Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2005 23 MINN ÁRBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Neskaupstaður | Hið hefðbundna Barðsneshlaup er ómissandi þáttur í Neistaflugshátíðarhöldum í Nes- kaupstað. Hlaupið sjálft hefst á eyðibýlinu Barðsnesi sem stendur á samnefndu nesi sunnan við Norð- fjarðarflóa og lýkur í Neskaupstað. Hlaupa þarf um þrjá firði m.a. eftir kindastígum og í brattri fjallshlíð. Þá þarf að vaða þrjár ár áður en komið er á leiðarenda en vegalengd- in sem hlaupin er er um 27 km. Í ár voru keppendur í hlaupinu um tuttugu og voru þeir venju sam- kvæmt ferjaðir í hópnum á bát frá Neskaupstað yfir að Barðsnesi. Helga Björnsdóttir sigraði í kvennaflokki á 3 klukkustundum, 1 mínútu og 58 sekúndum. Þorbergur Ingi Jónsson sigraði í karlaflokki, en hann hljóp á tveimur tímum og 29 sekúndum og var þannig 29 sek- úndum frá því að ná markmiði sínu. Er þetta í fimmta sinn sem Þor- bergur Ingi sigrar í Barðsneshlaup- inu, en gaman er að geta þess að kappinn er ættaður frá bænum Barðsnesi sem hlaupið er kennt við. Þá hefur frændi hans frá Barðsnesi, Ingólfur Sveinsson geðlæknir, hlaupið í öllum Barðsneshlaupum frá upphafi. Mikil framför hefur orðið í tíma frá því hlaupið var fyrst árið 1997, en þá hljóp Stefán Hallgrímsson leiðina á um 3 klukkustundum og 20 mínútum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Sterk hefð Þátttakendur eru ætíð ferjaðir yfir Norðfjarðarflóann. Þorbergur Ingi Jónsson frá Barðs- nesi sigraði í hlaupinu í 5. sinn. Barðsnes- hlaupið hefst á bátsferð Dýrafjörður | Áhöfn varðskipsins Týs hélt við þekkingu sinni og hæfileikum á sviði björgunar þeg- ar haldin var björgunarstólsæfing við Sveinseyri á Dýrafirði á dög- unum. Að sögn Thorbens J. Lund yf- irstýrimanns tókst æfingin mjög vel og björguðust allir í land nema skipherrann, Sigurður Steinar Ketilsson, sem yfirgefur að sjálf- sögðu aldrei skip sitt enda trygg- ur gæslumaður. Þrátt fyrir að þyrla sé aðal- björgunartæki Landhelgisgæsl- unnar við skipströnd geta þær að- stæður komið upp að þyrla geti ekki athafnað sig og því er nauð- synlegt að viðhalda þekkingu á notkun björgunarstólsins. Varðskipsmenn æfa björgunarhandtökin Tekið á því Áhöfn varðskipsins Týs æfir notkun björgunarstóls. Eyrarbakki | 10 ár voru liðin 3. ágúst sl., frá því Byggðasafn Ár- nesinga opnaði sýningar sínar í Húsinu á Eyrarbakka. Í tilefni þessara tímamóta og einnig þess að Húsið er um þessar mundir 240 ára gamalt, var efnt til afmæl- isfagnaðar í vistarverum Hússins. Sett var upp sýning á ljósmyndum frá gamalli tíð og ný sýning upp- stoppaðra fugla í Eggjaskúrnum, ásamt myndasýningu. Margt manna var samankomið er Lýður Pálsson safnstjóri bauð gesti velkomna og færði síðan ábyrgð dagskrárinnar í hendur Guðrúnu Ásmundsdóttur leik- konu. Guðrún, ásamt Karli Guðmunds- syni leikara, flutti brot úr minn- ingum Hans Thorgrímsen sem var sonur Guðmundar Thorgrímsen faktors og konu hans Sylvíu. Hans var prestur meðal Vestur- Íslendinga og var meðal annarra hvatamaður þess að nokkrir Eyr- bekkingar og fólk úr nærsveitum flutti til Ameríku. Þess var m.a. minnst með póstferðinni til Kan- ada, sem lauk fyrir skemmstu. Þau lásu einnig úr viðtali Guð- mundar Danielssonar við Þórunni Gestsdóttur sem var vinnukona hjá Peter Nilsen faktor og hans konu Eugeniu. Þar lýsir Þórunn veru sinni í Húsinu og heim- ilisháttum. Þau lásu úr minningum dönsku skáldkonunnar Tit Jensen sem dvaldi nokkrum sinnum í Hús- inu sem gestur, svo og minningum Göggu Lund söngkonu, sem dvaldi þar sem barn. Fléttað var inn í frásögnina söng Guðríðar Júl- íusdóttur, við undirleik Gróu Hreinsdóttur. Voru gestirnir ánægðir vel með dagskrána. Að lokum var boðið upp á kaffi og afmælishnallþóru. Afmælishátíð í Húsinu Morgunblaðið/Óskar Magnússon Krían fær nýjan fjaðurham Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Krían eftir viðgerðina. Eyrarbakki | Gert hefur verið við listaverkið Kríuna, sem stendur skammt austur af Litla-Hrauni, við vegamót Eyrarbakkavegar og Stokkseyrarvegar. Krían var orðin illa farin, búin að tapa mörgum fjöðrum og að hruni komin. Starfs- menn Selfossveitna sáu um viðgerð- ina. Krían er eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson myndhöggvara frá Einarshöfn. Alþýðusamband Íslands reisti verkið til heiðurs Ragnari í Smára, en hann er ættaður frá Mundakoti á Eyrarbakka. Ragnar gaf Alþýðu- sambandinu listaverkagjöf, sem var stofninn að listasafni ASÍ, og vildi sambandið sýna þakklæti sitt með þessu. Krían var vígð árið 1981 í skógræktarreitnum Hraunprýði í landi Gamla-Hrauns, sem var gjöf móður Ragnars, Guðrúnar Jóns- dóttur, til Eyrarbakkahrepps og skyldi hreppurinn koma upp lysti- garði í reitnum. Óvíða er Þjórs- árhraunið jafn sýnilegt og á þessum stað og hentar hann vel til sín brúks. Þjórsárhraunið rann fyrir um 8.000 árum og er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni eftir ís- öld. Hraunið er undirstaða Flóans og Skeiðanna. SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á lagningu svonefnds Norð- austurvegar um Hólaheiði að upp- fylltum tilteknum skilyrðum. Veg- inum er ætlað að liggja skammt norðan vegarins yfir Öxarfjarðar- heiði milli Öxarfjarðar og Þistil- fjarðar með tengingu til Raufar- hafnar. Miðað hefur verið við að framkvæmdin gæti hafist í haust. Þau skilyrði, sem Skipulagsstofn- un setur, eru m.a. þau að Vegagerð- in skuli standa að endurheimt vot- lendis af sömu stærð og það votlendi sem skerðist vegna fram- kvæmdanna. Fiskgengt ræsi verði sett í Hólsá þar sem hún verður þveruð. Þá skal Vegagerðin merkja forn- leifar og þegar nánari upplýsingar um staðsetningu vegar við bæjar- stæðin á Hóli liggja fyrir ber að greina Fornleifavernd ríkisins frá þeirri ákvörðun sem meti rann- sóknarþörf áður en framkvæmdir hefjast. Kæra má úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 9. september 2005. +                                      8  " $! & ;$"    /4"&' %5""  $3&  $3&  $3&  $3&  $3&  $3&            /&'."" #  Fallist á lagningu Norðausturvegar Hólar | Ráðstefna um fornleifar og rannsóknir þeim tengdar hefst í dag kl. 10 á Hólum í Hjaltadal, en um 90 fornleifafræðingar eru komnir til að taka þátt í ráðstefnunni. Meðal fræðimanna sem flytja er- indi eru Orri Vésteinsson, John Steinberg, Jörgen Dencker, Jesse Byock, Thomas H. McGovern, Bjarni Einarsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Ragnar Eðvarðsson og Joanna Agni- eszka Skórzewska. Ráðstefnan stendur til kl. 18 á morgun, sunnudag. Hún er öllum opin en dagskrá má finna á slóðinni www.holar.is/fornleifar. 90 fornleifa- fræðingar á ráðstefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.