Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 06.08.2005, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Myndasögur Nýverið kom út ævisaga Jóakmis Aðal- andar eða Scrooge McDuck eins og hann kallast á frummálinu. Höfundurinn, Don Rosa, hefur skapað sér nafn innan myndasöguheimsins sem helsti arftaki Karls Barks sem skóp flestar af þeim per- sónum sem byggja Andrésar Andar- heiminn frá Disney. ÉG MAN það eins og gerst hafi í gær. Ætli ég hafi ekki verið níu ára gamall og lá heima í rúmi með flensu á sólríkum maí degi. Mamma hafði þá um daginn fært mér á sjúkrabeðinn fyrsta tölu- blaðið af íslensku útgáfunni af Andrés Önd og ég var í himnaríki þrátt fyrir veikindin. Útgáfu Andrésar á hinu ástkæra ylhýra höfðu Íslendingar beðið eftir með öndina í hálsinum. Ég man að fjallað hafi verið um íslenska snúninginn í blöðum, meðal ann- ars Morgunblaðinu. Fram að þeim tíma höfðu áhugasamir sótt í danska Anders And og Co og var það blað ein af stofnununum æsku minnar. Danski Anders And með sitt ,,uargh“ og sitt ,,gisp“ var svo fastgreyptur í huga mínum að ég áttaði mig ekki alveg á uppruna- tengslum hans við hinn amerísku mælandi Donald Duck. Ég held að margir Íslendingar af minni kyn- slóð hafi haft gott af því sjálf- sprottna dönskunámi sem fór fram við að stauta sig áfram í gegn um síður Anders And. Reyndar hugsa ég að nokkrar líkur séu á því að minnkandi áhugi á dönskukennslu hér á landi nú um stundir komi til vegna brotthvarfs Anders And- áhrifanna. B.A.R.K.S. (Bara Alveg Rosa- lega Klárlega Snillingur) En aftur að Andrési Önd. Fátt markvert er að segja um sögurnar í þessu fyrsta tölublaði sem eru frekar máttlausar svona eftir á að hyggja en öðru máli gegnir um forsíðuna. Hinir íslensku útgef- endur völdu að hefja útgáfuna með því að birta klassíska mynd eftir hinn goðsagnakennda Andr- ésarteiknara, Carl Barks, á forsíð- unni. Þótt að það hafi verið Walt Disney sjálfur sem skapaði Andr- és í upphafi fjórða áratugar síð- ustu aldar varð það Barks sem fyllti umhverfi hans með öðrum áhugaverðum persónum. Á rúm- lega 20 ára tímabili, frá miðjum fimmta áratugnum, teiknaði hann og skrifaði mörg hundruð sögur frá Andabæ og skóp tugi persóna sem hafa fylgt Andrési í gegn um súrt og sætt. Má þar nefna Jóa- kim, Hábein Heppna, Georg Gír- lausa, Gullívan Grjótharða og Bjarnabófa (sem reyndar hafa lítið með bjarndýr að gera enda draga þeir upprunulega nafn sitt af hundskyni; the Beagle Boys). Barks hefur sagt að hann hafi ávallt fundið til mikillar samúðar með hinum seinheppna og skap- mikla Andrési Önd. Hann sé eins- konar erkitýpa hversdagsmanns- ins sem hefur ekki nema rétt takmarkaða stjórn á aðstæðunum. Margar sögur Barks endurómuðu þennan hversdagsleika Andrésar þar sem hann lendir í allra handa ævintýrum í nánasta nágrenni við heimili sitt í Andabæ, meðal ann- ars á hann í útistöðum við Jónas, nágrannann frá helvíti eða í ein- hverju klandri við að hjálpa eða spilla (eða bæði) fyrir litlu frænd- um sínum í Grænspætuklúbbnum. Skammstafaðar titlaraðir Græn- spætuhöfðingjanna fannst mér alltaf hrikalega fyndnar eins og sjá má á fyrirsögnunum í þessari grein. Aðrar sögur segja frá ævintýr- um Andrésar út um öll heimsins höf, yfir heimsálfur þverar og endilangar og allt til annarra plán- eta. Oftar en ekki eru þessi ferða- lög byggð á hvötum ríkustu andar í heimi, Jóakims, sem dregur frændur sína í fjársjóðsleitir til að bæta aurum í peningatankinn sinn. Hver sem sviðsetningin er eru sögur Barks ávallt marg- slungnar og spennandi, hvort sem er í sagnagerð eða teikningu. Hann var meistari þess að gefa stuttum og einföldum sögum dýpt með ýmsum mikilvægum smáat- riðum og vísunum út fyrir söguna. Aðrar sögur eru flóknari og lengri og jafnast á við bestu æv- intýrasögur bókmenntageirans. Það er óhætt að líkja Barks við Franquan, höfund Viggó og Svals og Vals í húmornum og Hergé, höfund Tinna, í frásagnargleðinni. Barks er sá höfundur sem mun halda nafni Andrésar Andar og fé- laga á lofti um ókomna framtíð. R.O.S.A. (Reglulega Of- urfrábær Skapandi Anda- sagna) Nýverið var gefið út í einu bindi ævisaga Jóakims Aðalandar eða The Life and Times of Scrooge McDuck eins og bókin kallast á frummálinu. Höfundurinn, Keno Don Rosa, hefur verið kallaður helsti arftaki Carls Barks sem höfundur Andrésar Andar- frásagna. Rosa fer ekki í graf- götur með aðdáun sína á Barks enda var frumhugmynd hans að þessari sögu sú að safna saman öllum þeim vísunum, smávægileg- um og stórkostlegum, úr ævi gamla nískupúkans sem Barks lagði fram í sögum sínum og mynda úr þeim heillega frásögn í réttri tímaröð. Til að undirstrika enn betur aðdáun sína á læriföð- urnum hefur Rosa haft þann hátt- inn á að fela skammstöfunina D.U.C.K. (Dedicated to Unca Carl from Keno) einhverstaðar á upp- hafssíðum flestra sagna sinna. Þessi samantekt á vísunum í lífshlaup Jóakims myndar beina- grindina í ævisögunni en þar fyrir utan segir Rosa söguna með sín- um hætti. Jóakim er fæddur og uppalinn í Edinborg í lok 19. aldar en McDuck vísar í skoskan upp- runa persónunnar. Hann er af fornfrægri fjölskyldu kominn sem muna má sinn fífil fegurri og býr hann og fjölskylda hans við sára fátækt á meðan gamli ættarkastal- inn er í niðurníðslu einhvers stað- ar í skosku hálöndunum. En það er töggur í pilti. Eftir að hafa hlotið fyrstu myntina við að pússa skó vaknar með honum neistinn sem seinna á eftir að gera hann að ríkustu önd jarðarinnar. Hann ákveður að freista gæfunnar í fyr- irheitna landinu Ameríku og lend- ir þar í allra handa ævintýrum í viðleitni sinni til að höndla ham- ingjuna sem að sjálfsögðu felst fyrst og síðast í því að græða aur. Fjölskyldu Jóakims er lýst og tengslum hans við skyldmenni sín sem endar loks í síðasta kaflanum á því að hann kynnir sig fyrir systursyni sínum, Andrési Önd. Ásamt því að bera hæfileikum Rosa, bæði á frásagnar- og teikni- sviðinu, glöggt vitni, er bókin stút- full af bakgrunnsupplýsingum um sögurnar sem fyrir koma. Rosa telur upp öll þau atriði úr sögum Barks sem hann dregur inn í sína sögu, hvar þau er að finna og hvernig hann túlkar þau. Einnig segir hann frá sköpunarferlinu og sýnir undirbúningsriss fyrir teikn- ingar sínar. Ævisaga Jóakims hefur nú þeg- ar verið gefin út á íslensku sem framhaldssaga í blöðunum um Andrés Önd og félaga. Fyrir þá sem misst hafa af lestinni og hætt að lesa Andrés á árum áður er rétt að benda á The Life and Tim- es of Scrooge McDuck sem fyr- irtaks tækifæri til að endurnýja kynnin. Bókin veitir einnig frá- bæra afsökun til að grafa upp gömlu Anders And-blöðin, finna þar sögurnar eftir Carl Barks og skoða hvernig Rosa hefur ofið þetta margslungna ævintýr eftir forskrift meistarans. The Life and Times of Scrooge McDuck fæst í versluninni Nexus við Hverfisgötu. Heimir Snorrason Ö.N.D. Scrooge McDuck eftir Don Rosa. Forsíðan á fyrsta tölublaði Andrés- ar Andar og félaga. Jóakim aðalönd við uppáhalds iðju sína. SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 4 og 10.20 B.i 16 ára Miðasala opnar kl. 13.00 Sími 564 0000 Sýnd í Smárabíói kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 1.50 og 8 Nú eru það fangarnir gegn vörðunum!  „…mynd sem hægt er að líkja við Die Hard, spennandi og skemmtileg…” ÓÖH DV  „þrusuvel heppnuð spennumynd”K & F Sýnd kl. 2, 4 og 6.10 Í þrívídd kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i 16 ára Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 10.15 B.i 16 ára Sýnd kl. 2 B.i 10 ára Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50 og 8 Í þrívídd  „…mynd sem hægt er að líkja við Die Hard, spennandi og skemmtileg…” ÓÖH DV       GEGGJAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS Sýnd í Borgarbíói kl. 5.45, 8 og 10.20 VINCE VAUGHN TILBOÐ400 KR. REGLA # 27: EKKI DRE KKA YFIR ÞIG, TÓLIN VE RÐA AÐ V IRKA REGLA #10:BOÐSKORT ERUFYRIR AUMINGJA! TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU  KVIKMYNDIR.IS  I I .I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.