Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Myndasögur Nýverið kom út ævisaga Jóakmis Aðal- andar eða Scrooge McDuck eins og hann kallast á frummálinu. Höfundurinn, Don Rosa, hefur skapað sér nafn innan myndasöguheimsins sem helsti arftaki Karls Barks sem skóp flestar af þeim per- sónum sem byggja Andrésar Andar- heiminn frá Disney. ÉG MAN það eins og gerst hafi í gær. Ætli ég hafi ekki verið níu ára gamall og lá heima í rúmi með flensu á sólríkum maí degi. Mamma hafði þá um daginn fært mér á sjúkrabeðinn fyrsta tölu- blaðið af íslensku útgáfunni af Andrés Önd og ég var í himnaríki þrátt fyrir veikindin. Útgáfu Andrésar á hinu ástkæra ylhýra höfðu Íslendingar beðið eftir með öndina í hálsinum. Ég man að fjallað hafi verið um íslenska snúninginn í blöðum, meðal ann- ars Morgunblaðinu. Fram að þeim tíma höfðu áhugasamir sótt í danska Anders And og Co og var það blað ein af stofnununum æsku minnar. Danski Anders And með sitt ,,uargh“ og sitt ,,gisp“ var svo fastgreyptur í huga mínum að ég áttaði mig ekki alveg á uppruna- tengslum hans við hinn amerísku mælandi Donald Duck. Ég held að margir Íslendingar af minni kyn- slóð hafi haft gott af því sjálf- sprottna dönskunámi sem fór fram við að stauta sig áfram í gegn um síður Anders And. Reyndar hugsa ég að nokkrar líkur séu á því að minnkandi áhugi á dönskukennslu hér á landi nú um stundir komi til vegna brotthvarfs Anders And- áhrifanna. B.A.R.K.S. (Bara Alveg Rosa- lega Klárlega Snillingur) En aftur að Andrési Önd. Fátt markvert er að segja um sögurnar í þessu fyrsta tölublaði sem eru frekar máttlausar svona eftir á að hyggja en öðru máli gegnir um forsíðuna. Hinir íslensku útgef- endur völdu að hefja útgáfuna með því að birta klassíska mynd eftir hinn goðsagnakennda Andr- ésarteiknara, Carl Barks, á forsíð- unni. Þótt að það hafi verið Walt Disney sjálfur sem skapaði Andr- és í upphafi fjórða áratugar síð- ustu aldar varð það Barks sem fyllti umhverfi hans með öðrum áhugaverðum persónum. Á rúm- lega 20 ára tímabili, frá miðjum fimmta áratugnum, teiknaði hann og skrifaði mörg hundruð sögur frá Andabæ og skóp tugi persóna sem hafa fylgt Andrési í gegn um súrt og sætt. Má þar nefna Jóa- kim, Hábein Heppna, Georg Gír- lausa, Gullívan Grjótharða og Bjarnabófa (sem reyndar hafa lítið með bjarndýr að gera enda draga þeir upprunulega nafn sitt af hundskyni; the Beagle Boys). Barks hefur sagt að hann hafi ávallt fundið til mikillar samúðar með hinum seinheppna og skap- mikla Andrési Önd. Hann sé eins- konar erkitýpa hversdagsmanns- ins sem hefur ekki nema rétt takmarkaða stjórn á aðstæðunum. Margar sögur Barks endurómuðu þennan hversdagsleika Andrésar þar sem hann lendir í allra handa ævintýrum í nánasta nágrenni við heimili sitt í Andabæ, meðal ann- ars á hann í útistöðum við Jónas, nágrannann frá helvíti eða í ein- hverju klandri við að hjálpa eða spilla (eða bæði) fyrir litlu frænd- um sínum í Grænspætuklúbbnum. Skammstafaðar titlaraðir Græn- spætuhöfðingjanna fannst mér alltaf hrikalega fyndnar eins og sjá má á fyrirsögnunum í þessari grein. Aðrar sögur segja frá ævintýr- um Andrésar út um öll heimsins höf, yfir heimsálfur þverar og endilangar og allt til annarra plán- eta. Oftar en ekki eru þessi ferða- lög byggð á hvötum ríkustu andar í heimi, Jóakims, sem dregur frændur sína í fjársjóðsleitir til að bæta aurum í peningatankinn sinn. Hver sem sviðsetningin er eru sögur Barks ávallt marg- slungnar og spennandi, hvort sem er í sagnagerð eða teikningu. Hann var meistari þess að gefa stuttum og einföldum sögum dýpt með ýmsum mikilvægum smáat- riðum og vísunum út fyrir söguna. Aðrar sögur eru flóknari og lengri og jafnast á við bestu æv- intýrasögur bókmenntageirans. Það er óhætt að líkja Barks við Franquan, höfund Viggó og Svals og Vals í húmornum og Hergé, höfund Tinna, í frásagnargleðinni. Barks er sá höfundur sem mun halda nafni Andrésar Andar og fé- laga á lofti um ókomna framtíð. R.O.S.A. (Reglulega Of- urfrábær Skapandi Anda- sagna) Nýverið var gefið út í einu bindi ævisaga Jóakims Aðalandar eða The Life and Times of Scrooge McDuck eins og bókin kallast á frummálinu. Höfundurinn, Keno Don Rosa, hefur verið kallaður helsti arftaki Carls Barks sem höfundur Andrésar Andar- frásagna. Rosa fer ekki í graf- götur með aðdáun sína á Barks enda var frumhugmynd hans að þessari sögu sú að safna saman öllum þeim vísunum, smávægileg- um og stórkostlegum, úr ævi gamla nískupúkans sem Barks lagði fram í sögum sínum og mynda úr þeim heillega frásögn í réttri tímaröð. Til að undirstrika enn betur aðdáun sína á læriföð- urnum hefur Rosa haft þann hátt- inn á að fela skammstöfunina D.U.C.K. (Dedicated to Unca Carl from Keno) einhverstaðar á upp- hafssíðum flestra sagna sinna. Þessi samantekt á vísunum í lífshlaup Jóakims myndar beina- grindina í ævisögunni en þar fyrir utan segir Rosa söguna með sín- um hætti. Jóakim er fæddur og uppalinn í Edinborg í lok 19. aldar en McDuck vísar í skoskan upp- runa persónunnar. Hann er af fornfrægri fjölskyldu kominn sem muna má sinn fífil fegurri og býr hann og fjölskylda hans við sára fátækt á meðan gamli ættarkastal- inn er í niðurníðslu einhvers stað- ar í skosku hálöndunum. En það er töggur í pilti. Eftir að hafa hlotið fyrstu myntina við að pússa skó vaknar með honum neistinn sem seinna á eftir að gera hann að ríkustu önd jarðarinnar. Hann ákveður að freista gæfunnar í fyr- irheitna landinu Ameríku og lend- ir þar í allra handa ævintýrum í viðleitni sinni til að höndla ham- ingjuna sem að sjálfsögðu felst fyrst og síðast í því að græða aur. Fjölskyldu Jóakims er lýst og tengslum hans við skyldmenni sín sem endar loks í síðasta kaflanum á því að hann kynnir sig fyrir systursyni sínum, Andrési Önd. Ásamt því að bera hæfileikum Rosa, bæði á frásagnar- og teikni- sviðinu, glöggt vitni, er bókin stút- full af bakgrunnsupplýsingum um sögurnar sem fyrir koma. Rosa telur upp öll þau atriði úr sögum Barks sem hann dregur inn í sína sögu, hvar þau er að finna og hvernig hann túlkar þau. Einnig segir hann frá sköpunarferlinu og sýnir undirbúningsriss fyrir teikn- ingar sínar. Ævisaga Jóakims hefur nú þeg- ar verið gefin út á íslensku sem framhaldssaga í blöðunum um Andrés Önd og félaga. Fyrir þá sem misst hafa af lestinni og hætt að lesa Andrés á árum áður er rétt að benda á The Life and Tim- es of Scrooge McDuck sem fyr- irtaks tækifæri til að endurnýja kynnin. Bókin veitir einnig frá- bæra afsökun til að grafa upp gömlu Anders And-blöðin, finna þar sögurnar eftir Carl Barks og skoða hvernig Rosa hefur ofið þetta margslungna ævintýr eftir forskrift meistarans. The Life and Times of Scrooge McDuck fæst í versluninni Nexus við Hverfisgötu. Heimir Snorrason Ö.N.D. Scrooge McDuck eftir Don Rosa. Forsíðan á fyrsta tölublaði Andrés- ar Andar og félaga. Jóakim aðalönd við uppáhalds iðju sína. SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 4 og 10.20 B.i 16 ára Miðasala opnar kl. 13.00 Sími 564 0000 Sýnd í Smárabíói kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 1.50 og 8 Nú eru það fangarnir gegn vörðunum!  „…mynd sem hægt er að líkja við Die Hard, spennandi og skemmtileg…” ÓÖH DV  „þrusuvel heppnuð spennumynd”K & F Sýnd kl. 2, 4 og 6.10 Í þrívídd kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i 16 ára Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 10.15 B.i 16 ára Sýnd kl. 2 B.i 10 ára Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50 og 8 Í þrívídd  „…mynd sem hægt er að líkja við Die Hard, spennandi og skemmtileg…” ÓÖH DV       GEGGJAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS Sýnd í Borgarbíói kl. 5.45, 8 og 10.20 VINCE VAUGHN TILBOÐ400 KR. REGLA # 27: EKKI DRE KKA YFIR ÞIG, TÓLIN VE RÐA AÐ V IRKA REGLA #10:BOÐSKORT ERUFYRIR AUMINGJA! TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU  KVIKMYNDIR.IS  I I .I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.