki umsóknartímann. Umsóknarferlið er mjög auðvelt þó margir haldi annað. Það er hægt að sækja um alla skriffinnsku, panta tíma fyrir vegabréfsáritanir og annað í gegn- um Netið á www.usa.is. 97% stúd- enta sem sækja um vegabréfsárit- un til Bandaríkjanna fá hana og tekur það aðeins um tvo daga. Í einstökum tilfellum getur það tekið lengri tíma og þá í mesta lagi tvær vikur. Það er miklu styttri biðtími en áður.“ Ronald segir að vegabréf muni alltaf vera að breytast í takt við tæknina og að fólk verði að vera vakandi fyrir því. Gömlu og nýju vegabréfin. Ef þið eruð með þau gömlu sem eru dökkblá þá þurfið þið að fá vegabréfsáritun áður en haldið er af stað í ferðalag til Bandaríkjanna. Nýju vegabréfin, sem eru ljósblá, eru tölvulesanleg og því gjald- geng inn til Bandaríkjanna. Vegabréfin með tölvurönd Á vefsíðunni www.usa.is er hægt að fá nánari upplýsingar um nýju vegabréfin og vegabréfsáritanir.  BANDARÍKIN                       Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn. Tölum íslensku. sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905 www.lavilla.dk Kaupmannahöfn - La Villa Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com                                  !       "#  $ %      !     &'   (              **                !     +        ,            !'    -      $             ! &  !   # * .           (     /        0  *  . !  #                      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.