Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 35 Enn ein tilraun til sátta Á meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd gerði einn sóknarnefndarmanna enn eina til- raun til sátta. Hún fól í sér að allir aðilar málsins gerðu með sér sátt um að báðir prestarnir og djákninn létu af störfum fyrir sóknina gegn loforði biskups um að finna þeim annað starf við hæfi. Jafnframt áttu allir sóknarnefndarmenn eða a.m.k. meirihluti þeirra þ.m.t. formaður og varaformaður að segja sig úr sókn- arnefndinni. Allt átti þetta að ger- ast samtímis þannig að málinu yrði lokið með sátt án eftirmála. Þessi sáttatilraun var gerð með vitund og vilja biskups. Allir málsaðilar sam- þykktu þessa leið til sátta, nema sr. Hans Markús sem vildi ekki fallast á hana. Áfrýjunarnefnd Sr. Hans Markús sætti sig ekki við niðurstöðu úrskurðarnefndar og kærði úrskurð hennar til áfrýjunar- nefndar þjóðkirkjunnar. Má því segja að sr. Hans Markús hafi þeg- ar hér var komið sögu bætt úr- skurðarnefndinni við langan lista deilenda sinna. Áfrýjunarnefndin er skipuð af ráðherra samkvæmt til- nefningu Hæstaréttar. Í áfrýjunarnefndinni áttu sæti þau dr. Páll Sigurðsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, for- maður, Ásdís J. Rafnar hrl., Kristín Briem hrl., dr. Pétur Pétursson guðfræðiprófessor og Sigrún Júl- íusdóttir prófessor við félagsvís- indadeild Háskóla Íslands. Áfrýj- unarnefndin kvað upp úrskurð sinn 28. júní sl. Niðurstaða hennar var að hafna kröfu um ógildingu á nið- urstöðu úrskurðarnefndar. Nefndin lagði til við biskup að formanni, varaformanni, presti og djákna verði veitt áminning. Jafnframt staðfesti nefndin úrskurð úrskurð- arnefndar að því er varðar sr. Hans Markús og mælti fyrir um að hann skuli fluttur til í starfi. Aðgerðir biskups í kjölfar úrskurðar áfrýjunarnefndar Samkvæmt gildandi lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar er biskup bundinn af úr- skurði áfrýjunarnefndar. Í ljósi þess boðaði biskup prest, djákna, formann og varaformann á sinn fund og veitti þeim áminningu í samræmi við úrskurð áfrýjunar- nefndar. Jafnframt ritaði biskup bréf til dóms- og kirkjumálaráð- herra þar sem farið er fram á stað- festingu ráðherra á flutningi sókn- arprestsins sr. Hans Markúsar í annað starf innan kirkjunnar í sam- ræmi við ákvörðun biskups. Viðbrögð sr. Hans Markúsar við úrskurði áfrýjunarnefndar Áfrýjunarnefnd er æðsta ákvörð- unarvald í málefnum innan kirkj- unnar. Þangað vísar sr. Hans Markús málinu. Þar sem nefndin fellst ekki á kröfur sr. Hans Mark- úsar grípur hann nú til þess ráðs að lýsa því yfir að hann ætli alls ekki að lúta úrskurði nefndarinnar né ákvörðun biskups um tilflutning í starfi. Jafnframt stefnir sr. Hans Markús nú biskupi, djákna, presti, formanni og varaformanni sóknar- nefndar fyrir héraðsdóm til ógild- ingar niðurstöðu áfrýjunarnefndar sem hann telur óeðlilega og ósann- gjarna í sinn garð. Þess má einnig geta að sr. Hans Markús hefur kært sr. Friðrik Hjartar til siða- nefndar prestafélagsins og vinnu- staðasálfræðinginn til siðanefndar sálfræðinga. Auk þess lýsir sr. Hans Markús nú biskup óhæfan til úrskurðar í málinu. Sem sagt; sr. Hans Markús deilir nú við sókn- arnefndina, prest, djákna, biskup, vinnustaðasálfræðing, úrskurðar- nefnd og áfrýjunarnefnd. Hver aðili sem ekki fylgir honum að máli verð- ur nú deiluaðili. Þessi málatilbún- aður og stöðugar kærur sr. Hans Markúsar hafa haft í för með sér umtalsverðan kostnað. Það hefur kostað sóknina og einstaka starfs- menn hennar talsvert fé að verjast síendurteknum ákærum sóknar- prestsins en fyrir því verður gerð grein á komandi aðalsafnaðarfundi. Aðalsafnaðarfundur í Garðasókn Aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maí lok ár hvert. Frest- un aðalsafnaðarfunda er hins vegar ekkert einsdæmi þó slíkt hafi reyndar ekki viðgengist í Garða- sókn fram til þessa. Því miður er staða mála í sókninni enn með þeim hætti að óvissa liggur fyrir um end- anlega niðurstöðu þessa deilumáls. Það er mat sóknarnefndar að nauð- synlegt sé að fá fram niðurstöðu áð- ur en til fundarins verður boðað. Leitað var eftir afstöðu biskups til frestunar fundarins og fyrir liggur skrifleg afstaða hans þar sem fram kemur að eðlilegt sé að niðurstaða liggi fyrir áður en fundurinn verður haldinn. Aðalsafnaðarfundur Garða- sóknar verður því boðaður í sam- ráði við biskup þegar dóms- og kirkjumálaráðherra hefur tekið af- stöðu til fyrirliggjandi beiðni bisk- ups. Störf sr. Hans Markúsar í þágu sóknarbarna Stuðningsmenn sr. Hans Mark- úsar hafa bent á að hann hafi á margan hátt staðið sig vel í starfi og hlúð af alúð að skjólstæðingum sínum, ekki síst þeim sem hafa átt um sárt að binda. Skjólstæðingar sr. Friðriks Hjartar og Nönnu Guð- rúnar djákna gætu einnig borið þeim mjög gott orð ef eftir slíku væri leitað. En það hefur ekki verið gert, enda verður slíkt ekki talið sæmandi þjónum kirkjunnar. Lokaorð Við fullyrðum að sá hópur sem sr. Hans Markús hefur skilgreint sem andstæðinga sína hefur á öllum stigum málsins unnið af heilindum og verið tilbúinn til sátta. Okkur finnst hins vegar verulega hafa skort á einlægan og gagnkvæman sáttavilja af hálfu sóknarprestsins, sr. Hans Markúsar. Sátt felur það í sér að allir málsaðilar slái af kröf- um sínum – leggi eitthvað fram til lausnar. Í þessu tilviki ekki bara prestur, djákni, starfsmenn sókn- arinnar eða sóknarnefnd, heldur einnig sóknarpresturinn sr. Hans Markús. Okkur þykir miður það sem okkur hefur orðið á í þessu erf- iða máli. Einnig hörmum við þær aðdróttanir og rangfærslur sem sr. Hans Markús og stuðningsmenn hans hafa haft í frammi. Þessi deila hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Á þeim tíma hafa allir sókn- arnefndarmenn reynt bæði óform- lega og formlega margvíslegar leið- ir til sátta án nokkurs árangurs. Auk þess er málið nú búið að fara í gegnum öll þau stig sem reglur og lög kirkjunnar mæla fyrir um. Nið- urstaðan er þar í megin dráttum ávallt hin sama; hjá sóknarnefnd, hjá prófasti, hjá biskupi, hjá úr- skurðarnefnd og áfrýjunarnefnd – nefndum sem í eiga sæti óháðir fag- aðilar. Er líklegt að allir þessir að- ilar séu handbendi sóknarnefndar Garðasóknar í ímynduðum ofsókn- um á hendur sr. Hans Markúsi? Er líklegt að sóknarnefnd, prestur, djákni, biskup, úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd hafi gert með sér samkomulag um að skapa sam- starfsörðugleika við einn og sama manninn? Varla. Niðurstaða hefur verið fengin í samræmi við lög og reglur. Henni verða allir að lúta. Framundan er mikið starf við að byggja upp traust og trúnað, sókninni og kirkjunni til heilla. Matthías G. Pétursson, formaður sóknarnefndar Garðasóknar, Arthur Farestveit, varaformaður, Kristín Bjarnadóttir, ritari, Helgi K. Hjálmsson, gjaldkeri.“ MINNINGAR Þegar ég var tólf ára gömul var ég beð- in um að skrifa ljóð í skólanum um einhvern sem ég liti upp til. Það var ekki erfitt val. Ég skrifaði um afa minn. Við Margrét Lára systir mín eyddum öllum sumrum hjá þeim ömmu, ásamt frænkum okkar Bryn- hildi og Margréti. Það var aldrei neitt vafamál á meðan við bjuggum úti í Bandaríkjunum að fara í Mý- vatnssveitina á sumrin. Afi kenndi okkur margt á þessum tíma, til dæmis að gróðursetja tré og blóm, hvernig maður ætti að halda á hrífu, örnefni í sveitinni, að leggja kapal, að meta góðan söng og margt fleira. Eitt það skemmtilegasta sem ég gerði sem barn var að leita að hreiðrum aliandanna með afa og það var mikil gleði í eitt skiptið þegar við frænkurnar fengum að eiga einn unga hver. Einu sinni fór ég líka norður um vetur og var í skólanum hjá afa í einhverja daga. Ég fékk að sitja í sætinu hans í matsalnum og ég man að ég upplifði mig eins og í konungssæti. Af öllum þeim tíma sem ég eyddi með afa þykir mér þó einna vænst um þetta síðasta ár. Þá bjuggu þau hjá okkur hérna í Mosfellsbænum hann og amma og ég kynntist afa á nýjan hátt. Við drukkum saman rauðvín, borðuðum osta og elduðum góðar súpur. Afi hafði áhuga á öllu sem maður var að gera og vildi vita allt um skóladaginn hjá manni. Hann hafði endalausa trú á mér í náminu og sagði að ég yrði góður læknir. Það þykir mér eitt stærsta hrós sem ég hef nokkurn tíma feng- ið. Reyndar var það þannig í hvert skipti sem afi hrósaði manni, það var alltaf einhvers konar sigur, hvort sem það var fyrir góða frammistöðu í skólanum eða bara fyrir góða súpu. Það var gaman þeg- ar hann var ánægður. Okkur afa þótti báðum gaman að fara í búðir, sérstaklega matvöru- búðir. Það voru góðar stundir sem fóru í það að skoða súrmetið í Nóa- túni, úrvalið í fiskbúðinni eða kjöt- borðið. Mikilvægt þótti honum líka í þessum ferðum að kaupa súkkulaði handa ömmu – það mátti ekki vanta! Það er erfitt að útskýra fyrir öðrum af hverju afi minn var sérstakur maður og af hverju ég leit upp til hans. En hann hafði þá eiginleika sem ég myndi helst vilja tileinka mér: einlægni, ákveðni, rólega lund og gott hjarta. Það var einfaldlega gott að vera með honum. Mig langar til að þakka honum fyrir allt sem hann kenndi mér og allan tímann sem við áttum saman. Ég held ef- laust áfram að hafa hann í huga í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur – og vonast eftir hrósi. Í lokin segi ég við fjölskylduna mína eins og amma sagði við mig daginn sem afi dó: „Nú stöndum við saman og reynum að vera sterk.“ Guðrún Þuríður. Nú er Þráinn Þórisson allur. Mér finnst ég ekki mega sleppa tækifær- inu til að kvaka til hans nokkur þakkarorð. Geri mér að vísu ekki nema litla von um að stíllinn þyki það merkilegur að hann berist Þráni sjálfum, hér eftir. En Margrét les hann. Haustið 1959, hinn 19. október, fóru Mývetningar um 20 saman í heimsókn niður í Þistilfjörð. Aðal- erindið var sauðfjárskoðun. Þistlar undirbjuggu gestakomuna með því ÞRÁINN ÞÓRISSON ✝ Þráinn Þóris-son, Skútustöð- um í Mývatnssveit, fæddist í Baldurs- heimi í Mývatnssveit 2. mars 1922. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi laugardaginn 23. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skútustaða- kirkju 2. ágúst. að smala saman öllu sínu fé þ.e.a.s. á þeim bæjum sem stóðu að fjárræktarfélaginu. Það var sólskin þenn- an dag og varð hann sérlega ánægjulegur bæði gestgjöfum og gestum. Þetta var ferminga- árið mitt og skóla- skyldan raunverulega búin en lá í loftinu að fara í einhvern skóla og að mestum líkind- um Laugaskóla. Á þessum tíma var sá skóli yfirbók- aður og þurfti góða fyrirhyggju á að komast þar inn. Daginn eftir umræddan hátíðis- dag sagði pabbi minn mér að hann hefði leitað eftir við Þráin Þórisson skólastjóra, sem var meðal gest- anna, að taka mig til uppfræðslu. En þá var Þráinn byrjaður, líklega ný- lega, að halda unglingadeild með barnaskólanum í Mývatnssveit, í mörgum tilfellum fóru svo nemend- ur hans beint í eldri deild Lauga- skóla. Þráinn hafði tekið beiðninni vel en sagðist nú ekki geta bætt fólki á sitt heimili en sjálfur skyldi hann leita eftir lausn á þeim vanda. Og það gekk eftir. Í desemberbyrjun komu skilaboð frá Þráni að um miðjan jan- úar skyldi ég koma og námið myndi standa í þrjá mánuði eða rúmlega það. Þetta gekk eftir og fékk ég óverð- skuldað að lifa þriggja mánaða veislu til líkama og sálar. Bjó hjá Ingu og Yngva á Skútustöðum. Blessuð sé minning þeirra. Ég veit að Þráinn þykkist ekki við þó í leið- inni ég strái blómum á hana Ingu. Það hlýtur að hafa verið hún sem ég átti það mesta að þakka að fá þessa vist. Bætti mér í 6 manna fjölskyldu. Fyrstu daga sem ég var uppfrá voru frosthörkur meiri en ég var vanur, lágsveitarmaðurinn, Inga hefur líklega séð kuldabólgin eyru því ekki var ég búin að fara oft á netin með Bjössa og Kidda þegar ég var kominn með skraddarasniðna húfu eins og þeir. Það var nú fína flíkin og entist mér lengi. Annað sýnishorn af manngæskunni sem ég mætti á Skútustöðum langar mig að nefna. Ég fór margsinnis á dorg- veiðar um veturinn og vorið. Var nú ekki fiskinn á við heimamenn en heppnaðist í einni veiðiferðinni að fá 12 bleikjur vænar á Haganesvogn- um. Þegar ég svo var að kveðja á Skútustöðum gaukaði Jón að mér pappakassa krossbundnum og sagði: „Þetta eru bröndurnar sem þú dróst þarna um daginn, mér datt í hug að þú vildir gefa mömmu þinni bragð af reyktum Mývatnssilungi.“ En Þráinn var í Skjólbrekku og kenndi í kaffistofunni, nema leikfimi í salnum. Þá var sú tíð að fullnýta starfskrafta kennara sem annarra. Ekki man ég hvað börnin voru mörg samtímis í Skjólbrekku en kaffistof- an var nokkuð fullsetin. En það mátti kalla að skólastjórinn kenndi sjálfur alla tímana nema enskuna, hana kenndi Magga uppi í sinni íbúð, ef kalt var annars í lofti í saln- um þar sem helftin af skólabörnun- um bjó. Þær eru góðar minningarnar frá skólavistinni hjá Þráni, sem dæmi þegar hann las upp vísurnar. Setti okkur skylduverkefni á laugardegi að allir skyldu gera vísu um sessu- naut sinn og skila eftir helgina. Þrá- inn las svo upp allan kveðskapinn og benti á hvar væri farið að reglum ríms og hvar alls ekki. Það leyndi sér ekki að honum leið vel þegar hann fór með kveðskap Höskuldar sonar síns sem var heilt kvæði til Kjartans á Grímsstöðum. Það byrj- aði með ferhendu, skipti svo í stuðla- fall. „Ég vissi ekki að þú hefðir svona gott vald á þessu,“ sagði Þrá- inn á lágum nótum, las svo áfram: Einnig er hann konum kær og kann að yrkja. Elta fljóð hann út um grundir. Engar fær hann hvíldarstundir. Það mátti segja að Þráinn legði sig í framkróka með að gera mér vistina í Mývatnssveit sem ánægju- legasta og eftirminnilega. Ók mér oftsinnis á bæi í lengri eða skemmri heimsóknir og um eina helgi vorum við Höskuldur inni á Baldursheimi. Eftir það átti ég bændurna þar, bræður Þráins, að vinum svo lengi sem þeirra naut við. Þegar skólinn var úti með árshá- tíð og leiksýningu var ég eitthvað að tala um heimferð, hvort ferðir mjólkurbíla mundu passa við skipa- komu. Þá segir Þráinn: „Ég ek þér til Húsavíkur.“ Það stóð hann líka við, ók mér gagngert, hlýddi mér á leiðinni yfir hvað margt af fólkinu í Mývatnssveit ég væri farinn að þekkja í sjón. Á Húsavík skildi hann mig eftir í góðum höndum Páls frá Grænavatni og hans fjölskyldu. Ekki fannst Þráni þó nóg að gert. Á miðju sumri hringdi hann og sagði að nú stæði til að eyða ágóðanum af skólaskemmtuninni. Ég skyldi koma til sín í tæka tíð til að missa ekki af rútuferðalagi um Eyjafjörð með gistingu í Svarfaðardal. Og þetta fór eftir. Þá var ég nokkra daga um kyrrt í Skjólbrekku bæði fyrir og eftir skólaferðalagið og leið vel að vera á meðal hjóna sem elsk- ast svo heitt eins og Þráinn og Magga. Það má ég fullyrða að Þráinn var á réttri hillu í lífinu og í eftirsókn- arverðri aðstöðu. Hafa æskuslóðirn- ar í sjónmáli og sleppti aldrei rétti sínum í Baldursheimi með að hafa þar málfrelsi og tillögurétt í fjár- ræktinni sem fleiru. Það fór vaxandi síðustu ár sem ég hef ræktað kunningsskapinn við þetta góða fólk. Það var vel varið degi í fyrravor sem ég sat hjá þeim hjónum og fékk síðast Þráin með mér í Baldursheim og skoðaði sauðfé. Ég votta þér, Magga, og ykkar af- komendum samúð mína. Stefán Eggertsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.