Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sakleysingjarnir er heillandi frásögn um mannlegan breyskleika, djúpa einsemd, ást, söknuð og mikil örlög – stórbrotin saga sem heldur lesanda rammlega föngnum allt til enda. „Stórvirki.“ − Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. „Ólafur Jóhann fangar lesandann áreynslulaust inn í söguheim sinn. Hann býr einfaldlega yfir þeirri náðargáfu að kunna að segja sögu .“ − Hlynur Páll Pálsson, Frbl. . edda.is Stórbrotin örlagasaga ÁHORFENDUR á HM í Norrköping í Svíþjóð hafa svo sannarlega notið spennandi keppni, ekki síst í gær í for- keppni í fjórgangi og 100 m skeiði. Sá síðasti af rúmlega fimmtíu keppendum í forkeppninni í fjórgangi á Heims- meistaramótinu í Norrköping, Stian Pedersen á Jarli frá Miðkrika, skaust upp fyrir Sigurð Sigurðarson á Silf- urtoppi í fyrsta sætið þegar hann fékk 8,00 í einkunn. Sig- urður fékk einkunnina 7,87 og kom inn í næstsíðasta holl- inu og bjuggust flestir við að hann héldi forystunni til loka. En Stian hafði greinilega engu að tapa og gaf allt í botn með þessum árangri. Nokkuð áberandi var hve ein- kunnirnar í síðari hluta keppninnar virtust fara hækk- andi. Jóhann Skúlason á Hvini frá Holtsmúla var lang- hæstur fyrir hlé með 7,37 en var í 5. sæti ásamt Chatrine Brusgaard frá Danmörku á Jóni frá Hala áður en Stian hóf keppni. Eftir þennan góða árangur Stians missti Jó- hann af sæti í A-úrslitum. Þau Chatrine eru í 6. sæti og efst inn í B-úrslit. Óvænt úrslit og spennaeinkenndu keppni í 100 m skeiði. Þar sigraði Jessica Rydin, 21 árs gömul stúlka frá Svíþjóð, á Jórik frá Lönneberga, á 7,30 sekúndum eða 0,10 sekúndum undir heimsmeti Magnusar Lindquist. Nýtt heimsmet hefur þó enn ekki verið staðfest. Sigurður Skagfjörð Pálsson á Prinsi frá Syðra-Skörðugili keppti á undan Jessicu í fyrri sprettinum og náði tímanum 7,34 við mikinn fögnuð. En Jessica gerði enn betur og var 0,04 sekúndum undir hans tíma. Mikil gleði ríkti hjá þessu unga fólki eftir keppnina, en þau keppa bæði sem ung- menni. Það setti leiðinlegan svip á keppnina í skeiðinu að ann- ar ungur knapi úr íslenska liðinu, Valdimar Bergstað á Feykivindi frá Svignaskarði, sýndi óíþróttamannslega framkomu eftir að hestur hans hafði hlaupið upp í seinni sprettinum og var gefin áminning. Hefur ekki þjálfað skeiðið sérstaklega Hin 21 árs gamla Jessica Rydin sagðist, þegar nokkrar vinkonur og síðar íslenskir knapar og aðstoðarmenn höfðu tollerað hana, aðallega hafa lagt áherslu á keppnina í fimmgangi á mótinu. „Ég hef ekki æft sérstaklega fyrir skeiðið, svo þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði hún. Ekki var gleðin minni hjá Sigurði Straumfjörð Pálssyni og aðstandendum hans og vinum. Hann réði sér vart fyrir kæti og það sama má segja um foreldrana, Pál og Guð- rúnu, sem fögnuðu með syninum við brautarendann í gær. Öll úrslit eru á www.icelandichorse2005.se. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Sigurður Straumfjörð Pálsson stóð sig eins og hetja í 100 m skeiði á Prinsi frá Syðra-Skörðugili. Hér fagna þeir fé- lagar ásamt foreldrum Sigurðar, Páli og Guðrúnu. Jessica Rydin einbeitt á Jórik från Lönneberga. Stian Pedersen frá Noregi setti allt í botn í hraðatölt- inu og stóð efstur eftir forkeppnina í fjórgangi í gær á Jarli frá Miðkrika. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Íslendingar í harðri baráttu á HM INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri segir það færast mjög í vöxt að íslenskir aðilar stofni erlend eignar- haldsfélög í svokölluðum skattapara- dísum eða þar sem sérstakar reglur gilda um félög og bankaviðskipti, svo sem á Ermarsundseyjum eða í Lúx- emborg. „Það er ekki ólögmætt að stofna slík félög en þegar þeir gefa ekki upp eignir sínar og tekjur er augljóst að þarna eiga sér stað lögbrot og þekkj- um við svo mörg dæmi þess að það er ekki spurning hvort heldur í hversu miklum mæli þetta á sér stað,“ segir Indriði. Indriði bendir á að erlent eignar- haldsfélag sé yfirleitt skattskylt í því landi sem það starfar, en í vissum til- vikum geti það verið skattskylt hér- lendis ef um er að ræða félag sem er að fullu undir daglegri stjórn hér á landi. Ef um er að ræða tvísköttun- arsamning getur hitt landið gert til- kall til skattskyldu, en ákvæði í al- þjóðlegum samningum kveða á um hvernig meðhöndla skal slík tilvik. En taki íslensku aðilarnir taka fé út úr þessum félögum, t.d. sem arð, eru það tekjur sem eru skattskyldar hér- lendis, og einnig er eignin í þeim skattskyld til eignaskatts á meðan hann er enn við lýði. Áhyggjur af flæði til útlanda „Við höfum áhyggjur af hugsan- legu flæði fjár úr landi sem ekki er búið að skattleggja hérlendis áður og óvíst er að berist aftur til landsins til skattlagningar lögum samkvæmt,“ segir Indriði. „Það var bent á það í skýrslunni um umfang skattsvika, að ein þeirra leiða sem menn nota til að komast undan skattlagningu er að stofna félög erlendis. Einkum eru þessi mál erfið viðureignar ef félögin eru staðsett í svokölluðum skatta- paradísum og maður spyr sig óneit- anlega hvers vegna íslenskir aðilar séu að stofna félög á einhverjum eyj- um í Karíbahafinu. Ekki eru auðsæ rök fyrir því önnur en að menn séu að reyna að komast hjá skattlagn- ingu. Slíkum málum hefur farið ört fjölgandi og það vekur því alltaf áhuga okkar ef að slíkt kemur fram. Hins vegar er vandinn sá að flest af þessum ríkjum veita mjög litlar upplýsingar um þessi félög, einfald- lega vegna þess að þau eru mörg hver mjög vanþróuð og hafa ekki það réttarkerfi sem þarf til að vinna með öðrum ríkjum. Þetta er þó vonandi að breytast og það hefur náðst veru- legur árangur hjá OECD við að leggja grunn að virkari upplýsinga- gjöf frá þessum svæðum. Slík mál eru þó ekki sjálfgefin til rannsóknar, en það eru hins vegar fjölmörg mál í athugun hjá skattyfirvöldum þar sem um er að ræða slíka viðskipta- hætti. Oft fylgist það að að ef skatt- skil eru athugaverð er einnig að finna anga af þessum toga og við höf- um fengið fjölmargar ábendingar um slíkt.“ Indriði bendir á að hlutabréfavið- skipti, tekjumyndun og áframhald- andi fjárfesting í þeim geira sé orð- inn miklu stærri þáttur í efna- hagsumsvifum og heildartekju- myndun en áður og slíkt umfang kalli á nýjar aðferðir skattyfirvalda. Í flestum nágrannalöndum gildi víð- tækari reglur um upplýsingaskyldu vegna tilfærslu fjármagns til útlanda en gilda hérlendis. „Ég veit t.d. að þegar Danir afléttu hömlum á gjald- eyrisviðskiptum við útlönd settu þeir jafnframt allítarlegar reglur um upplýsingaskyldu fjármálastofnana til yfirvalda þar að lútandi. Þær regl- ur er ekki að finna hér. Við teljum að rík þörf sé á setningu slíkra laga til að tryggja betur aðgang að upplýs- ingum á þessum vettvangi,“ segir hann. „Virk upplýsingamiðlun er einn mikilvægasti þátturinn í skatt- framkvæmd, ekki síst í dag þegar al- þjóðlegu viðskiptin eru orðin jafn- mikil og mikilvæg og raun ber vitni. Skattyfirvöld eru reiðubúin til sam- starfs við löggjafann um slíka laga- setningu, kjósi hann að fylgja for- dæmi nágrannalanda á þessu sviði.“ Margvíslegar hliðar eru á fjár- magnsflæði héðan til útlanda. Meðal annars gera núverandi reglur ráð fyrir að fresta megi skattgreiðslum á söluhagnaði hlutabréfa og segir Indriði fjölmörg dæmi þess að hagn- aðurinn hafi farið úr landi fyrir skattlagningu til fjárfestinga ytra, þar á meðal stofnunar eignarhalds- félaga. Hann kveðst hlynntur því að settar verði reglur um að þessi frest- un á söluhagnaði komi aðeins til greina ef hann er endurfjárfestur innanlands, ekki ytra. Frestunarregla ekki sjálfsögð „Vandinn felst einkum í því hvern- ig halda ber á þessum málum með tilliti til EES-samningsins, þ.e. hvort að slík lagasetning myndi stangast á við hann. Hins vegar er kannski stóra spurningin sú hvort þessi frestunarregla eigi yfirleitt rétt á sér og persónulega tel ég hana ekki sjálfsagða.“ Hann bendir einnig á að ákveðið misræmi felist í núgildandi löggjöf, þannig að ef einstaklingur kjósi að kaupa hlutabréf fyrir launatekjur þurfi hann áður að greiða skatt af tekjunum. Hafi þessar tekjur hins vegar myndast með sölu á eignum, þar með talið hlutabréfum, sé mönn- um gert kleift að fresta skatt- greiðslum. „Ég tel að það mætti að skaðlausu þrengja reglur um þessi mál og ætti að koma til álita að tak- marka þær aðeins við innlenda að- ila.“ Indriði nefnir einnig að sé um að ræða einkahlutafélag, sem einn aðili á, getur hann frestað skattlagningu söluhagnaðar með endurfjárfest- ingu. „Þarna er um að ræða misræmi sem þyrfti að huga að. Þegar fleiri aðilar eiga einkahlutafélagið koma til önnur álitamál, þannig að þetta hins vegar er ekki vandalaust.“ „Augljóst að þarna eiga sér stað lögbrot“ sindri@mbl.is Associated Press Í skattaparadísinni Lúxemborg stofna Íslendingar eignarhaldsfélög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.