Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 209. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Leita flæk- ingsfugla Fuglaskoðun er æsispennandi áhugamál | Daglegt líf 26 Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Kemur innblásturinn af himnum ofan?  Skjól í hjarta elskhugans Börn | Eiður Smári í einkaviðtali ykkar  Garðveislan Íþróttir | Þórey Edda vongóð  Snorri Steinn finnur fjölina Útsölulok ALLT A‹ 90% AFSLÁTTUR MARKA‹UR INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir það færast mjög í vöxt að íslenskir aðilar stofni erlend eignarhaldsfélög í svokölluðum skattaparadísum eða þar sem sérstakar reglur gilda um félög og bankaviðskipti, svo sem á Ermarsundseyjum eða í Lúxemborg. Þetta sé áhyggjuefni og kalli á ný úr- ræði yfirvalda. „Það er ekki ólögmætt að stofna slík félög en þegar þessir aðilar gefa ekki upp eignir sínar og tekjur er augljóst að þarna á sér lögbrot stað og þekkjum við svo mörg dæmi þess að það er ekki spurning um hvort heldur í hversu miklum mæli þetta á sér stað,“ segir Indriði. Hann kveðst telja ríka þörf á að herða reglur um upplýsingaskyldu vegna tilfærslu fjármuna til útlanda. Frestun skattgreiðslu á hagnað felld niður? Indriði segist einnig hlynntur því að núverandi reglur, að fresta megi skattgreiðslum á söluhagn- aði hlutabréfa, verði þrengdar eða jafnvel felldar niður, í þeim felist misræmi og geti jafnvel mis- munað skattgreiðendum. Indriði segir helsta vandann felast í hversu treg slík skattaskjól eru til að veita upplýsingar um við- skipti, en þó bindi hann vonir við að starf OECD verði til að breyta hugarfari í mörgum viðkomandi ríkja. Hann segir að fjölmargar ábendingar hafi borist skattyfirvöldum um hugsanleg skattsvik af þessum toga og séu mörg slík mál til rannsóknar. Rík þörf sé hins vegar á nýrri lagasetningu eða endurskoðun eldri laga til að tryggja yfirvöldum betri aðgang að upplýsingum um tilfærslu fjár- magns á milli ríkja. Reglur nágrannaríkja séu mun þróaðri að þessu leyti. Skattyfirvöld hafa m.a. beint sjónum að því þeg- ar fyrirtæki fresta skattgreiðslum á söluhagnaði sínum og fjárfesta hagnaðinn í erlendum félögum, oft á tíðum dótturfélögum. Indriði kveðst hlynntur því að settar verði reglur um að þessi frestun á söluhagnaði komi aðeins til greina ef hann er end- urfjárfestur innanlands, ekki ytra. Þá feli reglur um frestun skattskyldu í sér misræmi. Mikil fjölgun íslenskra félaga í skattaskjólum Herða þarf reglur um upplýsingaskyldu vegna fjármagnsflutnings til útlanda Eftir Sindra Freysson sindri@mbl.is  Augljóst | 4 OPNUNARHÁTÍÐ Hinsegin daga var haldin í Loftkast- alanum í gærkvöldi. Fjöldi skemmtikrafta, söngvarar, dragdrottningar og aðrir lista- menn komu fram. Uta Schreck- en og félagar frá Bandaríkj- unum fóru hamförum í orðsins fyllstu merkingu; tóku á sig framandi form og gáfu tóninn fyrir það sem vænta má af skrúðgöngunni sem leggur af stað frá Hlemmtorgi í dag kl. 15. Von er á að gangan í ár verði glæsilegri og stærri en nokkru sinni fyrr og hefur ómæld vinna farið í undirbúninginn. Að göngunni lokinni hefst skemmtidagskrá á sviði í Lækj- argötu og um kvöldið eru haldnir hátíðardansleikir. Ekki skemmir fyrir að spáð hefur verið ágætu veðri í dag. Morgunblaðið/Sverrir Hátíðin hafin Hryðju- verkalög hert í Bretlandi Viðbrögðin með ýmsu móti en hófsamir múslímar fagna London. AFP. | Baráttu- menn fyrir mannréttind- um og róttækir múslímar fordæmdu í gær áætlanir bresku stjórnarinnar um ný hryðjuverkalög en margir aðrir lofuðu þau, þar á meðal talsmenn hóf- samra múslíma. Unnið hefur verið að lagasetningunni eftir hryðjuverkaárásirnar í London 7. júlí og þegar Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, kynnti drögin í gær, sagði hann, að hugsanlega yrði einhverjum núgildandi mann- réttindalögum breytt vegna nýju laganna. Munu þau meðal annars kveða á um bann við starfsemi öfgafullra, íslamskra samtaka og einnig, að þeir, sem hafi einhver tengsl við hryðjuverkastarfsemi, verði reknir úr landi. Mannréttindasamtökin Liberty í London for- dæmdu lagadrögin og sagði formaður þeirra, Shami Chakrabarti, að ekki væri unnt að flytja fólk til landa þar sem það gæti búist við pynt- ingum. Breska stjórnin er hins vegar að semja við stjórnvöld í Alsír, Líbanon og fleiri löndum um að þau heiti að fara ekki illa með þá þegna þeirra, sem reknir verða frá Bretlandi. Hefur nú þegar verið samið um það við Jórdaníustjórn. Búnir að fá nóg af öfgamönnum Imran Waheed, talsmaður Hizb ut-Tahrir, sam- taka, sem verða bönnuð, mótmælti því ákaflega í gær og sagði, að þau væru ekki ofbeldissinnuð. Í Rússlandi eru þau þó á lista yfir hryðjuverkasam- tök en leyfð annars staðar í Evrópu nema í Þýska- landi. Talsmenn tvennra hófsamra múslímasamtaka í Bretlandi fögnuðu hins vegar lagadrögunum og sögðu, að þeir væru búnir að fá nóg af öfgamönn- um, sem svertu trúna og gerðu venjulegum músl- ímum lífið erfitt. Tony Blair  Blair | 18 Flæktur í eftirlits- köplum Moskvu. AFP. | Unnið var að því í gær að reyna að bjarga sjö mönnum, sem voru innilokaðir í litlum kafbáti und- an Kamtsjatka á Kyrrahafsströnd Rússlands. Ljóst er, að hann er ekki aðeins flæktur í trolli, heldur einnig í köplum, sem eru hluti af neðansjáv- areftirlitskerfi rússneska hersins. Fréttastofan RIA-Novostí sagði í gær, að fjarstýrt tæki hefði verið sent niður að bátnum þar sem hann liggur á 190 metra dýpi og hefði því verið ætlað að klippa á kaplana í eft- irlitskerfinu. Ekki er vitað hvernig það gekk en Víktor Fjodorov, yfir- maður rússneska Kyrrahafsflotans, sagði, að tekist hefði að koma taug í bátinn og draga síðan hann og eft- irlitskerfið um einn kílómetra og upp á nokkru grynnra vatn. Ef ekki tekst að klippa kafbátinn lausan verður líklega reynt að fá öfl- ugan dráttarbát til að draga upp 60 tonna þungt akkerið, sem heldur eft- irlitsköplunum niðri, og losa þannig um bátinn um leið. Talið var í gær, að súrefnið myndi duga í sólarhring.  Sjö | 19 Teheran. AP, AFP. | Stjórnvöld í Íran ætla að „skoða“ nýtt tilboð Evrópu- sambandsins um samstarf í efna- hags- og tæknimálum gegn því, að þau hætti við áætlanir um að auðga úran, sem nota má við smíði kjarna- vopna. Búist er við, að Íranir svari tilboð- inu fljótlega þótt helsti samninga- maður þeirra hafi raunar hafnað því strax. Verði það niðurstaðan má bú- ast við, að málið fari fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem refsi- aðgerða gegn Írönum verði krafist. Skoða tilboð ESB-ríkja ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.